Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1997, Blaðsíða 3
 ÞRIÐJVDAGUR 30. DESEMBER 1997 - 3 AKUREYRI NORÐURLAND / VIÐ ÁRAMÓT L. a Baráttan heldur áfram GUNNLAUG- m , JULIUSSON SVEITARSTJÓRIA RAUF- ARHÖFN SKRIFAR Það er góð hefð að líta um öxl um áramót og slá mati á síðustu skrefin í Iífshlaupinu um leið og menn reyna að átta sig á því hvað við tekur hinu megin við áramót- in. Þannig eru áramótin tími ákveðins uppgjörs og undirbún- ings fyrir komandi ár. Lífið í litl- um sjávarplássum á Islandi gekk sinn vanagang á árinu 1997, eða hvað? Það er kannski svo að minnið kallar ekki fram neina stórvið- burði sem upp úr standa en sama er, dropinn holar steininn. Það var óskemmtilegt að fá tölur Hagstofu Islands yfir þróun bú- setu á landsbyggðinni og sjá hvernig Gordionshnútur, sem fólksflutningar til Reykjavíkur eru, herpist æ harðar að byggð- um víðs vegar um landið. Það er nú einu sinni svo að ég hef þá bjargföstu skoðun að blómleg búseta á landsbyggðinni ásamt myndarlegri höfuðborg sé sú þjóðfélagsgerð sem hæfi best þeim landkostum sem við byggj- um tilveru okkar á. I hugum þeirra sem eru á annarri skoðun er þetta vafalaust einhvers konar „dalakofasósialismi" en sú nafn- gift hefur aldrei haldið fyrir mér vöku. Hvað er til ráðs er spurt og víða er fátt um svör. Er það nátt- úrulögmál að fólk flytjist til höf- uðborgarsvæðisins eða er hér um að ræða afleiðingu sem á sér skil- greinda orsökr Þar kemur vafa- laust margt til. Samdráttur í fisk- veiðiheimildum og tilflutningar á þeim hafa ákveðin áhrif. Fram- leiðsluheimildir í landbúnaði hafa einnig dregist gríðarlega saman á liðnum einum og hálf- um áratug. Síðan hefur orðið veruleg breyting á atvinnulífinu á annan hátt en það er sívaxandi vélvæðing. Meira og minna sjálf- virkar vélar leysa mannshöndina af hólmi í sívaxandi mæli, bæði til lands og sjávar. Slíkt skiptir gríðarlega máli. Að síðustu má nefna að farið er að gera miklu harðari rekstrarlegar kröfur til fyrirtækja en áður og það kemur glöggt fram í mannahaldi. Að öðru óbreyttu þýðir þetta mikinn samdrátt í atvinnutæki- færum á landsbyggðinni og fólki er því nauðugur einn kostur að flytja á höfuðborgarsvæðið þar sem tækifærin bjóðast, eða hvað?! Ákvarðanir stjórnvalda hafa einnig gríðarleg áhrif í þessa átt. Stórkostlegar framkvæmdir á suðvesturhorninu kalla á allan þann mannskap sem hægt er að fá. Svona var þetta fyrir tíu árum síðan þegar Perlan, Kringlan, Ráðhúsið og Flugstöðin í Kefla- vík voru í byggingu á sama tíma. Sama verður upp á borðinu nú þegar ráðast skal í gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir í Hvalfirði og Straumsvík á sama tíma. Með þeim ákvörðunum er beinlínis verið að skvetta olíu á þann eld sem brann nógu vel áður. Orkan nýtt í fjórðungnum Þeirri skoðun hefur verið hreyft á Austfjörðum að þar verði engin stónárkjun byggð nema að tryggt sé að orkan frá henni verði fyrst og fremst nýtt til atvinnuupp- byggingar í fjórðungnum. Það er eðlilegt að slíkum sjónarmiðum vaxi fylgi þar sem baráttan íyrir að halda sínu fer vaxandi. Ég hef lesið að þeim skoðunum sé hald- ið stíft á lofti í Svíþjóð að orku- fyrirtæki, sem fái heimild til virkjunar fallvatna vítt og breitt um landið, skuli skila ákveðnum fjármunum í hlutfalli við fram- leiðsluna til heimahéraðsins, sem nýtist til atvinnuuppbygg- ingar. Því ekki að