Dagur - 03.02.1998, Side 11

Dagur - 03.02.1998, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Clinton og Monica Lewinsky: „veiðiskapurínn“ er e.t.v. ekki eingöngu afhans háifu. Sá stóri pilsaveiðari Það væsir ekki um Bandaríkin þessa dagana, ef marka má mat fréttaskýrenda, sérfræðinga ým- iskonar og framtíðarspámanna, a.m.k. þegar efnahagsmál eru á döfinni. Þetta virðist eiga nokkurn veginn jafnt við um að- ila sem samkvæmt hefð teljast til vinstri og þá sem samkvæmt sömu hefð teljast til hægri. Matið á þróun mála í efna- hagslífi Bandaríkjanna er yfir- leitt jákvætt, jafnvel mjög já- kvætt. A stjórnarárum „þess stóra pilsaveiðara" Clintons (miðað við málflutning sumra um núverandi Bandaríkjafor- seta) eru Bandaríkin sögð hafa verið lengur á uppleið samfleytt í efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr eftir heimsstyrjöldina síðari. (Um þessar mundir virðist ríkj- andi mat á frammistöðu Reagan- stjórnarinnar í efnahagsmálum vera að sú frammistaðan hafi verið herfileg.) Ár Mðar og hagvaxfar Hagvöxtur Bandaríkjanna hefur undanfarið verið stöðugur, at- vinnuleysi undir 5%, verðbólga er vart merkjanleg. Nokkurrar ókyrrðar hefur gætt á verðbréfa- markaðnum út frá kreppunni í Austur- og Suðaustur-Asíu, en flestir virðast telja litlar líkur á að sú kreppa nái verulega til Bandaríkjanna á næstunni. í félagsmálum eru Bandaríkin einnig sögð á uppleið. Glæpa- tíðni fer lækkandi, sem og tala fólks sem er komið upp á félags- hjálp og dánartalan af völdum al- næmis. Fóstureyðingum fækkar og einnig fæðingum blökku- barna utar hjónabands. Niður- stöður kannana benda til þess að árangur skólakerfis landsins, sem mjög hefur verið gagnrýnt, fari batnandi. Spárnar fyrir heiminn um fyrir skömmu byrjað ár geisla a.m.k. sumar af bjartsýni. Spáð er að gróska í efnahagsmálum verði í ár meiri en nokkru sinni fyrr á áratugnum. Efnahagsvandræðin í mörgum ríkja Austur- og Suð- austur-Asíu verði bætt upp með miklum hagvexti í Rómönsku Ameríku, Indlandi og Kína, meira verði til skiptanna fyrir mannkynið í árslok en var í byrj- un árs, þrátt fyrir Ijölgun þess um 80 milljónir. 1998 verði eitt mesta friðarárið í minnum núlif- andi manna; engin stríð milli ríkja og tala drepinna í hernaðar- aðgerðum með lægsta móti eftir því sem gerst hafi á síðari tím- um. 70% ánægðir Þetta þakka sumir að talsverðu eða mestu leyti forystu Banda- ríkjanna, risaveldisins eina. Vel- gengni Bandaríkjanna í efna- hagsmálum sé grundvöllur að velgengni annarra í þeim efnum. Baksviö Að margra mati hafa BandaríMn notið óvenjumíkillar efna- hagslegrar velgengni og verið voldugri í hlutfalli við heiminn en iiolíkm sinni fyrr á stjómarárum Bills Clinton. Hernaðarlega séu Bandaríkin það öflug í krafti gervitungla og tölvutækni að þau hafi á þeim vettvangi sterkari tök á heimin- um en nokkru sinni fyrr og neyti þess til að tryggja frið. Niðurstöður skoðanakannana benda til vaxandi bjartsýni al- mennings í Bandaríkjunum um land sitt og samkvæmt þeim nið- urstöðum telja 70% landsmanna sig hafa það sæmilegt eða gott efnahagslega séð. Bandaríska forsetaembættið er æðsta tákn Bandaríkjanna sem ríkis, forsetinn er æðsti maður þeirra formlega og sem stjórnar- formaður valdamesti embættis- maður þeirra. Með hliðsjón af velgengni þeirri, sem Bandaríkin hafa að rnargra mati átt að fagna í