Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 1
„ÞÞÞ“ til RUds- endurskoðunar Sýslumaðuriim á Akranesi segir ekkert óeðlilegt við af- greiðslu embættisins á skattsvikamáli for- stjóra ÞÞÞ. Fjármála- ráðherra hefur sent Ríkisendurskoðun og formönnum stjóm- málaflokka öll gögn málsins. Sigurður Gizurarson, sýslumað- ur á Akranesi, segir ekkert óeðli- legt við það, þegar hann sam- þykkti í ÞÞÞ-málinu að sektar- greiðslur skyldu færast framfyrir skattaskuldir. „Eg skrifaði fjár- málaráðuneytinu um ósk Iög- manns Þórðar og bað um ákvörðun, sem ráðuneytið fól Stefnt tíl Danmerkur Valdísi Osk Hauksdóttur, sem nýlega fékk 8 ára dóm fyrir kóka- ínsmygl frá S-Ameríku til Dan- merkur og afplánar hér á landi, hefur verið stefnt af lögreglunni í Kaupmannahöfn til að mæta fyr- ir héraðsdóm á mánudag til að bera kennsl á mann eftir mynd- um. „Það er rétt, það barst beiðni frá Kaupmannahafnarlögregl- unni um að Valdís Osk bæri kennsl á einstakling eftir mynd- um. Það er í tengslum við mál sem verið er að rannsaka ytra og hafa einhver nöfn verið tilgreind sem hún kannast ekki við,“ segir Haukur Már Haraldsson, faðir stúlkunnar. Valdís Osk var fundin sek um að vera burðardýr og dæmd fyrir smygl á 2 kílóum af kókaíni frá Uruguay og 2 kílóum frá Brasil- íu, en hún kvaðst saldaus af síð- arnefnda málinu. Að líkindum eru myndirnar sem hún á að bera kennsl á af höfuðpaurnum. — FÞG mér að taka. Mér bar að gæta hagsmuna ríkissjóðs og fullyrði að hann hafi ekki tapað krónu á þessu. Eg gætti jafnræðis og meðalhófs, því það er algengt að veita veðleyfi ef það auðveldar greiðslu skulda og það á aldrei að valda borgaranum þyngri byrði með stjórnvaldsákvörðun en hægt er að komast hjá. Þórður vildi greiða sektina og þetta liðk- aði fyrir.“ Aðspurður um hvers vegna beðið hafi verið í tvö ár með að selja 87 milljóna króna skulda- bréfin sagði Sigurður að meðferð skattamálsins og sakamálið gegn Þórði hafi verið órjúfanlega tengd og óhjákvæmilegt að bíða niðurstöðunnar í sakamálinu. „Þegar sá dómur Iá fyrir lýsti lög- maður Þórðar því yfir að hann vildi greiða sektina og þá þróuð- ust málin eins og ég lýsti. Það eina sem er hugsanlega skrýtið er að fjármálaráðuneytið bauð ekki í skuldabréfin," segir Sigurður. Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi: „Mér bar að gæta hagsmuna ríkissjóðs og fullyrði að hann hafi ekki tapað krónu á þessu." Hann neitar því alfarið að hann hafi verið beittur pólitísk- um þrýstingi í málinu. „Það hef- ur enginn ráðherra eða þingmað- ur rætt við mig um þetta mál.“ Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra segir ekkert skrýtið við að ráðuneytið hafi ekki boðið í bréfin. „Ríkið tekur ekki við bréf- um sem greiðslu vegna skatt- skulda. Þegar uppboðið var aug- lýst fengum við frest til að kanna verðgildi bréfanna, sem voru verðtryggð, en ekki veðtryggð og ekki þinglýst. Fjármálafyrirtæki taldi að verðgildið gæti verið um 36 milljónir króna og einnig kom fram að árangurslaust hefði ver- ið reynt að selja bréfin. Það var því ljóst að ekkert fengist upp í skattaskuldirnar og því var ekki óskað eftir því að boðið yrði í bréfin fyrir hönd ráðuneytisins," segir Friðrik. Hann undirstrikar að fjármálaráðuneytið hafi ekk- ert að fela í þessu máli og segir að ráðuneytið hafi tekið saman öll gögn málsins og sent Ríkis- endurskoðun og formönnum stjórnmálaflokka í gær. — FÞG Talsvert hefur snjóað i Hlíðarfjalli síðustu sólarhringa og var kominn ágætur skiðasnjór í gær. ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða, var að vonum ánægður með að biðinni væri lokið en tvær iyftur verða opnaðar í dag, frá kl. 11.00-16.00. Þá er búið að leggja 3,5 km göngubraut og er færi ágætt. - bþ/mynd: björn Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Ekki lög á sjómenn „Ég lít svo á að deiluaðilarnir í sjómannadeilunni verði sjálfir og án utanaðkomandi aðstoðar að semja sín í milli enda hvílir mik- il ábyrgð á þeim að gera það. Það er alveg víst að það verða ekki sett nein bráðabirgðalög í þessari deilu,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um sjó- mannadeiluna, þar sem allt virð- ist standa fast. Þorsteinn segir ljóst að deilan sé afar snúin og sér sýndist sem Iausnir væru vandfundnar. Af- skipti utanaðkomandi aðila væru óheppileg því varanlega lausn á sjómannadeilunni geti engir fundið nema deiluaðilar sjálfir. Lög leysa ekki vandann „Þetta er auðvitað hin erfiðasta staða en ég trúi því ekki að ríkis- stjórnin komi að henni með laga- boði fyrr en reynt hefur verið til þrautar að ná samkomulagi eftir venjulegum Ieiðum, ef til verk- falls kemur. En jafnvel þótt deil- an yrði leyst með lagaboði væri það í sjálfu sér engin lausn. Lög gætu komið sjávarútveginum af stað aftur en gerðu ekki annað en að fresta lausn þeirra undir- liggjandi vandamála sem orsaka þessa deilu, sem er leiguþáttur- inn í aflaheimildunum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis. AlliiJt fisk á markað „Því miður sé ég enga lausn í þessari deilu eins og staðan er nú enda er þetta ekki hefðbund- in kjaradeila heldur er deilt um verðmyndun á fiski. Alþingi hefði betur samþykkt tillögur okkar jafnaðarmanna um að all- ur fiskur skuli seldur á markaði. Þessi deila væri ekki í gangi ef svo væri,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins. — S.DÓR Hver vHl geislavirkan fisk? Bls. 8 9 BlACKSi DECKERI Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.