Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 03.01.1998, Blaðsíða 11
LAVGARDAGUR 3.JANÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Hemaður undanþeg- inn mengunarkvóta GUÐSTEINN BJARNASON skrífar Bandaríkj astj óm lagði í Kyoto mikla áherslu á að ná fram ' undanþágu fyrir al- þjóðlegar hemaðarað- gerðir. Með samningnum um takmark- anir á losun gróðurhúsaloftteg- unda sem gerður var í Kyoto í Japan í síðasta mánuði tókst að koma böndum á mengun frá iðn- framleiðslu og nánast öllu öðru sem mannfólkið tekur sér fyrir hendur, en þó með a.m.k. einni undantekningu af stærri gerð- inni: alþjóðlegum hernaðarað- gerðum. Eitt ákvæði var í samningnum sem fáir hafa veitt athygli. Sam- kvæmt þessu ákvæði hafa herir allra landa leyfi til að menga eins og þeim sýnist meðan þeir eru að sinna ákveðnum hernaðarað- gerðum utan síns heimalands. Það voru fulltrúar Bandaríkj- anna sem lögðu áherslu á að koma þessu ákvæði í gegn á Ioka- stigi samningaviðræðnanna, en HEIMURINN Ásakanir uni kosningasvindl KENÍA - Hinn 73 ára forseti Kenía, Daniel arap Moi, vann yfirburðasigur í kosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar halda því statt og stöðugt fram að brögð hafi verið í tafli og vilja að kosningarnar, sem einkennd- ust af ringulreið og ofbeldi, verði gerðar ógildar. í staðinn eigi að taka við völdum þjóð- stjórn allra flokka. Margir óttast að til frekara ofbeldis komi í kjölfar kosninganna. Deilt uin flótta- menn ÍTALÍA, TYRKLAND - Flótta- mannastraumur Kúrda frá Tyrk- landi til Ítalíu hefur vakið upp deilur milli ríkisstjórnanna í Ankara og Róm. Napolitano, innanrfkisráðherra Ítalíu, vísaði á bug kröfum Tyrkja um að Ital- ir taki ekki við fleiri flóttamönn- um og sendi þá til baka. Þess í stað krafðist hann þess að Tyrk- ir hefðu betra eftirlit með skipa- ferðum frá landinu þannig að flóttamenn komist ekld til Italíu. Tyrkir halda því hins vegar fram að með því að veita kúrdneskum flóttamönnum hæli séu ítalir að bjóða heim frekari flóttamanna- straumi. ingin kveður á um að allar „fjöl- þjóðaaðgerðir" sem fram fara í umboði Sameinuðu þjóðanna séu undanskildar. Samninganefnd Bandaríkj- anna segir að með því að leggja áherslu á að ná fram þessum undanþágum hafi þeir einkum haft í huga að koma mætti í veg fyrir hugsanlegan ágreining í framtíðinni sem gæti klofið sam- stöðu þeirra ríkja sem taka ættu þátt í alþjóðlegum hernaðarað- gerðum. Þannig gætu ýmis ríki neitað að senda her til átaka- svæða ef það þýddi enn frekari takmarkanir á losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir viðkomandi rfki. Hættu við enn frekari kröfur Umhverfisverndarsamtök hafa hins vegar gagnrýnt það að und- anþágurnar séu of víðtækar, því þær nái einnig til venjulegra vöruflutninga með skipum og flugvélum í viðbót við herflugvél- ar og herskip. Að auki var það geymt til síðari samningavið- ræðna að ná samkomulagi um losun frá alþjóðlegu farþega- flugi. „Þetta er ansi stór smuga,“ sagði Dan Lashof hjá bandarísku umhverfisverndarsamtökunum Natural Resources Defense Council. Hún hefði líka getað orðið enn stærri. Ríkisstjórn Clintons velti því fyrir sér að undanskilja alla starfsemi herja, innanlands sem utan, frá samkomulaginu, en féll frá þeirri hugmynd, að sögn vegna þess hve bandaríska varn- armálaráðuneytinu hafði tekist vel upp við að draga úr losun hjá sér síðasta áratuginn - en sá ár- angur hefur náðst bæði vegna niðurskurðar í hermálum og bættrar orkunýtingar. - Washington Post ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1998. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361, 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og ann- arra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er um í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarfram- lag til þeirra verkefna sem styrkt eru, en verði ekki til þess að iækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrest- ur er til og með 27. febrúar 1998. Eldri umsóknir ber að end- urnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðla- banka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason,. í síma 569 9600. Reykjavík 29. desember 1997. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR Frá misheppnaðrí fríðarför bandaríska hersins til Sómaiíu. andmæli komu helst frá írak og Rússlandi. Undantekningin var gerð til þess að alþjóðlegar hernaðarað- gerðir í umboði Sameinuðu þjóðanna verði óheftar af öllum takmörkunum um eldsneytis- notkun, að því er bandarískir embættismenn segja. „Þama tókst okkur vel upp“ „Þetta var það atriði sem Penta- gon lagði mesta áherslu á, og okkur tókst þarna vel upp,“ sagði bandarískur embættismaður sem var á fundinum í Kyoto. Þetta ákvæði snertir Bandaríkin meira en öll önnur ríki heims, þar sem þau eru bæði það ríki þar sem losun gróðurhúsaloft- tegunda er mest og um Ieið mesta herveldi heims. Undantekningarákvæðið er að finna í tveimur setningum í við- hengi við samninginn sem var staðfest rétt undir Iokin á nætur- Iangri samningatörn þann 11. desember síðastliðinn. Onnur setningin kveður á um að jarð- efnaeldsneyti sem skip og flug- vélar nota í „alþjóðlegum flutn- ingum“ skuli ekki teljast með í Iosun einstakra landa. Hin setn- BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Umsjónarmaður gagnagrunns Reykjavíkurborgar Auglýst er til umsóknar staöa umsjónar-manns gagnagrunns Reykavíkurborgar. Hér er um nýtt starf aö ræða. Umsjónarmaður mun veröa ábyrgur fyrir að safna, samhæfa, greina og túlka upplýsin- gar sem snerta meðal annars lýðfræði, landnotkun, hagfræði og atvinnumál, markaðsmál og byggingar og gerð kannana um sömu málefni. Gerðar eru krö- fur um menntun á einhverju eftirtaldra sviða; hagfræði, landafræði eða skipulagsfræði. Tölvuþekking er áskilin. Nauösynlegt er að umsjón- armaður geti hafið störf hið allra fyrsta. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Engjateig 11, 105 Reykjavík, í seinasta lagi 15. janúar 1998 og skal merkja umsóknina „Gaanaarunnur11. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri, Borgarskipulagi Reykjavíkur. Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs fé- lagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, Reykjavík ásamt meðmælum a.m.k. 95 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnað- armannaráðs rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 22. janú- ar 1998. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Hafnarstræti 103 Lokað í byrjun janúar. Af því tilefni verður 25% af- sláttur af öllum vörum laugardaginn 3. janúar kl. 11.00-13.00 og 5. og 6. janúar kl. 13.00-18.00. Þakka viðskiptin á iiðnum árum. Gleöilegt nýtt ár. Margrét Jónscióttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.