Dagur - 12.12.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGVR S.DESEMBER 1997 - 27
LIFIÐ I LANDINU
Um helgina verð-
urhaldið upp á
það hjáfinn-
landsvinum á
íslandi að 80 ár
eru liðin frá því
aðFinnarlýstu
yfir sjálfstæði.
„Við erum dálítið alvörugefin þjúð, Finnar, “ segir Lea „og þessi hátíð er því ekki alveg eins og 17.
júní hjá ykkur." Finnar og finnlandsvinir halda hátíð um helgina þvi að 80 ár eru liðin frá því að
Finnar lýstu yfir sjálfstæði. mynd: e ól
SPJALL
Fnmlandsvniir
halda hátíð
Vegna þessa mun Suomi-félagið
á Islandi vera með hátíðarhöld
hér á landi. Suomi-félagið er
vináttufélag Islands og Finn-
lands og í því eru um 130
manns, sem flestir eru íslenskir.
„Flestir þeirra sem eru í félag-
inu, hafa dvalið í Finnlandi, eiga
ættingja þar eða eitthvað slíkt og
eiga það sameiginlegt að hafa lið-
ið vel í landinu'1 segir Lea Hánni-
nen, formaður Suomi-félagsins.
Finnar lýstu yfir sjálfstæði
sínu árið 1917, en þangað til
höfðu þeir verið stórfurstadæmi
í Rússlandi. Þeir höfðu þó alla
tíð fengið að vera svolítið sjálf-
stæðir og þegar byltingin var
gerð í Rússlandi, sáu menn
möguleika á því að lýsa yfir al-
gjöru sjálfstæði. Síðan hefur
þjóðin haldið upp á þessa yfir-
lýsingu með hátíð árlega. For-
Við byrjum á því að
syngja þjóðsönginn
okkarog horðum
saman hátíðlegan
kvöldverð.
setinn fer ásamt þingmönnum í
kirkju og um allt Finnland eru
lagðir kransar á leiði þeirra sem
látist hafa í styrjöldum.
Iiiinar alvörugefnir
Hátíðin verður að þessu sinni
haldin í húsi Kiwanisklúbbsins,
að Engjateigi 11, þann 13. des-
ember ld. 19 og rúmlega 50
manns hafa skráð sig á hátfðina
nú þegar og búist við að fleiri
muni bætast við.
„Við erum dálítið alvörugefin
þjóð, Finnar," segir Lea „og
þessi hátíð er því ekki alveg eins
og 17. júní hjá ykkur. Við byrj-
um á því að syngja þjóðsönginn
okkar og borðum saman hátíð-
legan kvöldverð. Svo ætla nokkr-
ir stúdentar, sem hafa myndað
sönghóp, að koma og syngja fyr-
ir okkur og spila finnsk þjóðlög
með nútímalegum hætti. Það
hefur verið vinsælt í Finnlandi
um nokkra hríð.“
Sendiherra Finnlands á ís-
Iandi verður heiðursgestur og
heldur hátíðarræðu. Gamlir fé-
lagar verða einnig heiðursgestir.
„Finnski harmonikusnillingur-
inn Tatu Kantomaa, sem er
löngu orðinn vel þeldttur hér á
Iandi mun einnig skemmta gest-
um,“ segir Lea að lokum. VS
Einn í ellefubíó
Þetta er grín
Nú var það íslenskt, já takk.
Borgarbíó á Akureyri hefur tekið
til sýningar kvikmyndina Perlur
og svín (þetta hljómar eins og
tilkynning). Staðreyndin er sú
að ég sá Perlur og svín í vikunni
og hún reyndist vera hið ágæt-
asta grín. Höfundur myndarinn-
ar er hinn eini sanni Óskar
Jónasson (ég ætla ekki að kalla
hann Skara skrípó). Ég var frek-
ar spenntur yfir að fara að sjá
þessa nýju afurð Óskars enda
sló hann eftirminnilega í gegn
með mynd sinni Sódóma
Reykjavík. Hún er einfaldlega
ein besta íslenska myndin sem
undirritaður hefur séð. Enda
hefur komið í Ijós að þær ís-
lensku myndir sem hafa verið
best sóttar f gegnum tíðina hafa
verið gamanmyndir. Myndir
eins og Með allt á hreinu og
lífsmyndir Þráins Bertelssonar
svo einhver dæmi séu tekin.
Þungu myndirnar hafa einfald-
lega ekki náð sömu vinsældum
og þær í léttari kantinum. Nóg
um það.
