Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGVH ll.DESEMBER 1997 - 13
ÍÞRÓTTIR
Hreinn Hrmgsson
samdi við Þróttara
Ilreiiin Ilringsson,
sem verid hefur eiiin
lykilmaima 1. deild-
arliðs Þórs á
undanfomum ámm,
hefur skrifað imdir
tveggja ára samning
við Þróttara sem em
nýliðar í úrvals-
deildinni. Ilreiiiii er
annar leikmaðnrinn
sem nýliðamir fá til
sín. Ásmundur
Helgason, sem lék
með FH í fyrra, er
einnig kominn í raðir
félagsins.
„Ég hlakka til að spreyta mig í
efstu deild og þá er ég orðinn
langþreyttur á aðstöðuleysinu á
Akureyri. Það er búið að tala um
það í þrjú ár að það þurfi að bæta
aðstöðuna en ekkert gerist. Ég er
búinn að fá nóg af því að hlaupa
á malbikinu og lyfta lóðum og
geta ekki verið með bolta á tán-
um, allan veturinn. Mér líst hins
vegar vel á aðstöðuna hjá Þrótt-
urum í Laugardalnum sem er ein
sú besta á landinu og ég taldi
þetta vera rétta tímann til að
breyta til,“ sagði Hreinn, sem lík-
lega á eftir að taka sæti annars
Norðlendings, Heiðars Sigur-
jónssonar, sem genginn er til liðs
við norska liðið Lillehammer. Þá
bendir margt til þess að Einar
Örn Birgisson verði ekki áfram
hjá liðinu.
Hreinn Hringsson segist vera oróinn þreyttur á aðstöðuleysi á Akureyri.
Flótti frá Þór?
Hreinn hefur verið markahæsti
leikmaður Þórs undanfarin ár en
Akureyrarliðið náði athyglisverð-
um árangri í 1. deildinni í fyrra
undir stjórn Omars Torfasonar.
Þeirri stefnu var íylgt í fyrra að
byggja eingöngu á heimamönn-
um. Síðan í haust hafa hins veg-
ar flestir af reyndari „heima-
mönnum" horfið á braut og flest
bendir til þess að tími táninganna
renni upp hjá félaginu næsta vor.
Fimm af fastamönnum liðsins
eru farnir frá félaginu, en það eru
auk Hreins, þeir Páll Gíslason og
Arni Þór Arnason sem fóru til
Leifturs, markvörðurinn Atli Már
Rúnarsson sem genginn er til liðs
við Dalvík og Þórir Askelsson
sem leikur með Fram á næstu
leiktíð. Sigurjón Magnússon hef-
ur tekið við þjálfun Akureyrarfé-
lagsins sem er með ungan og
efnilegan hóp, en spurningin er
hins vegar sú hvort ungu strák-
arnir séu tilbúnir að axla ábyrgð-
ina í meistaraflokld. - FE
Eysteiim til Genk
Leikmeim biharmeist-
ara Keflvikiiiga voru
á faraldsfæti í haust.
Englandsmeistarar
Manchester United
fylgjast enn náið með
Þórami Krisjánssyni
og Eysteinn Hauksson
er hugsanlega á för-
um til Genk í belg-
ísku fyrstu deildinni.
Belgíska fyrstudeildarfélagið
Genk, sem Þórður Guðjónsson
skorar reglulega fyrir þessar vik-
urnar, er að velta fyrir sér
Héraðmanninum Eysteini
Haukssyni sem leikið hefur með
Keflavík að undanförnu. Ey-
steinn var jafnbesti leikmaður
blkarmeistara Keflvíkinga síð-
asta sumar og sannaði sig sem
einn besti miðjuieikmaður deild-
arinna*'. Eftir því sem Dagur
kemst næst er belgíska liðið
einnig að skoða tvo leikmenn frá
Júgóslavíu en val félagsins
stendur á milli þessara þriggja
manna.
Genk hefur gengið mjög vel í
belgíska boltanum í vetur og er
Eysteinn Hauksson.
nú í 3. sæti fyrstu deildarinnar.
