Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 2
2 — ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 Tktgur Leikfelag Akureyrar jólafrumsýning ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karlsson Boolie: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjóm: Ásdís Skúladóttir Hjörtum mannanna svipar sam- an í Atlanta og á Akureyri. Nú er tígullinn tromp. A lauftrompið okkar, Hart í bak, náðum við 90% sætanýtingu á 25 sýningar. Látum tígulinn trompa lauftð. Örfá sæti laus. 4. sýning 30. des. kl. 20.30. Sýningar um helgar í janúar og febrúar v Söngvaseiður frumsýning í Samkomu- húsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir Markúsar- guðspjall einleikur Aðalsteins Bergdal frumsýning á Renniverk- stæðinu um páska Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem gleður. Kortasala: í Blómabúð Akureyrar, Versluninni Bókvali, Café Karólínu og í miðasölu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu. Sími: 462 1400 Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAGÍSLANDS sími 570-3600 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar AKUREYRI NORÐURLAND / VIÐ ÁRAMÓT í árslok SIGURÐURJ. SIGURÐS- SON BÆJARFULLTRÚIA AKUREYRI SKRIFAR Við höfum nú á þessum dögum notið hátíðleika jólanna og fundið þau hughrif sem tengjast þessari stórhátíð kristinna manna. Við finnum líka hversu þjóðern- istilfinningin er sterk, því Islend- ingar um allan heim leitast við að sameinast í jólahaldinu eins vel og þeir geta og viðhalda íslenskum jólasiðum. Hér blandast saman með mjög sterkum hætti trúar- brögð og menning, sem er okkur öllum mikils virði. Kærleikur í garð annarra og umhyggja fyrir bágstöddum er aldrei meiri hjá okkur en á jólum. Flest okkar fá notið jólanna með fjölskyldu og ástvinum, þó ætíð sé það svo að einhver okkar búi ekki við þann möguleika, vegna starfa, sjúkleika eða umkomuleysis. Jólin eru einnig tími aukinna útgjalda heimilanna. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki geng- ið, en slík útgjöld koma víða ekki fram fyrr en að jólahaldi loknu. Það hefur lengi verði freisting okkar að leysa tímabundinn vanda með lántökum. Ekki voru menn á eitt sáttir, þegar ísland varð full- valda ríki, um skynsemi þess að reisa sjálfstæði landsins á þeim fjárhag sem þá var. Fjárlög áranna 1918 og 1919 voru um fimm og hálf milljón króna og afgreidd með um áttahundruð þúsund króna halla. Afborganir lána voru þriðji hæsti útgjaldaliðurinn á eft- ir samgöngu- og menntamálum. Greiðsluhalli landssjóðs hafði ver- ið um ein milljón króna og námu skuldir hans um nítján milljónum króna í árslok 1917, eða um fjór- fjöld fjárlög ársins. Því miður hafa fjárlög allt of oft lotið þessu sama lögmáli að vera afgreidd með halla. Það er ekki fyrr en nú þessi síðustu ár að við sjáum þessu á annan veg farið. Það sama má segja um sveitarsjóði. Fram- kvæmdalöngunin og fram- kvæmdaþörfin hafði víða Ieitt til skuldasöfununar á liðnum árum, en æ fleiri sveitarfélög leitast nú við að snúa þessari þróun til betri vegar. Það er sannarlega von mín að sambærilega stöðu sé að finna í fjárhag heimilanna, þó öllum sé ljóst að æði misjafnir möguleikar eru til að ná endum saman. Vilji fnlksins Við göngum nú til móts við nýtt ár og óðum styttist í aldamót. A nýju ári ganga menn til sveitastjórnar- kosninga og fyrir þá sem að sveit- arstjórnarmálum koma er mikil vinna framundan til vorsins. Veru- legar breytingar hafa orðið á þessu ári hvað varðar fjölda sveit- arfélaga. Sveitarfélögum hefur fækkað mikið og sýnilegt að fram- hald verður á. Vaxandi verkefni og ný viðhorf kalla á slíkar breyting- ar. Fólksfækkun í mörgum sveitar- félögum hefur líka leitt til þess að samruni er nánast óhjákvæmileg- ur. Það vekur hinsvegar nokkra furðu hvað erfiðlega gengur að ná fram slíkum breytingum hjá sveit- arfélögum, sem augljóslega hafa, til lengri tíma litið, bættan hag af samruna. Á stundum virðist sem vilji íbúanna fái ekki ráðið vegna andstöðu meirihluta sveitarstjórn- ar sem ekki vill fara þá leið að kanna vilja fólksins. Framboðiun fækkar Hvað