Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 Tkgpr AKUREYRI NORÐURLAND / VIÐ ÁRAMÓT Það styttist í að „íramtíöm“ skelll á Við áramót lítum við gjarnan yfir farinn veg og reynum að meta það sem áunnist hefur á árinu sem er að líða og ef til vill um- liðnum árum, um leið og við veltum því fyrir okkur hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Frá því ég fór að fylgjast með umræðum í þjóðlífinu hafa flest framtíðaráform miðast við alda- mótin, þessi merku tímamót sem nú nálgast óðfluga. Því er ef til vill ekki svo fráleitt að segja að „framtíðin" sé að skella á. A síðasta ári eins og á árunum þar á undan hafa miklar breyt- ingar átt sér stað í íslensku þjóð- félagi. Sumar breytingarnar eru til góðs og fleyta okkur fram á við, en af öðrum er ástæða til að hafa áhyggjur. Það er því Ijóst að við þessi áramót eins og svo mörg önnur að margvíslegur vandi blasir við. Eitt vandamálið er byggðavandinn sem svo er nefndur, eða stöðug fækkun fólks á landsbyggðinni sem streymir til höfuðborgarsvæðis- ins. Þegar ég velti þessum málum lyrir mér verður mér oft hugsað til hennar ömmu minnar sem lést fyrir fáum árum og náði þeim merka áfanga að Iifa í heila öld. Það er skrýtið að hugsa til þess að þrátt fyrir rúmlega 1100 ára búsetu fólks í okkar ágæta landi, þá lifði hún amma mín nánast allar framfarir sem orðið hafa í Iandinu frá því það byggð- ist. Hún fæddist í torfbæ í af- skekktum dal á Vestfjörðum, þar sem fólkið dró fram lífið á því sem landið gaf. Mór var elds- neytið og Iýsi Ijósmetið og svo einfalt tæki sem hjólbörur var ekki orðið almenningseign. Eng- ar vélar voru til og því ekki vél- knúin tæki og ekki einu sinni stígvél svo fólkið var því alltaf blautt í fæturna. Engin gerviefni voru til og það er gaman að velta því fyrir sér hvernig okkar heim- ur liti út ef allt í einu hyrfi allt sem framleitt hefur verið úr efn- um sem ekki voru til fyrir 100 árum, og þannig mætti halda áfram að velta vöngum. Það er því ekkert undarlegt að þessum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar hafi fylgt breytingar á búsetu fólks landinu. Nýkomnar eru út tvær skýrslur um þessi mál, önnur samin fyrir Aflvaka eða Reykjavíkurborg og hin samin af Félagsvísinda- stofnun fyrir Byggðastofnun. Flestir sem tjáð hafa sig um Afl- vakaskýrsluna eru á einu máli um að hún sé bæði illa unnin og full af rangfærslum. I mínum huga er þó ekki það sem í henni stendur ámælisverðast, heldur framsetningin. Báðar þessar skýrslur ná tilgangi sínum. Aíla- vakaskýrslan nær því markmiöi sínu mjög vel að efla enn á ný til ófriðar í Iandinu milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis- ins. Skýrsla Félagsvísindastofn- unar er á hinn bóginn vönduð og svarar mörgum þeirra áleitnu spurninga sem menn hafa verið að velta fyrir sér um orsakir bú- ferlaflutninga hér á Iandi. En auðvitað er ekki hægt að tala um höfuðborgarsvæðið og síðan landsbyggðina sem eins- leita einingu þar á móti. Utan höfuðborgarsvæðisins eru margskonar samfélög stór og smá hvert með sínum sérein- kennum og jafnvel sérþörfum. Það sem eflt getur byggð á Akur- eyri hefur ef til vill engin áhrif á Djúpavogi eða Þingeyri og öfugt. Augljóslega á stór hluti bú- setubreytinga í landinu sér full- komlega eðlilegar skýringar. Fólk flytur úr strjálbýli í þéttbýli eins og Islendingar hafa gert alla þessa öld. Breytingin sem við sjáum nú, felst einkum í því að þéttbýliskjarnarnir við sjávarsíð- una sem voru aðdráttaraflið og toguðu til sín fólkið úr sveitun- um á fyrri hluta aldarinnar eru búnir að missa aðdráttarafl sitt og hafa orðið að láta undan síga fyrir stærri stöðum og þá fyrst og fremst höfuðborgarsvæðinu. Margir halda því fram að besta ráðið til að snúa þróuninni við sé að mynda nokkra kjarna á lands- byggðinni til mótvægis við höf- uðborgarsvæðið. Ef til vill hefur þetta einhver áhrif, en leysir ekki vandann. Akureyri og Eyjafjarð- arsvæðið hafa á undanförnum árum verið eina raunverulega mótvægið við höfuðborgarsvæð- ið, en