Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGVR 13 .DESEMRER 1997
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 - 9
Aðventan er tími iim-
kaupa og ýmiss gleð-
skapar sem tengist jól-
um, svo sem litlu-jól-
um, og því má víða
fiiina um þessar mund-
ir til borgar og sveita
veislu í farangri lands-
manna.
Veisluföng nokkurra Akureyringa
á miðvikudag og fimmtudag voru
hins vegar með meira móti og
ekki farið neinn smáspöl, eða allt
austur til Neskaupstaðar þar sem
„Nobbarar" héldu mikla veislu í
nýja íþróttahúsinu í tilefni þess að
40 ár voru liðin frá því Lúðvík
heitinn Jósefsson og fleiri Norð-
firðingar stofnuðu félag um
loðnu- og síldarbræðslu, Síldar-
vinnsluna. Hvort fertugur er full-
harðnaður skal ósagt látíð, en
starfsfólk Síldarvinnslunnar getur
horft fram á veginn, því fimmtug-
ur getur betur.
Veisluföng veitingastaðarins
Bautans á Akureyri voru með
stærra sniðinu, og til efs að meira
magn veislufanga hafi farið um
þjóðvegi Iandsins í eina veislu, og
það þegar allra veðra er von í
svartasta skammdeginu. Segja má
að þetta hafi verið „veisla með
öllu“, því frá Akureyri voru flutt
tjöld til að tjalda af veggi salarins,
dansgólf, loftljós, borð, stólar,
mataráhöld, mörg þúsund glös,
og síðast en ekki síst um hálft
tonn af matvælum ofan í liðlega
600 gesti sem allir voru í boði
Síldarvinnslunnar, bæði heima-
menn og aðrir lengra að komnir,
og skemmtu sér vel enda
skemmtiatriðin ekkert „slor“. Þar
tróðu á svið Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir (Diddú), leikararnir Edda
Björgvinsdóttir, Guðlaug María
Bjarnadóttir, Þórhallur Gunnars-
son og Jóhann Sigurðarson og að
sjálfsögðu var einnig heimatilbúið
dansatriði sem fjallaði um síldar-
söltun, hvað annað! Á eftir sá
hljómsveit Björgvins Halldórsson-
ar um dansmenntina. Skemmti-
kraftamir komu með flugvél úr
Beykjavík ásamt fjölda boðsgesta,
svo þar var líka á ferðinni veisla í
farangrinum, þó í minna mæli
væri. Gjafir voru færðar, m.a. síld
úr silfri frá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og málverk frá
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, en
„Nobbarar“ hafa stundum nefnt
Eskfirðinga í stríðni „Útsæðis-
drengina" vegna þess að þeir
munu eitt sinn í kartöflunauð
hafa snætt útsæðiskartöflur í stað
þess að setja þær niður.
Hjá Síldarvinnslunni vinna lið-
lega 60% þeirra sem eru á vinnu-
markaðnum á Neskaupstað þann-
ig að segja má að það hafi verið
mikið að gera hjá ýmsum atvinnu-
stéttum á Neskaupstað á fimmtu-
dagskvöldið, ekki síst barnapíu-
stéttinni.
Á matseðlinum var m.a. inn-
bakaður heitur lax, lúðumedalíur,
sjávar- og grænmetishlaup,
bayonskinka, kalkúnbringa með
ávaxtafyllingu, svartfuglsbringur,
moðsteikt lambalæri, kryddað
með jurtum ásamt gratineruðum
kartöflum, kryddjurtasósu ásamt
ýmsum öðrum sósum og meðlæti.
í eftirrétt var svo súkkulaðibolli
með fromage og ferskum ávöxt-
um.
