Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 30. DRSEMBER 1997
UMBÚÐALAUST
Hættum að horfa á
Áramótaskaupið
3 GUÐMUNDUR
ANDRI
_ rl THORSSON
skrifar
Gamlaárskvöld er fullt af hefð-
um: farið er á þessa brennu,
alltaf; snæddur tiltekinn réttur,
alltaf; Einhver frændi kemur,
alltaf. Allt er eins og alltaf.
Það er eins og vera ber; líf í
föstum skorðum er fagurt líf.
Einni hefðinni mætti þó gjarn-
an segja stríð á hendur: það er
að fjölskyldan safnist fyrir á
besta tíma kvöldsins til að horfa
á sjónvarpsþátt. Maður á að
verja kvöldinu öðruvísi. Sigurður
Valgeirsson hefur þegar margt
gott gert á stuttum og hávaða-
litlum ferli sínum sem dagskrár-
stjóri - mér fyndist það verulega
vel til fundið hjá honum ef hann
á næsta ári myndi leggja niður
áramótaspaugið og verja pening-
unum, sem eflaust eru umtals-
verðir, í eitthvað annað. Til
dæmis vikulegan þátt með hin-
um sniðuga Klængi sniðuga og
fylgdarliði hans, sem var barna-
efni í heimsklassa, og er þá
sama hvar er Iitið, á handrit,
brúðugerð eða leikmynd: meira
að segja leikraddir léku í stað
þess að skrækja og góla og rymja
eins og venjulega í barnamynd-
um.
* * *
Æjá. Aramótaspaugið. Eða
speygið. Eða Skúppið. Eða hvað
það heitir. Seinna meir verður
þessi þáttagerð viðfangsefni
mannfræðinga. Einu sinni á ári
- í einn klukkutíma á ári - mátti
þjóðin hlæja. Einu sinni á ári
leyfðu hinir þungbúnu og væni-
sjúku stjórnmálaflokkar sem
hafa haldið þessari þjóð í hejjar-
greipum að höfð væru í frammi
gamanmál. Þetta var eini
skemmtiþáttur ársins sem mátti
vera fyndinn - allir hinir voru
með Savannatríóinu og Hljóm-
sveit Ólafs Gauks. Og hann
mátti ekki bara vera fyndinn,
hann varð að vera fyndinn. Það
var eins og heill og hamingja
þjóðarinnar lægi við: menn sett-
ust örvæntingafullir fremst á
stólbríkurnar gnístandi tönnum
þegar skaupið byrjaði og hreyttu
út úr sér ofan í tvöfaldan
asnann: ef þetta verður ekki
fyndið þá skal ég sko svoleiðis
verða reiður...
Loksins mátti í desember
hlæja að því sem gerðist í mars.
Fyrir utan hinn venjulega ís-
lenska húmor með eftirhermum,
gamanbrögum og karlmönnum í
kvenfötum fólst gamanið heima
í stofu yfirleitt í því að reyna að
átta sig á því hvað í ósköpunum
fólkið í sjónvarpinu væri eigin-
lega að gera: Jaaaá, alveg rétt,
nú fatta ég, muniði ekki, það er
verið að skjóta á finnsku kartöfl-
urnaríjúní, hahahaha...
Eg efast ekki um að það er
valinn maður í hverju rúmi nú
og sá sem Ieikur Davíð mun al-
veg ná honum og þátturinn
verður eflaust bráðfyndinn, en á
gamlaárskvöld á maður ekki að
horfa á fólk fíflast í sjónvarpinu.
Maður á að fíflast sjálfur sé
maður gefinn fyrir það. Og nú
er Spaugstofan með vikulegt
grín og fleiri stöðvar komnar
sem bjóða ekki upp neitt annað
en glens og grín og við þurfum
ekki áramótaskaup. Sem betur
fer. Maður á ekki að horfa á
sjónvarpið á gamlaárskvöld -
maður á að horfa upp í himin-
inn.
* * *
Þátturinn er dapurlegur vitnis-
burður um þau ár þegar allt var
hér skammtað. Þegar ekkert
mátti. Þegar ekki mátti drekka
vín með mat á veitingahúsum
nema Holtinu. Þegar bara voru
þrjár sortir af brauði í Bakaríum
- þegar sami matseðill var alla
daga vikunnar á öllum heimilum
landsins. Brauðsúpa á mánu-
dögum, sigin ýsa á þriðjudögum,
kjötbollur á miðviku og ára-
mótaskaupið á gamlaárskvöld.
Þegar lífi okkar var stýrt að ofan
af fulltrúum stjórnmálaflokk-
anna í ráðum og nefndum.
Þetta hafði að vísu sínar góðu
hliðar þegar ég var lítill drengur.
Til dæmis var kók ekki drukkið
daglega á þeim árum. Gosdrykk-
ir voru einungis hafðir um hönd
á stórhátíðum, hversdags notaði
maður gospillur sem ýmist voru
sleiktar eða settar í vatn. En á
gamlaárskvöld drakk maður ansi
mikið. Appelsín. Alltaf appelsín.
Alveg ómælt appelsín: ég drakk
svo mikið appelsín þetta kvöld
að sennilega var ég orðinn fullur
þegar lætin upphófust. Eða
kannski leið manni bara undar-
lega að horfa á þennan dag líða
burt frá manni.
3f.if.it.
