Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. desember 1997 Þar blása nýirvindar VALGEJIÐUR MAGNUS DOTTIR FÉLAGSMÁLASTJÓRI AK- UREYRARBÆJAR SKRIFAR Árið sem er að kveðja hefur verið afar viðburðaríkt hjá okkur sem vinnum við félagsþjónustu og skyld málefni hjá Akureyrarbæ, sem er reynslusveitarfélag og hefur tekið við stórum verkefnum af ríkinu til reynslu. Sviðinu sem ég hef stýrt síð- an í árslok 1995 var á árinu skipt upp í tvö svið. Sá hluti heitir nú Fé- lags- og heilsugæslusvið og veitir margvíslega þjónustu. Þar er eftir breytinguna að finna Heilsugæslustöðina á Akureyri með alla sína þjónustu og Búsetu- og öldrunardeild sem rekur dvalar- stofnanir fyrir aldraða, sambýli og þjónustuíbúðir fyrir fatlaða auk margháttaðrar þjónustu fyrir alla sem þurfa á henni að halda til sjálf- stæðrar búsetu. Einnig Ráðgjafar- deild með félagslega ráðgjöf, barna- vernd og margvíslega aðstoð sem sveitarfélögum er ætlað að sinna, auk ráðgjafar og greiningar fyrir fatl- aða. Ennfremur Atvinnudeild með þjálfunar- og endurhæfingarvinnu- stað, verndaðan vinnustað og hæf- ingarstöð, auk verkefna sem ríkið er nú að kajla til sín, þ.e. atvinnuleysis- skráningu og vinnumiðlun. Vegna þess síðast talda eru umtalsverðar breytingar framundan á því hvaða verkefni tilheyra sviðinu, þriðja árið í röð. Við starfsmennirnir vinnum baki brotnu að því að tengja saman göm- ul og ný verkefni, til þess að ná hag- ræðingu og samræmingu sem getur komið þeim til góða sem fá þjónustu og einnig sparað fé og fyrirhöfn. Þarfir eru lykilhugtak, því við viljum að þjónusta sé veitt eftir þörfum ein- staklinga fyrir hana fremur en eftir því hvort þeir tilheyra einhverjum fyrirfram skilgreindum hópum. Sem dæmi má nefna að stefnan er að auka heimaþjónustu fyrir aldraða, þannig að þeir flytji ekki á dvalar- stofnun fyrr en það er óhjákvæmi- legt. Nú vinnum við t.d. að því að tengja saman heimahjúkrun, heimil- isþjónustu, frekari liðveislu og fé- lagslega liðveislu, sem áður voru á höndum fjögurra aðila. Þá gátu starfsmenn kerfanna fjögurra allt að því þvælst hver fyrir öðrum eða þá að enginn kom í marga daga til ein- staklinga sem þurfa jafna og þétta þjónustu. Það er flókið að vinna að svona breytingum og mörg ljón á veginum sem við þurfum að temja í rólegheit- unum. Lög og reglugerðir skilgreina hópa sem eiga rétt á þjónustu, og skilgreiningarnar eru oft dálítið skrýtnar. Sem dæmi má nefna að um þjónustu við fatlaða gilda réttindalög og margar reglugerðir. Þegar fatlaðir ná 67 ára aldri hætta þeir þó skv. lögum að vera fatlaðir og verða aldr- aðir. Því getur fylgt mikill réttinda- missir, af því að þjónusta við aldraða er skv. lögunum um margt mun styttra á veg komin. Ekki minnkar þó þörfin fyrir þjónustu við það eitt að eiga afmæli. A hinn bóginn er það einnig svo að þegar ófatlað fólk eldist vaxa þarf- ir þess fyrir ýmis konar þjónustu sem löggjafinn er ekki búinn að átta sig á að komi þeim vel. Sem dæmi má nefna að aldraðir með byrjandi heilabilun hafa fulla þörf fyrir það sem er ætlað fötluðum og felst í fé- lagslegri og frekari liðveislu. Akur- eyrarbær vill brjóta niður múra sem reistir hafa verið með þröngum skil- greiningum og afmörkuðum