Bautúm með sérstöóu
Fullyrða má að veitingastaðurinn
Bautinn hafi algjöra sérstöðu hér-
lendis hvað varðar að halda veislu
„með öllu“ í íþróttahúsum, hvað
þá að flytja hana milli landshluta
í svartasta skammdeginu. Bautinn
hefur á nokkurra ára tímabili
komið sér upp þessum búnaði, og
hefur haldið um sex tugi matar-
veislna, bæði í iþróttahúsunum á
Akureyri og i nágrannasveitarfé-
lögunum.
En það er ekki vandræðalaust
að halda svona „norðfírska þjóð-
hátíð“ í íþróttahúsi því þar má
ekki reykja, en hins vegar má
bergja á guðaveigum af ýmsum
gerðum og styrkleika. Því var sleg-
ið upp tjaldi miklu utandyra fyrir
þá sem vildu fullnægja reykinga-
þörfínni enda varð fljótt skugg-
sýnt þar inni. Tjaldið varð Iíka
fljótt athvarf þeirra, sérstaklega af
yngri kynslóðinni, sem höfðu tak-
markaða þolinmæði til að hlusta á
allar þær ræður sem fluttar voru í
salnum. Ekki er heldur grunlaust
um að viðskipti fyrr um daginn
með áfenga drykki við áhöfn
flutningaskips hafí mótað nokkuð
Gudbjörg Þórisdóttir, sem starfað hefur hjá SVN í nær fimm áratugi, kiippir á borða
og vígir þar með nýtt frystihús félagins. Við hlið hennar stendur Svanbjörn
Stefánsson, framleiðslustjóri.
■ jvj&F V<^1111ÍPÍ
Mí,—áfc.* mt ..l
Séð yftr veislusalinn I íþróttahúsinu á 40 ára afmæli Síldarvinnslunnar á Neskaupstað sl. fimmtudagskvöld.
gleðskapinn í „reykhúsinu." Það
munu því einhverjir hafa haft
með sér litla veislu í farangrinum
til viðbótar þeirri veislu sem þeim
var boðið upp á í íþróttahúsinu.
Starfað í nær hálfa öld
Fyrr um daginn var hið glæsilega,
nýja frystihús SVN vígt að við-
stöddum gestum. Það gerði Guð-
björg Þórisdóttir, innfæddur
Norðfírðingur, sem allt frá 14 ára
aldri hefur unnið hjá SVN, eða í
47 ár, með því að klippa á borða.
SVN hefur á árinu brætt um 780
þúsund tonn af loðnu og síld,
saltað hefur verið í 22 þúsund
tunnur, fryst 7 þúsund tonn af
síld og loðnu en afkastageta verk-
smiðjunnar er um 300 tonn á sól-
arhring. Sfldveiðitímabilið
1996/1997 var sett íslandsmet í
síldarsöltun hjá SVN, þá var salt-
að í 54 þúsund tunnur. Finnbogi
Jónsson, framkvæmdastjóri SVN,
sagði m.a. í ræðu sinni að í upp-
hafi hafi nokkrir hnökrar verið á
síldarfrystingunni en með sam-
stilltu átaki verktaka og starfs-
manna hafi í nóvembermánuði sl.
tekist að komast yfir þá byrjun-
arörðugleika. Unnið er að undir-
búningi á loðnufrystingu.
„Við tókum í notkun fast bónus-
kerfí með ákveðinni krónutölu og
það hræddi mig nokkuð þar sem
ég óttaðist að það væri ekki nógu
mikill hvati fyrir starfsmennina til
að ná hámarksafköstum en eftir á
sé ég að það hefur verið rangt mat
því starfsfólkið hefur verið sam-
hent um að ná fram þeim afköst-
um sem að var stefnt," sagði Finn-
bogi Jónsson.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, talaði fyrir hönd þing-
manna Austurlandskjördæmis,
sagði að við vígslu þessa húss væri
stigið ákveðið gæfuspor í sögu og
þróun Síldarvinnslunnar og í ís-
lenskum sjávarútvegi, fyrstihús
SVN væri eitt best búna frystihús
í heimi. Reksturinn hefði gegnum
tíðina gengið misjafnlega eins og
hjá flestöllum fyrirtækjum f sjáv-
arútvegi, en það væri engin
þurfalingur í dag. Síldarvinnslan
hefði einnig borið gæfu til að hafa
góða stjórnendur, sem hefðu alla
tíð verið stuðningsmenn skynsam-
legrar fískveiðistjórnunar.
