Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 - 9 D^ur. ÞJÓÐMÁL Þjdðarvakningar er þörf Meginmál í nýársá- varpi forseta íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Sjá einnig um- fjöllun iiiii umhverfis- málaþátt ávarpsins hér í opnunni. Milli- fyrirsagnir eru hlaðs- ins. Góðir Islendingar. A fyrsta degi nýs árs færum við hér á Bessastöðum ykkur öllum óskir um farsæld og gleði og þökkum samhug og auðsýnda vináttu sem verið hafa okkur mikils virði. ...Við Islendingar búum enn að ríkri samkennd, arfleifð sem fyrrum var samofin sáttmálum um réttlæti og skyldur. Hver og einn ætti að hjálpa öðrum þegar hættu bæri að höndum eða áfall breytti örlögum. Samábyrgð og samhjálp hafa einkennt þjóðlíf okkar um aldir og birtast enn á okkar tíð þegar erfiðleikar ganga í garð. Við höfum verið stolt af frið- sæld og öryggi í samfélagi okkar. Börn og unglingar gátu óttalaus farið allra sinna ferða. Ofbeldi og eiturlyf voru svo fjarri íslensk- um veruleika að varla virtist hér þörf á viðnámi sem aðrar þjóðir töldu nauðsynlegt. Hin friðsæla fjölskylda var í raun myndlýsing á þjóðfélaginu öllu. Ógnir úr mörgum áttum Því miður verðum við nú að horfast í augu Hð þá staðreynd að friðsemd og öryggi samfélags og einstaklinga er ógnað úr mörgum áttum. Framandi vá- gestir reyna á þolrif okkar með nýjum hætti og kunna að breyta gerð íslensks samfélags verði varnaraðgerðir ekki efldar í tæka tíð. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsókna sem sýna hve ört eit- urlyfjaneysla unglinga hefur vax- ið á síðari árum. Um þriðjungur 17 ára ungmenna í höfuðborg- inni hefur prófað hass og helm- ingur þeirra sem það gerðu 14 ára að aldri hafði þremur árum síðar neytt amfetamíns. Um- fangsmikil vímuefnaviðskipti eru greinilega orðin staðreynd í ís- Iensku samfélagi og þúsundir ungmenna hafa með fyrstu skrefum nálgast tortímingar- braut eiturlyfjanna. Þessi ógn hefur ekki sótt okk- ur heim í skyndingu. Á fáeinum árum hefur hún vaxið svo að við blasir alvarlegt þjóðfélagsmein, viðfangsefni sem kallar á sam- stöðu til bjargar, samstöðu Ijöl- skyldna, skóla, fjölmiðla, sér- fræðinga, samtaka, stjórnvalda, ríkis og sveitafélaga. Til lítils verða framfarir í hag- stjórn og atvinnulífi ef sjálf sam- félagsgerðin liðast í sundur. Til lítils eru gæði markaðarins glati æskufólkið sálu sinni, lífi eða heilsu. Þjóöarvakning Hér þarf þjóðarvakningu. Þögn- in sem umlykur þessa þróun má ekki lengur hindra umræðu um þjóðarátak, um björgun þeirra þúsunda sem eiga á hættu að hrapa. Orlög þeirra eru ákall um okkar hjálp. „Allt sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" er boð- skapur Krists í helgri hók. Hver veit hvenær hin nýja ógn knýr dyra á eigin heimili, leggur í rúst líf og heilsu ástvinar, barns eða ættmenna? Rannsóknir hafa sýnt að efling fræðslu og forvarna skilar ótvi- ræðum árangri. Aukin þátttaka í íþróttum og heilbrigðu tóm- stundastarfi forðar mörgum frá glapstigum. Því fleiri ár sem líða án þess að unglingur eða æsku- maður neyti tóbaks eða áfengis, þeim mun Iíklegra er að hann eða hún komist í gegnum lífið án þess að verða fórnarlamb eitur- lyfja. Við verðum að efla framlag foreldra og skóla, styrkja íþrótta- félög til að auka þátttöku ung- menna í almenningsíþróttum, rétta hjálparhönd samtökum sem leitast við að leiða fíkla og áfengissjúka inn á brautir heil- brigðs lifs. Umfram allt þarf að auka samstarf allra sem ábyrgð bera, mín og þín, vina og vinnu- félaga, samfélagsins alls. Mynda hér, eins og vel hefur gefist með öðrum þjóðum, samvinnuvett- vang til varnar í skólum, hverf- um og byggðarlögum. Gegn reykinguiu Það gleymist stundum að tóbak er einnig fíkniefni þótt ekki sé hægt að leggja það að jöfnu við hin háskalegri. Viðurkenning á hættunum er almennari þegar kemur að áfengi, hassi, am- fetamíni, kókaíni og e-töflum. Samt eru þetta allt greinar af sama meiði; neysluvenjur sem í íyllingu tímans geta Iagt heilsu og hamingju einstaklinga og fjöl- skyldna að velli, stytt lífdaga og Ieitt marga á villigötur ofbeldis og glæpa. Samspil reykinga, áfengis- neyslu og eiturlyíja meðal ung- menna er margsönnuð vísinda- leg niðurstaða og nýbirtar rann- sóknir við Háskóla Islands færa okkur enn eina áminninguna um þessi tengsl. Samt höfum við ríka tilhneigingu til að víkja fræðilegri þekkingu til hliðar þegar kemur að uppeldisskilyrð- um æskunnar og heilsu okkar sjálfra. Við höfum ávallt verið áhugasamari um rannsóknir sem snerta varðveislu fiskistofna en þær sem fjalla um heilbrigði mannfólksins. Vísindalegar niðurstöður lækna og annarra sérfræðinga sýna að reykingar eru einhver mesti vágestur í heilsufari sam- tímans, helsti orsakavaldur hjartaáfalla, krabbameins og annarra sjúkdóma sem í okkar litla samfélagi Ieiða þúsundir til dauða og milljónir manna um heim allan. Stjórnvöld hafa því víða hafið harða baráttu gegn reykingum til að bjarga heilsu einstaldinga, en Iíka til að komast hjá milljarða útgjöldum í heilbrigðiskerfinu. