Dagur - 10.01.1998, Side 17

Dagur - 10.01.1998, Side 17
 LAUUARUAGUR 1 O.JANÚAR 199 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Ungur íslendingur, Orri Hlöðversson, ereini „lókal“ starfsmaðurinn hjá við- skiptaskrifstoju Bandaríkja- manna hjá ESB íBrussel og aðstoðarbandaríska útflytj- endurvið aðfinna markaði í Evrópu. Starfiðfékk hann þó systkini hans séu virk á vinstri vængnum á ís- landi. „Ég þurfti að útskýra mjög rækilega fyrir þeim hvernig Evrópska efnahagssvæðið tengdist Evrópúsamband- inu. Þegar þeir höfðu komist að raun um að ég mátti vinna í Brussel af því að ég kem frá Evr- ópska efnahagssvæðinu þá hafði ég sömu mögu- leika og aðrir á að fá starfið og fékk það,“ segir Orri Hlöðversson, ungur Islend- ingur sem undanfarið ár hefur starfað á viðskiptaskrifstofu bandarísku fasta- nefndarinnar hjá ESB i Brussel og hjálp- að Bandaríkjamönnum við að finna við- sldptasmugur £ Evrópu. Gott að brjóta ísLnn Orri hafði starfað við Kynningarmiðstöð EvTÓpurannsókna, KER, í tvö ár þegar honum bauðst tímabundið starf hjá fram- kvæmdastjórn ESB í Brussel í eitt ár. Þegar hann var á heimleið var auglýst starf viðskipta- fulltrúa hjá am- er- ísku fastanefndinni innan ESB. Orri var valinn úr hópi hundruða umsækjenda og er því eini „Iókal“ maðurinn á viðskipta- skrifstofunni þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Þetta getur hann vegna þess að Islendingar eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. „Ég þarf yfirleitt að útskýra það í löngu máli hvers vegna í ósköpunum stendur á þva að Islendingur er að vnnna sem full- trúi Bandaríkjastjórnar hjá Evrópusam- bandinu en það frekar hjálpar en hitt, myndi ég segja. Þetta er góður umræðu- punktur til að brjóta ísinn. Margir Amer- íkanar eru áhugasamir um ísland og vita af Islandi," segir hann. Bandaríkjamenn hafa mikinn viðbúnað Brussel og starffækja þar í rauninni þrjú sendiráð og fastanefndir. Þeir eru með 60 menn starfandi við fasta- nefnd hjá ESB, aðra 200 menn í hinu eiginlega sendiráði Banda- ríkjanna f Belgíu og svo eru nokkur hundruð manna starf- andi v'ið höfuðstöðvar NATÓ. Kröfur til starfsmanna eru gríðarlegar og þurfa umsækj- endur því að gangast undir þung próf og leysa ýmsar þraut- Allaballar ekkerf mál :„Ég sótti um starfið í nóvember og byrjaði að vinna í maí. Þetta er öðru- vísi ráðningarferli en á íslandi. Ég var bú- inn að fá já í mars en það tók þá tvo mán- uði að fá öryggisúttekt á rriér. Þeir kanna bakgrunninn rækilega' enda er það nauð- synlegt. Maður er að fara með ýmis trún- aðarmál í sendiráð- inu. Fyrst og fremst „Ég þarfyfirleitt að útskýra það í löngu máli hvers vegna I ósköpunum stendur á þvíað Islendingur er að vinna sem fulltrúi Bandaríkjastjórnar hjá Evrópusambandinu en það hjálpar frekar en hitt, “ segir Orri Hlöðversson. „Þetta er góður umræðupunktur til að brjóta ísinn. Margir Ameríkanar eru áhugasamir um Island og vita aflslandimynd: gva þeim umhugað um að maður hafi hreina sakaskrá og að maður hafi ekki verið bendlaður við neina öfgahópa," segir Orri. - Margur myndi halda að tengsl við Alþýðubandalagið gæti haft slæm áhrif á starfsmöguleika hjá bandarískum yfir- völdum. Orri á átta systkini, þar á meðal Bryndísi alþingiskonu Alþýðubandalags og