Dagur - 11.12.1997, Page 5
FIMMTVDAGUR 11.DESEMBER 1997 - 21
X^e*ir_
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
„Ævisaga en ekki
sagnfræði, “ segir Ottó
Michelsen, um ævi-
sögu sína sem nú erað
koma út.Jóhannes
Helgi setti bókina
saman.
„Þetta er ekki sagnfræði, heldur
ævisaga mín,“ segir Ottó
Michelsen. Út er komin bókin
„Ottó, með seiglunni hefst það“
sem Jóhannes Helgi, rithöfund-
ur, setti saman. Segir hér frá
uppvaxtarárum Ottós í Skaga-
firði, námsárum í Þýskalandi og
sínu hverju á langri starfsævi.
Byrjað á síðasta ári
„Bókaforlög gengu á mig að
segja sögu mína. Við Jóhannes
Helgi b)Tjuðum á síðastliðnu ári
að setja bókina saman og við
unnum við þetta í lotum,“ segir
Ottó. Hann segist sáttur við út-
komuna - sem og ævi sína - nú
þegar hann lítur til baka. „Eg
hef ástæðu til að þakka Guði og
mönnum fyrir og mér finnst ég
hafa uppskorið í lífinu eins og til
hefur verið sáð.“
í stríðshrjáðu landi
Átján ára að aldri fór Ottó til
náms í skrifvélavirkjun í Þýska-
landi, þegar heimsstyrjöldin síð-
ari var að hefjast. Þar dvaldist
hann um fjögurra ára skeið,
fram til 1943. Heim kominn
stofnaði hann Skrifstofuvélar hf.
og var forstjóri þar lengi - og síð-
ar IBM á Islandi - fyrirtækisins
sem tölvuvæddi íslenska stjórn-
sýslu og atvinnuvegi frá grunni.
-SBS.
Ottó A. Michaetsen átján ára gamall í Þýskalandi - með litlu myndavélina sína.
í Þýskalandi Hitlers
Hér verður gripið niður á
nokkrum stöðum í bókina Ottó,
minningar Ottós A. Michelsen,
sem Jóhannes Helgi hefur fært
í stílinn. Útgefandi er Hörpuút-
gáfan. í þessum kafla víkur
þókarhöfundur fyrst að blikum
á alþjóðavettvangi um svipað
leyti og Ottó, með aðeins 6
kennslustundir að baki í þýsku,
leggur uppí ferðina til Þýska-
lands, þar sem hann dvaldist
fram á mitt ár 1944 við nám og
störf í skriftvélavirkjun.
Við undirritun friðarsamning-
anna í Versölum í janúar 1919
ofbauð franska marskálkinum
Ferdínand Foch svo þeir fjötrar
sem sigrað Þýskaland var
hneppt í, að hann lét eflirfar-
andi orð falla: „Þetta er eng-
inn friður, þetta er 20 ára
vopnahlé." Marskálkurinn
reyndist sannspár. 1938 eru
blikur nýrrar heimsstyrjaldar
komnar á loft og um svipað
leyti stígur 17 ára piltur uppí
Norðurrútuna í Varmahlíð
áleiðis til Reykjavíkur og þaðan
sjóleiðis til Hamborgar.
Ottó komst með hjálp góð-
viljaðra Þjóðverja klakklaust á
ákvörðunarstað eftir 36 klukku-
stundir í járnbrautarlest,
svefnlaus og matarlaus, með
aðeins 1 mark aflögu að
greiddu fargjaldi, og vildi ekki
betur til en svo að hann kom á
áfangastað á laugardagskvöldi
og þurfti að lífnæra sig á vatns-
póstum í félagsskap hrossa
fram á mánudagsmorgun, að
skrifstofa verksmiðjunnar sem
hann var ráðinn til opnaði. En
þar kom, þegar tímar liðu, að
Ottó gegndi starfi farandvið-
gerðarmanns í Thúringen og
nálægum bæjum og borgum og
náði smám saman tökum á
þýskunni.
Verður nú gripið niður á
stöku stað í yfirgripsmikið efni
úr Þýskalandsárum Ottós, og
hefur hann nú orðið:
Kvennamaður á fiótta
Skömmtunarmiðum var útbýtt
af óskoruðu réttlæti; þýsk ná-
kvæmni í hæsta máta, brást
... og myndin sem
útifundi
aldrei. Til þess kjörnir menn
sáu um að gefa út seðlana og
koma þeim til skila. Fg bar t.d.
sérstakt merki í barminum,
sem heimilaði mér að borða á
veitingahúsum, gegn framvísun
skömintunarseðils að sjálf-
sögðu, og þeir voru ekki skornir
við nögl. Við útlendingarnir
fengum raunar ívið drýgri
skömmtunarseðla til matar- og
fatakaupa en Þjóðverjar.
