Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 10
10-LAVGARDAGUR 13.DESEMBER 1997
SDgpr
ÞJÓÐMÁL
Hvað er Reykj avíkurlist-
iim eiginlega að hugsa?
HALL-
FRÍÐUR M.
PÁLS-
DÓTTIR
GRETTISGÖTll 13,
Það er mér mjög minnisstætt
þessa dagana þegar fólk var að
beijast fyrir verndun Torfunnar.
Þetta fólk þótti þröngsýnt,
hamla uppbyggingu miðbæjar-
ins og var núið upp úr því að
vera hallærisleg blómabörn sem
vildu vernda eldgamla fúakofa
sem gætu ekki hýst neina starf-
semi með sjálfsvirðingu. Þarna
þótti tilvalið að reisa seðla-
bankahús ogjafnvel kom til álita
að rífa Fríkirkjuveg 11, Iíka fyrir
sama hús að mig minnir. Eg er
viss um að flestir eru fegnir í dag
að „blómabörnin" börðust fýrir
vemdun þessara húsa á sínum
tíma.
Eg viðurkenni það fúslega að
ég aðhyllist vemdun á gamla
miðbænum. Tel hann segja sögu
okkar í byggingalist ekki síður en
bara önnur hverfi í Reykjavík.
Hef reyndar miklar áhyggjur af
því að þegar verndun gamalla
bygginga á sér stað eru þær oft-
ast fluttar eitthvað annað, t.d. I
Arbæjarsafn eða Bráðræðisholt-
ið eða jafnvel út í Skerjaljörð.
íbúar á Skólavörðuholti ræða við borgarstjóra, er þeir mótmæltu skipulagsmálum á svæðinu. Greinarhöfundur er ósáttur við
vinnubrögð skipulagsyfirvalda I borginni. - mynd: pjetur
Mér er reyndar óskiljanlegt af-
hveiju það þarf nánast alltaf að
flytja þær á brott. Af hverju má
ekki bara oftast varðveita þessa
hlut á staðnum?
Kennarar
Kennara vantar að Litlulaugaskóla í Reykjadal.
( skólanum eru 36 nemendur í 1.-10. bekk.
Vegna sveigjanlegra kennsluhátta í fámennum skóla
er um fjölbreytilegt starf að ræða.
Æskilegar greinar:
Danska og almenn kennsla yngri barna.
Upplýsingar gefur Angantýr Einarsson skólastjóri
í síma 464 3166 (í skólanum) og 464 3167 (heima).
Skólaskrifstofa Hafnarfjaröar
Staða fulltrúa á rekstrardeild Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar er laus til umsóknar.
I starfinu felst innritun barna á leikskóla, símavarsla
og önnur almenn skrifstofustörf. Viðkomandi starfsmaður þarf
að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á
íslensku máli og geta unnið sjálfstætt.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar
í bænum, með sérhæfðu starfsfólki þar sem ríkir eining og jákvæður
starfsandi. Þess ber að geta að stofnunin er reyklaus vinnustaður.
Launakjör eru samkvæmt samningi við Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar. Upplýsingar gefur Ingibjörg Einarsdóttir, rekstrarstjóri
og Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólafulltrúi í síma 555 2340.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31. Umsóknarfrestur ertil 29. desember 1997.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Blómaböm
Það sem endanlega varð til þess
að ég settist niður til skrifta, þótt
ég hafi reyndar ætlað að skrifa
um þetta lengi, var aðsend grein
ungs manns úr Garðabæ í
Morgunblaðinu. Þar talar hann
um okkur sem hér búa, sem
þessi „uppgjafa blómabörn og
aðra sóldýrkendur" en þvf miður
missti ég af „blómatímabilinu"
sökum aldurs, en skrifa alveg
undir að ég sé sóldýrkandi ef að
átt er við hvort ég vilji búa þar
sem sést til sólar. Eg er alveg
sammála því að ekki má ganga
of langt í húsverndun, það
mætti til dæmis alveg rífa gömlu
Morgunblaðshöllina fyrir mér,
og fleiri óskapnaði, en hér ætla
ég ekki að karpa um smekk fólks
á byggingarlist, enda er hann
mjög misjafn sem betur fer. Það
væri ekki gaman að búa í eins-
leitri borg.
Stærðin veldur ágreiningi
Það hefur enginn mér vitanlega
af þeim sem hér búa, verið neitt
að setja út á fagurfræðilegt útlit
nýbyggingarinnar að Laugavegi
53b, og þannig opinberað smekk
sinn eða smekkleysu. Það sem
ágreiningurinn stendur um er
stærð hússins, jafnvel einungis
bakatil þar sem að hæð hússins
skyggir hroðalega á birtu og sól
fyrir íbúa í 20 íbúðum þar sem
fyrir eru. Það skal bent á það að
verslunarhæðir þessa húss eru
einungis tvær, en þrjár hæðir
eiga að fara undir íbúðir. Því
spyr ég, hvers vegna ætti að leyfa
byggingu 10 íbúða á kostnað
þeirra 20 sem fyrir eru. Er þá
ekki verið að taka minni hags-
muni fram yfir meiri? Nú er
komin fram þessi fína málamiðl-
unartillaga frá einum nefndar-
manna skipulagsnefndar, og mér
hefur ekki verið kunnugt um að
hún hafi fengið þann hljóm-
grunn sem hún ætti skilið í
skipulagsnefnd.