hefur þó varla staðið und- ir nafni sem slíkt. Hér í þessum kjarna hefur ekki nema rétt tek- ist að halda í horfinu hvað þá að svæðið hafi keppt við höfuðborg- arsvæðið um fólkið. Því hlýtur að vera eðlilegt að spurt sé hvort líklegt sé að minni kjarnar á Mið- Austurlandi og norðan- verðum Vestljörðum geri betur. Ég hef undanfarin 14 ár búið á tveimur fyrirmyndarstöðum á Iandsbyggðinni, Neskaupstað og Akureyri. Þessi bæjarfélög eru um margt ólík, en eiga það sam- eiginlegt að á þeim báðum er gott að búa. Á undanförnum árum hefur íbúatala á Akureyri nánast staðið í stað, en í Nes- kaupstað hefur fólki fækkað, hvað veldur? I Neskaupstað er veðursæld mikil og þar búa tæplega 1700 manns. Atvinnulífið gengur vel og hefur ef til vill aldrei verið blómlegra og atvinnulífið er fjöl- breytt a.m.k. miðað við marga staði á landsbyggðinni. Heil- brigðisþjónusta er eins og best gerist, góðir skólar, grunnskóli, verkmenntaskóli og tónlistar- skóli, nýtt og glæsilegt íþrótta- hús og öflugt menningarlíf. Samgöngur við bæinn hafa stór- Skákskóli íslands heldur í sam- vinnu við Skákfélag Akureyrar skáknámskeið fyrir drengi og stúlkur á Norðurlandi og fer það batnað og í bænum eru verslanir og veitingastaðir, þó auðvitað sé úrvalið fábreyttara en á stærri stöðum. Hvað vantar til að fólki geti liðið vel á stað eins og Nes- kaupstað? Á fundi á Akureyri fyrir sköm- mu taldi Stefán Jón Hafstein upp ýmis markaðsleg atriði sem ekki voru með í könnun Félags- vísindastofnunar, en vissulega hafa áhrif á ákvörðun fólks þeg- ar það velur sér búsetu. En það er fleira sem hefur áhrif og eins mætti spyrja, viltu ekki búa á stað þar sem: * þú ert uppalinn og átt þínar rætur, fjölskyldu og vini? * þú ert stór hluti af samfélag- inu og það sem þú segir og gerir hefur áhrif? * þú getur verið öruggur um börnin þín? * þú getur verið virkur í félags- og menningarstarfi? * þú þekkir alla þegar þú ferð út að skemmta þér? * þú ert laus við streituna sem oft fylgir stærra samfélagi? og það jafnvel þó að samfélag- ið bjóði ekki upp á alla kosti stærri samfélaga. Auðvitað eru áherslurnar ekki allstaðar eins og öll samfélög hafa sína kosti og galla. En er ekki samanburður- inn að rugla okkur í ríminu? Erum við ekki oft að gera kröfur til minni samfélaga sem þau geta aldrei uppfyllt og horfum fram hjá kostum þeirra? Gera íbúar minnstu þéttbýlisstaðanna sömu kröfur og gerðar eru til staða með 1-2000 íbúa og gera þeir aftur sömu kröfur og gerðar eru til 15000 manna samfélags? Er þetta ekki að einhverju leyti sókn eftir vindi? Er grasið svo miklu grænna hinum megin við læk- inn? Það eiga ekki öll samfélög að vera eins. Nú er ég þeirrar skoð- unar að sem mestur jöfnuður eigi að ríkja milli fólks hvar sem það býr, en sé samt enga ástæðu til þess að allt sé eins. Grunn- þarfir allra samfélaga þarf að uppfylla, en það getur verið skynsamlegt og hagkvæmt fyrir alla, líka þá sem búa í strjálbýl- inu að þeir þurfi að sækja ýmsa þjónustu til stærri staða, og eins að þeir sem búa í þéttbýlinu þurfi að sækja önnur lífsgæði til sveita. Aðalatriðið er að það sé sátt um þessi mál og fólkið í Iandinu sé sammála um skil- greiningu grunnþarfanna. Við vorum einu sinni ein þjóð í einu landi og ef til vill verður það eitt af stóru verkefnum komandi missera að ná því marki á ný. En við þurfum að taka okkur tak á fleiri sviðum. Hér í bæ eru verkefni framtíðarinnar næg og margt ógert. Sem betur fer tókst fram dagana 2. til 4. janúar 1998. Kennarar verða stórmeist- ararnir Jóhann Hjartarson og Helgi Ass Grétarsson. Skáldé- að koma hjólum atvinnulífsins sem voru við það að stöðvast fyr- ir fáum árum af stað á nýjan leik. En okkur gengur hægt að vinna bug á atvinnuleysinu og alltof margar vinnufúsar hendur eru hér enn án atvinnu. Atvinnumál- in verða því áfram í brennidepli. Leggja verður áherslu á að auka hlut þjónustustarfa í atvinnulíf- inu. Frumvinnslan stendur að flestu Ieyti vel, en verulega vant- ar á að þjónustan sé næg. Með