Dagur - 11.12.1997, Qupperneq 2

Dagur - 11.12.1997, Qupperneq 2
18-FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 rDnptt- LIFJÐ í LANDINU Dagur • Strandgðtu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Þessir hrmgdu Óhæfir læknar Vegna lesendabréfs í Degi, þann 25. nóv., vil ég taka fram að Lífsvog mun leggja fram kvörtun fljótlega við æðri stjórnsýsluað- ila, vegna svaraleysis Landlækn- is, við fyrirspurn Lífsvogar dags. þann 19. júní 1996, um fjölda kvartana og aðgerða gegn lækn- um og heilbrigðisstarfsfólki í kjölfarið, á árabilinu 1993-1996 á Islandi, en þrátt fyrir ítrekaðar ítrekanir hefur embættið ekki fundið tölur til þess að svara okkur til um þetta tímabil. Samtökin Lífsvog voru stofn- uð í janúar 1995, og hafa því yf- irlit yfir kvartanir er þeim hafa borist á sama tíma. Lífsvog hef- ur einnig nýlega óskað eftir fundi með nýrri forystu Lækna- félagsins, þar sem Lækqafélagið sem heild varð ekki fyrra til að ríða á vaðið í því efni, en mikil- vægt er að félagið fái upplýsing- ar frá þolendum læknamistaka til þess að geta unnið að málum þessum innan sinna vébanda og ef „Múhameð kemur ekki til fjallsins í þessu efni, þá kemur fjallið bara til Múhameðs". Siðferðilegar áherslur, og nauðsynleg eftirfylgni siðareglna í þessu sambandi, sem og eftirlit ríkisins, mun án efa verða til umræðu á fundi með fulltrúum Læknafélags íslands. f/h Samtakanna Lífsvog. Guðrún María Óskarsdóttir, form. Gefum hungruðum kjötlðafKeikó Alveg er hún fráleit þessi um- ræða um að háhyrningurinn Keikó verði settur í búr í Eski- firði. Sumir tala fjálglega um að með þessu eigi að bjarga Keikó á heimaslóðir og þá væntanlega leyfa skepnunni að eiga áhyggjulaust ævikvöld í „gamla landinu". Hér er augljóslega ekki verið að hugsa um velferð skepn- unnar. Það er einfaldlega verið að hugsa um að mjólka ein- hvern pening út úr skepnunni, draga að ferðamenn og láta þá punga út sýningargjaldi. Pikka upp túristana sem koma með Norrænu og taka af þeim há- hyrningsskatt áður en þeir eyða öllu í Reykjavík, Gullfoss og Geysi. Það er líka deginum ljósara að aðstandendur hugmyndar- ínnar verða fljótir að koma skepnunní lyrir kattarnef í Eskifirði (eða hvar sem er) ef þeim mun meiri peningur fer ekki í að fullkomna allar að- stæður. Væntanlega er hugs- unin að koma upp einhverri ódýrri aðstöðu og gefa skepn- unni ódýran úrgang úr fiskiðn- aðinum. Svo deyr skepnan úr óhamingju og sjúkdómum áður en hendi er veifað. Þetta liggur í augum uppi. Björgum Willy breytist snarlega í Kálum Keikó. Og Grænfriðungar gera sjón- varpsþátt um hina illu meðferð á skepnunni og sala á íslensk- um fiskafurðum í útlöndum hrynur, jafnvel þótt Magnús Guðmundsson yrði fenginn til að afhjúpa Grænfriðunga lyrir blekkingar og Ólafur Sigurðs- son sjónvarpsfréttamaður yrði fenginn til að viðra óhróður um hryðjuverkamenn í „svokölluðum11 umhverfis- verndarsamtökum. Látum Keikó sigla sinn sjó. Ekki í merkingunni að hann eigi í ellinni að fá að svamla í íslenskum sjó, lokaður í búri. Heldur ekki að honum verði sleppt Iausum á fslandsmiðum, því þar getur hann ekki bjargað sér. Ef hann getur ekki og/eða fær ekki að eyða eliinni þar sem hann er nú þá á að svæfa skepnuna. Og gefa hungruðum kjötið. Símiim hjá lesendaþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is Simbréfc^gQ £17|eöa SS1 6270 „Svona gerir maður ekki, “ ekki heldur á Akureyri Það voru erfið spor sem ég og fjölskylda mín stigum fyrir 27 árum þegar við þurftum að flytja burt frá okkar kæra fæð- ingarbæ Akureyri. Fyrir mig persónulega er það afar sérstök tilfinning að koma heim til Ak- ureyrar. Eg get helst lýst henni sem ljúfsárri, tregablandinni „nostalgiu". En í síðustu heim- sókn minni brá heldur betur skugga yfir bæinn og hug minn. Ástæðan var sú að ég heimsótti sem oft áður gamlan vin frá æskuárunum og tjáði hann mér að honum hefði verið sagt upp vinnunni fyrirvaralaust eftir nær 40 ára samfellt starf hjá sama fyrirtækinu! Vinnuveit- andinn var hið gamalgróna fyr- irtæki Slippstöðin