Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 10
26 - PRIDJVDAGVR 3 0.DESEMBER 1 997 \yagpvr LÍFIÐ í LANDINU Ræktun er listgrein eins og allt skapandi starf Viðtal við Kristin Hugason „Við sem stöndum í opinberu forsvari fyrir hrossaræktina í landinu teljum að með hverju ári hafi málum þokað vel fram og síðustu árin hafi framfarir orðið verulegar," segir Kristinn Hugason, hrossaræktarráðu- nautur. „Þar kemur auðvitað margt til. Aiiar aðstæður hafa batnað tii mikilla muna og nú eru hross sýnd við svipaðar að- stæður hvarvetna á landinu. Sýningartækninni hefur einnig fleygt fram, en það er ekki of oft kveðin sú vísa að það þarf kunn- áttu til að sýna hross svo að það njóti sín bæði í byggingardómi sem á reiðvelli. Sá hópur stækk- ar sem hefur þessa kunnáttu á valdi sínu. En síðast en ekki síst þá eru þau breyttu vinnubrögð sem tekin voru upp í dómum að auka teygnina í einkunnagjöf og skilgreina stigunarkvarðann að skila sér í aukinni erfðaframför. Með aukinni teygni á skalanum þá fæst réttari dómur á hrossin auk þess sem breytileikinn kem- ur betur í ljós. Þessu máli voru gerð nokkur skil þegar síðasta hefti Hrossaræktarinnar var kynnt hér í blaðinu." Góðux stofn sem saimaði gildi sitt ,Á þessu ári var haldið fjórð- ungsmót á Vesturlandi og var út- koman þar mun betri en um- ræðan fyrir mótið hafði gefið til Kristinn Hugason. kynna. Þarna var dijúggóður stofn fyrir hendi sem menn vissu reyndar um og það kom greinilega fram á mótinu að þessir þrautseigu, sterku rækt- endur á Vesturlandi höfðu ekki glatað þeim verðmætum sem þeir áttu í hrossum. Hrossin komu vel fyrir og voru ræktend- um til sóma. Þá komu fram at- hyglisverðir gripir annars staðar á landinu. Einkum var það á Suðurlandi en þar er gróskumik- il ræktun og kraftur bæði í fél- agsstarfi ræktenda sem og í ræktuninni sjálfri. Eg er hins vegar alltaf af og til að minna frændur mfna og vini fyrir norð- an á að vera skarpari að sýna og það gildir enn. I norðlenskum hrossum búa mjög miklir hæfi- leikar en þeir fá ekki að njóta sín ef þeim er ekki sinnt og hrossin ekki tamin og sýnd. Það eru of fáir sem þar koma við sögu. Á Norðurlandi koma alltaf fram nokkrir mjög góðir einstak- lingar en gætu vafalaust verið mun fleiri. Eg trúi því að lands- mótið framundan muni herða á þeim og margt hrossa komi til dóms fyrir norðan í vor.“ Byggingin er að batna „Varðandi dóma á hrossunum þá sjáum við að sköpulag hross- anna er að þokast til þeirrar átt- ar sem ég hef alltaf haft drauma um. Við tókum nokkuð á háls- byggingunni í sumar. Það höfðu verið gerðar athugasemdir við of háar einkunnir fyrir sveran og djúpan háls og hefur vafalaust mátt gagnrýna það. Þó verð ég að benda á að hálsbygging hrossanna hefur batnað gríðar- lega mikið ef litið er yfir lengri tíma. Þetta var mál sem Þorkell lét sig mildu skipta á sínum árum sem ráðunautur og þegar við vorum að endurvinna stigun- arkvarðann þá tókum við sér- staklega á þessum þætti með því að auka vægi einkunnar fyrir háls, herða og bóga. Þá hefur næstum orðið stökkbreyting í samræminu. Þar hefur náðst mikill árangur. Það gengur hæg- ar með fótagerðina þó þar þokist til réttrar áttar