viðkemur Akureyri og næstu bæjarstjórnarkosníngum þá er ljóst að þróun mála hér er á þann veg að mestar líkur eru til að framboðum fækki frá því sem síð- ast var. Sameiginlegt framboð A- ■ flokkanna með Kvennalista og Þjóðarflokki getur leitt til breyt- inga á fylgi á þann veg að þeim takist að nýta atkvæði sín betur sameiginlega. Sé horft til kosning- anna 1990 og 1994 má sjá hvern- ig þessi mynd leit út og draga síð- an af því ákveðnar ályktanir. Arið 1990 fóru kosningar á þann veg að: A-Iistil fékk 862 at- væði, B-listi 1959 atkvæði, D-listi 2253 atkvæði, G-listi 1000, K-listi 350 atkvæði og Þ-listi 361 at- kvæði. Þá var kosningaþátttaka um 70%. Árið 1994 fóru kosning- ar á þann veg að: A-listi fékk 931 atkvæði, B-listi 3194 atkvæði, D- listi 2160 og G-listi 1664 atkvæði. Þá var kosningaþátttaka 79,17%. Af þessu má sjá að framangreind- ir flokkar telja mikla möguleika til að ná fjórða manninum út á sam- eiginlegt framboð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið öflugt stjórnmálaafl á Akureyri, þó aldrei bafi verið náð því háleita markmiði að mynda hér hreinan meirihluta. Meiri- hlutamyndun hefur því þurft að verða í samstarfi við aðra flokka og hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihlutasamstafi við alla stjórnmálaflokka og ætíð unnið af heilindum í slíku samstarfi, sem byggst hefur á gagnkvæmu trausti. Markmið Sjálfstæðis- flokksins í næstu kosningum er að styrkja stöðu sína og að komast til valda á ný. Sjálfstæðismenn eru þess fullvissir að betur megi gera í bæjarmálum, en til að svo verði þarf að ganga til verks með öðru verklagi en einkennt hefur þetta kjörtímabil. Ungur maður sagði á fundi þar sem rætt var um stefnumál fyrir næstu kosningar, að Sjálfstæðis- menn þyrftu ekki að sanna sig í fjármálum, því allir vissu að þeir kynnu ágæt skil á debet og kredit, en það þyrfti að benda á að þeir kynnu líka að stýra öðrum málum, sem snúa að manninum og um- hverfinu. Auðvelt er að vera sam- mála því fyrrnefnda og ég er þess fullviss að bæjarbúar gera sér grein fyrir því að aðkoma okkar að öðrum málum á sviði fjölskyldu- og umhverfismála sýna málefna- legan styrk okkar til að glíma við slík verkefni. Málefni fjölskyldiumar að leiðarljósi Við viljum sjá metnaðarfyllri stjórnun bæjarmála og að íbúarn- ir skynji baráttu bæjarstjórnar fyr- ir aukinni hagsæld þeirra sem hér vilja búa. Slík barátta felst meðal annars í því að sjá bæinn eflast á öllum sviðum og að íbúafjölgun hér verði ekki minni en landsmeð- altal. Nauðsynlegt er að auka á bjartsýni bæjarbúa með því að benda á þá möguleika sem hér eru til staðar, sem hægt er að efla. Mikilvægt er að hafa málefni fjöl- skyldunnar að leiðarljósi í baráttu fyrir bættri þjónustu, öflugri menntun og góðri heilbrigðisþjón- ustu. Sjálfstæðismenn vilja mannúðlega stjórnun, en jafn- framt ábyrgð í fjármálum. Stjórnun sveitarfélaga er það stjórnstig sem stendur fólkinu næst. Þetta stjórnstig ber að efla og styrkja. Vald sveitarstjórna er sífellt að aukast, verkefnum að fjölga og verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga verður skýrari. Þessar breytingar hafa leitt til viðameira stjórnkerfis og aukinnar ábyrgðar, bæði sveitarastjórnar- manna og starfsmanna sveitarfé- laga. Störf sveitarstjórnarmanna hafa verið að breytast samhliða þessu. Eg hef á stundum velt því fyrir mér hvort tímabært sé að kalla fram breytingar á hlutverki sveitarstjórnarmanna á þann veg að forustumenn meirihluta á hverjum tíma tækju á sig verkefni á samsvarandi hátt og ráðherrar í ríkisstjón. Slíkt gerist þó að sjálf- sögðu ekki nema í stærri sveitar- félögum. Sem dæmi um þetta má nefna að á Akureyri er stjórnkerf- inu skipt í fjögur svið: fjármála-, tækni-, félags- og menntunar- og menningarmálasvið. Kæmi fram- angreind hugmyndi til fram- kvæmda mætti hugsa sér hana á þann veg að í upphafi nýs kjör- tímabils tæki einn fulltrúi meiri- hluta við stöðu starfandi stjórnar- formanns á hverju þessara sviða og sæi um og bæri ábyrgð á fjár- málum og framkvæmd þeirra verkefna sem tilheyrðu viðkom- andi málaflokki. Slíkt