Dagur - 12.12.1997, Page 4
20-FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997
D^r
UMBÚÐ ALAUST
ILLUGI
JÖKULSSON
SKRIFAR
Skyldi það f alvöru vera svoleiðis
að Davíð Oddsson forsætisráð-
herra etji Friðriki Sophussyni
viljandi á foraðið? Kannski að
honum leiðist bara einhvern
daginn og langi að hleypa öllu
upp í loft svo fjárans tilbreyting-
arleysið við að vera forsætisráð-
herra gangi ekki alveg af honum
dauðum, kannski hann langi
einfaldlega að stinga aðeins upp
í malandann í Friðrild, passa að
hann verði ekki of ánægður með
sig þó hann sé að verða einhver
lífseigasti fjármálaráðherra frá
þvf sögur hófust; kannski Davíð
vilji líka bara prófa hversu langt
hann kemst með þjóðina, ekki
síður en Friðrik Sophusson,
hvort hann og hans menn kom-
ast upp með hvað sem er eða
hvar mörkin Iiggja. Nema hvað,
skyldi það þá vera svoleiðis í al-
vörunni að Davíð biður Friðrik
að hinkra aðeins að loknum rík-
isstjórnarfundi og segir sisona
við hann: „Jæja, Friðrik, hvernig
er það nú annars með þessi
blaðburðarbörn? Malar þetta
ekki gull á þessu heilsubótartölti
sínu í morgunsárið? - og \áð
fáum ekki krónu. Þú ættir
kannski að athuga það.“ Eða þá
hann segir eins og í framhjá-
hlaupi yfir kaffiboilanum og
randalínunni: „Já, þarna, skatta-
Iækkunin, við ættum nú eigin-
lega bara að fresta svolitlu af
henni við getum alltaf kennt um
henni þarna í Ráðhúsinu mínu.
Þá fengir þú dálítið fleiri krónur
í kassann. Þú ættir kannski að
athuga það.“
Davlð skemmtir sér
Fer svo bara að tala um eitthvað
annað, en Friðrik Sophusson
getur vart beðið eftir að komast
upp í Arnarhvál til þess að fram-
kvæma þessar snjöllu hugmynd-
ir húsbóndans. Síðan kemur á
daginn að þótt þjóðin elski Dav-
Davíð keisari,
ekki kóngur
„Davíd er að verða sannkallaður meistarí I að fría s/g undan óvinsælum aðgeröum, “
segir lllugi m.a.
íð og geti varla með nokkru móti
Iátið sér vera illa við Friðrik, þá
er þetta einum of mikið af því
góða, og hún rumskar í sælu-
svefni sínum og umlar eitthvað -
myndast meira að segja til að
rísa upp á afturlappirnar. Og
Friðrik Sophusson veit ekki
hvaðan á sig stendur veðrið -
hvernig stendur eiginlega á allri
þessari gagnrýni á þessar bráð-
snjöllu hugmyndir, hann fer nú
ekki að bakka með þetta samt,
kemur ekki til nokkurra minnstu
mála. Og Davíð fylgist með úr
fjarlægð, segir fátt en skemmtir
sér ágætlega við að fylgjast með
vandræðunum sem Friðrik er
lentur í eina ferðina enn, bíður
einn eða tvo daga svona til þess
að öllum sé nú rækilega orðið
Ijóst um hvað málið snýst, en
stígur þá fram í dagsljósið,
skörulegur og með landsföður-
svipinn, og segir við Friðrik op-
inberlega: „Svona gera menn
ekki.“ Svo er allt dregið til baka,
Friðrik er látinn éta oní sig alla
sína staðfestu og einlægu trú á
að hann væri nú að gera alveg
hárrétt - í leiðinni getur Davíð
svo sett svolítið ofan í við til
dæmis Halldór Blöndal fyrir að
hafa ætlað að hækka símgjöld
landsmanna upp úr öllu valdi -
Davíð vissi náttúrlega ekkert um
það fyrirfram, en tekur nú á
málunum með festu og ákveðni:
„Svona gera menn ekki.“
Og þjóðin varpar öndinni létt-
ar, Davíð er kominn til skjal-
anna, búinn að redda þessu, bú-
inn að koma í veg fyrir þennan
skandal, æ, hvernig færum við
að ef við hefðum ekki hann
Davíð? Og eftirkeimur málsins í
huga þjóðarinnar verður ekki sá
að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hafi ætlað að fara fram með
gassagángi og fremja eitthvert
óréttlætið, en orðið að lúffa
hundflöt fyrir mótmælum þjóð-
arinnar, heldur sá að aumingja
Friðrik eða Halldór hafi nú
hlaupið á sig eina ferðina enn,
en sem betur fer hafi Davíð ver-
ið á varðbergi og gætt hagsmuna
okkar allra, og mikil guðsbless-
un er nú þessi góði og réttsýni
maður.
