Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐJUDAGUR 3 0 . D E S E MB E R 1997 LÍFIÐ I LANDINU Tkigur Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavik Síniiun hjá lesendaþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is Súnbréf:46g S17I ’ ' S51 6270 „Hver er munur á að brjótast inn hjá manni og stela frá honum aleigu hans, eða setja lög á þingi sem færa aðalauðlind þjóðarinnar úr hennar eigu til fárra útvalinna?" spyr greinarhöfundur m.a. Hver er munur á að brjótast inn hjá manni og stela frá honum aleigu hans, eða setja lög á þingi sem færa aðalauðlind þjóðarinn- ar úr hennar eigu til fárra útval- inna? Augljóslega er hvoru- tveggja þjófnaður. Fyrri þjófn- aðurinn er refsiverður. Hinn er lögvarinn og verðlaunaður. Ef þjóðin ætlar að stöðva ránið, verður hún að vakna til meðvit- undar um hættuna sem þing- menn eru að skapa henni. í langan tíma hefur urmul greina rignt úr penna Hannesar H. Gissurarsonar yfir lands- menn. Greinar þessar, sem flest- ar hafa birst í Morgunblaðinu, eru allar til varnar eignarhaldi fárra á sjávarauðlindum Iands- manna. Nóg er að lesa tvær af þessum staglgreinum, þá hafa menn þær allar. Vísa þessi, höf. ók. getur átt við Hannes: Betra er að vera afguði ger greindur bóndastauli, lieldur en vera hvar setn er hámenntaður auli. Það var ekki uppörvandi að hlusta nú nýverið á oddvita stjórnarflokkanna lýsa yfir full- um stuðningi við að hlunnfæra þjóðina í auðlindamálum. Það var svo rækilega búið að sann- færa þá um, að þessi rangindi væru henni fyrir bestu, að við lá að þeir klökknuðu. Og þegar Halldór sagðist vera montinn af árangri stjórnarinnar, sagðist Davíð ekki hafa þorað að segja slíkt. Og þá kom mér í hug að oft ratast kjöftugum. Það er að segja tillaga Hannesar að sam- eina íhaldsöflin tvö, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsókn, í pólitísk hagsmunasamtök til varnar vax- andi kröfum þjóðarinnar um jafnrétti og annað réttlæti. Þjóðin er þrátt fyrir óheppni sína með stjórn og marga þing- menn, ekki heillum horfin. Tvö stærstu blöð landsins styðja hana í baráttunni við gráðuga útgerðarmenn og útsendara þeirra. í leiðara DV 25.-10.: „Þegar Alþingi setur lög um af- hendingu auðlinda hafsins í hendur fárra, hefjast þau lög einnig alltaf á málsgrein um, að auðlindirnar séu eign þjóðarinn- ar. Síðan fjalla allar hinar grein- ar laganna um, hvernig útgerð- armenn eigi þessar auðlindir í raun.“ I öðru stærsta blaði landsins eru alþingismenn sagðir þjófar. Stjórnvöld hafa komist upp með að selja nokkrar arðbærustu eignir þjóðarinnar, eins og S.R. mjöl fyrir nánast ekkert. Nú telja þau sig eiga allskostar við þjóðina. Hún eigi sér engan al- vörutakandi málsvara. Öll andsvör hafa reynst máttlaus og runnið út í sandinn. Fáránleg lög hafa gert pen- ingavaldi, í Iíki gráðugra útgerð- armanna, mögulegt að færa Iífs- björg sjávarþorpa burt frá þeim sem sína eign. Alþingi gaf nokkrum mönnum einokunar- heimild til veiða úr fiskveiðilög- sögu okkar. Mönnum þessum er að takast að gera auðlindina að eign sinni. Það gera þeir með hjálp atvinnupólitíkusa, sem gera augljóslega ekki greinar- mun á réttu og röngu gagnvart þjóðinni. Hugsjónamenn eru ekki lengur til í stjórnmálum. í því liggur aðalvandinn. Hver pólitíkus vinnur eins og hann heldur að honum sjálfum sé fyr- ir bestu. Þeir skilja ekki, að til lengri tíma litið, koma hags- munir heildarinar öllum til góða. Eg trúi varla að stjórnvöld séu svo rúin skilningi, að þau sjái ekki að fiskvinnslan er