og á Laugar- vatnslína sinn þátt í því. Ein- kunnir fyrir hófa hafa hins vegar stórhækkað. Bæði er að margir þeir hestar sem mikla notkun hafa fengið gefa mjög góða hófa eins og t.d. Orri og Sauðár- krókslínan og svo er hitt að hirð- ing hófanna er mun betri en áður og þeir koma í góðu ásig- komulagi í dóm. Hvað hæfileikana snertir þá sjá allir að aukíð vægi sem töltið hefur fengið skilar sér. Fasmikil hross með góðu framgripi og góðri lyftu voru áberandi í dóm- um í sumar. Það má þó gæta sín á því að dýrkun fótlyftunnar verði ekki á kostnað mýktarinn- ar. Kemur mér þá í hug það sem Einar Öder sagðist hafa verið spurður um af einum nemanda sínum í Þýskalandi þegar talið barst að fótlyftunni. „Er þetta eitthvað betra lyrir hestana?" Hann sagðist hafa orðið að svara þessu neitandi. Það er með þetta eins og flest annað að öfgarnar spilla. Ræktunin hefur lengi stefnt að því að rækta al- hliða hesta sem líka væru góðir tötlarar. Þetta hefur tekist og um leið líka að fá klárhesta með mjúku og fjaðrandi tölti. Þetta markmið er auðvitað búið að vera lengi í hrossaræktinni og þar má ekki slaka á. Gæðamark- miðið á alltaf að sitja í fyrirrúmi. Þá er það gleðilegt að kappreið- ar sýnast vera að rísa úr öskustónni. Skeiðið er á fullri ferð og vonandi fylgir stökkið fast á eftir. Ræktun hlaupa- hrossa er næstum ónuminn akur um þessar mundir." Lélegir dómar Nú kemur það í Ijós þegar blað- að er í Hrossaræktinni, sem nú kom blessunarlega út á nokkurn veginn réttum tíma, að mjög stór hópur hrossa hefur Iélegan dóm, kannski skríða rétt yfir 7 í einkunn. Þetta er ekki síður í hæfileikadómi en sköpulagi. „Já, það er rétt. En það er nú svo að við viljum fá sem flest hross í dóm. Margir kjósa að fá sín hross dæmd einmitt vegna rækt- unarinnar. Að dómi loknum ligg- ur fyrir mat á hrossinu og hvort það er þá hæft til framræktunar eða ekki. Einnig gefur þetta gleggri mynd af foreldrunum sem undaneldishrossum og það er nauðsynlegt að glöggva sig á því. En partur af því hvað mönnum finnst þessi hópur stór, sem fær slakan dóm, er að nú eru allir dómar birtir. Aður fyrr voru aðeins birtir dómar á þeim hrossum sem náðu gömlu ættbókarmörkunum 7,50 fyrir hryssur og 7,75 fyrir stóðhesta. Menn sáu því ekki hve hrossin voru mörg sem stóðu neðar í einkunn. Einnig er hitt að menn eru alltaf að miða sig við topp- inn. Þá eru þeir að miða við úr- valshrossin. I hverjum árgangi sem til dóms kemur þá er það mjög góð útkoma ef 8-10% kom- ast með einkunn yfir 8,0. Eg hef oft sagt að ræktandinn ætti að stefna að því að hryssurnar sem hann væri með í ræktun væru ekki fyrir neðan 7,75 í einkunn. En þá eru menn Iíka komnir með verulega góð hross. Það er raunhæft að gera ráð fýrir því að innan við 50% hrossanna nái þessu marki. Sé horft á aðalein- kunn kynbótamatsins þá þarf ræktunarhryssa að vera með 115 stig og þar yfir svo hún teljist góður ræktunargripur og fari hryssa í 120 stig eða þar yfir er hún orðin úrvalsgóð til fram- ræktunar. Nauðsynlegt að fá sem flest hross í dóm En þarna gildir einnig að góð og farsæl ræktun standi á bakvið. Hross sem sveiflast hátt í dómi t.d. vegna þess að allar aðstæður voru mjög hentugar