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt lög sem hamla gegn sölu á tóbaki, einkum til æsku- fólks. Sama hefur verið gert í Bandaríkjunum og á Islandi sjást einnig víða merki um nýjan tíð- aranda. Já, hér á Bessastöðum hefur að frumkvæði Guðrúnar Katrínar orðið sú breyting að forsetasetrið hefur nú í rúmt ár verið reyklaus staður - og flestir tekið því vel. Við þurfum í sameiningu að efla viðhorf sem virða niðurstöð- ur okkar fremstu vísindamanna þótt óþægilegar séu. Við verðum að breyta forgangsröð stjórn- valda, Alþingis, sveitarstjórna og annarra áhrifaafla á þann veg að baráttan gegn eiturlyfjum, gegn aukinni áfengisneyslu og reyk- ingum æskufólks, og óheilbrigð- um lífsháttum þeirra sem eldri eru, verði fremst í forgangsröð Islendinga. Þökk fyrir hvatningu Samfélagsleg upplausn er ekki einkamál þeirra óhamingjusömu einstaklinga og Ijölskyldna sem viö sögu koma hverju sinni. Hún ætti í raun að vera dagskrárefni allra sem ábyrgð bera í stjórn- stofnunum og félagasamtökum. Það má ekki skapa til lengdar þann skilning að með umræðu um veiðigjald, virkjanir eða verk- smiðjur sé dagskrá framfaranna tæmd. Hin samfélagslega ábyrgð á ekki að vera síðri skyldustörf- um í þágu efnahagslegra umbóta og hagsældar. Islendingar eiga í ríkum mæli samkennd og vilja til samhjálpar. Þeim eðalkostum þjóðarinnar höfum við í fjölskyldunni hér á Bessastöðum kynnst í veikindum Guðrúnar Katrínar. Samhugur ykkar, hvatning og bænir hafa styrkt okkur í erfiðri glímu og um ókomna tíð munum við varð- veita þennan vitnisburð um hlý- hug þjóðarinnar. Þótt áfall okkar hafi verið mik- ið, áfall sem batahorfur og ár- angur íslenskra lækna og hjúkr- unarfólks hafa nú umbreytt í bjartsýni, þá vdtum Hð að þús- undir landsmanna þurfa ekki síður á hjálp eða huggun að halda. Hugsum um erfiðleika þeirra sem máttvana horfa á ást- vini eða ungmenni, ættingja eða félaga verða fórnarlamb ofbeldis, eiturlylja, áfengissýki og annarra áunninna sjúkdóma. Við eigum að rækta þá sam- kennd sem reynst hefur Islend- ingum vel í aldanna rás og skap- að þjóðinni eina sál, einn vilja, þegar hætta steðjar að og mikið er í húfi. Við þurfum að temja okkur að horfa til framtíðar, hefja okkur yfir hagsmunastríð hversdagsins, meta gildi og gæði á mælikvarða æviskeiðs og áratuga en ekki andartaksins. Við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við okkur sjálf, at- hafnir okkar og afleiðingar þeirra, án móðu blekkinga og undanfærslna. Ekki aðeins á vettvangi samfélags og lífshátta heldur einnig í viðhorfum okkar til landkosta og umhverfisvernd- ar, í umgengni okkar við ættjörð- ina og þegar við gætum orðstírs okkar í samfélagi þjóðanna. Landvernd Löngum var við lýði sú kenning að við Islendingar værum fremstir allra í landvernd og varðveislu náttúrugæða. Ferða- langar sæktu okkur heim til að dást að fegurðinni. Nú lítur hins vegar út fyrir að flestir séu að fara fram úr okkur og Islendingar að lenda aftast í sveit þeirra sem bjarga vilja lífs- skilyrðum mannkyns... ...Það er annars sérkennilegt hve illa okkur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverfis, lífríkis og Iandgæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og eytt svo gróðri með óhóflegri beit hrossa og sauðfjár að Island er nú mesta eyðimörk álfunnar. Gervihnattatækni og alþjóðleg samvinna í kortagerð hafa fært okkur nákvæma lýsingu á gróð- urfari og landeyðingu í sérhveiju byggðarlagi Islands. Við erum því betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr til að hefja skipulega og árangursríka landvörn. Við getum ekki látið á okkur sannast að við skilum Islandi í hendur nýrra kynslóða í þeim tötrum að jarðvegsrof sé hér með því mesta sem gerist á jörðinni allri utan þurrkasvæða, að vistfræðistofn- anir víða um veröld noti fóstur- jörð okkar sem dæmi um víti til varnaðar. ...Við dagsbrún bíður ný öld, umbrotatími. Þá er mikilvægt að við varðveitum og eflum þau verðmæti sem gera okkur að þjóð. Ég óska ykkur farsældar á nýju ári og bið þess að það færi Is- lendingum öllum, fjær og nær, gæfu og gleði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.