Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 24.01.1998, Blaðsíða 16
32 — LAUGARDAGUK 2 4. JANÚAR 1 998 LIFIÐ I LANDINU Gunnar Sverrisson * JÓHANNESARSPJALL Á stórgripaveiðum í stofimni Karlmenn eru veiðimenn. Veiðimenn eru karlmenni. Eða svo segja fraeðin og bókmenntirn- ar. Hemingway var veiðimaður. Og Hákon Aðal- steinsson er veiðimaður. Og Bjarni Hafþór frændi hans líka. Svo ekki sé minnst á Bubba Mortens og Stefán Jón Hafstein. Allt saman karlmenni í marga ættliði og jafnvefbeinan karllegg og eftirsótir af kvenfólki fyrir vikið. Eg er Iíka veiðimaður. Að vísu ekki á borð við ofannefnda. En ég hef t.d. veitt hornsíli í bæjar- lækjum, húsflugur í eldhúsum og gott ef ég gómaði ekld svo sem eina flatlús á sjálfum mér fyrir margt löngu, á hinum „ei- lífu veiði-Iendum,“ eins og indjánar kalla himnaríki. Þetta teljast kannski ekki beinlínis stórgripaveiðar, en þær eru vandasamar og krefjast ná- kvæmni og þolinmæði. Mús í stofuimi! Og ég er ekki hættur í veið- skapnum. Ekki er langt síðan ég fór í mjög erfiðan og krefjandi veiðitúr - heima í stofu. Eg kom sem sé heim úr vinn- unni og að venju gekk ég glað- legur og aðlaðandi inn og hróp- aði glettnislega: „Hó, hó og hæ, hæ. Elsku kallinn ykkar og fyrir- vinnan er kominn heim.“ Engin margradda fagnaðaróp gullu við eins og venjulega þegar ég kem heim, þannig að það var greini- lega enginn heima. Eg rölti því stæltur og tígulleg- ur inn í stofu. Og sé þá Irúna í hnipri úti í horni og er þar nið- urnjörfuð og stjörf af skelfingu. „Hvað er að elskan mín, kom eitthvað hræðilegt fyrir? Varstu kannski að horfa á Iandlækni og heilbrigðisráðherra í sjónvarp- inu?“ spurði ég. Hún hristi höf- uðið og stundi upp: „Hringdu í Meindýravarnir Islands, það er mús í stofunni!“ Góð ráð mein dýr Mér létti við þessar fréttir, veið- manninum, og sagði að bragði: „Hafðu aungvar áhyggjur heill- in, hér er hvurgi þörf á rándýr- um meindýraeyði alls mann- kyns. Eg skal myrða músar- skinnið fyrir þig og það ókeypis. Ég hef sko rotað stærri mýs en þessa," sagði ég og um leið ég ég sá músarskömmina skjótast undir hljómtækjasamstæðuskáp- inn þar sem vonlaust var að komast að henni. Nú voru góð ráð mein dýr. Málið var að skipuleggja og fara vísindalega að hlutunum. Gera eins og Tóti tönn og Helgi Héð- ins og Ahab skipstjóri og aðrir frægir veiðigarpar. Sem sé að pæla í sálarlífi bráðarinnar, kanna veðuraðstæður og útlit og náttúrlega vera með réttu græjurnar. Kúbein og Bjöggi Eg byrjaði því á að henda frúnni fram í bílskúr. Síðan lokaði ég öllum gluggum og hlóð mikið götuvígi úr púðum og pullum yfir stofuna þvera. Því næst sleikti ég vísifíngur og potaði honum upp í loftið til að átta mig á vindátt, þannig að árás mín kæmi úr réttri átt og bráðin fyndi ekki lykt af mér. Og þá var bara að ná í réttu veiðigræjurn- ar. Eg náði því í kúbein, veiði- stöng, vasaljós og hljómplötu með Björgvin Halldórssyni. Eg krækti Iínunni á veiði- stönginni yfir nagla á veggnum og lét spúninn síga niður á gólf. Kúbeinið hengdi ég upp á sama nagla og batt spotta í það sem ég lukti mér í greip. Vasaljósið Iagði ég á gólfið aftan við spún- inn og steig minni stórutá á kveikjarann. Síðan skipaði ég syni mínum, sem var kominn heim, að setja Bjögga á fóninn. Planið mikla Planið var sum sé þetta. Eg vissi að þegar músin heyrði í Bjögga myndi hún tryllast af viðbjóði og ijúka af stað. Um leið og ég sæi til hennar, kveikti ég á vasaljós- inu, hún blindaðist og ryki beint á spúninn og festist í þríkrækjunni. Þá myndi ég eldnsnöggur og katt- liðugur kippa í spottann og veiði- stöngina og bregða Iínunni um háls henni og herða að um leið og kúbeinið skylli niður og ylli a.m.k. vægu höfuðkúpubroti. Þetta átti sem sé að vera alveg öruggt, en reyndar ekki beinlínis í anda geðslegrar framkomu í garð sak- lausra smádýra. En hvað gera menn ekki fyrir konurnar sínar, jaírível þó þeim sé það óljúft? í spreng Og þetta gekk næstum því upp. Um leið og músin heyrði í Bjögga gekk hún af göflunum, rauk af stað, stökk yfir spún og vasaljós og var horfin þegar kú- beinið hvein niður og braut nöglina á stórutánni sem ég var með tilbúna á vasaljósinu. Mýsla stökk yfir púðana og pullurnar og rauk inn á klósett. Eg haltraði á eftir henni með fórmælingum og kúbeinið og læsti hana inni á klósettinu. Þetta gerðist í fyrradag. Eg er búinn að fá upplýsingar um að það taki að meðaltali 3 daga að svelta mýs til bana, en þær geti lifað mildu lengur ef þokkalega bragðgóðar handsápur eru til staðar. Ég er sem sé kominn í dálftið mikinn spreng.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.