Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 12
28 - LAUGARDAGVR 24.JANÚAR 1998 Dggur MATARLÍFIÐ í LANDINU í aUri siraii dýrð Mataifatið — Bamaafmælieru... ótrúleg. Tilaðafmæliðverðieftir- minnilegt, afmælisbaminu oggestunum, þuifaþeir sem það undirbúa að leggja ýmislegt á sig. Það þaifað útbúa eitthvað matarkyns, hafa það skrautlegt og skemmtilegt útlits. Ekki spillirað láta eitthvað þema vera gegnumgangandi íafmælinu, skreyta tertumar með það í huga, skreyta jafnvel heimilið í þeim stíl, útbúa boðskort, nammipoka. Það er um að gera að láta hug- myndaflugið njóta sín þegar kemur að því að útbúa af- mælistertuna. Hægt er að gera allt milli himins og jarðar, það er bara að baka góða botna (ein- hveija í uppáhaldi), hvort sem þeir eru hvítir eða brúnir, og skera út mynstur. Það þarf náttúrulega að ráð- ast hversu marga botna þarf í þá fígúru sem á að gera en einnig gæti þurft að baka í brauðformi eða öðrum ámóta formum til að fá botnana þykkari og lengri ef mynstrið gefur það til kynna. Betra er að baka botnana daginn áður, þannig að þeir séu vel kaldir. Þá er auðveldara að setja kremið á. Kremið skiptir miklu máli. Best er að nota smjörkrem eða frostingskrem og valið milli þessara krema fer í raun eftir þeirri áferð sem á að vera á kök- unni. Smjörkremið er hentugra að mörgu leyti. Það er auðveld- ara að vinna með það og það heldur sér betur. Matarlitirnir skipta öllu máli þegar kemur að því að skreyta afmæliskökuna. Þeir eru til í mörgum litum og gerðum og bæði kremin þola litinn vel. Smjörkrem: 125 g smjör, mjúkt 1 'A bolli flórsykur Smjörið er hrært í hrærivél þar til það fer að hvítna, þá er flór- sykrinum blandað saman við. Matarliturinn fer út í að síðustu. Ef gera á kakó/súkkulaðikrem þá er 1/3 bolla af kakói hrært sam- an við smjörkremið. Frostingskrem: 1 bolli sykur / bolli vatn 2 eggjahvítur Sykur og vatn er sett í pott og hitað þar til sykurinn hefur allur leyst upp. Suðan þá látin koma upp og soðið í 3-5 mín., eða þar til blandan þykknar örlítið. Það þarf að passa vel að sykurinn brenni ekki. Meðan sykurbland- an sýður eru eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru vel stífar. Sykurinn þarf að kólna aðeins áður en honum er hellt í mjórri bunu út í eggjahvíturnar og hrært í á meðan. Hrært þar til kremið hefur blandast vel. Kremið má bragðbæta á ýmsan hátt. Betra er að útbúa kremið sama dag og bera á tertuna fram annars þornar það upp. Botnar: 4 egg 400 g sykur 3 dl vatn 100 g smjör 200 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 3-4 msk. kakó súkkulaðikrem: 60 g smjör 3 msk. síróp, kúfaðar 100 g suðusúkkulaði sælgæti til skrauts

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.