og stundin hentaði hrossinu mjög vel þarf ekki fyrir vikið að vera óbrigðult ræktunarhross. Það kann vel að vera að afkvæmin nái ekki móð- urinni í einkunn og hún komi því með mínus í afkvæmafráviki. Þessi hryssa getur hins vegar gefið góð afkvæmi, hross sem væru þess vegna með einkunn í kringum 8,0. Eg bendi á þetta hér til að sýna að hross getur verið ágætt til undaneldis þó það gefi ekki eintóma toppa svo og að há einkunn er ekki trygg- ing fyrir góðum afkvæmum. En góður dómur ásamt farsælli ræktun sem að baki býr skapar stöðugleika í ræktuninni. Hvað hross með lágar ein- kunnir varðar þá er nauðsynlegt að fá sem allra flest hross í dóm til þess að úrvalið verði veru- lega marktækt. Þá nýtur leið- beiningarþjónustan sfn f raun best þegar hún fær sem gleggsta mynd af hrossastofni ræktandans og getur leiðbeint honum við valið. Varðandi afkvæmafrávikið sem er nú birt í fyrsta sinni þá felast í því margvíslegar upplýs- ingar. Þar sjáum við í ýmsum til- fellum háttdæmda hesta þar sem afkvæmin ná ekki einkunn föðurins og hann lendir því í mínus, en einnig hitt að þar eru hestar sem hafa mörg stig í plús eins og t.d. Orri frá Þúfu. Sér- staklega vil ég þó benda á Hrafn frá Holtsmúla sem á 406 dæmd afkvæmi og er með hæstu ein- staklingseinkunn stóðhesta. Hann er með 9 stig í plús. Eg held að það sé ekki neinum vafa undirorpið að Hrafn sé mesti kynbótahestur sem komið hefur fram á þessari öld. Eðlilegur fjöldi sýndur En varðandi einkunnir. Hvað er eðlilegt að miða við að mörg prósent af sýndum hrossum á hverju ári fari yfir gömlu ætt- bókarmörkin sem tölfræðin hef- ur oftast notast við? „Sýmd hross voru á þessu ári rúmlega 1400 og ég geri mér vonir um að á næsta ári verði um 2000 hross sem fái dóm. Miðað við hrossastofninn í dag finnst mér það vera eðlilegur fjöldi. I svona stórum hópi er auðvitað mjög mikill breytileiki. Þar verða á ferðinni æði misjöfn hross og ekki fer nema lítill hluti þeirra inn á landsmót. Varðandi hvað sé viðunandi að mörg hross fari yfir 7,50 sem við höf- um miðað við í tölfræðinni, þá höfum við litið þannig á að ef 60% fara yfir þau mörk þá sé það gott á heildina litið og ef 8- 10% á móti, þar sem ekki hefur verið fyrirfram valið inn á fara yfir 8,0 þá sé það glæsileg út- koma eins og nefnt var hér að framan. Miðað við að til dóms kæmu 2000 hross þá væru það um 200 hross sem auðvitað væri frábært. Menn mega ekki láta aðdáun á toppunum villa sér sýn. Slíkt skapar ákveðna þröng- sýni. Maður sem er með 10 til 12 hryssur samstæðar í sinni ræktun og allar hafa náð 7,75 eða hærra er ekkert öruggari með að hryssan með 8,15 í ein- kunn sé endilega mikið betri til undaneldis en sú sem hefur 7,75. Þarna gildir hins vegar að leggja rétt mat á hrossið og velja því viðeigandi maka. Þó þessar hryssur séu af sama stofni þá hafa þær í sér ákveðinn breyti- leika eins og einkunnir sýna. Þá reynir á ræktandann að velja rétt saman. Þar í liggur listin að rækta, því ræktun er listgrein eins og allt skapandi starf.“ Síðari hluti viðtalsins við Kristin birtist í byrjun næsta árs. Hestasiðan óskar lesendum sínum árs ogfriðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.