stjórnartíð Clintons, bæði heimafyrir og í heimsmálum, mætti því ætla að hann væri í há- vegum hafður í landi sínu. „SkcUilega gagnkynhneigður“ Niðurstöður skoðanakannana benda og til þess að landsmenn séu almennt nokkuð ánægðir með Bill forseta Clinton. I þriggja ára þvargi í Whitewater- málinu hefur ekki tekist að sanna nein lögbrot upp á Clint- on-hjónin og kvennafarssögurn- ar af forsetanum virðist mildll þorri manna láta sér í léttu rúmi liggja. Margir telja að eitthvað sé til í þeim. Þekktur bandarískur rithöfundur - vinveittur Clinton - sagði nýlega að forsetinn væri „skelfilega gagnkynhneigður". Hann er myndarmaður í sjón, unglegur eftir aldri og margra mál hefur lengi verið að árangur og vald hafi kynlaðandi áhrif á konur. Hugsanlegt væri þvf að „veiðiskapurinn" í samskiptum Clintons við hitt kynið væri ekki síður af hálfu þess en hans. Sig- ur sinn í síðustu forsetakosning- um mun hann ekki síst hafa átt aðjtakka fylgi meðal kvenna. Ymsir, þ.á m. bandarískir rit- stjórar, blaðamenn og fjölmiðla- fræðingar í fremstu röð, segja allan fyrirganginn í fjölmiðlum gegn Clinton-hjónum fyrr og nú stafa a.m.k. sumpart af hraðri gæðarýrnun í fjölmiðlunargeir- anurn. Stjórnunar-, markaðs- og hagfræðingar verði stöðugt áhrifameiri við íjölmiðlunarfyrir- tækin. Þeir hugsi fyrst og fremst um markaðinn, en síður það að fjölmiðlar gæti þess að vera hlut- lægir og heiðarlegir. Þar við bæt- ist síharðnandi keppni um að verða fyrstur með fréttirnar. Sú keppni hafi harðnað með til- komu alnetsins, því að blöð geti verið komin með efni sitt inn á það áður en þau koma út. Hafi sú keppni forgang verði minna ráðrúm til þess að athuga málin, tala við fleiri en einn eða fleiri en tvo •heimildarmenn þegar eitt- hvað æsandi efni er á döfinni. Fyrir fjölmiðlana verði minna ráðrúm og minni tími til þess að reyna að vera heiðarlegir og hlut- lægir. Þetta kunni andstæðingar Clinton-hjóna að reyna að not- færa sér. Farþegaflugvél hrapar FILIPSEYJAR - Farþegaflugvél ar gerðinni DC-9 með 104 manns innanborðs hrapaði í gær á Filipseyjum. Vélin var í innanlandsflugi frá höfuðborginni Manila til Mindanao þegar hún rakst á fjall sunn- an til á Filipseyjum. Brot úr flakinu fundust á víð og dreif og nánast engar líkur voru taldar á því að neinn hafi komist lífs af. ArabaríMn lítt hrifiu af árás á írak KÚVEIT - Leiðtogar í arabaheiminum hafa sívaxandi áhyggjur af því að gerð verði árás á írak, og vilja heldur leita friðsamlegra lausna. Allsherjarsamtök múslima fóru í gær fram á það við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann leiti allra ráða til að hjá því verði komist að hernaðaraðgerðum verði beitt, sem endað gætu með skelfingu. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvatti enn- fremur Saddam Hussein til þess að forðast það að til átaka komi. Meira laudnám á Vesturhakkanum ÍSRAEL - Israelsk dagblöð skýrðu frá því að stjórnvöld hyggi á enn frekari húsbyggingar týrir gyðinga á Vesturbakkanum, þrátt fyrir harða gagnrýni sem þau áform hafa sætt. Tugþúsundir nýrra land- nema, einkum rétttrúaðir gyðingar, eiga að flytjast í Etzion-byggðina, sem er á milli Betlehem og Hebron. I gær kom einnig til átaka milli palestínskra ungmenna og • ísraelskra hermanna í útjaðri Betlehem. Fjöldi ungmenna kom særð- ur frá þeim hildarleik, en þau höfðu hent grjóti að