Fatnaður var þó af ýmsum
gæðafiokkum. Eitt sinn seint á
heitu laugardagskvöldi er ég að
koina frá vinkonu minni og er í
spiunkunýjum teinóttum ítölsk-
um jakkaföt-
um. „In
Italien her-
gestellt," stóð
með gullnu
letri í jakka-
fóðrinu,
hvorki meira
né minna. Og
ég taldi mig
heldur betur
hafa dottið í
lukkupottinn
að hafa fengið
svona föt á ótrúlega þægilegu
verði. Ég er í rykfrakka utan
yfir og komst ekki hjá að sjá
spegilmynd minni bregða fyrir í
glæstum búðargluggum, og fór
ekki milli mála að þar gekk
herramaður uin götur og torg.
Italir eru jú miklir kvennamenn
og er kannski inest fatasniðun-
um að þakka. Og þá, bara rétt
eins og auga sé deplað: úrhelli.
Og ég tek til fótanna að leita
skjóls og finn þá að mér er orð-
ið kalt á leggjunum og þegar
mér er litið niður á fólleggi
rnína að kanna hverju þetta
sæti, þá eru þeir naktir frá
kápufaldi og niðurúr. Skálm-
arnar horfnar, rétt eins og þær
hafi verið skornar snyrtilega frá
við kápufaldinn. Pappír! Og nú
var það ekki lengur ítalskur
sjarmör sem gekk hnarreistur
um stræti, heldur ótíndur um-
renningur sem flúði berleggjað-
ur um götur og torg, og það
sem verra var: athlægi manna.
„In Italien hergestellt.“ Svei!
hann tók af Hitler á
í Weimar.
Bomban sprmgur
Svo sprakk sérkennileg bomba, í
)firfærðri merkingu, 10. maí
1941. Það var ekki um annað
talað. Fólk gapti hvert uppí ann-
að á götum úti, á vinnustöðum
og inni á heimilum. Hvernig átti
að skýra það sem hafði gerst?
Hvað boðaöi það? Fólk var alveg
ringlað. Rudolf Hess, sjálfur
staðgengill Hitlers, hafði rænt
flugvél og flogið til Skotlands í
því augnamiði, að álitið var, að
þreifa fyrir sér um írið við Breta,
sem fleygðu honum umsvifa-
laust í tukthús og virtu hann að
öðru leyti ekki viðlits.
Ég komst hins-
vegar í þá afleitu
aðstöðu að
þurfa að virða
viðlits þá sem
grennsluðust (ýr-
ir um hjá mér
hvað ég héldi.
Menn þýfguðu
hvem annan um
svör eins og
brjálaðir menn,
en enginn þorði
að svara.
Mynd af einu atviki í tengsl-
um við flótta Hess stendur mér
Ijóslifandi fyrir hugskotssjón-
um. Ég var sendur að gera við
ritvél heim til hjóna sem ráku
lögfræðiskrifstofu fyrir Gesta-
po, og eiginmaðurinn var í SS-
sveitunum, allur skreyttur, silf-
urborðar, gljáfægð stígvél,
hælaskellir. Heil Hitler! Og mér
er vísað til sætis við hringborð
þar sem ritvélin beið mín og að
lokinni viðgerðinni er mér boð-
ið kaffi og hjónin setjast hjá
mér. Og fer þá ekki SS-maður-
inn að þýfga mig um hvað ég
haldi um flóttann. Ég, útlend-
ingurinn; vdð það tvöfaldaðist
forvitnin að vanda. Og nú reið
á að gæta tungu sinnar og
fhuga svar lengi og vel og það
gerði ég. Ef ég segði að Hess
væri oröinn brjálaður, dáður
maður í Þýskalandi og stað-
gengill Hitlers, þá var það
svartasta móðgun við SS-sveit-
irnar og sjálfan húsbóndann. Ef
ég hefði sagt að Hess hefði
misst trúna á stríðsrekstur
þjóðar sinnar, þá voru það
hvorki meira né minna en land-
ráð. Ég er enginn diplómat og
var milli steins og sleggju, og á
endanum hafði ég hugsað mig
svo lengi um að SS-maðurinn
var farinn að gapa framan í mig
með handtöku í augunum, Ég
var orðinn í meira lagi grun-
samlegur náungi, kannski spí-
ón, inná gafli hjá honum, sjálf-
um stormsveitarforingjanum.