ræða málin á þeim nótum hérlendis, sérstak- lega þar sem Landsvirkjun hefur einkarétt til virkjunarfram- kvæmda en Reykjavíkurborg og Akureyarbær heimta arð út úr rekstri fyrirtækisins til að létta skattbyrði fbúa sinna. FlutHÍHgur Byggðastofnunar til Sauðárkróks Nokkur umræða hefur átt sér stað um málefni Byggðastofnun- ar á árinu og sérstaklega flutning stofnunarinnar til Sauðárkróks. Nú mun það ekki valda neinum kaflaskilum í byggðaþróun í landinu enda þótt Byggðastofn- un verði hér eftir staðsett úti á landi. Á hinn bóginn minnir þessi umræða mann á að stjórn- völdum hefur gengið mjög erfið- lega að móta sér fastmótaða stefnu varðandi staðsetningu ýmissa verkefna og stofnana sem eru rekin á vegum ríkisins. Það er alltaf átakamikið að rífa gam- algróna stofnun upp og flytja hana til. Miklu auðveldara er að ákveða hvar ný verkefni sem alltaf eru að koma upp verði staðsett í stað þess að hafa ein- hverja sjálfgengisvél í gangi sem segi að allt skuli sett niður á höf- uðborgarsvæðin u. I Aflvakaskýrslunni margum- ræddu kom m.a. fram að stærst- ur hluti þess fjármagns sem veitt er til verkefna á landsbyggðinni fer í Ijárfestingar á meðan stærst- ur hluti þess fjármagns sem rennur til höfuðborgarsvæðisins fer til að greiða laun. Það er af- leiðing þess að stærstur hluti þeirra stofnana sem reknar eru á vegum ríkisins eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Nú má maður svo sem ekki al- farið einblína á hvernig stóri bróðir ætti að standa að málum þegar minnst er á hvað hægt er að gera til að hægja á fólksflutn- ingum til höfuðborgarsvæðisins. íbúar sveitarfélaga út um land verða einnig að líta í sinn eigin barm og átta sig á hvað er í þeirra valdi. Skólamálin eru að verða æ mikilvægari í hugum fólks um allt land, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggð- inni. Mikilvægi þess að börn á landsbyggðinni njóti jafnréttis til náms á við börn á höfuðborgar- svæðinu verður æ mikilvægara. Niðurstöður samræmdra Iirófa sláandi Eg orða þetta svona vegna þess að það er sláandi í niðurstöðum samræmdra prófa að einkunnir eru ætíð hæstar úr skólum í Reykjavík. Það hlýtur að vera vegna þess að þar séu hæfari kennarar og meiri festa í skóla- starfi en annars staðar. Þessa stöðu verða sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni að meta raun- sætt og setja sér ákveðin mark- mið í þeim efnum. Meðan skólar á landsbyggðinni skila almennt lakari árangri en skólar í höfuð- borginni, þá stendur landsbyggð- in höllum fæti í samkeppninni um það fólk sem hún má síst við að missa. Hærri framfærslukostnaður landsbyggðarheimila Annað sem skiptir máli í þessu efni eru laun þess fólks sem vinnur í hinum dreifðu byggðum. Maður heyrir af og til umræðu um atvinnustig hér og þar, og ástandið er mismunandi gott. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að enda þótt verkafólk við sjávarsíðuna vinni fulla vinnu, þá er oft á tíðum ekki um háar tekj- ur að ræða, því uppgripin sem komu alltaf af og til hér áður, þau eru ekki lengur til. Ekki má gleyma því að minnast á tekjur í landbúnaðinum þar sem laun bænda hafa lækkað gríðarlega á liðnum árum og eru víða fyrir neðan fátækramörk. Þetta er staðreynd sem ekki verður litið fram hjá, enda þótt atvinnu- ástand sé þokkalegt, eru launin ekki há. Það er vonlaust að halda blómlegu mannlífi á landsbyggð- inni