Dagur - 03.02.1998, Síða 5

Dagur - 03.02.1998, Síða 5
 ÞRIDJVDAGUR 3 . FEBRÚAR 19 9 0 - S FRÉTTIR 1S milljarða sanmingur um leit að erfðavísum Það var fjölmennt íPerlurmi ígærþegar Jonathan Knowles (t.v.J og Kári Stefánsson (th.J skrifuðu undirsamning um leitað erfðavísum og Davíð Oddsson forsætisráðherra brosti breitt enda um milljarða samning að ræða. mynd: hilmar Hoffman-La Roche greiðir íslenskri erfðagreiningn ehf. 15 miUjarða á fimm árum fyrir leit að erfðavísum sem valda 12 sjnkdómum. Samningnum líkt við tvö álver. Islensk erfðagreining ehf. (IE) hefur gert 15 milljarða króna samning við lyfjafyrirtækið Hoffman-La Roche. Samningur- inn tekur til þess að á næstu 5 árum rannsaki ÍE erfðavísa sem valda stökkbreytingum sem aftur valda 12 sjúkdómum í hjarta, miðtaugakerfi og ónæmiskerfi. Kári Stefánsson, forstjóri IE, segir samninginn jafngilda tveimur álverum í verðmætum. La Roche er eitt allra stærsta fyrirtæki heims á sviði Iyfja-, efna- og vítamínframleiðslu. Samningurinn var undirritaður í Perlunni í gær af Kára og Dr. Jonathan Knowles úr fram- kvæmdastjórn La Roche og við- staddur undirritunina var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sanumtgur iiin maunauð ís- lands Við athöfnina sagði Kári að verð- mætin í samningnum fælust í mannauði Islands með tvennum hætti. Annars vegar í sjálfri ís- lensku þjóðinni; ellefu hundrað ára sögu hennar við einangrun, einsleitni og harðbýli auk mikill- ar ættfræðiskráningar og upp- byggingar á góðu heilbrigðis- kerfi. Hins vegar í þeim vísinda- mönnum sem ísland á. „Með þessum samningi ætlum við að varpa ljósi á leyndardóma sjúk- dóma sem hrjá milljónir manna á degi hverjum," sagði Kári. Dr. Knowles var afdráttarlaus og sagði að Island væri eini stað- urinn sem til greina kom vegna þess að hér eru allar aðstæður fyrir hendi. „Þessi þjóð mun leiða heiminn til nýs sögulegs tímabils í læknisfræði," sagði Dr. Knowles. Atti hann þá ekki síst við þann möguleika að veita fólki í áhættuhópum meðferð áður en það veikist. Davíð Oddsson for- sætisráðherra talaði um ögur- stund í íslensku samfélagi og líkti samningnum við góðæris- torfur í sjávarútvegi. íslendingar fá lyfin frltt Kári Stefánsson segir í samtali \dð Dag að samningurinn sé að- eins að hluta til árangurstengd- ur. „Hluti samningsins er tengd- ur árangri - sem við náum. Það er mitt lógíska og kalda mat. Og viðsemjenda okkar líka, því ann- ars væri þessi samningur ekki til kominn.“ Athyglisverður þáttur í samn- ingnum er að öll lyf sem kunna að vera þróuð á grundvelli þessa samstarfs verða gefin íslenskum sjúklingum án endurgjalds. Að sögn Kára er ljóst að umræddir sjúkdómar ná til tuga þúsunda íslendinga. „Akvæðið um lyf án endurgjalds gildir meðan einka- leyfi gildir, en það er 15 ár. Eftir það lækka Iyfin niður úr öllu valdi í verði. Það var alls ekki erfitt að fá þetta ákvæði inn í samninginn, La Roche fannst það sjálfsagt og eðlilegt og þetta var mér persónulega mikið metnaðarmál. Þarna er þjóðin að leggja mikilvægan skerf af mörk- um og það er hennar að upp- skera. Þetta er mjög mikilvægt og táknrænt framlag að mínu mati,“ segir Kári. - FÞG Möörufellsmál í Hæsta- rétti Tekin var fyrir í Hæstarétti í gær áfrýjun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar í svoköll- uðu Möðrufellsmáli. Jafnvel er búist við að dómur falli í vikunni. Matthías Eiðsson hrossabóndi býr nú á Möðrufelli, þar sem áður hefur verið rekið stórt kúabú með ríflegum kvóta, en sveitar- stjórn hafði áður gert samning við annan mann um sölu á jörðinni. Landbúnaðarráðuneytið úrskurðaði Matthíasi eignarheimild og fylg- di Héraðsdómur á eftir. Ef Hæstiréttur