Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 FRÉTTIR i. A Þróimarsjóðiir á tvð Björgunar- afreks miimst SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS n 1 fl. kr. 829 kg Peking endur kr. 599 kg Mandarínur kr. 118 kg Rauðkál kr. 97 kg Epli rauð kr. 109 kg Jarðarber 250 g kr. 249 box Pepsi 2 L kr. 142 Viking Malt kr. 55 dós After Eight jóla kr. 398 pk. ÍM maísstönglar 4 stk. kr. 169 pk. Hrísalundur sér um sína Sólalda viö Sultartanga Sigurður Árni Siguröarson, myndlistarmaður, sigraði í samkeppni sem Landsvirkjun efndi til um gerð útiistaverks við Sultartangavirkjun. Sólalda heitir verkið og í umsögn dómnefndar segir m.a. að það sé einfalt að gerð og falli vel að umhverfinu á hljóðlátan og myndrænan hátt.. Hér tekur hann við verðlaunum úr hendi Jóhannesar Sigurgeirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar - mynd: hilmar HEILRÆÐI KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ UMGANGAST ELD MEÐ VARÚÐ. vestfírsk frystihús Stjóm Þróunarsjóðs sjávarútvegsins imui funda 17. desember nk. um framtíð Norð- urtangahússins á ísa- firði. Þróunarsjóður sjávarútvegsins keypti í lok ágústmánaðar sl. hús hraðfrystihússins Norðurtang- ans á ísafirði af Básafelli fyrir 85,5 milljónir króna eftir sam- einingu áðurnefndra fyrirtækja sem og þriggja annarra fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtækja. Talið var að meirihluti bæjar- stjórnar væri hlynntur því að kaupa húsið af sjóðnum undir skóla og þáverandi bæjarstjóri hafði sent Þróunarsjóði formlegt Hinrik Greipsson, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs Étk CF tilboð í húsnæðið. Framhald málsins þekkja allir, bæjarstjórn- armeirihlutinn fallinn og bæjar- stjórinn hættur ásamt tveimur embættismönnum bæjarins. Hinrik Greipsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsjóðs, seg- ir að til greina komi að reyna að rifta samningnum við Básafell þar sem forsendur kaupanna séu brostnar. Stjórn sjóðsins muni m.a. ræða þann möguleika á fundi 17. desember nk. Engin tilboð en nokkrar fyrirspurnir hafa borist Þróunarsjóði um Norðurtangahúsið, m.a. um breytilega starfsemi í húsinu, bæði um smáiðnað og íbúðir. Þróunarsjóður sjávarútvegsins á einnig frystihús Straumness á Patreksfirði, sem keypt var fyrir 30,2 milljónir króna til úrelding- ar eftir að bæjarstjórn Vestur- byggðar hafði sýnt áhuga á að kaupa húsið undir bæjarskrif- stofur, bókasafn og slökkvistöð auk frekari starfsemi. Eftir mikil átök í bæjarstjórn féll hún frá til- boði sínu þannig að Þróunar- sjóður situr uppi með það hús svipað og á Isafirði. Ekkert tilboð hefur borist í húsið á Patreksfirði og lítið spurt um það. Þróunarsjóður hefur á undan- förnum misserum keypt 62 krókabáta til úreldingar, endur- selt 9 þeirra en fyrir liggja tilboð í 44 báta og mögulega fjölgar þeim tilboðum upp í 51 talsins. - GG Á laugardag verður þess minnst við hátíðlega viðhöfn á Látra- bjargi að 50 ár eru liðin frá björgunarafrekinu sem kennt er við bjargið. Þá tókst björgunar- sveit Slysavarnafélagsins, Bræðrabandinu, og íbúum Rauðasandshrepps að bjarga 12 skipbrotsmönnum af breska tog- aranum Dhoon við sérlega erfið- ar aðstæður. Að sögn Guðjóns Bjarnasonar í Hænuvík verður athöfn á bjarginu kl. 12 á hádegi, og þá afhjúpaður skjöldur sem greipt- ur er í stein. Von er á „fullri vél vestur" að sögn Guðsjóns, fjölda gesta, þar á meðal nokkrum þeirra sem tóku þátt í björgun- inni. Breski sendiherrann verð- ur og viðstaddur. Guðsþjónusta verður í kirkjunni í Breiðuvík að lokinni þessari athöfn, og síðan kaffisamsæti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.