ef fólkið hefur ekki ásættan- Iega afkomu. Margháttaður kostnaður við framfærslu heimil- anna er miklu hærri á lands- byggðinni en á suðvesturhorn- inu. Hér að framan hefur verið minnst á nokkur þau atriði sem hafa verið ofarlega í huga mínum á liðnu ári og koma einnig til með að vera uppi á borðinu á komandi tímum. Umræða um þessi mál hefur til þessa verið til þess að gera tætingsleg og ekki leitt til neinnar ákveðinnar stefnumörkunar né markvissar niðurstöðu. Ráðstefna um byggðamál sem haldin var á Akureyri sl. vor skil- aði engri niðurstöðu, enda var þess kannski ekki að vænta. Neyðarúrræði stjórnarherranna á síðustu vikum er að fara að byggja upp „minihöfuðborgir" á landsbyggðinni. A hvern hátt það skal gert er enn óljóst, enda hér um að ræða fálmkennd vinnu- brögð úrræðalausra manna. Mitt mat er það að til þess að brjóta umræðuna upp, þurfi sveitar- stjórnarmenn á landsbyggðinni og aðrir sem málið varðar að taka saman höndum og heija mark- vissa umræðu um stöðu almenn- ings, hag fyrirtækjanna og hvern- ig eigi að sækja fram til þess að hægja á búsetuþróun liðinna ára og helst snúa henni við. Inn í þessa umræðu þarf að koma skipulag stjórnkerfis hins opinbera, fyrirkomulag á sam- starfi sveitarfélaga og hvernig hægt sé að byggja sterkari grunn undir atvinnulíf og búsetu á landsbyggðinni. Með niðurstöðu úr slíkri umræðu þarf lands- byggðin síðan að sækja fram til að knýja á um þær breytingar sem menn telja að til þurfi að koma á heimavelli og hjá hinu opinbera svo mögulegt sé að breyta þróuninni. Þetta er ekki einfalt, ekki auð- velt og ekki víst um árangur en eitt er vist, löng vegferð hefst ætíð á fyrsta skrefinu. Þór hefur snúið vöm í sókn GUÐMUND- UH.SIGUK BJORNSSON FORMAÐUR ÞÓRS Nú í desember hefur stjórn Iþróttafélagsins Þórs náð lang- þráðu takmarki, en það er að ljúka gerð skuldaskilasamninga við fyrirtæki, sjóði, banka og ein- staklinga, alls um 60 aðila. Þegar ný stjórn tók við í mars 1 996 var aðalmarkmiðið að rétta félagið við fjárhagslega, en skuldir þess voru þá orðnar óvið- ráðanlegar. Nú er nærri tveggja ára þrotlausri baráttu lokið, þar sem ekki sá til lands lengi vel, en nú er þetta að baki og framund- an er tími félagslegrar og iþrótta- legrar uppbyggingar. Til að ná þessu markmiði höf- um við notið mikils velvilja Akur- eyrarbæjar og er hægt að fullyrða að án aðstoðar bæjarins hefði þetta aldrei telúst. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum samþykkti Bæjar- stjórn Akureyrar framlag til Þórs að upphæð 20 milljónir króna, sem.háð var þeim skilyrðum að jafnhá upphæð skulda félagsins yrði felld niður. Þetta hefur nú tekist með einstökum velvilja Ak- ureyrarbæjar og allra hinna fjöl- mörgu kröfuhafa. I dag er fjárhagsstaða félagsins þannig að skuldir hafa lækkað úr 52,5 m. kr. í 12,5 m. kr. Sú upp- hæð var sett á skuldabréf og hef- ur aðalstjórn Þórs tekið að sér greiðslu þess á næstu 13 árum. Með þessum aðgerðum eru allar deildir félagsins gerðar skuld- lausar og er því augljóst að rekstrarumhverfi þeirra verður allt annað og betra en verið hef- ur. Allar skuldir félagsins voru tilkomnar vegna reksturs hinna 3ja deilda félagsins, en engar skuldir voru vegna byggingar fé- lagsheimilisins Hamars. Aðstoð Akureyrarbæjar við Þór var ýmsum skilyrðum háð, t.d. þurfti að nást að semja við alla kröfuhafana og einnig voru