kemst að annarri niðurstöðu, verður Matthías hugsanlega að yfirgefa jörðina þar sem fyrri samn- ingur öðlast þá aftur gildi. -BÞ LaudsbauMuu í A-flokk Bandaríska matsfyrirtækið Moody’s gefur Landsbankanum góða einkum í mati á lánshæfi bankans eða A3/P2. Moody’s er annað tveggja virtustu matsfyrirtækja á alþjóðafjármagnsmarkaði en ein- kunnir matsfyrirtækjanna eru oft afgerandi í verðlagningu lána til fjármálastofnana og fyrirtækja. Mat Moody’s er staðfesting á fjárhagslegum styrk Landsbankans og þeim árangri sem aðgerðir undanfarinna ára hafa skilað, segir í fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Matið er gert eftir að bankan- um var breytt í hlutafélag og ríkisábyrgð á lánum hans afnumin. Kemur á óvart „Þetta kom mér á óvart. Eg hélt að við stæðum okkur betur en þetta,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður jafnaðarmanna, en eins og fram kom í Degi í síðustu viku kom fram í svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn hennar að ekkert barn hefur feng- ið talsmann í forsjárdeilum. Heimild hefur verið til þess í lögum í nokkur ár. Rannveig segir þetta benda til þess að þeir sem komi að lausn forsjárdeilna hafi ekki staðið sig nægilega vel að þessu Ieyti. Hún segir að í Ijósi erfiðra mála af þessu tagi sem hafi komið upp á liðnum árum, hefði verið rík ástæða til að skipa barni talsmann. Þegar mikil átök eiga sér stað í forsjármálum sé mjög mik- ilvægt að börn hafi talsmann sem lítur á málið út frá hagsmunum barnsins. -GRH Rannveig Guð- mundsdóttir. Möðrufell. Hugvit um víða veröld Hugvit fjölgar starfs- in ö ii n n iii um 40 vegna auMnna verk- efna sem fylgja samn- ingi við IBM, um sölu hugbúnaðar Hugvits tU 120 landa. „IBM gerir ekki marga samninga eins og þennan og eyðir ekki tíma í slíka samninga nema að líklegt sé talið að þeir skili arði. Með öðrum orðum; IBM leggur ekki nafn sitt við vöru nema lík- legt sé að hún Iofi góðu. Samn- ingurinn markar því ákveðin tímamót fyrir okkur ekki hara fyrir það hversu vaðtækur hann er, heldur gefur þessi samningur einnig væntingar um umtals- verðar tekjur," sagði Olafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, sem í gær undirritaði samning við IBM EMEA (Evr- ópa, Mið-Austurlönd og Afríka) um sölu, dreifingu og markaðs- setningu á íslenskum hugbúnaði á markaðssvæði sem nær til 120 landa. Tvöfaldar starfsmannafjölda Samningsumleitanir hafa staðið yfir frá því árangur fór að koma í ljós af samningi Hugvits við IBM í Danmörku fyrir um ári. A grundvelli samningsins, sem var næstum ár í undirbúningi, áætl- ar Hugvit að tvöfalda starfs- mannafjölda innan árs (í u.þ.b. 80 manns) og margfalda veltu fyrirtækisins á nokkrum árum. „Þessi samningur sannar, að haf- ir þú góða söluvöru þá er hægt að koma henni á markað,“ sagði Jón Asbjörnsson, framkvæmda- stjóri Utflutningsráðs. Söluvaran eru skjalavistunar- og verkefnis- stjórnunarkerfin GoPro og WebPage Pro, sem bæði byggja á Lotus notes og Lotus Domino hugbúnaði. IBM kaupir hugbún- aðinn frá Hugviti og selur síðan undir sínu vörumerki, þannig að Hugvit gegnir hlutverki þróunar- deildar í þessu ferli. Miklar væntingar Olafur Daðason sagði mildar væntingar til samningsins og áhrif hans á Hugvit gætu einnig orðið veruleg. Hluti væntanlegra tekna muni fara í rannsóknir, þýðingarvinnu, þjónustu og ráð- gjöf. Nú þegar séu í gangi 3 verk- efni, unnin hérlendis á vegum IBM gegnum Hugvit, á sviði auglýsingamála, prentunar og gerðar kynningarefnis. Hugv'it muni hins vegar áfram einbeita sér að þróun hugbúnaðarins og þjónustu við innanlandsmarkað- inn eins og áður. - HEi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.