hermönnunum. Leiðtogar krefjast kj amprkuvopnahanus BÁNDARÍKIN - Meira en hundrað fyrr- verandi eða núverandi þjóðarleiðtoga und- irrituðu um helgina yfirlýsingu þar sem þess er krafist að öll kjarnorkuvopn í heiminum verði tekin úr viðbragðsstöðu til að byrja með og jafnframt verði gripið til annarra aðgerða sem miði að því að þeim verði útrýmt með öllu. Meðal þeirra sem undirrituðu yfirlýsinguna eru Jimmy Carter, fyTrverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov', fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Helmut Schmidt, fyrrver- andi kanslari Þýskalands, og James Mikhaii Gorbatsjov, einn Gallagher, fyrrverandi forsætisráðherra þeirra sem undirrita áskorun Bretlands. Alls eru það 117 Ieiðtogar sem um aiisherjar utrýmingu kjarn- undirrita áskorunina, sem er hliðstæð orkuvopna. sambærilegri áskorun 40 herforingja sem undirrituð var árið 1996. Bítlar selji hjölluna ÞYSKALAND - Volkswagen verksmiðjurnar í Þýskalandi vilja fá Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr til þess að auglýsa nýju bjölluna sína, splunkunýja endurgerð af gömlu Volkswagen bjöllunni sem var metsölubifreið áratugum saman. Framleiðslu bjöllunnar var hætt í Þýskalandi fyrir tveimur áratugum, en nú á að taka upp þráð- inn aftur þar sem frá var horfið. Annan vill slaka á vidskiptahanninu SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Kofi Annan, rramkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, vill að írökum verði heimilað að selja olíu fyrir nærri 400 milljarða íslenskra króna á sex mánaða tímabili gegn því að andvirðið verði notað til kaupa á þTjum, matvælum og öðrum nauð- synjavörum. Þetta er mun hærri upphæð en áður var gert ráð fyrir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi tillögu Annans á fundi sínum í gær. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri sími 462 6900 UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri föstudaginn 6. febrúar 1998 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Byggðavegur 111, Akureyri, þingi. eig. Gunnar Blöndal og Margrót Hólm Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Fjárfestingarbanki atvinnul. hf. Grænamýri 15, Akureyri, þingl. eig. Aðalheiður M. Steindórsdóttir, gerð- arbeiðendur Akureyrarbær og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Hvannavellir 2, íbúð á 1. hæð, Ak- ureyri, þingl. eig. Sigríður Ása Harðardóttir, gerðarbeiðendur Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, ís- landsbanki hf. höfuðst. 500 og Tryggingastofnun ríkisins. Skriðuland, Arnarneshreppi, þingl. eig. Friðrik Árni Kristjánsson, Hörð- ur Már Kristjánsson, Sigríður Ásta Kristjánsdóttir, Berglind Ása Krist- jánsdóttir og Halldóra L. Friðriks- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sunnuhlíð 23f, Akureyri, þingi. eig. Fanney Rafnsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Vallargata 5, Grímsey, þingl. eig. Steinunn Stefánsdóttir, gerðarbeið- endur Endurskoðun Akureyri hf. og Sýslumaðurinn á Akureyri. Þverá II, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Ari Biering Hilmarsson, gerðarbeið- endur Eyjafjarðarsveit, íslands- banki hf. höfuðst. 500, Sýslumaður- inn á Akureyri, Vátryggingafélag ís- lands hf. og Vélsmiðjan Akureyri ehf. Sýslumaðurinn á Akureyri, 2. febrúar 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.