fé- laginu sett ýmis skilyrði varðandi meðferð fjármála, bókhald og uppgjörsmál. Það er alveg morgunljóst að við gerum okkur fulla grein fyrir því að okkur hefur verið sýnt mikið traust í þessu sambandi og þessu trausti ætlum við ekki að bregðast. Við höfum breytt lög- um félagsins, sem gera mun alla fjármálastjórn ábyrgari og einnig höfum við ráðið tvo starfsmenn, annars vegar framkvæmdastjóra félagsins og hinsvegar deildar- stjóra og mun hann starfa fyrir allar deildir félagsins. Einnig hefur verið ráðinn bókari í hluta- starf og færir hann bókhald allra deilda félagsins. Aðalstjórn félagsins hefur átt mjög ánægjulegt samstarf við stjórnir hinna 3ja deilda félags- ins, knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar og hand- knattleiksdeildar, og hafa allir lagst á eitt með að gæta mikillar ráðdeildar í rekstri, halda öllum útgjöldum í algjöru lágmarki og byggja á þeim mikla efnivið íþróttafólks sem er í yngri ilokk- um félagsins. Þá langar mig að \i'kja aðeins að framtíðinni, en því miður hafa öll áform önnur en að koma tjármálunum í lag orðið útund- an. Við erum svo lánsöm í Þór að unglingastarf félagsins hefur verið í mjög góðum höndum undanfarin ár. Mjög öflugir íþróttamenn eru að ganga upp í meistaraflokk í knattspyrnu og körfuknattleik og í mínum huga er ekki nokkur vafi á að þarna eru afreksmenn á ferð sem eiga eftir að færa félaginu meistara- flokkstitla í náinni framtíð sé rétt á málum haldið. Einnig eig- um við öfluga handknattleiks- menn og hefur meistaraflokkur sett stefnuna á 1. deild í vetur. Ágætu velunnarar Þórs. Nú ríður á að standa saman, efla fé- lagsandann og samstöðuna sem þarf til að íþróttamenn okkar finni þann baráttukraft sem þarf að vera til staðar ef árangur á að nást. Okkar stjórnarmanna bíða mörg óleyst verkefni og vil ég nefna stórt baráttumál sem er bygging íþróttahúss á félags- svæðinu, tengt við Hamar, en frá því Hamar var byggður hefur ætíð verið gert ráð fyrir íþrótta- húsi á svæðinu. Það segir sig sjálft að verulegir erfiðleikar eru því samfara að þurfa að nota 3 íþróttahús sitt í hverju bæjarhverfinu til að full- nægja æfingaþörf félagsins. Oldmr hefur hins vegar verið gert ljóst að ekki sé á döfinni að heimila byggingu íþróttahúss við Hamar og höfum við Þórsarar ekki önnur vopn í baráttunni en að sýna fram á það augljósa jafn- rétti sem slík húsbygging yrði, en því verður ekki mótmælt að sú aðstaða sem stærstu íþróttafé- lögunum á Akureyri er boðin er engan veginn sambærileg og er þá vægt til orða tekið. Bygging knattspyrnuhúss á Þórssvæðinu hefur komið sterkt inn í umræður að undanförnu og höfum við tekið þeirri umræðu afar fagnandi og bundið miklar vonir við að af byggingu geti orð- ið í allra nánustu framtíð. Þarna eru aðstæður mjög góðar land- fræðilega til að byggja slíkt hús og hægt að nota þá aðstöðu sem fyrir er t.d. búningsklefa og bíla- stæði. Að lokum vil ég hvetja alla Þórsara og velunnara félagsins hvar sem þeir búa á landinu til að taka höndum saman og gera Iþróttafélagið Þór að stórveldi á fþróttasviðinu í næstu framtíð. Þeim fjölmörgu aðilum sem gerðu okkur kleift með stór- mannlegu átaki í fjármálunum að eignast slíka framtíðar- drauma, færi ég hugheilar þakk- ir og óska þeim og öðrum velunnurum félagsins og Þórsur- um öllum gleðilegs árs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.