Kannski leið manni bara undar-
lega. Þannig líður mér að
minnsta kosti á morgun þegar
ég geng út á tröppurnar mínar á
miðnætti og horfi upp í himin-
inn sem mennirnir eru að móta
að vild sinni og eftir sínu skapi,
rauðan og gulan og logandi
rauðgulan í miðju vetrarmyrkr-
inu; og heyri ýlandi og hvissandi
flugelda skjótast upp í hvolfið til
að eyðast á andartaki eins og
mannsævi í ómælinu; og fæ mér
sopa af appelsíninu mínu og
horfi upp á þessa örvæntingar-
fullu en þó fölskvalausu gleði og
fólkið sem er dálítið ringlað og
dálítið kátt og dálítið óham-
ingjusamt - þá er það eitt sek-
úndubrot sem mér líður svolítið
raunalega og ég veit ekki hvort
veldur: allt fyrverkeríið eða hitt:
að horfa upp á einmitt þennan
dag líða burt frá mér því þótt
allt sé eins og alltaf, þá er ekkert
eins og það var.
„Ég efast ekki um að það er valinn maður / hverju rúmi nú og sá sem leikur Davíð mun
alveg ná honum og þátturinn verður eflaust bráðfyndinn, en á gamlaárskvöld á maður
ekki að horfa á fótk fíflast I sjónvarpinu, “ segir greinarhöfundur m.a.
Frú Daisy á
Renniverkstæðimi
Leikfélag Akureyrar frumsýndi
leikritið Ekið með frú Daisy
annan dag jóla, 26. desember.
Verkið er eftir Bandaríkjamann-
inn Alfred Uhry en íslensk þýð-
ing eftir Elísabetu Snorradóttur.
Leikstjóriuppsetningarinnar er
Ásdís Skúladóttir. Lýsing er verk
Ingvars Björnssonar og leik-
mynd og búningar Hlínar Gunn-
arsdóttur.
Leikritið Ekið með frú Daisy
gerist í Atlanta í Georgíufylki í
Bandaríkjunum. Það spannar
um tuttugu og fimm ára tímabil
í lífi persónanna þriggja, sem
fyrir koma í verkinu. Þetta legg-
ur kvaðir á herðar leikstjóra og
leikenda, þar sem aldur verður
að færast yfirpersónur með eðli-
legum hætti. Hér tekst allvel til.
Frú Daisyhrakar en í lok verks-
ins er hún komin á elliheimili. Á
sama hátt tekst vel að auka við
ár bílstjórans Hokes Coleburns
og einnig sonar Daisyjar, Boolie
Werthan.
Sviðsmynd er skemmtilega
hönnuð og nýtir vel það rými,
sem Renniverkstæðið býður upp
á. Hönnunin gefur kost á góðri
samfellu í ferli verksins atriða á
milli. Lýsing sviðsmyndarinnar
er skemmtilega unnin og nær
víða fallegum hrifum, svo sem í
vörpun laufskrúðs á stóra fleti
sviðsmyndarinnar. Búningar eru
vel við hæfi og falla vel að per-
sónum. Leikhljóð eru einnig al-
mennt í góðu lagi. Þó hefði mátt
huga heldur betur að vélahljóði
bifreiða, en það er ekki að fullu
það, sem við má búast í til dæm-
is Cadillac af þeirri gerð, sem
við sögu kemur.
Frú Daisy Werthan er leikin af
Sigurveigu Jónsdóttur. Túlkun
hennar líður talsvert fyrir það,
að textinn virðist henni ekki svo
tamur, sem skyldi. Af þessu
koma allvíða fyrir óþægileg at-
riði, þar sem spenna verksins
feilur. Sigurveig rís þó í ferli
verksins og nær hæðum í seinni
hluta þess og þá ekki síst í loka-
atriðum í nánum samleik við
Þráinn Karlsson. Þar nær hún
innileika í túlkun, sem er í sann-
leika hrífandi og eftirminnilegur.
Þráinn Karlsson í hlutverki
Hokes Coleburns nær góðri
samfellu í túlkun sína. Hann er
þegar í góðu sambandi við per-
sónuna í upphafsatriðinu með
Boolie Werthan á skrifstofu hins
síðarnefnda. u Þetta samband
rofnar ekki í ferli verksins og er
víða sérlega náið í atriðum með
Frú Daisy hvort heldur á heimili
hennar eða í bílferðum með
hana. Einkum í síðarnefndu at-
riðunum kemst Þráinn víða inn
að kviku þeirrar stöðu sem svert-
ingjar voru - og reyndar eru -
tíðum í gagnvart hvítum at-
vinnuveitendum sínum.
Aðalsteinn Bergdal leikur
Boolie Werthan, son frú Daisyj-
ar. Aðalsteinn nær í heild góðum
leik. Hluverkið gerir ekki ýkja
miklar kröfur, en býður þó upp á
nokkur atriði, sem gefa leikaran-
um tækifæri til þess að taka á,
svo sem í skrifstofuatriðinu með
Hoke Coleburn og í lokaalriðinu
á heimili Daisyjar. Þessum atrið-
um og öðrum skilar Aðalsteinn
Bergdal vel.
Ekið með frú Daisy er verk,
sem tekur á málefnum, sem í
raun snerta allt mannkyn. Um-
búnaður umfjöllunarinnar er
hins vegar lítt kunnur og í raun
fjarlægur flestum Islendingum.
Það er óvíst hversu mjög verkið
muni höfða til leikhúsgesta. Þar
kemur einnig til, að ýmsir
hnökrar í ferli uppsetningar
Leikfélags Akureyrar valda því,
aö andi og spenna verksins næst
ekki sem þyrfti fyrr en í blálokin
í áhrifamiklum atriðum Þráins
Karlssonar og Sigurveigar Jóns-
dóttur. Þau eru hins vegar það
góð, þó að stutt séu, að í augum
undirritaðs voru þau full helgun
kvöldstundar á Renniverkstæð-
inu.