Dagur - 20.12.1997, Page 2

Dagur - 20.12.1997, Page 2
18-LAUGARDAGUR 20.DESEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Úr Þjóðleikhúsinu berast þær fréttir að síðasta sýningin á Fiðlaranum á þakinu hafi verið í byijun desember og þá hafi Edda Heiðrún Backman leikið í síðasta sinn í þessu fræga stykki, í bili að minnsta kosti. Edda Heiðrún á nefnilega von á barni í mars eða apríl og tekur því rólega fram á haust. Hún er einmitt nýgift og það engum öðrum en Jóni Axel Björnssyni myndhöggvara. Sýningar á Fiðlaranum eru þó ekki með öllu búnar þ\a að Ragnbeiður Steindórs- dóttir tekur við hlutverki Eddu Heiðrúnar þegar sýningar hefjast aft- „Mér finnst gaman að forsætisráð- herrann skrifi bækur og því hve góður upplesari hann er,“ segir Hulda Há- kon, vert á Gráa kettinum við Hverf- isgötu í Reykjavík. Kötturinn er kaffi- hús vikunnar eftir umræður á Al- þingi, þar sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra fékk skömm í hattinn frá Steingrími J. Sigfússyni fyrir að mæta á köttinn gráa til að lesa upp úr bók sinni þar í stað þess að sitja og verma stól sinn á þingi meðan at- kvæði voru greidd um fjárlög. „Grái kötturinn er búin að fá ágæta um- fjöllun og ég held að þessi umræða í þinginu skipti ekki sköpum fyrir okk- ur. Eg set þetta ekki upp sem neina auglýsingu fyrir okkur,“ segir Hulda. Þorláksmessuskatan er að verða alls- heijar tilræði við andrúmsloftið og alltaf fjölgar þeim sem láta eins og þeim þyki þetta gott. Þó nokkrar „el- ítur“ koma saman þennan dag og eru farnar að hlakka til, enda Ieikur grun- ur á að þetta sé meiri sókn í snafs en úldinn fisk. Þó er ekki að efa að menning mun blómstra í bland, eins og til dæmis hjá Lillukórnum í Víði- dal. Þær stóðu fyrir velheppnuðu Lomberkvöldi fyrr í vetur og stefna nú á skötuveislu í Víðigerði á messu heilags Þorláks. Listunnendur í pottinum voru eitt- hvað að pískra um það sín á milli að Haraldur Ingi Haraldsson, væri orð- inn eitthvað þreyttur á heimamark- aðnum í myndlistinni. Allavega telji hann einhverrar tilbreytingar þörf. Kvisast hefur út að Listasafnið á Akureyri sé að taka drjúga forystu í alþjóðlegum samskiptum listamanna og vinni hörðum höndum að því að nýta sér menningarstyrki Evrópusam- bandsins. Aætlaðar eru sýningar er- lendra Iistamanna á næsta ári sem eru afrakstur ýmis konar samstarfs. Meðal þeirra sem frést hefur að muni sýna er þekktur Svíi, Roj Friberg að nafni og mun efniviður sýningarinnar vera sóttur í Réttarhöldin eftir Frans Kafka. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra. Eins og grár köttur. Edda Heiðrún Backman. ur eftir áramót. slaufu sem mér finnst voðalega flott. Eg ætla bara að vera í þessum fötum öll jólin. Og líka á gamlárskvöld." Hvar fékkstu skóna? „Þeir eru nýir. Pétur bróðir minn átti þá einu sinni og ég fékk þá núna til að vera í á jól- unum.“ Ertu búinn að fara t jólaklipp- ingtma? „Já og ég gleymdi bara að setja gei í hárið núna. Eg vil hafa gel ef ég er gera mig fínan." Finnst þér gaman að vera fínt klæddur? „Já, en mig langar til að vera alltaf svona fínn. Eg get ekki verið svona ef ég ætla að vinna í búð.