Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 17
LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 24. JAXÚAR 1998- 33 Þrívegis hefurJó- hannes Héðinsson skipstjórí lent í kríngumstæðum, þar sem skammt er milli lífs og dauða. Jóhannes Héðinsson komst íhann krappan þegar flutningaskipið Hekla sigldi á bát hans með þeim afleiðingum að stefnið kubbaðist af. Hann hefur þó oftar verið í hlutverki bjarg- vættar á sjónum. Jóhannes er til vinstri á myndinni en með honum er bróðir hans Freyr, sem rær með honum á Brimnesinu. „Manni líður mjög vel að hafa átt þess kost að bjarga mönnum í sjávarháska. Eg lít á mig sem mjög heppinn mann,“ segir Jó- hannes Héðinsson, skipstjóri á Brimnesinu BA 800 á Patreks- firði. Áhöfn Brimnessins hefur tvívegis á rúmum þremur árum bjargað skipsveijum í sjávarháska. Fyrra tilvikið var þegar báturinn Reki sökk árið 1995 og mátti þá mjög litlu muna að mannskaði yrði. Síðara tihikið var á sunnu- dagskvöld þegar Haukur sökk og tveggja manna áhöfn var bjargað. Þá er ekki öll sagan sögð þar sem Jóhannes Héðinsson, skipstjóri á Brimnesinu, lenti í því á Brim- nesinu fyrir 9 árum að fraktskipið Hekla sigldi á bát hans og kubb- aði stefnið af. Skipstjórinn hefur því staðið beggja megin borðs. Lífs og dauða. Mmútur skiptu sköpum Öll sjóslysin þrjú sem Jóhannes hefur tengst, gerðust á svipuð- um slóðum, skammt norðvestur af Blakknum. Árið 1995 barst neyðarkall frá Reka um 18 sjó- mílur frá landi og Jóhannes og áhöfn stímuðu strax á staðinn ásamt nokkrum öðrum bátum sem voru nærstaddir. Siglingin tók um 20 mínútur en þá var svo komið að Reka hafði hvolft og áhafnarmeðlimir héngu á kil- inum, þar sem þeir komust ekki £ björgunarbát þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Mínúturnar skiptu sköpum upp á líf og dauða og þegar áhöfnin á Brim- nesi bjargaði skipverjunum voru þeir mjög kaldir, enda sjórinn við frostmark. Reki var 5,9 tonna trilla frá Patreksfirði en aldrei varð uppvíst af hverju trillan sökk. Skrúfubilun Með Jóhannesi róa nú bróðir hans Freyr, Ragnar Fjeldsted og Guðmundur Aðalsteinsson. Tíð- indalítið var hjá Jóhannesi frá 1995 fram að síðustu helgi þeg- ar smábáturinn Haukur sökk skammt undan Blakk. Jóhannes segir að skipstjórinn á bátnum hafi orðið vélarvana og meining- in hafi verið að Brimnesið myndi draga bátinn í land. Þeg- ar þeir komu að Hauki eftir um eins og hálfs klukkustundar sigl- ingu sáu þeir að báturinn var orðinn nokkuð siginn. Skipverj- ar reyndu að létta hann með því að kasta ýmsu lauslegu fyrir borð. „Þeir voru varla byrjaðir á að henda bölum og drasli fyrir borð þegar hann fór að síga nið- ur að aftan. Þá fór ég nær þeim þannig að þeir komust í kallfæri. Báturinn sökk en þeir komust í björgunarbát og það hefur varla Iiðið meira en mínúta frá því að þeir fóru í björgunarbátinn þangað til við komum til þeirra Iínu og þeir stigu um borð. Þannig var þetta allt öðruvísi en með björgun áhafnar Reka.