Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. desember 1997
Verð ílausasölu 150 kr.
80. og 81. árgangur - 236. tölublað
BLAÐ
Tekjuafgangur orðiim
að eins milljarðs halla
Rúmlega eins millj-
arðs króna halli er á
fj árlagafram varpinu,
samkvæmt breyting-
artillögum sem meiri-
hluti fjárlaganefndar
hefurgert. Önnur
umræða um fram-
varpið hefst á Aljiingi
í dag.
„Það er ljóst að þegar 2. umræða
um fjárlagafrumvarpið hefst er
hallinn á því rúmlega einn millj-
arður króna. Þetta er niðurstað-
an þegar fjárlaganefnd hefur
skilað inn breytingatillögum sín-
um. En því má ekki gleyma að
við 3. umræðu verður tekjuhlið
frumvarpsins uppreiknuð og ég
er enn að gera mér vonir um að
ekki verði halli á fjárlögunum
eftir það,“ sagði Jón Kristjáns-
son, formaður fjárlaganefndar, í
samtali við Dag í gær.
í raun er hér um að ræða út-
gjaldaaukningu upp á rúmlega
1,5 milljarða króna frá því sem
gert var ráð fyrir þegar fjárlaga-
frumvarpið var lagt fram. Þá var
reiknað með afgangi upp á rúm-
ar 500 milljónir. Nú eru þær
horfnar og milljarður að auki.
Jón Kristjánsson segir að þessi
hækkun á fjárlagafrumvarpinu
vegna breytingatillagna Ijárlaga-
nefndar sé ekki nema um 1% því
útgjöldin í frumvarpinu nema
um 162 milljörðum króna.
Stærsti einstaki útgjaldaliður-
inn í þessum 1,5 milljarði eru
300 milljónir króna til sjúkra-
húsanna á landsbyggðinni. Þá
koma þarna inn áhrif vegna ný-
gerðra kjarasamninga. Tekið er á
jöfnun námskostnaðar, sömu-
leiðis á húshitunarkostnaði í
Ijáraukalagafrumvarpinu þannig
að rafhitunarkostnaður á svæði
RARIK mun ekki hækka um ára-
mótin eins og boðað hafði verið.
Komið er til móts við ýmsar
skólastofnanir sem sækjast eftir
því að tækni- og tölvuvæðast.
„Ymislegt fleira má svo sem
nefna sem við erum að sinna.
Enda þótt ekki sé um háar upp-
hæðir að ræða í hverju tilfelli
safnast þegar saman kemur,“
sagði Jón Ivristjánsson.
Missa tökin
„Tekjuspáin hefur ekki verið
endurskoðuð og því vitum við
ekkert um þá hlið fjárlaganna.
En ef þetta verður niðurstaðan
að fjárlögin verði milljarður í
mínus, í mesta góðæri síðari ára,
þá segir það okkur að ríkisstjórn-
in sé búin að missa tökin á verð-
lagsþróuninni í landinu," sagði
Gísli S. Einarsson, fulltrúi Al-
þýðuflokksins í fjárlaganefnd.
Hann sagðist að öðru leyti ætla
að bíða 2. umræðu sem hefst á
Alþingi í dag. — S.DÓR
Þegar fjárlaganefnd þingsins hafði farió mjúkum höndum um fjárlagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar hafði áætlaður 500 milljóna tekjuafgangur breyst í eins milljarðs
halla, en vonast er til að hægt sé reikna tekjurnar upp og fjárlögin verði á endanum
afgreidd hallalaus.
Tíma-
móta-
dómur
„Þetta vekur auðvitað spurningar
um hvort það sé viðunandi að
börn sem verða fyrir svona of-
beldi þurfi sjálf að standa að slík-
um málum, bera kostnaðinn og
taka áhættuna. Eg nefni sem
dæmi að í kynferðismálum er
það Jafnréttisráð sem sældr mál
fyrir hönd einstaklinga og spurn-
ing hvort slíkt fyrirkomulag eigi
ekki rétt á sér í svona málum,“
segir Jóhannes Rúnar Jóhanns-
son, lögmaður barnanna sem
Hæstiréttur ákvað í fyrradag að
ættu að fá 6 milljónir í skaða-
bætur frá föður sínum fyrir illa
meðferð.
Jóhannes segir að dómurinn
hafi óbreyttur mikið fordæmis-
gildi. „Viðhorf kerfisins hefur
hingað til verið það, að það sé
ekkert hægt að gera í svona mál-
um. En þessi dómur sýnir að það
er til leið,“ segir Jóhannes.
- Sjá bls. 8-9
Stekkjastaur kom til byggða í nótt en sumir hafa tekið forskot á sæluna og sett upp jólasveinahúfuna. Þar á meðal eru börnin á
leikskólanum Klöppum á Akureyri sem gerðu sér dagamun og höfðu mikið gaman af eins og myndin sýnir. - mynd: brink
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir,
prófessor.
Böm vilja
bækur
„Bókaútgáfa fyrir 10-12 ára er
ekki í hættu, en það má huga al-
varlega að 14-16 ára. Það er
mjög sterk fylgni milli þess að
börn fái bækur í jólagjöf og að
þau lesi bækur - og það á við unv
alla aldurshópa. En í elsta hópn-
um fá innan við 2/3 orðið bækur
í jólagjöf og þar með minnkar
lesturinn Iíka,“ segir dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir.
Hún hefur gert könnun meðal
800 barna á aldrinum 10, 12, 14
og 16 ára af öllu landinu, ájóla-
bókahefðinni, netnotkun og
fleiru, einkum með tilliti til þess
hvort gjafavenjur væru að breyt-
ast. I Ijós kom m.a. að plötur
koma ekki í stað bóka, því yfir-
leitt fer saman að börn sem fá
margar bækur fá líka margar
plötur. 1 annan stað fannst engin
fylgni milli þess að nota Netið og
lesa lítið.
Fáar stelpur fá tölvuleiM
Strákarnir fá nær einir (86%)
tölvuleiki, segir Sigrún Klara.
Þeir eru líka í meirihluta netnot-
enda í öllum aldurshópum, þótt
stelpurnar séu farnar að nálgast
þá við 16 ára aldurinn. Oll 10
ára börnin sögðu pabba sinn
hafa kynnt sér Netið, nema eitt
sem nefndi mömmu og annað
kynntist Netinu gegnum ömmu
sína. Miðað við fyrirmyndina er
því kannski er ekki skrítið að
strákarnir skuli athafnasamari í
tölvuheiminum. Mikill meiri-
hluti netnotenda sagðist nota
netið hjá vinum og sagði Sigrún
Klara það vísendingu um, að
netið væri kannski ekki það and-
félagslega fyrirbrigði sem sumir
óttuðust.
Dr. Sigrún Klara flytur fyrir-
lestur um jólabækur, lestrarvenj-
ur og netnotkun ungmenna í
Norræna húsinu kl. 15.30 á
mánudag (15. des.), sem er öll-
um opinn. — HEI
HBDfflBHHHHmB
12
dagar til
jóla
SINDRI
Alfa Laval
-sterkur i verki
BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024