Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 4

Dagur - 10.01.1998, Qupperneq 4
20 - LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 X^iir LÍFIÐ í LANDINU mi£ ekki Hvað segirBaltasarKormákurum Hamlet, gangrýnendur og blendin viðbrögð við sýning- unni í Þjóðleikhúsinu? Margrét Elísabet Ólafs- dóttir ræðirvið hann. „Einhver gagnrýnandinn skrifaði að Hilmir Snær væri besti leikar- inn í sýningunni. Það er ekkert skrýtið, hann er með bitastæðasta hlutverkið í verkinu," segir Baltasar Kormákur áður en hann bætir við: „Annars veit ég ekki hvað það þýðir að segja að ein- hver Ieikari sé bestur. Islenskir leikhúsgagnrýnendur virðast sjaldan velta íyrir sér forsendum leikstjórans. Þeir láta sér nægja að dæma út frá fyrirframgefnum hugmyndum um tiltekið verk.“ Sdstu Arthúr Björgvin í Dag- Ijósi? Hann sagðist vilja sjá leikar- ana smjatta meira á textanum? „Það er akkúrat það sem ég vildi ekki láta þá gera. Eg vildi að þetta væru hugsanir, ekki froða. Þegar menn fara að baða sig í textanum glatar sýningin tilgangi sínum. Annars hef ég engan áhuga á því að afsaka mig. Það er hvort eð er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.“ Nú er uppfærsla þín á Hamlet nokkuð óvenjuleg. „Það finnst mér ekki.“ Kannski væri nær að segja að hún sé óhefðhundin? „Við getum sagt það um hátal- arakerfið. Það er einfaldlega spurning um að nota hlut sem er til staðar. Við vorum líka með Kurt Cobain í huga. Ekki til að gera einhvern poppara úr Hamlet heldur vorum við að velta því fyrir okkur hvernig prinsar eru í dag. Pældu í partýi í Buckingham- höll. Eg er ekki að tala um opin- bert partý heldur partý sem held- ur áfram á eftir, inni í hliðarher- bergi. Eg er viss um að í slíkum partýum eru diskóljós og Spice Girls. Eg skoðaði blöð eins og Hello. I einu þeirra voru myndir af grímuballi í Buckinghamhöll og þar á meðal var ein alveg dá- samleg af Andrew prins. Hann er svo óhamingjusamur í framan. (Hlátur). Þarna sérðu tragedíuna í dekínasjóninni. Auðvitað fer ég ekki alla þá leið, þótt það hefði vel verið hægt, gera sýninguna beinlínis ljóta." Hættulegir þjónar „Það er til merkileg saga um Díönu sem segir að alltaf þegar hún gerði eitthvað rangt hafí tveir menn í gráum fötum birst í heim- sókn. Þeir sögðu aldrei neitt við hana, en þeir voru þarna til að rétta hana af. Og það er einmitt hlutverk Gullinstjörnu og Rósin- krans framan af. Þeir eiga að fylgjast með Hamleti.“ En oft eru Gullinstjarna og Rós- inkrans gerðir að algjörum trúð- um? „Mér fannst ofboðslega óspennandi að fara þá leið með þá. Eg ákvað að reyna að gefa þeim meiri þunga. Láta þá vera svolítið hættulega. Hugsunin er sú að þeir séu sendir af konungi til að rétta hann af og að þeir séu Sjálfur vinn ég best þegar allt er í rugli I einkalífinu. Manneskjan er svo órökrétt. Þess vegna held ég að það sé ekkert nýtt að Hamlet sé áttavillturmyndir: brynjar gauti í rauninni mjög hættulegir þjónar konungs. Það verður að halda valdapýramídanum í jafnvægi. Þess vegna er Hamlet svona óþægilegur. Það er allt að hrynja af því hann virðir ekki valdapýramídann. Hann heldur að sá sem ætti að vera konungur hafi verið myrtur. Við leggjum hins vegar mjög sterka áherslu á það í sýningunni að þannig hafi Við Hilmir Snær vild- um draga upp mósaíkmynd af manni, raða upp alls- konarmyndum afhon- um ígegnum alla sýn- inguna, en ekki leika hann lógískt. það ekki endilega verið.“ Áttu við að Kládíus hafi ekki myrt hróður sinn og hann hafi dáið eðlilegum dauðdaga? „Hver veit? Það segir enginn nema Hamlet að hann hafi verið myrtur. Og Kládíus á einum stað, en við tókum það út. Mér finnst það heldur ekki vera aðalatriðið. Þegar einhver fremur morð, eins og þessi breska au pair stelpa, Denise, seir \ að hafa lamið barni utan í vegg, þá veit enginn og mun aldrei neinn fá að vita hvað raunverulega gerðist. Verkið fjallar um sekt og sak- leysi. Til að ég geti gert eitthvað ljótt af mér, þarf ég að réttlæta það fyrir bæði sjálfum mér og öðrum. Þetta gera allir til þess að lifa af. Því það eru allir með eitt- hvað á samviskunni. Við göngum út frá þessu í sýningunni og velt- um því fyrir okkur hvernig hver og einn reynir að réttlæta sjálfan • U sig. Ófelia er ekki saklaus „Ég velti þessu fyrir mér í sam- bandi við Ofelíu. Hún er orðin tvítug og tvítug kona er ekkert saklaus. Hún hefur upplifað ým- islegt. Það er hægt að sjá þetta sem ég er að tala um á Kaffibarn- um. Þangað inn koma ungar stelpur og kannski mánuði eftir að þær komu fyrst eru þær komn- ar með litað hár og helmingur karlmannanna búinn að leika sér að þeim. En þær sækja í þetta. Og ég held að það eigi líka við um Ófelíu. Svo þegar Hamlet ræðst á hana og svívirðir, bregst hún þveröfugt við það sem hann hélt að hún myndi gera. Hún vill standa uppi í honum. En hún gerir það í ör- væntingu og endar með því að missa tökin á hlutunum. Auðvitað má deila um þetta, en mér fannst hún t* eiri dýpt. Þessi viðbrögð eru fullkomlega órökrétt, en manneskjan bregst oft furðulega við þeim aðstæðum sem hún lendir í. Sumir vilja að fólk bregðist dramatískt og bók- menntalega við ákveðnum uppá- komum, en það gerist yfirleitt ekki.“ Mósaikmynd af Hamlet Hvaða tilfinningar her Hamlet til Ófelíu? „Ég held hann geri allt í senn að elska hana og hata, langa í hana og langa ekki í hana. Þetta er ekkert einfalt. Ég er kannski svona gallaður maður, en hjá mér eru 24 tímar í sólarhring og það sem fer í gegnum hugann á mér á þessum eina sólarhring geta verið alveg ótrúlega margar tilfinningar. Og það jafnvel gagnvart einni manneskju. Svo þegar fólk spyr: elskaðru hana? - Já. En ekki allan daginn! Kannski elska ég hana þrjá tíma á dag... Tilfinningar manns eru miklu flóknari en svo að hægt sé að svara svona spurn- ingu í eitt skipti fyrir öll. Það eru engar hreinar línur jafnvel þó svo maður vildi það. Fyrir mér er hann allt þessi maður. Bæði væluskjóða og bar- áttumaður. Við Hilmir Snær vild- um draga upp mósaíkmynd af manni, raða upp allskonar mynd- um af honum í gegnum alla sýn- inguna, en ekki leika hann lógískt.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.