Það er því eftir töluverðu að
slægjast að komast í leikmanna-
hóp liðsins.
Ferguson hrifinn af Þórami
Kristjánssyni
Eins og fram kom í Degi fyrr í
haust dvaldi gulldrengurinn úr
Keflavík, Þórarinn Kristjánsson,
hjá Englandmeisturunum í
Manchester United í haust.
Samkvæmt fréttum frá Old
Trafford voru forráðamenn
meistaranna mjög hrifnir af Þór-
arni og ætla að fylgjast með hon-
um áfram. Þeir telja samt hon-
um fyrir bestu að hann leiki hér
á landi í I -2 ár í viðhót. Þá verði
Jakob Jónharðsson.
hann betur tilbúinn í slaginn í
atvinnumennskunni.
Keflvíkingar hafa einnig feng-
ið tilboð í Jóhann Guðmundsson
og Jakob Jónharðsson, bæði frá
Englandi og Svíþjóð, en þau
munu lítt fýsileg að mati þeirra
er gerst þelckja.
Hauki Inga Guðnasyni hefur
einnig verið boðið að æfa og
keppa erlendis en hann tekur líf-
inu með ró og ætlar að ljúka
stúdentsprófi sínu í vor. Eins og
lesendur Dags lásu fyrr í haust
eru bæði Liverpool og PSV
Eindhoven að gera hosur sínar
grænar fyrir Hauki. Á meðan
bíða Keflvíkingar spakir eftir
álitlegu tilboði. — GÞÖ
Einar Þór af stað
eftir keppnisbaim
Einar Þór Einarsson, Islandsmeist-
ari í spretthlaupi til margra ára,
mun verða á meðal keppenda á
Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum
sem haldið verður í Laugardals-
höllinni í janúar nk. Einar Þór sem
keppir fyrir Ármann var sem kunn-
ugt er dæmdur í tveggja ára keppn-
isbann fyrir að neyta lyfja á bann-
lista, en hann er nú byrjaður að
æfa á ný og má byrja að keppa í
janúar. Einar verður einn sex fs-
lenskra keppanda sem taka þátt í
50 metra hlaupi. Sextán Islending-
ar hafa þegið boð um að keppa á
mótinu.
Einar Þór Einarsson.
Flhihi örugg á EM
iimanhúss
Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn
háfá náð lágmörkunum fyrir Evr-
ópumótið innanhúss sem fram fer
í Valencia á Spáni um mánaðar-
mótin febrúar-mars. Jón Arnar
Magnússon er öruggur með sæti f
sjöþraut, Guðrún Árnardóttir í 60
m grindahlaupi, Pétur Guðmunds-
son í kúluvarpi og Vala Flosadóttir
og Þórey Elísdóttir úr FH í stang-
arstökki. Lágmarkin voru kynnt í
lok síðasta mánaðar og þá kom í
ljós að Jóhannes Már Marteinsson,
spretthlaupari úr IR, var aðeins
1/100 frá lágmarkinu í 100 metra
hlaupi sem er 10,60. Jóhannes
hefur tíma til 10. febrúar til að ná
lágmarkinu og það sama gildir um
Sunnu Gestsdóttur sem keppir að
sæti í 60 metra hlaupinu. — FE
Atvinna
Akureyri
Tölvutæki er 12 ára sölu- og þjónustufyrirtæki
sem sérhæfir sig í heildarlausnum í
skrifstofubúnaði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Starfsmenn fyrirtækisins eru 22.
Við leitum að duglegum, áhugasömum
einstaklingi í ábyrgðarmikið og krefjandi
framtíðarstarf.
Innkaupa- og lagerstjóri.
Starfssvið:
Panta inn vörur.
Skráning í tölvukerfi.
Skipulag lagers.
Viðkomandi þarf að koma vel fyrir og geta unnið
sjálfstætt, tölvu- og bókhaldskunnátta æskileg.
Umsóknum skal skila í afgreiðslu
Dags á Akureyri í síðasta lagi föstudaginn
19. desember, merkt Tölvutæki.
T#LVUTÆKI