Og ég ætlaði að fara að opna
munninn og tala tungum frem-
ur en ekki neitt, þegar frúin,
þessi elska, kom mér til hjálp-
ar, spyrntí í fótinn á mér undir
borðinu og braut óðamála uppá
öðru umræðuefni. Ég kvaddi
kófsveittur og forðaði mér.
Rétturinn til að gaspra
Hvernig viðhorf manna til
stjórnarfars Hitlers hafi verið?
Þegar stórt er spurt vill verða
fátt um svör. Hér er eitt dæmi:
Einn samstarfsmanna minna,
roskinn inaður, sem sá fyrir
Ijögurra manna fjölskyldu,
bauð mér eitt sinn heim til sín
þegar leið á dvöl mína í Zella-
Mehlis og ég var farinn að geta
fleytt mér á þýskunni. Þá barst
einmitt þetta í tal, og ég man
vel hvað hann sagði, og það
hefur trúlega verið dæmigert
lýrir hugsunarhátt Þjóðverja á
þessum tíma. Hann sagði:
„Hverju get ég svo sem breytt.
Ég ræð yfir einu atkvæði á kjör-
seðli fjórða hvert ár. Ég skal
segja þér hvernig ástandið var
áður en Hitler komst til valda.
Ég var atvinnulaus og án fjöl-
skyldu og mældi göturnar mán-
uðum saman á snöpum eftir
einhverjum viðvikum og vissi
auk þess aldrei hvort ég kæmi
lifandi heim að kvöldi, því að
óeirðir voru daglegt brauð og
glæpir í algleymingi. En þetta
hvarf allt eins og dögg fyrir sólu
þegar Hitler komst til valda...
Nú hef ég atvinnu og á Qöl-
skyldu og ég hef nóg að bíta og
brenna og mér líður vel... Og
hví skyldi ég þá vera að gaspra
um pólitík.“
Leikfélag
Akureyrar
jólafrumsýning
.♦
Á ferð með
frú Daisy
eftir Alfred Uhry
Daisy: Sigurveig Jónsdóttir
Hoke: Þráinn Karlsson
Boolie: Aðalsteinn Bergdal
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ingvar Bjömsson
Leikmynd og búningar:
Hlín Gunnarsdóttir
Leikstjóm: Ásdi's Skúladóltir
Hjörtum mannanna svipar sam-
an í Atlanta og á Akureyri.
Nú er tígullinn tromp. Á
lauftrompið okkar, Hart í bak.
náðum við 90% sætanýtingu á
25 sýningar. Látum tígulinn
trompa laufíð.
Frumsýning á Renniverk-
stæðinu á annan í jóluin,
26. des. kl. 20.30.
Fá sæti laus.
2. sýning 27. des. kl. 20.30.
3. sýning 28. des. kl. 20.30.
4. sýning 30. des. kl. 20.30.
I tilefni afhendingar
Nóbelsverðlauna í
bókmenntum:
Kona
einsömul
eftir Dario Fo
í samvinnu við
Café Karólínu
Þýðing Olga Guðrún Ámadóttir
Leikstjóm: Ásdís Thoroddsen
Leiklestur: Guðbjörg Thoroddsen
Flutt í Deigiunni
föstudaginn 12. des. kl. 21.
Njótið nieð okkur þessa
verks Nóbelsverðlauna-
hafans og leikhúsmannsins
Darios Fo.
Aðgöngumiðar við
innganginn.
Verð: 800 krónur.
V
Söngvaseiður
frumsýning í Samkomu-
húsinu 6. mars
Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir
4
Markúsar-
guðspjall
einleikur Aðalsteins Bergdal
frumsýning á Renniverk-
stæðinu um páska
Gjafakort í leikhúsið.
Jólagjöf sem gleður.
Kortasala í miðasölu
leikfélagsins, í Blómabúð
Akureyrar, Bókvali og á
Café Karólínu.
Sími: 462 1400
Gleðileg jól!
Munið Leikhúsgjuggið
HUGFÉLAG ÍSLANDS
sími 570-3600
er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar