Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 6
6- FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
JJruifur
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Adstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171 (AKUREYRI) S51 6270 (REYKJAVÍKJ
Samið í Kyoto
í fyrsta lagi
Samningurinn á loftslagsráðstefnunni í Kyoto vekur vonir.
Vonir um að í raun og sann verði gripið til róttækra ráðstafana
til að draga úr mengun andrúmslofts. Menn þurfa ekki að vera
hallir undir dómsdagskenningar til að styðja náttúruvernd af
því tagi sem stefnt er að með Kyoto-samkomulaginu. En ham-
faraspár virtra vísindamanna hafa hrært í hugum almennings
og stjórnenda ríkja og knúið á um samkomulag. Hætta er hins
vegar sú að sá samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sem
samið var um dugi ekki. Þá er og sú hætta á ferðum að næstu
mánuðir verði nýttir í þágu sérhagsmuna ýmissa ríkja til að
búa til „smugur", sem nýtast með margvíslegum hætti til að
gera samkomulagið að engu. Skuldbindingin verði engin.
1 öðru lagi
Islendingar fengu viðurkennda „sérstöðu" - mun takmarkaðri
þó en beðið var um - og felur í sér að við verðum að skera um-
talsvert niður mengunaráform. Nema því stífar verði róið á
smugumið alþjóðlegra samningaborða næstu mánuði. Það er í
hæsta máta óábyrgt skens forsætisráðherra þegar hann
skammar gagnrýnendur hér heima fyrir meira skilningsleysi á
íslenskum hagsmunum en erlenda embættismenn. Hagsmun-
ir Islands í bráð og lengd eru ekki fólgnir í því að fá að „menga
eins og hinir". Hver eru hin náttúruvænu rök fyrir því? Hver
eru hin hnattrænu rök fyrir því? Hver eru hin vísindalegu rök
fyrir því?
í þriðja lagi
Ríkisstjórn Islands ætlar greinilega ekki að beita áhrifum sín-
um á næstunni til annars en koma ár mengunaráforma betur
íyrir borð. Þeim tíma væri betur varið í að undirbúa okkur
undir nauðsynlegar breytingar á atvinnu- og lífsháttum. Okk-
ar bíða miklir efnhagslegir möguleikar í hreinu landi, heil-
brigðum heimi. Hversu oft hefur almenningur í heiminum
ekki mátt horfa upp á leiðtoga sína koma saman í frómum til-
gangi, sem hver hefur svo svikið jafnharðan? Verða þau örlög
Kyoto-samkomulagsins?
Stefán Jón Hafstein.
Riigliidallar og
rjúpnablús
Það er merkileg frétt um rjúp-
ur í Degi í gær. Þar kemur
fram að verð á jólarjúpunni í
verslunum er lægra en það
hefur verið um langt árabil.
Astæðan er sögð nægt fram-
boð og minni eftirspurn.
Klassísk hagfræði. Kaupmenn
sprengdu upp verðið fyrir
nokkrum árum og var rjúpan
þá komin í tæpan þúsundkall,
sem dugði til þess að menn
hættu að hafa rjúpu í jólamat-
inn en fengu sér hamborgar-
hrygg eða kalkún. Augljóslega
líkaði mönnum breytingin
ágætlega, því þótt
rjúpan hafi lækkað
aftur halda menn
áfram að að borða
hamborgarhrygg og
kalkún á jólunum.
Þessi viðskiptamáti
heitir að pissa í skóinn sinn og
hefur verið þróaður til mikill-
ar fullkomnunar á Islandi.
Rugludallar
Dagur ræðir einmitt við húsv-
iskan veiðimann sem mun
hafa skotið einar 800 rjúpur á
vertíðinni og er sá óhress með
viðskiptahætti kaupmanna.
Veiðimaðurinn neitar alger-
lega að fallast á að einhver
hagfræðilögmál valdi lágu
verði núna, þvert á móti sé
verðlagið helberri heimsku
kaupmanna að kenna. Hann
bendir á að hvorki hann né
aðrir þeir sem skjóta rjúpur
séu farnir að selja sínar ijúpur
í verslanir og því geti varla ver-
ið um offramboð að ræða.