Mynd dagsins er til umfjöllun-
ar og ætla ég að reyna að Qalla
um hana enda hafa margir bent
mér á að ég fjalli ansi oft um
eitthvað allt annað en myndirn-
ar. Það er bara svo margt annað
sem er svo skemmtilegt að tala
um. Leikurinn í myndinni er
nokkuð góður og ekki skemmir
að sjá kunnuglegt akureyrskt
andlit í aukahlutverki. Sjálfan
„diskókónginn" Kidda í Plánet-
unni. Svo kemur gamli vinurinn
og „poppstjarnan" Ottó Tynes
sterkur inn f smáhlutverki (einn
montinn að þekkja einhvern af
leikurunum). En það var Ingvar
Sigurðsson sem stal senunni.
Hann lék rússneskan sjómann
og gerði það stórvel og var afar
sannfærandi. Það sem gladdi
mig einna mest var að leikararn-
ir voru lausir við allan ofleik.
Það er alltof mikið af ofleik í ís-
lenskum myndum. Tónlist og
myndataka var nokkuð góð og
lýsingin einnig. En ég var
kannski orðinn aðeins þreyttur á
sama tónlistarstefinu sem gekk í
gegnum myndina. Óskar, fleiri
myndir.
SMÁTT OG STÓRT
Að koma hér
Það er stundum með ólíkindum hvað augljósar
málvillur eiga greiða leið inn í málið og festast
þar. Allt í einu standa menn frammi fyrir því að
málvillan er orðin svo föst að allir nota hana án
þess að taka eftir því hve villan er augljós. Ein af
þessum villum er - að koma hér -. Flestir nota þetta orðið og
þykir eðlilegt mál. Menn segja: „Hann kom hér í gær og sagði...“
eða „Ég kom hér í dag til að...“ eða „Þegar hann kom hér...“ Svo
virðist sem menn séu hættir að - koma hingað - þeir virðast iíka
hættir að - vera hér -. Það er eins og allir hafi gleymt því að
menn - koma hingað og eru hér -. Ósköp væri nú vinalegt ef fólk
myndi taka þetta til athugunar og hætta að segja í útvarpi eða
sjónvarpi, eða bara manna á milli - hann kom hér f gær...
Frjálst og óháð
Það vakti. að vonum mikla at-
hygli þegar Össur Skarphéðins-
son alþingismaður var ráðinn
ritstjóri DV. Hann hefur líka svo
sannarlega fengið að heyra það
hjá starfsfélögum sínum í Al-
þingishúsinu. Menn hafa spurt
hvort þingmennskan sé orðin
svo lítið starf að menn geti gegnt
ritstjórastarfi meðfram henni.
Eins og alþjóð veit hefur DV alla
tíð verið auglýst - frjálst og óháð
dagblað - Menn voru því að
velta því fyrir sér niður í Alþing-
ishúsi hvort þetta slagorð væri
ekki dottið upp fyrir þegar þingmaður Alþýðuflokksins væri orð-
inn ritstjóri blaðsins. Bent var á að síðastliðinn laugardag hefði
verið opna í blaðinu þar sem var grein eftir Össur á hægri síðu
en Jón Baldvin á þeirri vinstri. Þá var kveðið upp úr með það að
nú væri DV frjálst fyrir krata en óháð öðrum flokkum.
Farandverka-
maðurinn
Það fór fyrir brjóstið á mörgum
aðdáendum fyrrum farandverka-
manns Bubba Morthens þegar
hann í fyrra kom fram f auglýs-
ingu fyrir Hagkaup og söng
þeirri verslun lof og prís. Margir
töldu þennan auglýsingasöng
Bubba ástæðuna fyrir litlu gengi
plötu hans það árið. Enn er
Bubbi kominn af stað og syngur
fyrir þessi jól um dýrð Hagkaups
en ekki fiskvinnslufólks. I tilefni
af þessu var ort vísa sem á sín-
um tíma birtist í Víkurblaðinu:
Hinn trúi þjónn, sem lýtur eliki lengur
lögmúlum hins berstrípaða dagkaups,
ísínum frakka borubrattur gengur,
- Bubbi farandverkamaður Hagkaups.
Veglega
guðshúsið
Fræg er orðin áralöng andstaða
„svartstakka" kirkjunnar gegn
herra Ólafi Skúlasyni biskupi.
Engir hafa gengið þar harðar
fram en séra Geir Waage í Reyk-
holti, séra Flóki fyrrum Langs-
holtsklerkur og séra Sigurður
Sigurðsson í Skálholti. Þegar svo
ný kirkja var vígð í Reykholti í
sumar er leið, þar sem séra Geir
er sóknarprestur, mætti biskup
ekki til vígslunnar enda mun
nærveru hans ekki hafa verið
óskað. Þar voru hins vegar séra Flóki, séra Geir og séra Sigurður.
Þá orti Jakob Jónsson á Varmalæk:
Veglega guðshúsið vígðu þeir
með visku snilli ogfestu,
Sigurður, Flóki og séra Geir
syndlausir allir - að mestu.
UMSJÓN
Sigurdór
Sigurdórsson