Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 10.01.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 - 7 Ttoptr Davíð, Frasier og Árni eiga það sameiginlegt að búa við skerta sjálfsmynd. Frasier vegna kvennamála en þeir Davíð og Árni vegna valdaleysis flokksins i Reykajvíkurborg. samsett mynd: dagur Sj ónvarpssálfræðmgur og Sj átfstæðisflokkur sjálfstæðismenn ráði ekki borg- inni. Enda eru það greinileg Frasier-einkenni að hann skuli láta umræðuna um listann þró- ast með þeim hætti sem hún hefur gert. Það hefði verið leik- ur einn að stöðv'a hana í fæð- ingu ef menn hefðu viljað. Or- yggið er einfaldlega ekki meira en þetta, þótt ákafinn í að ná ár- angri sé gríðarlegur. Gengisfall frambjóðenda Niðurstaðan verður því sú að eft- ir margra vikna þóf og þvæl um uppstillingu á lista flokksins í Reykajvík eru skilaboðin sem eft- ir verða hjá kjósendum þessi: Helstu kanónur flokksins í borg- armálum eru annars flokks. Langvinnt tal um umfangsmiklar styrkingar á listanum er ákveðin gengisfelling á þeim sem eru fyr- ir á listanum. Það sem þó er ótrúlegast í málinu er að þetta er gjörsamlega ónauðsynleg gengis- felling mjög frambærilegra stjórnmálamanna eins og Arna Sigfússonar, Ingu Jónu Þórðar- dóttur og Vilhjálms Vilhjálms- sonar, svo ekki sé nú talað um yngra fólkið eins og Kjartan Magnússon, eða það nýja eins og Júlíus Vífil Ingvarsson. Sjálfstæðismenn hafa í skammdeginu séð okkur fyrir magnaðri pólitískri útgáfu af Frasierþættinum i sjónvarpinu á fimmtudaginn. Hvort þessi pólit- íska útgáfa er skemmtiþáttur eða harmleikur veltur svo á því hvar menn skipa sér í pólitískar fylk- ingar. Sjónvarpssálfræðingurinn Fra- sier var á skjánum í fyrrakvöld. Að þessu sinni voru það ástar- málin sem böggluðust fyrir hon- um. Hann hafði áhyggjur af því hve illa honum gekl< að komast í nánari kynni við kvenfólk. Vin- kona hans liðsinnti honum og benti á að hann væri of ákafur í umgengni sinni við hitt kynið. Vegna spenningsins og tauga- veiklunarinnar gerði hann alls kyns hluti, sem virkuðu frá- hrindandi á konurnar sem hann væri að stíga í vænginn við. Yf- irkeyrður hlátur hans þegar kona sem hann svermaði fyrir sagði eitthvað fyndið væri hluti vandans sem og óeðlileg og til- gerðarleg raddbeiting. Allt var þetta mjög fyndið eins og Fra- sier-þættir jafnan eru. Það sér- kennilega var að eftir þáttinn fór ég að hugsa um Sjálfstæðis- flokkinn. Sérstaklega Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík. Heitasta þráin Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hefur síðustu árin að mörgu leyti verið í svipaðri stöðu gagn- vart reykvískum kjósendum og Frasier gagnvart konum. Það er ekkert sem flokkurinn þráir heitar en að vinna frk. Reykjavík aftur og halda henni. Það var gífurlegt áfall þegar flokkurinn missti borgina 1978 og margir sjálfstæðismenn sóru þess dýr- an eið að slíkt mætti aldrei, aldrei, henda aftur, enda væri það beinlínis hluti af sjálfsmynd sjálfstæðismanna á landsvísu að vera við völd í höfuðborginni. En svo hrundi himinninn ofan á flokkinn. I síðustu borgarstjórn- arkosningum þegar Reykjavík- urlistinn kom sá og sigraði eins og Sesar forðum. Raunar var farið að molna dálítið úr flokks- himninum strax í aðdraganda kosninganna þegar sýnt þótti hvert stefndi. Síðan