Dagur - 09.01.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 09.01.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9.JANÚAR 1 998 - 19 ÐMfur. LÍFIÐ í LANDINU Davíð Oddsson velur eins mikið íslenskt og kostur er í nýtt ogfima glæsilegtforsætisráðu- neyti, semflyturá sinn stað í næstu viku Nýtt og fallegt forsætisráðuneyti opnar fyrir starfsemi sína ein- hvern næstu daga í Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg, meira en 200 ára gömlu stein- húsi sem á sér langa og fjöl- breytilega sögu. Athygli vekur að Davíð Oddsson hefur trú á ís- Iensku handverki, þva húsgögn ráðuneytisins eru að verulegu Ieyti framleidd hér á landi. meðan ráðherra hans, Davíð Oddsson, stjórnar landinu frá Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu. Samskiptin hafa þva ver- ið með öðru móti en best verður á kosið. Aðbúnaður í gamla fangels- inu hefur sannast sagna verið skelfilegur. Viðgerðir á þessu sögufræga húsi hafa verið látnar danka áratugum saman og var það orðið til vansa. Nú er búið að vinna mikla endurnýjunar- vinnu, - og flutningar byrja í dag. Kostnaður verður 85 millj- ónir króna, - en þá verður húsa- kosturinn samboðinn forsætis- ráðherra landsins. Viðgerðir urðu mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi eins og oftast gerist þegar gamlar bygg- ingar eru lagfærðar. Byrja að flytja í dag Forsætisráðherra, ráðuneytis- stjóri hans og fleiri samstarfs- menn sameinast á ný undir sama þaki eftir nokkurra mán- aða aðskilnað í næstu viku að Eðliskostir mahóniviðarins Framkvæmdasýsla ríkisins hefur haft yfirumsjón með endurbót- unum á þessu 230 ára gamla steinhúsi í umboði for- Ólafs Dav- íðssonar ráðuneytisstjóra. Sjálf- ur hefur hann setið í Arnarhváli sætisráðuneytisins. Óskar Valdimarsson hjá Fram- kvæmdasýslunni sagði að reynt hefði verið að vanda til allra Við þetta borð verða margar mikilvægar ákvarðanir teknar og eins gott að harðviðurinn sé gljáfægður fyrir forsætisráðherra á komandi öld. Sérsmíðað borð fyrir þjóðarleiðtogana. sogn Davíð i verkið. Alltaðverðamjy^ Lokahönd hluta sem mest má vera. „Þetta hús hefur verið vel byggt í upp- hafi og verður hið glæsilegasta sem vinnustaður forsætisráð- herra og hans fólks,“ sagði Ósk- ar. Húsgögnin í nýja stjórnar- ráðshúsið eru hönnuð af innan- hússarkitektunum Oddgeiri Þórðarsyni og Guðrúnu Mar- gréti Ólafsdóttur. Oddgeir sagði að um væri að ræða mahóníhús- gögn, tvö fundarborð, skrifborð forsætisráðherra, fimm sófa- borð og afgreiðsluborð. Mahóní þekkja flestir. Það er rauð- brúnn viður úr hitabeltinu, afar harðgerður, þungur, þétt- ur og sterkur. Þetta hljómar reyndar eins og Iýsing á kostum sem prýða góðan forsætisráð- herra! „Þetta er einfalt og klassískt útlitslega séð. Tekur mið af hús- inu og þeim sígilda stíl sem þar er að finna. Þessi \inna var ekki svo flókin, allar stærðir á hreinu og húsgögnin nokkuð hefðbund- in,“ sagði Oddgeir. Stóll forsæt- isráðherra er valinn samkvæmt ábendingum arkitektanna, - sóf- ar og stólar Davíðs og eftir- manna hans verða útlendir, en eiga að passa vel við íslensku húsgögnin. Konungsgaiður Arkitektarnir Garðar Halldórs- son og Þorsteinn Gunnarsson hafa unnið við breytingar Stjórnarráðshússins. Þorsteinn er sérfræðingur í endurgerð gamalla steinhúsa á Islandi. Nægir þar að nefna Viðeyjar- stofu, sem er elsta steinhúsið á Islandi, síðan koma Hóladóm- kirkja, Bessastaðastofa, Nesstofa og Stjórnarráðshúsið. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari sagði í gær að gamla fangelsið sem Georg David Ant- hon hirðhúsameistari teiknaði, hafi þjónað sem slíkt vel fram á síðustu öld. Síðan var því breytt 1820 í bústað f\TÍr stiftamtmann. Eftir það kallaðist það Konungs- garður. Síðar varð húsið bústaður landshöfðingja og jafnframt emb- ættisskrifstofa hans, þar til heimastjórnin tók við árið 1904. Þá varð húsið aðsetur lands- stjórnar og síðar ríkisstjórnar ís- Iands. Þannig hefur það verið all- ar götur síðan. „Það er auðvitað vandaverk að \inna við hús af þessu tagi, en auðvitað er það afar ánægju- legt verk,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson. -JBP Saknaðartár í Pétursbúð Þeirfjölmörgu íbúar vesturbæjar sem kvöddu Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn- dísi Schram íPéturs- búð eiga ekki von á að lenda í skemmtilegra boði á þessi ári. Það var eigandinn, Pétur Emils- son, sem efndi til kveðjuhófsins og bauð viðskiptavinum sínum upp á bjór, rósavín, gos og pinnamat. Félagar úr Kvenna- kórnum mættu með kerti og sungu nokkur lög. Gunnar Þórðarson tók síðan við, tyllti sér upp á búðarborð með gítar og leiddi sönginn ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni vini sínum. Há- punktur kvöldsins var þegar Jón Baldvin söng eftirlætisljóð sitt, Það mælti mín móðir, við lag eftir Duke Ellington og veislu- gestir tóku rækilega undir. Það ríkti mikil gleði og samhugur í þessari litlu verslun þennan eft- irmiðdag, en einnig sár eftirsjá enda sannarlega ekki verið að kveðja hversdagsfólk. kb Það er stóísk ró yfir sendiherranum tilvonandi þar sem hann vaggar kornabarni nágranna sinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.