Það er enginn að rífast yfir
gömlu húsunum sem verða látin
víkja, þó að ég þykist viss um að
hægt væri að gera þau mjög fal-
leg, eins og sést ef skoðuð er
bakhlið annars þeirra, þar sem
viðgerðir voru hafnar áður en
ákvörðun var tekin um niðurrif
þeirra. Ég get ekki séð að
skipulagsnefnd bíði neinn álits-
hnekki þó að þau geri það sem
þau voru kosin til, að gæta hags-
muna íbúa borgarinnar ég vona
bara að þau beri gæfu til að
koma með lausn sem allir geta
sætt sig við. Ég get heldur ekki
séð að fólk sem berst fyrir rétti
sínum sé þröngsýnn minnihluti
sem ætli að vaða yfir borgaryfir-
völd. Það geta ekki allir búið í
Garðabæ. Það má heldur ekki
gleymast að borgaryfirvöld eru
kosin af þessu fólki líka, hvort
sem það er þröngsýnt eða víð-
sýnt.
Skipulagslög
Viðkomandi byggingarverktaki
hefur ekki sýnt fram á leiksvæði
fyrir börn eða annað athafna-
svæði fyrir íbúa hússins, En það
eru jú lög, reyndar 13. gr. skipu-
Iagslaga. Þar kveður einnig á um
að í íbúðarhverfum skuli njóta
fullnægjandi birtu á aðalsólar-
hlið húss. Nú er þetta blönduð
byggð. Ég get ekki ímyndað mér
að það sé stefna borgaryfirvalda
að flytja okkur sem hér búum í
brott og fá annað fólk hingað í
staðinn sem að hugnast bygging-
arverktakanum betur.Hafa þarf í
huga að lifandi miðbær hlýtur
að vera byggður á margbreyti-
legu mannlífi ,líka fjölskyldum
og andrými þarf að vera til stað-
ar eigi Iífið í hinum Iifandi mið-
bæ ekki að kafna.
Ef skipulagslög eru þannig
orðuð, að yfirvöld geti túlkað
þau eftir eigingeðþótta hveiju
sinni er sannarlega kominn tími
til að úr því sé bætt hið fyrsta,
þannig að réttur okkar sé vafa-
laus.
Mimnir á kosningaloforð
Mig rak líka í rogastans þegar
ég heyrði í útvarpsfréttum þann
27.11.1997 haft eftir bygginga-
nefnd Reykjavíkur „að allir sem
byggju í þéttbýli yrðu að sætta
sig við skerta birtu og útsýni. Og
að kærendur væru ekki verr sett-
ir að þessu leyti en aðrir í næsta
nágrenni.“ Það mætti ætla að
við ættum við fólksfjölgunar-
vandamál að stríða, og að borgin
ætti ekkert byggingarland. Að
mínu áliti er þetta álíka gáfulegt
og að segja að virkjunarhús raf-
veitunnar í Elliðaárdal væri for-
dæmisgefandi fyrir byggingar á
því svæði og því væri allt í lagi að
reisa annað eins sem stóra versl-
unarmiðstöð. Það væri nú ekki
amalegt umhverfi fyrir stóra og
fína verslunarkringlu.
Ég enda þetta á því að minna
á að R-listinn er að efna kosn-
ingaloforð sín í þessu máli, með
því að gefa íbúunum færi á, að
hafa eitthvað með nánasta um-
hverfi sitt að gera.
Skátagilið grænt svæði
SÓLVEIG
BALDURS-
DÓTTIR
MYNDHÚGGVARI,
Akureyri hefur alltaf verið talinn
með fallegustu bæjum á Islandi,
af íslendingum og erlendu ferða-
fólki. Mikið átak hefur verið gert í
umhverfismálum á síðustu árum
og vel að verki staðíð, en nóg er
eftir og þar á meðal Skátagilið.
Fólk hefur alltaf ánægju af að fara
og dveljast í umhverfi sem er fal-
Iegt fyrir augað, vænt fyrir börn og
notalegt fyrir eldra fólkið... og
áhugavert fyrir túrista.
Slíkur staður getur göngugatan
orðið og Skátagilið og þarf ekki
miklu að kosta til. Hægt er að
gera græna bekki að hluta til upp
gilið, í staðinn fyrir göngustíginn
má setja góðar og vel hannaðar
tröppur úr tré, sem nýtast ungum
sem öldnum og bekki á hellulögn-
ina hjá Vinabæjaskúlptúrnum. Og
ekki má gleyma að þessi staður er
eini sólarstaðurinn í göngugöt-
unni á sumrin.
Margir bæir erlendis hafa séð
mikilvægi þess að hafa græn
svæði í sem mestum tengslum við
daglegt umhverfi fólks og skilar
það sér í betri líðan og minna
stressi. Að setja fleiri bílastæði inn
í miðbæ er að fara aftur til fortíð-
ar og við megum ékki við slíku.