fyrirkomu- lag kallar á nokkrar breytingar frá því sem nú er. Nefndum yrði að fækka og verkefni þeirra skil- greind í samræmi við framan- greint. Þetta íyrirkomulag ætti að leiða til skjótvirkari afgreiðslu mála, skilgreindrar ábyrgðar og bættrar eftiríylgni. Kostnaðarauki yrði eldd mikill, en sveitarstjórnar- menn yrðu hinsvegar að taka þá ákvörðun, samhliða framboði sínu, að vera reiðubúnir til þess að taka að sér slfkt starf á meðan þeir sætu í meirihluta í bæjar- stjórn. Þá er ekki síður mikilvægt að mynda jákvæðari samskiptaleiðir milli íbúanna og sveitarstjórnar, til að ræða áhrif einstakra verk- efna og fá fram gagnkvæm sjónar- mið, áður en ákvarðanir í mikil- vægum málum eru teknar. Ég er fullur bjartsýni á framtíð Eyjafjarðarsvæðisins, ef rétt er að málum staðið. Eg er þess fullviss að hvergi er hægt að mynda mót- vægi við höfuðborgarsvæðið ef það er ekki hér. Að þessu verkefni verða stjórnvöld og heimamenn að snúa sér af afli, með sókn í stað sífelldrar varnarbaráttu. Á nýju ári gefast ný tækifæri og stöðugur efnahagur gefur okkur möguleika til þeirrar sóknar. Við eigum að setja okkur háleit en raunsæ markmið fyrir komandi ár og þá er ég sannfærður um að árið framundan verður okkur gæfuríkt og farsælt. íLANDNÁMIHELGA MAGRA Hammgjuríkt komandi ár! Það er orðið „lenska" hérlendis að velja mann ársins, viðsldptajöfur ársins, íþróttamann ársins o.s.frv. llér verður ekki reynt að velja Ey- firðing ársins, því síður Norðlend- ing ársins, en við þessi áramót kemur þó Háskólinn á Akureyri upp í huga mér, og ekki síst rektor hans, dr. Þorsteinn Gunnarsson. Mér er til efs að nokkur starfsemi norðan heiða hafi stuðlað að meiri byggðaþróun og tryggingu á jafn- vægi byggðar í landinu en vaxandi starfsemi Háskólans á Akureyri. Fjármagn til háskólans skilar sér margfaldlega, bæði til tryggingar búsetu á landsbyggðinni og eins sem góður valkostur í menntunar- flórunni. Norðlendingum sem og öðrum íbúum á landsbyggðinni veitir ekki af að leggjast á árarnar þegar stjórnvöld leynt og Ijóst stuðla að fólksflutningi á suðvest- urhorn landsins með því að halda áfram stóriðjuverkefnum sem og öðrum „þensluverkefnum". Tölur um mannfjölda I. desem- ber sl. vekja þó enga kátínu. Á Norðurlandi vestra hefur íbúum fækkað um 842, eða 7,9%, síðan 1987, en milli áranna 1996 og 1997 um 1,9% og fækkaði á síðasta ári í öllum þéttbýlisstöðunum nema Hofsósi. Á Norðurlandi eystra hefur íbúum fjölgað um 663, eða 2,6%, á síðustu 10 árum, en fækkaði um 0,3% á sl. ári. Mest fækkaði á Ólafsfirði, eða 6%, en á Akureyri fjölgaði um 0,2%, en mest í Reynihlíð, eða 5,6%, en þar búa nú 472. Á Norðurlandi vestra búa 9.804 eða 3,6% landsmanna og að- eins á Vestfjörðum búa færri. Á Norðurlandi eystra búa 26.588 eða 9,8% landsmanna. Ef tekin væri upp sá siður að veita „skammarverðlaun" ársins væri úr mörgum líklegum „kandídötum" að velja. Nafn sveit- arstjórnar Eyjafjarðarsveitar er þar ofarlega á blaði vegna klaufalegra afskipta sveitarstjórnarinnar af sölu á jörðinni Möðrufelli, þar sem gömul óvild og eiginhagsmunir virðast hafa ráðið afstöðu sumra í sveitarstjórninni fremur en almenn skynsemi eða sameiginlegir hags- munir íbúanna. Þetta snérist t.d. ekki um að verja flutning mjólkur- kvóta úr sveitarfélaginu, fremur að koma í veg fyrir að búið á Hrafna- gili yrði enn stærra og þá væntan- lega hagkvæmari rekstrareining. Svona mál kæmu væntanlega ekki upp á borð hjá stærra sveitarfélagi, og hlýtur að vera vatn á myllu þeirra sem vilja sjá Eyjaljörð sem eitt sveitarfélag í náinni framtíð. Sameiningarþróunin verður ekki stöðvuð, til allrar guðs lukku, hvorld sameining sveitarfélaga eða fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Norðurlandi er sameining skagfirskra, húnvetnskra og ey- firskra sveitarfélaga væntanlega að- eins byrjunin þó þau mál verði ekld til lykta leidd í komandi sveitar- stjórnarkosningum. En sá sem þetta ritar sendir öllum sem þetta lesa bestu óskir um að árið 1998 verði þeim gott, gjöfult og ham- ingjuríkt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.