í jafn- slæmum málum, hvort eigendur auðlindar, eða útgerðarmenn okri á sölu fisks. Með vanhugsun, komu al- þingismenn þessari rangsleitni gagnvart þjóð sinni á. Þeirra er að Ieysa vandan. Lausnin skal hefjast með heimkvaðningu eignarinnar. Fastan kvóta í byggðarlög eftir sem við á. Framsal kvóta var tilræði við þjóðina. Albert Jensen, s-5537009. Endumýting hluta Umhverfisvænn lesandi hringdi og vildi vekja athygli á því hvað endurvinnsla og það að draga úr mengun væri fjarri hugsunar- hætti okkar. Hann vildi stinga upp á því að sveitafélögin tækju öll upp þá stefnu, að á móttöku- stöðum þeim sem taka við sorpi, væri einhver sem tæki við not- hæfum hlutum og að spurt væri hvort fólki væri ekki sama þó hlutirnir færu ekki í rusl, heldur væri öðrum gert kleift að nýta þá. Þetta mætti gera hvort heldur sem væri þannig að um beina sölu væri að ræða, eins og hjá Sorpu og RKI í Reykjavík og hins vegar með því að hafa skiptimarkað, þar sem fólk gæti komið með hluti og skipt á þeim og öðrum. Greinarhöfundur óttast að velferðarkerfið sé í hættu. BELTIN %a-rh<>pn6 |UiyiFERÐAR Er velferðar- kerflð í hættu? Já, ég óttast það. Aðalá- stæða þessa ótta er hin milda og almenna and- staða gegn allri skatt- lagningu - öflun tekna í sameiginlegan sjóð okk- ar. I fyrstu útvarpsum- ræðu um fjárlög ríkis- ins, sem ég hlustaði á haustið 1934, lýsti Magnús Jónsson dósent með skáldlegum hætti og mikilli orðsnilli böli hárra skatta. Þetta er mér minnisstætt. Alla mína ævi hefur neikvæð umræða um skatta verið fýrirferðarmikil og mér virðist þunginn í þessum áróðri fara vaxandi. Alögur, skattbyrði, skattpín- ing og fleiri orð í þessum dúr bera næstum daglega fyrir augu okkar og eyru. Það er á allan hátt verið að gera fólk óánægt með að þurfa að borga skatta. Svo er líka alltaf verið að vor- kenna skattborgurum. (Þegar talað er um skattborgara, virð- ist mér fyrst og fremst vera átt við þá sem borga beina skatta). Ég er talsmaður hárra skatta, þ.e.a.s. beinna skatta - skatta sem lagðir eru á eftir efnum og ástæðum. Eg vil að fjárþörf hins opinbera sé í ríkari mæli en nú er mætt með beinum sköttum. Beinir skattar eru hér miklu lægri en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Mér finnst alltof mikið talað um sparnað og nið- urskurð, en minna um hvernig eigi að fá meiri pen- inga í ríkiskassann. Það er ósamræmi í því að segjast vilja lækka skatta en jafn- framt auka og bæta velferðarþjónustu. Ekki alls fyrir Iöngu var t.d. í upphafi leið- ara dagblaðs lögð áhersla á að ekki megi hækka skatta, en síðar í sama leiðara er Iýst stuðningi við að auka vissan þátt samhjálpar, sem óhjákvæmilega kallar á meiri útgjöld ríkissjóðs. Ég hef áhyggjur af slíkum málflutn- ingi, sem ekki er einsdæmi. Eg óttast að þessi sfbylja, úr öllum áttum um böl hárra skatta, leiði fyrr eða síðar til þess að t.d. skólagjöld verði Iögð á nemendur og sjúklingar látnir taka meiri og meiri þátt í lækniskostnaði. Hvernig væri að hætta þessu nöldri um skattana? Segja aftur á móti eitthvað á þessa leið: Að allir sem eru svo lánsamir að hafa góða heilsu, atvinnu á vinnualdri og vel efnum búnir, eigi með glöðu geði, að segja já með þalddátum huga að borga sína skatta til samfélagsins. Það er ánægjulegt að vera þannig í stakk búinn að geta lagt sitt af mörkum til að styrkja gæfu og gengi þjóðar- innar. . Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi kennari. skrifar Þessir hringdu... Hver erþjófur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.