“ Hvar viltu þá vinna? „A hóteli. Þá vildi ég vera stjóri. Nei, ég vil verða bæjar- stjóri. Það er svo flott. Þá verð ég alltaf fínn.“ Viltu þáfáfínföt íjólagjöf? „Nei, mest action karl, Bat- man og Robin. Mig langar bara í svona karla sem eru vondir." Afhverju bara vonda? „Mér finnst þeir flottir því ég geri þá góða. Þeir breytast í góða karla strax og verða svo góðir all- an tímann." HBG Þau hlakka til aðfara í jólafótin sín á að- fangadagskvöld. Finnst svo gaman að verajint klædd. Nanna Gunnarsdóttir verður í síðum kjól með blúndukraga og Stefán Emir Valmundarson verður í dökkbláum jakkafötum. Finnst ég rosalega fín Nanna Gunnarsdóttir er sex ára. „Amma mín á Grenó gaf mér jólakjólinn sem ég verð í núna á jólunum. Hún gefur okkur stelpunum sfnum alltaf jóla- kjóla. Við erum Ijórar stelpurnar hennar en bara einn strákur og hún gefur okkur öllum jólaföt. Við fáum ekki að velja kjólana sjálfar heldur ákveður amma bara hvað hún ætlar að gefa okkur.“ Fékkstu að sjá kjólinn áður en þú fórst í hann ég mátaði hann út á Grenó hjá ömmu og var strax ofsalega ánægð með hann. Það þurfti að athuga hvort ég passaði í hann.“ llvað finnst þér fallegast við kjólinn? „Munstrið sem er ofan á hon- um, þetta saumaða. Eg hef aldrei átt svona kjól áður.“ Hvemigfinnst þér litirnir? „Bara flottir." En blúndukraginn? „Bara ágætur. Mér finnst kjóllinn er allur rosalega flottur og ég er mjög fín í honum. Mér finnst rosalega gaman að vera fín.“ Hvar féklzstu þessa fallegu skó? „Mamma mín keypti þá í Reykjavík. Eg valdi þá ekki heid- ur, hún valdi það sem henni þótti fallegast. Mig langaði í svona svarta lakkskó." Hvernig ætlarðu að hafa hárið umjólin? „I spennu. Eins og ég er á myndinni. Mér finnst ég mjög fín þannig.“ I hverju ætlarðu að vera hina jóladagana? „Ég verð kannski í einhverju öðru en þessum kjól. Ég á gamla jólakjólinn minn og hinn sem er gamall. Gamli gamli er bara svona köflóttur og síður og hinn sem var í fyrra er líka síður nema grænn með blómum á. Ég fæ nýjan kjól á hveiju ári.“ Færðu ný náttföt fyrir jólin? „Já, ég verð í einhvern veginn kjól þegar ég fer að sofa, svona náttkjól. Það er sparináttkjóli." Hlakkarðu til jólanna? „Já, en sérstaklega að mamma komi heim úr skólanum Reykjavík. Ég er bara búin að vera í bænum með pabba því mamma er að læra. Ég vildi að mamma væri hjá okkur að undirbúa jólin því mig langar að vera hjá þeim báð- um. Hún verður hjá í 20 daga, 5 daga af nýja árinu.“ Ertu búin að gera óska- lista yfir það sem þig langar í tjólagjöf? „Nei, ég ætla að gera hann á eftir. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað á að vera á honum. Mig langar í ein- hvern veginn buxur.“ Vil alltaf vera í jakkafot- um Stefán Ernir Valmundar- son er fimm ára. „Ég ætla að vera í sömu jólafötunum og £ fyrra á jólunum. Ég passa ennþá í þau og finnst ég flottur í þeim.“ Hvað finnst þér flott við þau? „Mér finnst vasaklút- urinn flottastur og líka Iiturinn.“ Eru þetta spari-spari föt? >Já og ég nota þau bara á jólunum. Þá er ég með

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.