Dagur - 12.12.1997, Síða 2
18- FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997
LÍFIÐ í LANDINU
Speimusaga eða göngu-
ferð
„Eg ætla að reyna að eiga frí frá skólanum um
helgina, en ég er á fyrsta ári í Myndlista- og
handíðaskóla Islands, í svokölluðu fornámi.
Þegar ég vil eiga frí finnst mér best að lesa
góða spennusögu eða fara út að ganga. Það er
besta hvífdin frá því að sitja inni og teikna eða
vera á sundæfingum," segir Kristín Rós Há-
konardóttir, sem í vikunni var kjörinn Iþrótta-
„Ætla aö hvíla mig vel frá maður ársins í röðum fatlaðra. „Það má vel
skólanum um helgina," vera að ég þurfi að fara í að kaupa jólagjafir
segir Kristín Rós Hákonar- um helgina,“ segir Kristín. Hún á fimm systk-
dóttir, íþróttamaðurársins jnsem ö|] skiptast á gjöfum, og því þarf í
hjá fötluðum. mörg horn að líta varðandi jólagjafakaup.
Kristín segist nýlega vera búin að skrifa á jóla-
kortin, sem voru í kringum 20 talsins, og huga að sínu hverju fleiru í
' jólaundirbúningi segist hún síðan þurfa að gera á næstu dögum.
Laufabrauð og viuua
„Ég býst við að við förum í Iaufabrauðið um
helgina og ég þori ekki að Iofa því að ég þurfi
ekki að koma hingað á skrifstofuna til að taka
til á skrifborðinu og vinna upp ýmis verkefni
sem ólokið er,“ segir Hreggviður Jónsson, ný-
bakaður framkvæmdastjóri Islenska útvarpsfé-
lagsins. Hreggviður er fæddur og uppalin
norður á Þórshöfn og ólst þar upp við þann sið
að skera út og steikja laufabrauð fyrir jólin. „Ég
er að reyna að innleiða þennan sið í fjölskyld-
una. Konan mín er af Suðurlandinu og er ekki
vön þessari menningarhefð. En þetta er að
komast í vana hjá okkur nú,“ segir Hreggviður.
Síðan segist hann búast við að þurfa að
koma eitthvað í vinnuna til að huga að verk-
efnum þar, því í mörg horn sé að líta á stóru
heimili. „Síðan gæti verið að við þyrftum eitthvað að lara í verslanir
og huga að innkaupum."
„Er að innleiða laufa-
brauðsmenningu i fjöl-
skylduna, “ segir Hreggvið-
urJónsson, nýr forstjóri
íslenska útvarpsfélagsins.
Jólatré og gönguskíði
„Síðdegis á laugardag verður kveikt á jólatré
okkar Selfossbúa við Olfusárbrú og ég verð þar,
en það kemur í minn hlut sem forseti bæjar-
stjórnar að fíytja ávarp við það tældfæri," segir
Sigurður Jónsson, deilarstjóri hjá KÁ og bæjar-
fulltrúi. Sigurður getur þess að á föstudag
opni bæjarskrifstofurnar á Selfossi formlega í
nýjum húsakynnum og verði efnt til móttöku
af því tilefni. „Heima er síðan jólaundirbúning-
ur að hefjast og fjölskyldan sameinast við það.
Nú er kominn tími á hreingerningar og að
skrifa á jólakortin,“ segir Sigurður.
Hann bætir við að á Selfossi sé jafnfallinn
ökkladjúpur snjór yfir öllu og haldist það og
verði veður gott sé freistandi að draga göngu-
skíðin fram um helgina og fara að taka sprett um víðar lendur.
„Jólaundirbúningur að
hefjast og fjölskyldan
sameinast við þaö, “ segir
Sigurður Jónsson.
Jólagleöi í gömliun bæ
„Það er í mörg horn að líta hjá mér um helg-
ina,“ segir Ingibjörg Siglaugsdóttir í Laufási við
Eyjafjörð, eiginkona sr. Péturs Þórarinssonar.
Helgarannir Ingibjargar hefjast á laugardags-
morgun, en þá eru kirkjuskólar íyrir yngstu
sóknarbörnin í prestkallinu. A Svalbarðseyri
fyrir hádegi og rétt efir hádegi á Grenivík. „Við
þurfum síðdegis til Akureyrar, þar sem ég ætla
að lesa jólasögu fyrir fóikið í Félagi eldri borg-
ara.“ Hápunktur helgarinnar hjá Ingibjörgu er
Einsog búast má við hjá jólagleðin í gamla Laufásbænum á sunnudag.
maddömu ístóru sveita- Þar verður brugðið upp lifandi svipmyndum af
prestakalli er I mörg horn jólahaldi fyrri tíðar með því að sjóða hangikjöt
að líta fyrir jólin. Ingibjörg 4 hlóðum, skera laufabrauðið á rúmstokknum í
Siglaugsdóttir í Laufási. torfbaðstofunni og einnig verða búin til tólgar-
kerti. Börn í grunnskólanum frá Grenivík selja
kakó og piparkökur til að afla fj'ár í ferðasjóð sinn. „Á sunnudags-
kvöld er aðventukvöld í Grenivíkurkirkju, þar sem sr. Arnaldur Bárð-
arson á Hálsi er ræðumaður." -SBS.
Hann gat sér snemma góðs orðs í bæjarmálum heima á Húsavik. Samvinnuskólagenginn bankamaður, glaður á góðri stundu, ráð-
hollur hverjum sem á hans fund leitaói. Upplagt þótti að senda okkar mann til frekari metorða í landsmálapólítikinni. Uppá síðkastið
hefur hann verið i umhverfismálunum. Er nú á heimleið frá Kyoto, þar sem hann hefur verið að tala um gróðurhúsaloft. Þarf sjálfsagt
að sofa alla helgina til að jafna sig á tímamismuninum og eins gott að ónáða hann ekki. Leyfið þreyttum að sofa. En á mánudag
verður hann kominn á fullt blúss i ráðuneytinu.
Frábær listaverkabók
„Ég hef verið að lesa bókina Sögu listarinnar, þýdda af Birni Th. Björnssyni, sem
Mál og menning gefur út,“ segir Margrét Kröyer, hönnuður á Auglýsingastofunni
Ari og co á Akureyri. „Þetta er frábær bók og það var tími til þess kominn að
loksins kæmi út góð listaverkabók á íslensku. Ég er að blaða í þessari bók, á
milli þess sem við mæðgurnar erum í því saman að búa til jólagjafir."
Jólalög í vinnuimi
„Við erum oft með einhverja tónlist á hér í vinnunni. Síðustu daga höfum við
verið með undir geislanum disk sem heitir Simple best of christmas, sem er með
lögum mðe Bing Crosby og ýmsum fleiri góðum. Síðan hlustum við hér oft á
Tom Waits," segir Margrét.
Með vinkonu í bíó
„I gærkvöldi fór ég með vinkonu minni í Borgarbíó að sjá myndina My best fri-
ends weddings. Þetta er svona virkileg afþreyingarmynd og gaman að sjá hana.
En annars geri ég ekki mikið af því að fara í bíó eða sjá bíómyndir. En núna um
jólin ætla ég að fara að taka áskrift að Stöð 2 og Iiggja í bíómyndunum um jólin.“