Steingrínmi ltissa
Að sjálfsögðu býst ég nú varla
við því að þetta gangi nákvæm-
lega svona fyrir sig í smáatrið-
um. Eg hef til dæmis ekki hug-
mynd um hvort forsætisráðherra
snæðir randalínur með kaffinu
og þrátt fyrir að það sé löngu
orðið ljóst að Davíð eigi ýmislegt
til í fláttskap og flærð, þá efast
ég nú reyndar um að hann egni
undirmenn sína út í einhverja
vitleysu, beinlínis til að geta eft-
ir á slegið á puttana á þeim op-
inberlega. En hitt er ljóst að
Davíð er að verða sannkallaður
meistari í að fría sig undan óvin-
sælum aðgerðum - hann fer að
nálgast Steingrím Hermannsson
að því leyti, sem var alveg sama
hverju tók upp á þegar hann var
forsætisráðherra; þjóðin trúði
aldrei neinu vondu upp á hann.
Davið fer að sönnu dálítið öðru-
vísi að, það verður að viðurkenn-
ast; Steingrímur kom alltaf onaf
Ijöllum og þóttist vera alveg
steinhissa, hann skildi bara ekk-
ert í þessu, þetta hlyti að vera
einhver misskilningur, og svo
lognuðust málin einatt út af, en
Davíð þegir sem fastast í nokkra
daga og gerir svo eitthvað - dreg-
ur mál stöku sinnum til baka,
skörulega mjög, en þá alltaf
þannig að þjóðin viti að það var
hann sem leiðrétti óréttlætið
sem undirmenn hans ætluðu að
asnast til að framkvæma - hann
stendur uppi með pálmann í
höndunum. Og þjóðin prísar sig
sæla og getur varla beðið eftir
næstu kosningum til að fá kjósa
festu hans og sanngirni yfir sig
aftur.
Davíð er meira að segja orðinn
svo skörulegur og öruggur í fasi
að hann getur komið fram á
fundi hjá Sjálfstæðisflokknum
og gert stólpagrín að þeim sem
vilja láta leggja á veiðileyfagjald
af einhverju tagi, til að leiðrétta
það hróplega óréttlæti sem eign-
arréttur útgerðarmanna á kvóta
er orðinn, og hann segir okkur
að þetta sé orðið að minni hátt-
ar skattamáli sem hann verði nú
ekki í miklum vandræðum með
að leysa, og þá öndum við öll
léttar og gerum okkur ekki mikla
rellu út af þessu veiðileyfjagjaldi
framar; hann Davíð ætlar að
redda þessu. Og enginn veitir
því eftirtekt að þegar Davíð var
búinn með ræðuna sína og
Sjálfstæðisflokkurinn tók til við
að ræða sjávarútvegsmálin inn-
byrðis, þá þurfti að loka fundin-
um fyrir fréttamönnum, svo
enginn yrði vitni að þvf hvað
skoðanir eru af einhverjum
ástæðum gríðarlega skiptar í
flokknum um þetta litla skatta-
mál.
Ástkær keisari
Styrkur Davíðs er slíkur um
þessar mundir að það er ekki
nokkur einasti þróttur í þeim
IIAFLIÐI
HELGASON
SKRIFAR
Það sem er verst við bókaflóðið
er að margar bækur týnast í öllu
auglýsingaflóðinu. Þetta á ekki
síst við um bækur sem ekki eru
gerðar út á jólagjafamiðin. Ein
slík varð á vegi mínum, en bókin
sú er hugsuð sem kennslubók.
Flún býr samt yfir þeim eigin-
leikum sem góða kennslubók
prýðir; að vera góð uppspretta
Meimingarvaktin
Heimspeki fyiir alla
fyrir kennara og ekki síður að
standa sjálfstætt, þannig að
venjulegt fólk geti án stuðnings
haft af henni gagn og gaman.
Bókin heitir því látlausa nafni:
„Heimspeki" og er eftir Martin
Levander, en Þröstur Ásmunds-
son og Aðalheiður Steingríms-
dóttir hafa fært hana í íslenskan
búning. Þau hafa áður opnað
glugga að vestrænni heimspeki
með þýðingu sinni á Veröld
Soffíu sem notið hefur mikilla
vinsælda.
