Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 11
X^ur LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Konur í Kabúl: þeim er bannaö nám og vinna utan heimilis. Þjóðrækni ofar bókstafsíslam Að eigin áliti eru ráðamenn Afganistans sanntrúaðastir allra múslíma, að áliti margra annarra ströngustu bókstafssinnar í ís- lam. Samt virðist liggja í augum uppi að þjóðerniskennd vegi þyngra með þeim en íslam. Samkvæmt bókstafnum skulu allir múslímar vera bræður og því fráleitt að þeir skiptist í fylk- ingar eftir þjóðum. Þrískipt land En það er nákvæmlega það sem fyrir löngu hefur gerst í Afganist- an. Um 70% landsins ræður stjórn Talebana. Svo á að heita að Afganistansstjórn sú, sem Talebanar stökktu frá Kabúl, höfuðborg landsins, í september 1996, ráði afganginum, en í raun ræður hún aðeins nokkru svæði norðaustanlands. Þau hér- uð eru að mestu byggð Tadsjík- um, einni af þremur helstu þjóð- um landsins, en helstu menn nefndrar stjórnar eru Tadsjíkar. Norðan að svæði þessu liggur fyrrverandi sovétlýðveldið Tadsjíkistan, þar sem einnig búa Tadsjíkar. Drjúgum hluta norðurlandsins og meirihluta þess af Afganistan sem ekki er komið á vald Tale- bana ráða í raun herforingjar af þjóð Usbeka, sem fjölmenn er í þeim héruðum. Úsbekar eru og í miklum meirihluta og ráða mestu í fyrrverandi sovétlýðveld- inu Úsbekistan, sem liggur norð- an að héruðum afganskra Ús- beka. Sennilegt er að nefnd tvö fyrrverandi sovétlýðveldi séu Tadsjíkum og Úsbekum í Afganistan bakhjarl sem um muni og ekki er ólíklegt að héruð þessara þjóða í Afganistan renni um síðir saman við lýðveldi þessi tvö. Ólæsir námsmenn Talebanar eru flestir af þjóð Pas- túna, sem er sú Ijölmennasta í Afganistan. Um skeið var sagt að strangur agi í her Talebana væri aðalorsök sigursældar þeirra, en nú er því haldið fram að þeir hafi frekar unnið Afganistan með því að kaupa stríðsmenn, sem gegn þeim börðust, til Iiðs við sig. Til þess kaupskapar fengu Taleban- ar fé frá Saúdi-Arabíu. Með þessu móti, stendur nú í fjöl- miðlum, tókst Talebönum með fremur lítilli fyrirhöfn að leggja undir sig héruð þar sem Pastún- ar eru í meirihluta eða fjölmenn- ir. En þegar kom að landshlutum þar sem þorri manna var tadsjískur eða úsbeskur dugðu ekki einu sinni olíupeningar Sa- údanna Talebönum til sigur- sældar. Talebanar er einna oftast þýtt „nemar" eða „stúdentar" og Baksvið Talebanar, þekktir fyrir strangleika í anda bókstafsíslams, eru kannski öllu fremiir pastúnskir þjóðemissinnar. herma þó skæðar tungur að flestir þeirra séu hvorki læsir né skrifandi. Líklega spratt þessi hreyfing, sem fyrst fréttist af 1994, úr kóranskólum meðal af- ganskra flóttamanna í Pakistan, og úr afgönskum flóttamanna- búðum þar og afskekktum döl- um upp til fjalla mun hún hafa fengið þorra liðsstyrks sins. Með Talebönum og þar með í 70% Afganistans hefur æðstu völd ráð trúfræðimanna, sem þykja dular- fullir og sýna sig sjaldan opinber- lega. Viðurkenningu sem ríkisstjórn Afganistans hefur stjórn Tale- bana í Kabúl aðeins fengið hjá Pakistan, Saúdi-Arabíu og Sam- einuðu arabafurstadæmunum, auk þess sem Bandaríkjastjórn er heldur vel til Talebana. Astæður: Pakistan, sem veitt hefur Tale- bönum allmikinn stuðning og er nú orðið næstum eins Ijölmennt ríki og Rússland, sækist eftir áhrifum og mörkuðum í fyrrver- andi sovésku Mið-Asíu og reynir að verða sér úti um aðgang að því svæði