hefur Sjálf- stæðisflokkurinn þurft að búa við skerta sjálfsmynd vegna Reykajvíkur, rétt eins og sjón- varpssálfræðingurinn Frasier vegna kvenna. SífeUdur efi um listann Og yfirdrifna hláturinn og sér- kennilegu röddina, sem óöryggi hinnar skertu sjálfsmyndar framkallar, má líka finna í póli- tískri útfærslu hjá sjálfstæðis- mönnum. Sjálfstæðismenn eru alltaf efins um að framboðslist- inn sem þeir eru með hverju sinni sé nógu góður. Ottinn við höfnun kjósenda verður til þess að menn reyna sífellt að gera þeim meira og meira til geðs og bjóða upp á ferska og flotta val- kosti. Ætli þessi sé ekki betri en hinn eða er kannski enn annar betri en þeir báðir? A endanum er þetta gengið svo langt, að það er orðið ígildi skrækrar raddar og hrossahláturs sjóvarpssál- fræðingsins Frasiers. Akafinn er orðinn að fötlun. Síðustu kosningar I aðdraganda síðustu kosninga greip Sjálfstæðisflokkruinn til vægast sagt róttækra aðgerða í tilraun til að ná ástum kjósenda í höfuðborginni. Skipt var um borgarstjóra og oddvita í miðju straumvatninu í von um að auka aðdráttarafl flokksins. I heildina litið jók það ekki trú- verðugleika flokksins, þó segja verði að hann hafi komið merki- Iega vel út úr svo dramatískri aðgerð á endanum. Flokkur sem velur sér foringja sem kippt er úr umferð eins og gallaðri vöru fær á sig ótraustvekjandi yfirbragð. Fólk er ekki líklegt til að kaupa handblys ef kynning- arblysið springur í höndunum á seljandanum. Viðbrögð flokks- ins fyrir síðustu kosningar báru því keim af örvæntingu hinnar skertu sjálfsmyndar. Niðurstað- an varð sú að stjórnmálamaður- inn Markús Örn var sleginn af og trú manna á dómgreind flokksins almennt til að velja sér foringja beið hnekki. Og þrátt fyrir þennan herkostnað tapað- ist borgin. Guðnmar-þáttur Enn virðist þessi tilhneiging hrjá sjálfstæðismenn í uppstill- ingu listans fyrir kosningarnar. Þrátt fyrir að prófkjör væri hald- ið með pompi og prakt, þar sem allir helstu forkólfar flokksins í borgarmálum leiddu saman hesta sína hefur enn ekki feng- ist botn í umræðuna um Iist- ann. Umtal um að fá Guðrúnu Pétursdóttur á listann og ýmis skilaboð sem lekið hafa út um hlutverk hennar þar hafa haldið lífinu í óvissunni um hvernig hinn endanlegi listi muni líta út. Það var meira að segja dreg- ið í efa opinberlega um tíma að Árni Sigfússon yrði borgar- stjóraefni flokksins ef Guðrún kæmi þarna inn. Þessi umræða, sem nú hefur staðið vikum sam- an er auðvitað til komin vegna þess að kjörnefnd og forysta flokksins fór á stúfana að styrk- ja listann sem fram kom í próf- kjörinu. Og umræða um að styrkja listann, ekki síst með því að setja inn manneskju eins og Guðrúnu, er einfaldlega um- ræða um að listinn og frambjóð- endurnir sem prófkjörið skilaði séu of veikir. Frasier í Davíð Það bætir ekki úr skák að sjálf- ur formaður flokksins er sagður standa að baki þessum þreifing- um. Hin óvenju sterka staða hans og óskorað forræði í öllum málum gefur breytingarumræð- unni \dgt, því menn vita sem er að ef Davíð vill miklar tilfærslur, þá verða miklar tilfærslur. Það sýnir reynslan frá síðustu kosn- ingum. Davíð er auðvitað per- sónugervingur Sjáflstæðis- ttokksins og á sjálfsagt manna erfiðast með að sætta sig við að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.