Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 6
22 — ÞRIÐJUDAGUR 30.DESEMBER 1997 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Jólin eru frumsýning- arhátíð leikhúsamm og nýrra íslenskra kvikmynda. Skart- búnir gestir sóttu frumsýningarÞjóðleik- hússins á Hamlet og Leikfélags Akureyrar á „Áferð með frú Daisy“. Það ríkir alltaf spenna og eftir- vaenting á frumsýningardag. Að- standendur leiksýninga bíða spenntir eftir undirtektum áhorfenda og andrúmsloftið er hlaðið spennu og eftirvæntingu. Jólafrumsýning Þjóðleikhúss- ins var ekki af verri endanum; sjálfur Hamlet Shakespeares í leikstjórn Baltasars Kormáks, sem af mörgum er talið mesta leikverk allra tíma. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk þessa ístöðulitla Danaprins, hlutverk sem er draumur hvers karlleikara. A Akureyri létu gamalkunnir kraftar Leikfélags Akureyrar Ijós sitt skína. Sigurveig Jónsdóttir, Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal fóru með hlutverkin í „Á ferð með frú Daisy“ eftir Al- fred Uhry í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur. Ekki bar á öðru en að frum- sýningargestir skemmtu sér kon- unglega og allir virtust í hátíðar- skapi. Þeir sem ekki frumsýningunum geta huggað sig við það að eiga góða stund fyrir höndum í leikhúsi á næst- ~DpnedjktErlí"9sson• E"w" létu sig ekki van , á svjöinu. Mennmgarvaktin Hátíðartónlist Tj amarkvartetts Án tónlistarværi lítil jólastemmning og Tjamarkvartettinn syngurjólasöngva og trúarlega tónlist á tón- leikum íAkureyrar- kirkju í kvöld. Hljómdiskur kvartettsins með jólatónlist hefur eflaust heyrst víða á heimilum á aðventu og um jól. Á tónleikunum í Akur- eyrarkirkju syngur Tjarnarkvart- ettinn jólalög af diskinum, auk þess sem flutt verður íslensk krikjutónlist, Maríuvers og fleira. Tjarnarkvartettinn sem skip- aður er bræðrunum Hjörleifi og Kristjáni Hjartarsonum frá Tjörn í Svarfaðardal og konum þeirra Rósu Kristínu Baldurs- dóttur og Kristjönu Arngríms- dóttur, hefur haft í nógu að snú- ast á árinu. í sumar héldu þau tónleika í Lichtenstein og í Skál- holti, en á tónleikunum í kvöld verða flutt verk af efnisskrá þeirra tónleika. Hjörleifur Hjartarson segir þau einnig hafa sungið á vegum „Tónlistar fyrir alla“ í skólum á Vesturlandi. „Þetta verða hátíð- legir tónleikar, þar sem sungin eru verk frá ýmsum tímum, sálmar og fleira. Þarna verða sungin gömul Grallaralög m.a. í útsetningum eftir Hallgrím Helgason og Martein H. Frið- riksson. Við syngjum einnig nýrri verk svo sem Maríuvers eftir Átla Heimi Sveinsson og verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Eitthvað verður líka um erlend verk á tón- Ieikunum," segir Hjörleifur. Hjörleifur segir að annars ráð- ist efnisskrá Tjarnarkvartettsins nokkuð af því hvaða verkefni liggi fyrir hverju sinni. Þau hafi sett saman trúarlega efnisskrá vegna Skálholtstónleikanna og ýmis íslensk lög fyrir „Tónlist fyrir alla“. Heimssýningiii í Lissabon næsta sumar Hjörleifur segir að kvartettinn hyggi á upptökur á nýju ári, auk þess sem þeim hefur verið boðið að syngja á heimssýningunni í Lissabon næsta sumar. Á hljóm- diskinum verður áherslan lögð á nýlega tónlist eða nýjar útsetn- ingar eldri verka. Fyrri hljóm- diskar hafa fengið góðar viðtök- ur og ekki að efa að framhald verði á því. Það verður í nógu að snúast hjá Tjarnarkvartettinum að loknum tónleikunum í kvöld, en þeir verða í Akureyrarkirkju eins og lýrr segir og hefjast ldukkan 21:00. HH Tjarnarkvartettinn: Rósa Kristín Baldursdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Hjödeifur Hjartarson og Kristján Hjartarson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.