aukinni sjálfvirkni í atvinnulíf- inu verður frítími fólks meiri og því ekki síður ástæða til að upp- fylla þarfir íbúanna á því sviði. Fiskveiðar og vinnsla verða enn um sinn burðarásar atvinnulífs- ins, en um leið og við nýtum auðlindir sjávarins skynsamlega, þá verður við að leggja áherslu á að fjölga stoðunum undir efna- hagslífið. Við megum ekki Ieggja öll eggin í sömu körfuna. Á næstu árum verða mennta- mál að hafa forgang. Skólinn er einn af hornsteinum samfélags- ins og það eina sem getur tryggt okkur góð lífskjör í framtíðinni er góð menntun barnanna okkar. Menntun sem er samkeppnis- hæf við það besta sem þekkist annarsstaðar. Tryggja verður Ijarmagn til skólastarfs í sam- ræmi við ábyrgð skólanna á framtíð okkar. Kennarar eiga að hafa góð Iaun, en það á ekki að vera kjarasamningatriði hvernig skólunum er stjórnað. En mér er því miður engin spádómsgáfa gefin og sé því ósköp skammt inn í framtíðina. Ég er viss um að það sama átti við hana ömmu mína, hún hefur ekki getað gert sér grein fyrir nema mjög litlum hluta þeirra breytinga sem hún sá á sinni ævi. Hinsvegar gerir það ekki svo mikið til, því að það er ekki spá- dómsgáfan sem ræður því hvern- ig okkur kemur til með að vegna í framtíðinni, heldur hvernig okkur tekst að vinna úr þeim möguleikum og tækifærum sem okkur bjóðast. Söguritarar á síð- ari hluta 21. aldarinnar verða ekki að velta vöngum yfir því hversu langt við sáum inn í framtíðina, heldur hversu vel við nýttum þau tækifæri sem okkur buðust til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Verkefnið er eilíft. Á sama hátt og síðasta aldamótakynslóð og þær sem á eftir fóru gerðu sitt til að tryggja okkar stöðu, er það nú okkar verkefni að halda vel á spilunum og nýta okkar tækifæri til að tryggja áframhaldandi öfluga byggð í landinu. Með bestu óskum um gleði- legt ár. Iögum á Akureyri gefst kostur á að senda þátttakendur en þátt- tökugjald er 800 krónur. - GG Stórmeistarar kcnnaskák ASGEIR MAGNUS- SON FRAMKVÆMDASTJÓRI SKRIFSTOFU ATVINNU- LlFSINS A AKUREYRI SKRIFAR Inga Ragnarsdóttir, húsmódir og nuddari. Að njóta að- ventuimar Ertu búin að öllu? Áttu miMð eftir? Þetta eru spumiugar sem hver kona alia- vega, heyrir oft á dag í desembermánuði. Hvað það er sem hún á eftir, eða er búin með, það fyigir ekki spurningunni, jú, því auðvitað vita allir hvað er verið að spyrja um. Bakstur, hreingerningar, jólagjafir og þessháttar. Þetta eru mál desembermánaðar og fylgi- fiskur aðventunnar. Fyrir einhverjum árum síðan ákvað ég að aðventan ætti að vera tími ánægjunnar; lesa góðar bæk- ur, fara í jólaglögg og hitta vini sína og svo er ég svo heppin að margir af mínum ættingjum og vinum eiga afmæli á jólaföstunni. Þannig að desembermánuður er tími dekurs og ánægju í mínu lífi og þá ekki síður fjölskyldunnar. Ég vona að á því verði engin breyting, þetta fyrirkomulag er svo miklu skemmtilegra en sí- felldar áhyggjur af því að eiga svo og svo mikið eftir að gera fyrir jól- in. Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands með nýárs- tónleika Nýárstónleikar Sin- fóníuhlj óms veitar Norðurlands verða í Glerárkirkju sunnu- daginn 4. janúar nk. kl. 17.00 en þetta er fimmta starfsár hlj óms veit arinnar. Hljómsveitin flytur 8. sinfóníu tékkneska tónskáldsins Antonín Dvorak og píanókonsert nr. 3 eft- ir Ludwig van Beethoven. Ein- leikari verður Daníel Þorsteins- son píanóleikari, löngu kunnur landsmönnum fyrir fjölda tón- leika en stjórnandi er Guðmund- ur Óli Gunnarsson. Beethoven frumflutti píanó- konsert nr. 3 árið 1803, en með því verki var brotið blað í tónlist- arsögunni þar sem tónskáldið fór áður ótroðnar slóðir í tónsetn- ingu og stíl. Dvorak samdi 8. sin- fóníuna þegar hann var á hátindi frægðar sinnar. Um hann hefur verið sagt að hugmyndir tón- skáldsins hafi flætt svo hratt fram að það hafi vart geta hamið þær, enda kemur verkið áheyrendum sífellt á óvart í endalausum marg- breytileika sínum. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.