sjónar- hornum og nota til þess þau sóknar- færi sem reynsluverkefnin gefa. Við höfum verið að fikra okkur rólega áfram fyrstu skrefin, en það kostar mikla vinnu, m.a. rökræður og bolla- leggingar fram og til baka til að finna lausnir á margvíslegum vandamál- unum, áður en breytingar geta orðið verulega útbreiddar og áþreifanleg- ar. Þessi undirbúningur er á fullri ferð undir yfirborðinu, og breyting- arnar munu sjást jafnt og þétt þegar fram í sækir. A árinu var mikið og áþreifanlega unnið að forvörnum í áfengis- og vímuefnanotkun unglinga. Það sáust mjög gleðileg dæmi um það hverju foreldrar geta fengið áorkað þegar þeir taka uppeldishlutverk sitt þéttum tökum. Fyrir verslunar- mannahelgina var rekinn mikill áróður fyrir því að foreldrar væru með unglingunum og leyfðu þeim sem væru undir 16 ára aldri ekki að fara einum að heiman. Á Akureyri bjuggum við okkur undir að láta for- eldra sækja alla úr þessum hópi sem væru í vanda, en það er varla hægt að segja að á það hafi reynt. Það er aldrei að vita nema áróðurinn hafi komið í veg fyrir einhver ógæfusöm atvik sem lagt gætu lífshamingju unglings í rúst. Því vil ég nota tæki- færið og óska foreldrum til hamingju með árangurinn af forvarnarstarfi sínu. Eg vil einnig stinga upp á að for- eldrarnir fylgi þessu eftir nú um ára- mótin og komi í veg fyrir að ungling- ar heilsi nýju ári með því að hafa um hönd áfengi eða önnur vímuefni. Foreldrar þurfa að vita hvar krakk- arnir eru, með hveijum þeir eru og hvað þeir eru að gera. Þá er ekkert betra en vera með þeim og gera eitt- hvað skemmtilegt saman. Og svo eru spil, töll og leikir, sælgæti og smákökur. Er ekki tilvalið að krydda samveruna með því að skoða hvað var skemmtilegast og athyglisverðast á árinu sem er að kveðja og efna ára- mótaheitið með því að skoða hvað má betur fara á því nýja? Við hjónin fórum eins og oft áður í frábæra gönguferð á Hornströnd- um með bestu vinum okkar, og einnig lá leiðin í lista- og menningar- ferð til Italíu með stórum hópi vina. Hvort tveggja verður ógleymanlegt. En sælustu stundir ársins átti ég í nærveru lítillar sonardóttur, sem nú er 14 mánaða gömul. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fylgjast með framförum hennar, fletta bók eða syngja barnagælu, ég sem segist aldrei syngja. Og ekkert er betra en þegar hún kemur á harðahlaupum og hendir sér í fangið á ömmu. Omar Halldórsson íþrótta- maður Akureyrar KylfÍTiguriiin Ómar Halldórsson var kjörinn íþrótta- maður Akureyrar 1997 á árlegu hófi ÍBA, og sést hann hér með farand- gripinn sem hann hlaut til varðveislu í eitt ár. Aliir þeir íþróttamenn sem urðu íslandsmeist- arar á árinu fengu viðurkenningn, en þeir vom alls 275. Hæst her íslands- meistaratitH KA í handknattleik karla. - mynd: brink AframKA! SVRRRIR LEOSSON ÚTGERÐARMAÐUR SKRIFAR Sverrir Leósson segir það sjálfsagt metnað- armál fyrir Akureyrar- bæ að sjá tU þess að þátttaka KA-liðsins í handbolta í Evrópu- mótinu verði með myndarlegum hætti. Þess vegna verði stjómendur hæjarins að opna budduna het- ur. „Þegar enn eitt árið er Iiðið „í ald- anna skaut“ leita margar minning- ar á hugann, minningar frá at- burðum í starfi og leik. Það er af mörgu að taka, sumt hefði