Dagur - 19.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1998, Blaðsíða 4
20-FIMMTUDAGUR H. FEBRÚ A R 1998 UMB ÚÐALAUST RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR SKRIFAR Ég hitti kunningjakonu mfna um daginn. Hún rekur eigið fyr- irtæki sem gengur mjög vel enda er hún ekki bara klár heldur líka hörkudugleg. Vinnuvika hennar er venjulega 50 til 60 tímar. Hún veit að jafnréttismál eru mér hugleikin rétt eins og henni sjálfri og því ber þau iðulega á góma. Hún sagðist nýlega hafa hitt fimmtán konur sem eru all- ar millistjórnendur. Hún var að hvetja þær til að sækjast eftir stöðuhækkunum og voru þær fremur móttækilegar uns hún sagði þeim hvað fylgdi þeim - löng vinnuvika. Krafan um að fjölskyldan væri sett í annað eða þriðja sætið. Vinnunni allt. Að- eins þriðjungur var tilbúinn til að færa þessa fórn. „Hvað er eiginlega að konum? Hvað vilja þær?,“ spurði hún og hélt áfram: „Þær geta ekki fengið allt og það er tímabært að konur geri sér grein fyrir að þær verða að fórna einhverju fyrir starfsframann, jafnvel fjölskyldunni." Vinniunarkaðiii ekki óbreytanlegur „Þær vilja öðruvísi vinnumarkað - og ég held að sífellt fleiri karlar vilji það líka,“ svaraði ég. „Vinnumarkað," hélt ég áfram og hljómaði annaðhvort eins og trúboði eða stjórnmálamaður ef marka má svipinn á andliti hennar, „sem tekur tillit til þess að fólk á annað Iíf þar fyTÍr utan, vinnumarkað sem leitast við að finna leiðir til að sameina ábyrgð í starfi fjölskylduábyTgð." Hún horfði á mig hissa um stund og sagði svo: „Ji, þú hefur ekkert breyst, alltaf sama hug- sjónamanneskjan." Það má vel vera að ég sé óforbetranlega bjartsýn eða einföld - en ég En sá tími er liðinn að karlmenn sætti sig við að sjá börn sín aldrei nema sofandi i rúminu á kvöldin. Þeir vilja fá að njóta samvista við þau, ala þau upp. mynd: pjetur. stend enn í þeirri trú að vinnu- markaðurinn sé ekkert óum- breytanlegt sem við verðum að aðlaga okkur að - eða sætta okk- ur ella við að ná engum árangri og vera dæmd í minna merkileg störf - eða hvernig flokkaði fjár- málaráðherra þetta um árið? Mér finnst löngu tímabært að segja löngum vinnudegi stríð á hendur. Ég er hundleið á þessari vinnudýrkun þar sem alltaf er verið að dást að því hve fólk vinnur langa vinnuviku - ekki endilega hverju það kemur í verk á öllum þessum tíma. Fjórfðld afköst á kvenmannskaupi Ég þekki aðra konu sem vinnur venjulega fjörutíu stundir í yfir- vinnu á viku. Já á viku. Enda held ég að vinnan sé henni allt, ekki fær hún borgað fyrir alla þessa tíma, hún er rekin áfram af nær blindum metnaði fyrir vinnustaðinn og allt annað hef- ur mátt víkja í Iífi hennar. Hún er draumastarfsmaðurinn því hún vinnur verk sín mjög vel og hávaðalaust. Hún únnur á við fjóra á einu kvenmannskaupi. Hún sagði einu sinni við mig að ég skyldi passa mig, hún sæi þetta sama element í mér og væri í sér, þennan mikla áhuga á starfinu sem spyTÖi aldrei að því hvað klukkan væri heldur vildi að verkin væru unnin - og tryði því statt og stöðugt að enginn gæti unnið þau nema maður sjálfur. „Haltu áfram að vinna vel, en á eðlilegum vinnutíma, mundu að á dánarbeði segist enginn sjá eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma á skrifstofunni.