Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 1
Sauðakjöt
að norðan
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er kominn íjólafrí til íslands og syngur med Mótettukór Hallgrímskirkju um helgina. Medal ann-
ars verður frumflutt Betlehemsstjarna Áskels Jónssonar í útsetningu Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Útsetningin er gerð að ósk Krist-
jáns. Textinn er eftir Úif Ragnarssonar lækni. mynd: bg.
Kristján Jóhæinsson
óperusöngvari erkom-
inn með fjölskyldu
sma íþriggja vikna
jólafrí til íslands.
Hann hefurþegar
pantað sauðakjöt að
norðan.
„Mér finnst yndislegt að vera
kominn heim og við erum hér
með mjög jákvæðu hugarfari,11
segir Kristján Jóhannsson, óp-
erusöngvarinn heimsfrægi að
norðan, en hann er kominn heim
til Islands í þriggja vikna jólafrí
með fjölskyldu sína. Kristján
mun fyrst dveljast yfir jólin hjá
tengdafólki sínu fyrir sunnan og
um áramótin hjá fólkinu sínu fyr-
ir norðan. En hvernig hyggjast
þau hafa jólin að þessu sinni?
Spaghettí í jólapotttnn
„Þetta verða mjög hefðbundin ís-
lensk jól, myndi ég álíta. Þau
hafa að sjálfsögðu ekki verið það
því að við erum svolítið lituð af
kaþólskum jólum þegar við erum
heima hjá okkur á ftalíu en núna
á ég von á því að jólin verði mjög
hefðbundin. Eg er búinn að óska
eftir sauðakjöti að norðan. Ég
hugsa samt sem áður að ég eigi
eftir að læða einhverju spaghettíi
í pottinn inn á milli til að brjóta
upp og létta mallakútinn aðeins.
íslenskt eldhús er mjög þungt,“
segir hann.
Hvernig eru hefðbundin jól
Kristjáns Jóhannssonar og hans
fjölskyldu í sambandi við kirkju-
sókn og tónlist?
„Kirkjusókn er ekki mikil. Syn-
ir mínir hafa alist upp sem sann-
kristnir með og í kirkjunni vegna
þess að þeir tóku sín fyrstu þrjú
ár á leikskólum í kirkjunni. Þar
var þeim kennd kristnifræði og
saga guðs almáttugs og Jesú
Krists. Þeir eru vel meðvitaðir
um þá sögu alla. Eg hef fullan
hug á að kynna þeim meira ís-
lenska kirkju,“ segir Kristján og
veltir fyrir sér hvort hann eigi að
fara í kirkju á aðfangadagskvöld
eða jóladag. Líklega sé best að
viðhalda hefð tengdafjölskyld-
unnar að hlusta á messu í útvarp-
inu á aðfangadagskvöld og fara í
kirkju á jóldag en skyndilega
skiptir hann um skoðun og
ákveður að fara með alla hersing-
una í Hallgrímskirkju á aðfanga-
dagskvöld.
„Ef séra Karl Sigurbjörnsson
þjónar á aðfangadagskvöld ætla
ég að lofa því að ég mæti í kirkj-
una hans. Við hlustum á síðustu
messu tilvonandi biskups. Eg
þekki Karl ekki mjög ve! persónu-
lega en kynntist honum fyrir um
20 árum og hann hefur gift og
skírt í fjölskyldu tengdaforeldra
minna,“ segir söngvarinn. Þar
með er það ákveðið.
Nýtt í pokahominu
Kristján Jóhannsson notar tæki-
færið nú þegar hann er á landinu
til að Ieyfa íslendingum að njóta
hæfileika sinna og syngur með
Mótettukór Hallgrímskirkju und-
ir stjórn Harðar Askelssonar í
Hallgrímskirkju á morgun, laug-
ardaginn 13. desember, og tvis-
var í Akureyrarkirkju á sunnu-
daginn. Þá verður hann með
tvenna tónleika fyrir sunnan í
næstu viku. Löngu er uppselt á
alla þessa tónleika. En hvernig
ætli honum lítist á að syngja með
Mótettukórnum?
„Andinn er mjög góður og alla
langar að gera mjög vel. Eg held
að þetta eigi eftir að vera eftir-
minnileg stund. Það er hugur
allra að láta svo verða,“ segir
hann.
Dagskrá tónleikanna verður
hefðbundin og miðuð við árstím-
ann, klassísk jólalög og mikil
jólastemmning. Einnig verða
flutt lítt eða jafnvel óþekkt lög, til
að mynda verður Betlehems-
stjarna Áskels Jónssonar frum-
flutt í útsetningu Jóns Hlöðvers
Áskelssonar en sú útsetning er
gerð að ósk Kristjáns. Textinn er
eftir Ulf Ragnarsson lækni. Þá
mun Kristján syngja franskt jóla-
lag í fyrsta skipti í íslenskri þýð-
ingu þannig að hann er með ým-
islegt nýtt í pokahorninu.
„Það verður tilfinningaríkur
hátíðarbragur á þessurn tónleik-
um öllum," segir Kristján.
„Eg hef ævinlega verið upp-
seldur og verið með metaðsókn
frá því 1979 að ég kom fram
fyrst. Það hefur aldrei breyst. Eg
þakka bæði þjóðinni og guði al-
máttugum fyrir það.“ -GHS.
A& SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA
m '
Skijtagafa 9 • l’ósthólf 220 602 Akiiftyfi
Veitum hagstæð
lán til kaupa á
landbúnaðarvélum
Reiknaðu með
SP-FJÁRMÖGNUN HF
Vegmúli 3 • 108 Reykjavlk • Simi 588-7200 • Fax 588-7201
Það lekur aðeins
einn
virkan
aö koma póstinum
þínum til skila
fXmtMœmenf |