mátt fara hjá garði, en flestar rmnning- ar frá árinu eru mér kærar og ljúf- ar. Þegar ég Iít til áhugamálanna kemur gengi KA-liðsins fyrst upp í hugann. Eg hef aldrei íþróttamað- ur verið og lítið gert af því að fylgj- ast með á því syiði. En lengi má manninn reyna. Áður en ég vissi af var ég orðinn heltekinn af hand- bolta og KA-menn, það eru mínar hetjur. Stundum hefur maður að vísu gengið með sára und frá kappleik, en miklu oftar sigurreif- ur. Minnisstæður er fögnuðurinn þegar strákarnir unnu bikarinn á sínum tíma, en hæst reis sól KA- strákanna þegar þeir unnu Is- Iandsbikarinn á árinu 1997 og færðu Akureyringum íslands- meistaratitil í handbolta í fyrsta sinn. Það var ólýsanlegur fögnuð- ur sem streymdi um mig og aðra Akureyringa á þeirri stundu. Þá hrundu mörg gleðitárin, þá var sælt að vera til. En vandi fylgir vegsemd hverri. KA-menn komust þar með í keppni þeirra bestu í Evrópu. Það kostar mikla peninga og stundum höfum við þessir „kallar" sem stöndum á bak við liðið verið við það að gefast upp. En það kostar líka sitt að hætta þátttöku í þessu móti; peninga, keppnisbann - og niðurlægingu. Það síðasttalda veg- ur hvað þyngst í mínum huga. Þetta má ekki gerast. Við höfum barist eins og Ijón við Ijáröflun, en betur má ef duga skal. Mér finnst að ráða menn bæjarins, fyrirtækja og bæjarbúar almennt mættu opna budduna ögn betur. Þetta er ekki stórmál ef allir leggjast á eitt. En hvers vegna á að vera að styrkja ferðalag fárra útvalda út um allan heim, spyr eílaust ein- hver. Sú spurning er eðlileg, en efni hennar er byggt á vanþekk- ingu og þröngsýni. Skoðum málið í víðara samhengi. Gengi KA-liðs- ins snertir í raun alla bæjarbúa, ekki síst yngstu kynslóðirnar. íþróttafélögin eru nefnilega eins- konar uppeldisstofnanir þegar að er gáð. Hundruð barna og ungl- inga sækja æfingar á vegum félag- anna, ekki síst í handboltanum hjá KA. Þar hefur áhuginn vaxið svo um munar eftir að KA-menn komust á toppinn. Metnaðurinn og báráttuviljinn hjá litlu KA- strákunum óx í samræmi við vax- andi getu stóru strákanna. Þeir eru fyrirmynd þeirra sem smærri eru. Þannig gengur það einu sinni fyrir sig í lífinu - og ekki síst í íþróttunum. Þeir bestu verða átrúnaðargoð uppvaxandi kynslóð- ar sem vill komast í sömu spor með tíð og tíma. Þess vegna er það skylda okkar að sjá svo um að átrúnaðargoðið, - í þessu tiifelli handboltalið KA - falli ekki af stalli vegna þess að liðið vantar nokkrar milljónir króna. í mínum huga er það sjálfsagt að Akureyrarbær skapi frumkvæði með myndarlegu framlagi. Það hefur ekkert akureyrskt lið náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi og ekki sýnilegt að til þess komi í bráð. Raunar þykir það lyginni lík- ast í herbúðum þeirra sem KA hef- ur verið að etja kappi við í keppn- inni til þessa að lið frá 15 þúsund manna bæjarfélagi skuli hafa náð svo langt. Það er því ekki bara metnaðarmál fyrir handboltahetj- ur okkar að KA-liðið geti lokið þessari keppni með reisn. Það á líka að vera metnaðarmál þeirra sem stjórna okkar samfélagi því þátttaka KA-liðsins er góð land- kynning, hvar sem strákarnir okk- ar fara eru þeir Akureyri til sóma.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.