Það var oft margt um manninn I„reykkofanum". Hér sést hlutiþess norðfirska
meyjafans sem var á hátíðinni. - myndír: gg
'æjarstjórinn Guðmundur Bjarnason og kona hans Klara ívarsdóttlr á góðri stund.
Ól fflufrto -r.nkhíi 6at«i jngnfi! gil/l hiúa gt 4,ii,n is i íí.jjji.jí ,eaigt
THE GAME
Gjöfin sem enginn vill fá...
Sýnd alla helgina
HTTP://WWW.NET.IS/BORGARBÍÓ
| CI I t rt Ai Hii □ |
DIGITAL SOUND SYSTEM
AKUREYRARBÆR
Grunnskólar Akureyrar
Starfsmenn vantar í eftirtaldar stöður:
Giljaskóli, kennarar:
Vegna veikindaforfalla vantar nú þegar sérkennara í
2/3 stöðuhlutfall.
Um er að ræða fjölbreytilegt og krefjandi starf í skóla í
uppbyggingu.
Proskaþjálfa, leikskólakennara eða starfsmann með
reynslu á uppeldissviði:
Starfsmann vantar í stuðning í vistun vegna nemanda með greindar-
og hreyfifötlun.
Um er að ræða hlutastarf eftir hádegi. Staðan er laus frá áramótum.
Giljaskóli er nýr skóli og eru nemendur nú 113 í 1 .-4. bekk.
[ skólanum er einnig sérdeild umdæmisins fyrir nemendur með
greindar- og fjölfötlun. Um áramót er stefnt að bví að flytja í pýtt
skólahúsnæði.
Upplýsingar um starfið gefa skólastjórnendur og forstöðu-
maður vistunar í síma 462 4820.
Brekkuskóli, kennarar:
Grunnskólakennara vantar í handmenntakennslu (smíði) í
6.-10. bekk, heil staða.
Grunnskólakennara vantar í íslensku-, ensku- og líffræðikennslu í 6,-
9. bekk og námsstuðning í 8.-10. bekk, heil staða.
Grunnskólakennara/starfsmann vantar í forfallakennslu, heil staða.
[ skólanum starfa 100 starfsmenn og 700 nemendur í 1.-10. bekk.
Upplýsingar veitir: Sveinbjörn Markús skólastjóri í símum
462 4241, 899 3599 eða heimasíma 461 3658 og aðstoðar-
skólastjórarnir, Birgir í heimasíma 462 6747 eða Magnús í
heimasíma 462 3351.
Glerárskóli, kennarar:
Kennara vantar frá áramótum í 2/3 stöðu í 6. bekk (almenn kennsla)
og að auki vantar kennara til að kenna íþróttir/sund (11 stundir á
viku). Æskilegt er að sami kennari kenni hvoru tveggja en þó ekki
skilyrði.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 461 2666 eða 462 1521
eða hjá aðstoðarskólastjóra í síma 462 6175.
Síðuskóli:
Bekkjarkennara vantar í 2. bekk.
Bekkjarkennara vantar í 3. bekk.
Bekkjarkennara vantar í 7. bekk.
Einnig vantar bekkjarkennara í 6. bekk og í enskukennslu.
Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra f
síma 462 2588 eða í heimasímum 461 2608 og 462 5123.
Einnig veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar
upplýsingar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæj-
ar, Geislagötu 9, og þeim á að skila á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 23. desember 1997.
Starfsmannastjóri.
ftMúl.
.1 Ifit'i