“ Sífellt fleiri karlar neita vinnu- þrælkuninni. Ég er ekki svo hjartsýn að halda að þeir vilji styttri vinnudag til að geta ein- göngu tekið virkari þátt í heimil- ishaldinu og flýti sér heim til að stinga í vél og æða með ryksug- una eina ferð yfir heimilið. En sá tími er liðinn að karlmenn sætti sig við að sjá börn sín aldrei nema sofandi í rúminu á kvöldin. Þeir vilja fá að njóta samvista við þau, ala þau upp. Gamall yfirmaður sagði við mig að hann sæi aðeins eftir einu í lífinu, hvað hann hefði alltaf unnið Iangan vinnudag. „Ég þekki ekki börnin mín, ég sá þau aldrei vakandi nema í hádeginu á sunnudögum. Mörg þeirra eru sár út í mig, en sárastur er ég sjálfur. Hver þakkar mér allar þessar vinnuslundir? Ekki ytfir- maður minn, svo mikið er \ást. Ef ég gæti lifað Iífi mínu aftur myndi ég vera meira með fjöl- skyldunni." Ég er því ánægð með að konurnar fimmtán vilji ekki afsala sér öllu fyrir starfs- framann - og vona að eiginmenn þeirra hugsi eins, þá fyrst fer vinnumarkaðurinn að breytast og verða mannvænlegur. Menningarvaktiii Keiko - það sem við þurfum STEFAN Ljpgpr?& JON ( - ... HAFSTEIN ukýim SKRIFAR 1 - \. J|’ Ffver getur gert meira fyrir Leif Eiríksson og frækna minningu hans en Clinton, Pocahontas, Olafur Ragnar, Landafunda- nefnd, Utflutningsráð, Heims- sýningin í Portúgal, íslenskt lambakjöt og Stuðmenn? Keiko. Háhyrningurinn sem vill koma heim. Vitleysingar AHt í lagi, þeir sem stofna sam- tök til að „frelsa" háhyrning í búri í Ameríku, ráða fjóra þjálf- ara til að kenna honum að borða lifandi fisk og vilja borga millj- ónatugi til að koma honum í kallfæri við „ættingja" sína eru tæpast með allt á hreinu. En hvað kemur okkur það við? Keiko er dýr sem útlendir menn vilja húa heimili í íslenskum innfirði. Og ef þeir eru vitleys- ingar, þá erum við enn vitlausari að \dlja ekki taka við skepnunni. Sálíbúri Keiko er eins og Díana prinsessa. Sál í búri. Oll heims- byggðin er til í að standa á önd- inni yfir ferðalagi dýrsins „heim“ - hvert sem það verður. Sjón- varpsstöðvar bíða með óþreyju eftir því að sjá honum lyft um borð í gám í „sundið langa“. Við erum að tala um heimssjónvarp. Og þegar hann lendir svo með bægslagangi út um spennitreyj- una munu allir \dlja vita hvernig honum líður, og látið ykkur ekki detta í hug annað en Indverjar, Eþíópíumenn, Perúindíánar og Kaliforníuhippar vilji sjá Keiko fara ofan í stóru girðinguna sína á einhverjum „way out east“ firði á Islandi þar sem grúi vina hans svamla í hafinu frjálsir og óþreyjufullir að heyra söng hins nýkomna hvals. Þetta er ævin- týrið uni froskinn sem verður prins - hin eilífa ósk olckar um „happy end“. Viljum við? Og svo þurfa allir að koma. Hingað. Þetta er draumur Ferðamálaráðs eins og hann bestur getur orðið. Hér mun rísa Keiko-stöð með 100 starfs- mönnum, eða 1000, stöðugar fréttir munu fljúga um allan heim um „framfarir" dýrsins. Imyndið ykkur sjóvarpsþættina um það hvernig hvalurinn sem reynir að tjá sig við aðra háhyrn- inga. Hvað segja þeir? Og út- lendu börnin, harðstjórar heim- ilanna: „Mamma mamma mig Iangar til íslands að heimsækja Keiko!“ Og heilu flokkarnir munu vilja sjá... hann og fleiri hvali. Bílfarmar í framahaldinu til Húsavíkur á hvalaskoðunar- safnið og út á Skjálfanda. Jafn- vel mun einhver nenna í Bláa Lónið líka að láta líða úr sér hvalaskoðu narjjreytu na. Einhver hefur komið með þá mótbáru að Keiko geti horið með sérháhyrningakvef. I al- vöru? Ef þið viljið ekki Keiko heim þá bið ég þessa eilífð- argrátmenn sem tala um „land- kynningu" að koma aldrei fram aftur. Og reynið ekki að minnast á jólasveinaland. Keiko er miklu stærra mál en jólasveinninn, Olafur Ragnar, Stuðmenn og lambakjöt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.