Valþór, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Hafði Íengin áhrif á starfsmöguleika is? Það hafði ekkert að segja. Þeir fðu miklu meiri áhuga á því hvort ; hefði einhvern tímann verið að ækjast fyrir botni Miðjarðarhafs g ætti einhveija vini þar úr námi í Ymeríku. Ég viðurkenni að ég var svolítið smeykur fyrst í stað að það gæti komið mér í koll að eiga systkini sem væru virk á vinstri vængnum á íslandi. En ég spurði þá bara að því og þeir sögðu síð- ur en svo. Þetta væri enginn öfgahópur úti í bæ heldur þing- flokkur, fulltrúar sem væru kjörnir af fólkinu í landinu, Orri aðstoðar bandaríska út- flytjendur til aðflytja vam- ing sinn inn á Evrópska efna hagssvæðið og komastfram- hjáýmsum tæknilegum við- skiptahindmnum. þannig að það hafði ekkert að segja, sem betur fer.“ Lobbýisminn er öðruvísi Orri er i þeirri sérkennilegu aðstöðu af Islendingi að vera að aðstoða bandaríska útflytjendur, aðallega á iðnaðarvarningi, til að flytja varning sinn inn á Evrópska efnahagssvæðið og komast framhjá ýms- um tæknilegum viðskiptahindrunum, til dæmis réttum eða röngum vörumerking- um. Einnig fylgist hann vel með því hvað kemur út úr „pappírsvélinni i Brussel", eins og hann orðar það, fylgist með hvaða reglur er verið að smíða, sem koma til með að hafa áhrif á ameríska viðskipta- hagsmuni eftir nokkur ár. „Við reynum að ná góðu samstarfi við þá embættismenn í kerfinu, sem eru að skrifa þessi lög og þessar reglur, þannig að þetta er lobbyismi frá stjórnvöldum til stjórnvalda. Við erum embættismenn líka og Evrópusambandinu ber engin skylda til þess að taka neitt tillit til þess sem við erum að segja. Með því að byggja upp traust reynum við að gera þeim grein fyrir því að hagi neytandans í Evrópu er sem best borgið með því að hafa sem mest af vörum. Þeir taka okkar sjónarmið mjög oft með í myndina. Við reynum að hafa áhrif á reglugerðirnar nógu snemma því að seinna er erfiðara um vik,“ segir Orri. Stundum kjaftstopp En hvernig ætli vinnubrögð Bandaríkja- manna séu miðað við Evröþumenn? „Þeir ganga miklu hreinna til verks og læðast ekkert í kringum hlutina. Þeir hafa áhuga á því að ganga frá viðskiptun- um meðan kollegar mínir á hinum vinnustaðnum í Brussel fara svolítið eins og köttur í kringum heitan graut að málunum. Þeir nálgast hlutina á allt annan hátt. Ameríkanar eru lík- ari okkar Islending- um að því leyti að þeir ganga hreint til verks. Stundum borgar það sig og stund- um ekki. Menn geta móðgast þegar geng- ið er hreint til verks. A hinn bóginn knýr það oft fram niðurstöðuna mildu fyrr. Þeir eru líka stundum dálítið „naív“, skilja ekki alveg hvað Frakkarnir og Þjóð- verjarnir eru að kokka. Þetta er bara menningarfyrirbæri,“ segir hann. Orri er í þeirri aðstöðu að skilja hvað báðar hliðar eru að fara. Stundum fari það smávegis í taugarnar á sér hvað Bandaríkjamenn séu blátt áfram og stundum ekki. Það sé mjög fróðlegt að sjá hvaða aðferðir Bandaríkjamenn nota gagnvart Evrópusambandinu. Þeir séu oft gjörsamlega kjaftstopp yfir því hvernig hlutirnir gangi fyrir sig í embættismanna- kerfinu í Brussel þar sem miðstýringin sé mikil. Þetta sé nokkuð sem Bandaríkja- menn þekki ekki að heiman frá sér. -GHS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.