yfir Afganistan. Þar að auki búa um tíu milljónir Pas- túna í Pakistan og hafa þar mik- il áhrif. Olíufurstar Arabíu, sem sjálfir eru bókstafssinnar, reyna með fé sínu að hemja íslamska bókstafssinna almennt sér í vil. Bandaríkin gera sér vonir um að geta með góðum árangri teflt Talebönum fram gegn Iran, en Talebanar eru súnnískir og fjandsamlegir sjítískum bókstafs- sinnum Irans. Alliöggviiiu liujjur Siðareglurnar sem Talebanar hafa orðið þekktir fyrir eru að ýmissa mati blanda af strangri útleggingu á lögmáli íslams og Pashtunwali, siðareglum Pas- túna sem sumpart eru ekki beint af íslam og jafnvel eldri en það. Þar eru „heiður“ og „skömm“ lykilhugtök og heiður karl- mannsins talinn grundvallast mikið til á heiðri konunnar, eins og þetta er skilið með Pastúnum. A grundvelli þessa hafa Taleban- ar sett útgöngubann á konur, nema hvað þær mega fara á bas- ar til innkaupa og þó því aðeins að þær séu huldar kufli, sem nær frá hvirfli niður fyrir ökkla, og í fylgd eiginmanns eða náins frænda. Konum er bannað nám og öll vinna utan heimilis nema hjúkrun.Tónlist er bönnuð, svo og dans og söngur, kvikmyndir, leikhús, Ijósmyndun o.fl. Siðgæslumenn valdhafa eru hvarvetna á ferli og oft óþyrmi- Iegir. Karlmenn sem eru of síð- hærðir að mati siðgæslumanna klippa þeir á stundinni og staðn- um. Mikið er um barsmíðar, t.d. ber það við að menn séu reknir með barsmíðum inn í moskur til bæna. Af 18 ára stúlku hjuggu siðgæslumenn fingur, af því að hún var með rauðlakkaðar negl- ur. Hræsni er með í myndinni. Talebanastjórnin hefur lagt dauðarefsingu við viðskiptum með eiturnautnaefni, en eigi að síður hefur ópíumframleiðsla aukist verulega í Afganistan á stjórnartíð hennar. Landið er nú næstmesta ópíumframleiðslu- land heims. Talið er að Taleban- ar fjármagni sig að miklu leyti með gjaldeyri sem kemur inn fyr- ir eiturnautnaefni. Grunnskólar Hafnarfjarðar Kennara vantar vegna forfalla frá áramótum. Um er að ræða kennslu í hannyrðum, nokkrar stundir á viku. Upplýsingar gefur skólastjóri, Hjördís Guðbjörnsdóttir, í síma 555 4433. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Eiginkona mín, SIGRÚN FINNSDÓTTIR, Ægisgötu 22, Akureyri, er látin. Fyrir hönd barna okkar og fjölskyldna þeirra, Marinó Tryggvason. Utför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ELÍSU ELÍASDÓTTUR, frá Ljósstöðum, Glerárhverfi, til heimilis að Hátúni 12, Reykjavík, verður gerð frá Lögmannshlíðarkirkju þriðjudaginn 16. des- ember ki. 14. Ólafur Kristjánsson, íris Elísabet Arthúrsdóttir, Smári Ólafsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, ARNÞÓRS ANGANTÝSSONAR, skólastjóra, Klapparstíg 13, Hauganesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju. Kolbrún Ólafsdóttir, Arnar Már Arnþórsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Almar Örn Arnþórsson, Dagmar Erla Arnþórsdóttir, Edda Björg Arnþórsdóttir, Anna Rósa Arnarsdóttir, Þóra Angantýsdóttir, Árni Ólason. Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR ÞORGEIR STEINDÓRSSON, Ránargötu 10, Akureyri, lést þann 11. desember sl. á heimili dóttur sinnar að Bröttuhlíð 9. Hann verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynn- ingu krabbameinssjúkra á Akureyri njóta þess. Hulda Þorsteinsdóttir, Steinunn Einarsdóttir, Valberg Kristjánsson, Einar Haukur Einarsson, Þórey Einarsdóttir, Úlfar J. Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.