Kaupmenn séu greinilega
rugludallar. Síðan segir veiði-
maðurinn vaski: „Við veiði-
menn ætlum að fá 550 kr. fyr-
ir rjúpuna í ár. Eitt er rjúpa og
annað er góð rjúpa. Hvernig
heldurðu t.d. að það sé að
V
kaupa rjúpu sem hefur ekkert
hangið?"
Rjúpa og góð
rjúpa
Það er óneitanlega smart
hvernig veiðimaðurinn segir:
„Eitt er rjúpa og annað góð
rjúpa“ og þessi orðræða hefur
valdið Garra talsverðu hugar-
angri þvf hann áttar sig nefni-
lega ekki á því í hverju munur-
inn á „góðri rjúpu“ og „rjúpu“
er. Skyldi það liggja í því hvar
rjúpan er skotin? Eða kannski
hvernig hún var
skotin eða hvort
hún var yfirleitt
skotin? Eða kannski
með hverju hún var
skotin? Vissulega
er hægt að skilja
muninn á hanginni rjúpu og
óhanginni rjúpu, en hvort það
er jafnframt munurinn á góðri
rjúpu og rjúpu gerir Garri sér
ekki grein fyrir. En eftir
nokkra umhugsun virðist þó
ljóst að það sem veiðimaður-
inn hlýtur að vera að tala um
sé sú staðreynd að rjúpur
veiðimannanna eru skotnar á
færi af hetjulegum skyttum.
Ódýru ijúpumar sem kaup-
mennirnir bjóða upp á hins
vegar eru þá væntanlega öðru
vísi til komnar. „Óhræsi"
Jónasar kemur upp í hugann.
Satt að segja er Garri tilbúinn
að kaupa frekar sína rjúpu af
karlmannlegum veiðimanni
með byssu, en af einhverjum
kaupmönnum sem í stórum
flokkum fara að fordæmi
gæðakonunnar góðu og kippa
hálsi úr lið þegar fuglarnir
leita skjóls í stórum hópum í
verslunum þeirra. Garri.
Gamall syndaselur lætur ekki
deigan síga þótt hann sé kominn
á þann aldur þegar menn fara að
sjá eftir þeim syndum sem þeir
drýgðu ekld. En Esra bætir um
betur og drýgir nú stærstu synd
Iífs síns, kominn á níræðisaldur.
Geri aðrir betur.
Gamli brennivínssveigurinn og
hórkarlinn fær sína sálumessu á
meðan hann er enn á lífi og hef-
ur jafnvel hönd í bagga með
samningu hennar. Mun það
einsdæmi í sálumessusögunni.
Svo vel tekst honum að syndga
með iðrunarfullum játningum
sfnum, að helstu máttarstóípar
heilbrigðismála og dómsmála
eru farnir á stúfana að bannfæra
syndarann, sem Kolbrún er
raunar búin að afgreiða í
skammdegisskímu skemmtana-
stofu ríkisins með rothöggi í
fyrstu lotu.
Syndir seldar
Sálkönnuðurinn kann greinilega
Syndin er lævís
vel á þjóð sína og hefur lag á aö
selja henni syndir sínar háum
prísum. Þrátt fyrir sálumessu og
iðrunarfullar játningar, er Esra
neitað um aflát, en valdastofnan-
ir fara á kostum í einkar þjóðlegu
hysteríiskasti, sem allt útlit er á
að endist út jólabóka-
vertíðina.
Heilbrigðisráðu-
neytið fer að óskum
læknasamtaka, kæra
syndarann fyrir gamlar
og aðallega nýjar synd-
ir og sem stendur situr
lögreglustjórinn í
Reykjavík uppi rneð
þær, eins og hann hafi
ekki nóg á sinni
könnu. Hann kemur
þeim væntanlega af
höndum sér yfir á sak-
sóknara áður en starfslokasamn-
ingur hans rennur út og gerir
mæðan sem á honum hvílir það
ekki endasleppt.
