Dagur - 20.12.1997, Síða 6

Dagur - 20.12.1997, Síða 6
22 - LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Amór Guðjohnsen er án efa skærasta knatt- spymustjama okkar íslendinga á allra síð- ustu ámm. Hann er á heimleið, hyggst hasla sér völl sem knattspyrnu- þjálfari hér á landi. Margir undruðust það í sumar, þegar hinn nýi landsliðsþjálfari, Guð- jón Þórðarson, tók að skipu- leggja Iandsliðið, að hann setti Arnór út af sakramentinu, enda þótt hann væri óumdeilanlega besti maður liðsins. Astæðan var sú að hann er orðinn 36 ára, - fínn leikmaður en of gamall! En Arnóri er nokk sama, hann var orðinn þreyttúr á landsliðinu og þreytandi ferðalögum í kringum það. „Eg var kannski ekki alveg hundrað prósent með hugann við landsliðið lengur, ég get al- veg \iðurkennt það, en ég lagði mig hundrað prósent fram í hverjum leik,“ sagði Arnór í við- tali við Dag. Arnór bendir líka á að atvinnumenn sem mæta í landsleiki séu sífellt að taka_ áhættu. Það hafi sannast á Eiði Smára syni sínum, sem slasaðist í unglingalandsleik með alvar- legum afleiðingum fyrir hann og feril hans. íslensk jól aðþessu sinni Arnór er um þessar mundir heima og ætlar að njóta ís- lenskra jóla. Aður hefur hann haldið jól erlendis, en ævinlega haft þau eins íslensk og unnt var. Hann kom heim i byrjun nóvember í tveggja mánaða vetr- arfrí frá sænska liðinu Örebro. Fjölskyldan sameinast hér heima, því Eiður Smári, 18 ára sonur Arnórs af fyrra hjóna- bandi, atvinnumaður í Hollandi, er hér heima að jafna sig eftir uppskurð á fæti, sem gerður var ytra fyrir tveim vikum. Og með þeim Arnóri og Önnu Borg konu hans er yngri sonurinn, Kjartan Borg Guðjohnsen, aðeins 4 ára gamall. Arnór segir að Kjartan litli sé ekki alveg sami áhugamaðurinn um fótbolta og hálfbróðir hans, Eiður Smári á sínum tíma. „En hann er sparkviss strákurinn," sagði Arnór í samtali við Dag fyrir helgina. „Trúlega verður hann fljótlega skrifaður inn í GoIIklúbb Garðabæjar og Kópa- vogs, því áfi hans og“'nafúi, Kjartan Borg ræðismaður, gaf honum golfkylfu um daginn,“ segir Arnór og hlær. Arnór segir að jólin heima á Islandi séu talsvert öðruvísi en úti í Evrópu. Fyrr á árum átti hann iðulega jól erlendis, sér- staldega í Belgíu. Þar var gott að vera um jólin, en ekki þessi rétta stemmning sem fæst aðeins á íslandi. Þá var reynt eftir megni að búa til „íslensk jól“ með hangikjöti, uppstúi, ora-baunum og öðru því sem skapar rétta stemmningu. Oft komu foreldr- arnir yfir til Belgíu og héldu há- tíðleg jól með Ijölskyldunni. Þá Iék danskur leikmaður með Arn- óri og hann var vanur miklu jólahaldi og svipuðu okkar. Hann var afar duglegur að fram- kalla réttu jólastemninguna. Langeygur eftir að flytja heim Arnór lætur ekki jólahlaðborðin og allt góðgæti jólamánaðarins freista sín um of, enda er ekki eitt aukagramm að finna á hans skrokki. Hann segist halda sér váð með æfingum hjá Val, auk þess sem hann skokkar í blíð- viðrinu, sem varað hefur svo til látlaust sfðustu vikurnar á Fróni. Félagar hans í Örebro eru hins vegar að æfa þrisvar í viku. En æfingatíðnin eykst til muna eftir áramótin, og þá verð- ur Arnór kominn með í hópinn. Og hann ætlar að ljúka 20 ára keppnisferli með stæl. „Eg stefni á það að flytja heim til Islands eftir næsta keppnis- tímabil í Svíþjóð. Eg verð nú að segja eins og er að ég er orðinn langeygur eftir að flytja heim. Þetta verður orðið Iangt úthald í atvinnumennsku, meira en tutt- ugu ár. Ég veit ekki hvort ég get slitið mig frá fótboltanum. Ætli maður fari ekki út í þjálfun eða eitthvað svo- Ieiðis, það liggur beinast við. Ég hef farið á nám- skeið úti og von- ast til að halda áfram að læra í vetur.“ Ferill Arnórs er langur og glæsilegur. En hann vill ekki ræða um það hvort hann hafi orðið ríkur á knattspyrnunni. Hann segist hafa haft ágæt laun. Hann segir að reynslan sem hann hafi eignast sé sinn fjársjóður, - en sá stærsti séu tveir synir og miklir efnispiltar, Arnór Guðjohnsen hlakkar til að flytja heim eftirað vera í tvo áratugi í víkingi á knattspymuvöllum þriggja landa og góð fjölskylda. Daginn áður en Arnór varð 17 ára skrifaði hann undir atvinnusamning við belgíska félagið Lokeren. Það þýddi að hann gat Ieikið í Belgíu með sömu rétl. idum og inn- fæddir. Með Lokeren lék Arnór í 5 ár. Þá tóku við 7 ár hjá stór- klúbbnum Anderlecht. Þaðan lá leiðin til Frakklands, þar sem Arnór Iék með Bordeaux í tvö ár. Loks hélt Arnór til Svíþjóðar þar sem hann gerði samning við Örebro og hefur notið gífurlegra vinsælda þar í landi. „Keppnis- tímabilið sem framundan er hefst í apríl og lýkur í október. Ég hef ekki skrifað undir samning en hef komist að sam- komulagi og ég verð með tví- skiptan samning sem kveður á um að ég geti keppnistímabil- inu,“ sagði Arnór. Ertu orðinn þreyttur á fótbolt- anum? „Nei, ekki get ég nú sagt það. En ég vil hafa varann á ef ég fer hætt miðju

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.