“ Jó- hannes treystir sér ekki til að spá fyrir um orsakir þess að Haukur sökk, en hann segir ým- islegt benda til að báturinn hafi fengið eitthvað í skrúfuna. Alltaf á sjó Þegar Jóhannes er spurður hve Iengi hann hafi verið á sjónum, svarar hann „Allt of Iengi," og hlær. Er hann á leiðinni í Iand? „Nei, en maður veltir því stund- um fyrir sér. Annars veit ég ekki hvað maður ætti að geta haft fyrir stafni, ég hef aldrei gert neitt annað en vera á sjó,“ segir Jóhannes, sem er 37 ára gamall. Hann hefur haft skipstjórn með höndum frá árinu 1984 þegar fyrsta Brimnesið var keypt til Patreksfjarðar. En Ægir tók þann bát. Örlagablettur? „Já, við lentum einu sinni í óhappi, árið 1988 þegar frakt- skipið Hekla sigldi á okkur þannig að okkar bátur sökk. Fyrst það þurfti að gerast fór þetta jafn vel og hægt var að óska sér. Það hreinlega brotnaði bara stefnið af bátnum og hann sökk. Okkur var svo bjargað um borð £ Hekluna. „Jóhannes vill ekki ræða sök f þessum efnum en samkvæmt heimildum Dags varð ásiglingin vegna þess að Hekla vék ekki. Og staðsetning- in: Skammt út frá Blakknum. „Þetta gerist allt þarna,“ segir Jóhannes. Hjátrúarfullir gætu leitt hugann að þvf hvort um einhvern álagablett væri að ræða en svo er sennilega ekki. Hætt- urnar Ieynast \4ða á sjónum. Hugleiðir Jóhannes .oft þá áhættu sem fylgir sjómannslff- inu? Hann hugsar sig lengi um en svarar síðan að það þýði ekk- ert að velta sér upp úr því. „Þá væri maður bara ein tauga- lirúga. Þetta er bara svona.“ Margt svínslegt Nú stefnir í sjómannaverkfall og talið berst að aðstæðum sjó- manna. Jóhannes vill ekki fella neina dóma um launakjör, enda segist hann varla hafa sýn yfir það sem almennt er að gerast um Iandið. En: „Maður heyrir þó margt svínslegt. Hvernig ákveðnar útgerðir fara með menn. Sem betur fer eru þær þó fáar en þær espa menn upp og það þarf að taka f hnakkadramb- ið á ákveðnum úgerðarmönn- um,“ segir Jóhannes án þess a ðfara nánar út í við hverja hann á. Slysahvetjandi kerfi En hvernig er með hann sjálfan. Er hann á sjónum vegna ánægj- unnar eða Iaunanna? „Ja, ef engin væri ánægjan væri ég Ióngu hættur. Eins og þetta er hjá okkur sem róum á litlum báti þá siglum við bara þegar best og blíðast er. Frelsið er mikið, við stjórnum okkur sjálfir, hvenær við tökum frí og svoleiðis. Við erum ekkert að þvælast út á sjó í vitlausum veðrum." En þannig er því ekki farið með alla. „Menn róa oft á vet- urna í vondu veðri en það er líka verið að etja mönnum á sjó- inn með núverandi kerfi, þar sem hægt er að fara fleiri ferðir á sjónn yfir veturinn en á sumr- in. Þetta er hreinlega sjóslysa- hvetjandi kerfi og það hlýtur að vera hægt að fækka bátum á annan máta.“ Of lítið pláss Eitthvað sem Jóhannesi finnst að þyrfti almennt að laga í ör- yggisbúnaði sjómanna? „Því miður er það þannig oft með minnstu bátana að flotgallarnir komast hvegi fyrir. Þetta er bara lestin og tvær kojur. Oft verða slysin svo skyndilega að enginn kemst í þessa galla en þetta er samt ekki nógu gott og þyrfti að huga að því,“ segir Jóhannes Héðinsson. Kunnugir segja Jóhannes hafa mikla ábyrðarkennd og hann sé iðulega að ýta við minni bátum þegar honum líst illa á veðurút- iitið. Jóhannes er sjómaður og dáðadrengur. BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.