Þá er búið að auglýsa það vel
og vendilega, að farið verði fram
á að sala játninganna verði
stöðvuð og væntanlega verða þau
eintök sem komin eru í umferð
gerð upptæk. Þá er sjálfsagt að
farið verði fram á að lögregluvakt
verði hvarvetna þar sem jóla-
pakkar eru opnaðir og
varni því að Sálu-
messa syndara verði
lesin af þeim sem fá
þá forsendingu í
pakka sínum.
Hvaða syndir?
Eins og venjulega þeg-
ar óróaköstin grípa
um sig og fréttaflutn-
ingurinn verður hvað
æsilegastur, gleymist
að útlista um hvað er
verið að ræða. Trúnaðarbrot
segja Iæknasamtökin, ráðuneyt-
in, lögreglan, saksóknarinn og
bráðum dómsvaldið. En í hverju
sjálft brotið felst er ekki gott fyr-
ir leikmenn að átta sig á. Eflaust
þarf að lesa Sálumessuna til að
komast að því, en þar kvað sál-
könnuðurinn játa að hafa haldið
við barnsmóður í áratug, en áður
hafði hann kannað sálarlíf henn-
ar. En þetta er bæði synd og af-
brot, sem ekki verður umborið
né fyrirgefið.
En Esra baðar sig í sviðsljósinu
og játar gamlar syndir og drýgir
nýjar, eins og honum einum er
lagið, eins og sagt er um snjalla
skemmtikrafta og aðra sprelli-
gosa fjölmiðlunarinnar. Og ár-
angurinn er eins og við var aö
búast, allar kjaftamyllur landsins
mala og bulla um syndir hans,
sem kannski eru ekki eins merki-
legar og af er látið, en geta orðið
tilefni uppákomu sem allar rétt-
láta og syndlausa dreymir um:
Bókabrennu í gömlum sem nýj-
um stíl.
Esra, hórkarl og
syndari.
-Dagfir
spurt 'm
svaurað'
Á að stöðva dreifingu á
Sálumessu syndarans,
bókinni um Esra S. Pét-
ursson geðlækni?
Kristín Ástgeirsdóttir
þinglwna og sagnfræðingur.
Nú bef ég
ekki lesið
bókina og
veit því ekki
hversu al-
varleg brot
eru þarna
framin á
læknaeiðn-
um. Al-
mennt er ég
á móti ritskoðun og tel að úr því
sem komið er sé engum til gagns
að stöðva dreifingu bókarinnar.
Hún hefur þegar selst í talsverðu
upplagi og því þjónar ekki til-
gangi nú að fara að stöðva frek-
ari útbreiðslu bókarinnar.
Ómar Valdimarsson
blaðamaður.
Nei, auðvit-
að ekki. Það
eru fimm
eða sex vikur
síðan bókin
kom út og á
meðan fólk-
ið í landinu
les bókina er
embættis-
veldið að vandræðast í kringum
sjálft sig. En það væri sjálfsagt
það besta sem gæti komið fyrir
þá Ingólf og Esra að bókin verði
innkölluð með einhverjum
ákveðnum fyrirvara, því þá
myndi salan væntanlega taka
stóran kipp.
Þorgeir Þorgeirsson
rithöfundur.
Ég sé eigin-
Iega ekki
hver ætti að
vera tilgang-
urinn með
þ\a, nema þá
að venja fólk
við ritskoð-
un. Ef ein-
hver skaði er
vegna þess-
arar bókar er hann þegar skeður.
Á til dæmis að taka bókina frá
þeim sem hafa þegar keypt hana.
Indriði G. Þorsteinsson
ritíiöfundur.
AIls ekki,
það á að láta
bækur friði.
Það hefur
aldrei þjón-
að neinum
tilgangi að
yfirvöld séu
að káfa á
bókum. Oft
hefur það
verið reynt, en hefur alltaf endað
með hörmungum.