Áhugi á heimspeki fer vaxandi
hér á landi og þeir eru eflaust
margir sem fýsir að vita meira
um þá ágætu grein. Þessi bók er
ekki mikil að vöxtum miðað við
það yfirgripsmikla efni sem hún
fjallar um. Höfundinum tekst að
koma til skila ótrúlega mildum
fróðleik um greinar heimspek-
innar: Frumspcki, þekkingar-
fræði, rökfræði, siðfræði og
stjórnmálaheimspeki. Auk þess
kynnir hann lesendum helstu
hugsuði og grundvallaratriði í
kenningum þeirra.
Framsetningin er skýr og ein-
föld. Levander útskýrir kenning-
ar heimspekinga á skýran og
einfaldan hátt, bendir á gagn-
rýni á hugmyndirnar og gefur
lesandanum heimspekileg verk-
efni til að kljást við í ljósi þeirra
hugmynda sem um er fjallað.
Það er ekki auðvelt að koma oft
á tíðum flóltnum hugmyndum
til skila á einfaldan hátt og þessi
bók - frekar en aðrar bækur - af-
hendir mönnurn ekki lykilinn að
dyrum viskunnar. Hún skýrir
hins vegar einkar vel grunnatriði
og getur því orðið lesandanum
ágætur leiðarvísir til frekari iðk-
unar heimspekinnar.
Margir hafa kvartað undan því
að nokkuð skorti á kunnáttu Is-
lendinga í heimspekilegri orð-
ræðu og að þekking okkar á
sem á að heita að berjist við
hann í stjórnmálum; meirað
segja einn helsti vonarpeningur-
inn á vinstri vængnum, Ossur
Skarphéðinsson, er á góðri leið
með að hrökklast úr pólitík og
segir þá eins og refurinn: „Iss,
það er ekkert varið í pólitík Ieng-
ur og pólitíkusar ráða kossumer
engu ..." En Davíð er nú satt að
segja óðum að fá á sig svipaða
mynd og Rússakeisari hafði í vit-
und þegna sinna fyrir öld eða
svo, en það var alveg sama
hversu grimm var harðstjórn
keisarans og kúgunin óskapleg -
alltaf elskaði alþýðan keisara
sinn, og hafði þá trú að hann
væri fjarska góður maður prívat
og persónulega; hann vissi hara
ekki af öllu óréttlætinu og kæm-
ist ekki yfir að fylgjast með öllu,
en ef keisarinn bara vissi hvað
menn væru að aðhafast í hans
nafni, þá myndi hann svo sann-
arlega taka til hendinni.
Þannig virðist vera alveg sama
hvað ríkisstjórnir Davíðs Odds-
sonar dunda sér við, ekkert fest-
ist almennilega á Davíð sjálfum;
þjóðin trúir því fram í rauðan
dauðann að hann sé mikill og
góður maður, sem hvarflar auð-
vitað ekki að mér að efast um.
Þótt blessað góðærið skili sér
ekki til þeirra sem helst þyrftu á
að halda - það er ekki Davíð að
kenna, hann myndi örugglega
kippa því í liðinn bara ef hann
vissi almennilega af þessu, eða
kæmist yfir að leiðrétta allt það
sem undirmenn hans klúðra. Og
það er sama hver dæmi við fáum
í hverjum fréttatímanum af öðr-
um, um brotalamir í þessu þjóð-
félagi, sem við ættum að líta svo
á að væri verkefni forsætisráð-
herra að sjá um að laga, og helst
ætti hann að vera búinn að því
fyrir Iöngu, það er sama hvað
menn finna á eigin skrokki og
eigin buddu - einhvern veginn
er það þrátt fyrir allt þetta svo
að við ætlum eiginlega öll að
fara jarmandi á kjörstað og kjósa
Davíð í næstu kosningum; þá
mun áreiðanlega allt fara vel að
lokum.
Pistill Illuga varfluttur í
morgumítvarpi Rásar 2 í gær.
hugmyndasögu Vesturlanda sé
af skornum skammti. Ég tek
undir þetta og Iýsi eftir aukinni
áherslu íslensks skólakerfis á
þessum grundvallaratriðum í
þekkingarleit mannsins. Þessi
bók er kjörin til kennslu í fram-
haldskólum, þar sem gera mætti
þá kröfu að í það minnsta þrír
áfangar í heimspeki væru skylda.
Þessi bók bætir úr tilfinnanleg-
um skorti á kennsluefni fyrir
framhaldskóla, en er um leið
kjörið rit fyrir venjulegt fólk sem
er forvitið um heiminn.