h.f. Engin kreppa Þar sem mér var ekki kunnugt um neina sérstaka kreppu hjá þessu fyrirtæki heldur þvert á móti er verkefnastaða þess góð, gekk ég hart eftir því hjá félaga mfnum hvort hann hefði Ient í útistöðum við yfirmenn sína, orðið eitthvað á, gert mistök, eða jafnvel brotið af sér? Ekkert af þessu virtist tilfellið eina skýringin sem hann fékk var að annar maður hefði verið (í laumi) ráðinn í hans stað. „En var þér þá ekki boðið annað starf í fyrirtækinu sem þú hefur starfað í um 40 ár og hvergi annarsstaðar?" „Nei,“ var svarið. Öldin (iiiiiur Mín fyrstu viðbrögð voru að segja að svona höguðu siðaðir menn sér ekki. Hvar var nú sú samkennd og hjálpfýsi sem ég hef svo oft vitnað um og hafði reynt sem ungur maður á Akur- eyri þegar ég falaðist eftir vinnu og fann að ég gekk stundum fyrir vegna þess að menn vissu að ég var sonur ekkju með fimm börn? Nú er öldin önnur á Akureyri. Fundurvarhaldinn í stjóm Slippstöðvar- innarog var niðurstað- an smánartilboð um hálflaun í sex mánuði eftir nær 40 ára starf! Þeir sem eiga Slippstöðina eru fyrirtæki eins og SH sem lofaði að bæta atvinnuástandið í bæn- um ef bæjaryfirvöld semdu við þá frekar en IS. Eg talaði við fulltrúa SH í stjórn Slippstöðv- arinnar og virtist hann hafa skilning á málinu og taldi eðli- legt að félaga mínum hefði ver- ið boðið eitthvert annað starf innan fyrirtækisins og Iofaði að koma því sjónarmiði á framfæri á næsta fundi, en áhuginn og viljinn hefur bersýnilega ekki verið mikill. Ég talaði einnig við fulltrúa annars eigenda Slipp- stöðvarinnar, Burðaráss, en það félag hefur stundum verið kennt við kolkrabbann. Sama má segja um hann og um full- trúa SH erindið bar engan ár- angur. Þurrar viðtökur Stjórnarformaður félagsins er forstjóri Marels og fór félagi minn suður til að hitta hann en fékk fremur þurrar viðtökur. Formaðurinn lofaði þó að taka málið upp á næsta stjórnar- fundi. Einnig talaði félagi minn við bæjarstjóra Akureyrar, bæj- arfulltrúa Alþýðuflokks, sem er gamall skólafélagi okkar, og for- ystumann sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Allir þessir menn sýndu málinu skilning og töl- uðu um að beita sér en hafa sennilega uppgötvað að þeir hafa lítil sem engin áhrif á fyr- irtæki sem alfarið er stjórnað úr Reykjavík. Eða gerðu þeir ekkert í málinu? Hvaða máli skiptir einn óbreyttur meðborg- ari? Vita gagnslaust var að ræða við stéttarfélag vinar míns þeir vildu ekkert gera eða gátu ekk- ert gert að eigin sögn og kom það ekki á óvart. Fundur var síðan haldinn í stjórn Slippstöðvarinnar og var niðurstaðan smánartilboð um hálf laun í sex mánuði eftir nær 40 ára starf! Spurníng er hvort Akureyr- ingar hafi selt „sál“ sína til fyr- irtækja sem lofuðu gulli og grænum skógum en eru nú að sýna klærnar eftir að hafa náð tökum á helstu fyrirtækjum bæjarins? Enn eitt sem ég skil ekki er undirgefni starfsfólks Slipp- stöðvarinnar við yfirmenn sína að þora ekki að mótmæla þessu ranglæti og Iítilsvirðingu sem samstarfsfélagi til fjölda ára hefur mátt þola. En þeim er kannske vorkunn, því ættu þeir að hætta vinnu sinni og frama frekar en bæjarfulltrúarnir sem- þora ekki að stugga við hinum nýju húsbændum. Ef það hefði verið vottur af dug í bæjarstjóra þá hefði hann átt að segja við flokksbróður sinn eins og einn virtasti stjórnmálamaður sam- tímans sagði einhverju sinni „svona gerir maður ekki“ og ég vil bæta við ekki heldur á Akur- eyri. Félagi minn var settur út í kuldann áður en hann náði eft- irlaunaaldri og níu árum fyrr en gilt hefur gagnvart öðrum starfsmönnum Slippstöðvarinn- ar hin síðari ár. Ef einhver á Akureyri vill eða þorir að rísa upp gegn þessu óréttlæti þætti mér vænt um að heyra frá honum eða henni. Heimilisfang mitt er Holtsbúð 89, 210 Garðabæ, sími heima 565 6117 í vinnu 568 6044. F.h. stuðningsmanna, Guðmundur Hallgrímsson, lyfjafræðingur t Garðabæ. Bréfritari segir ekki sömu gildi höfð i hávegum hjá Siippstöðinni á Akureyri í dag og áður fyrr.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.