Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR -4 7. TÖLUBLAÐ 1997
Möðruvellir í Hörgárdal. Svona var umhorfs þar þegar Magnús „lausgangari og umhleypingur“ sló þar
völl á við þrjá aðra. Stefán Þórarinsson amtmaður bjó þá á Möðruvöllum óg amaðist við vinnubrögðum
flækingsins, en viðskiptum þeirra lauk með því að amtmaður bauð Sálarháska í stofu og gerði vel við
hann. En Magnús var annálaður sláttumaður, en hafði öðruvisi verklag en aðrir menn og varýmist
húðlatur eða hamhleypa til verka.
- Það er engin miskunn hjá Magnúsi -
er orðatiltæki sem flestir kannast við.
Hvort það á sér fleiri en einn uppruna er
óvíst, en sagan leggur það í munn
Magnúsi Guðmundssyni sem löngum
hefur verið þekktur af viðurnefni sínu,
sálarháski. Það var lamb sem Magnús
slátraði sem ekki gat vænst sér misk-
unnar, en viðurnefnið sálarháski hlaut
hann vegna útúrsnúninga. Magnús var
undarlegur í háttum, vinnufælinn og
lagðist í flakk, þar sem hann þótti ekki
matvinnungur. Hann var „alræmd land-
eyða á fyrri hluta 19. aldar“, eins og
honum er lýst. Magnús fór víða og lét
Jón Espólín, sýslumaður, hýða hann fyr-
ir vestan fyrir flakk og sömuleiðis lét
Gunnlaugur Briem, sýslumaður, böðul
sinn lemja flakkarann með svipum I
Eyjafjarðarsýslu.
Margar sögur eru sagðar af Magnúsi
og eru þær tíndar úr ýmsum áttum og
var hann greinilega vinsælt söguefni á
öldinni sem leið. Hann var ættaður úr
Hreppunum í Arnessýslu en var ekki
sveitfastur, enda er það ekki háttur
flakkara. Lýsing er til á Magnúsi og
skýrir hún hvers vegna æði hans og at-
hafnir þóttu frásagnarverðar. Hann var
lausgangari og umhleypingur, einsog
honum er lýst á einum stað. Mælskur
var hann til athlægis og eðlisvitur, og
hentu margir gaman að mælgi hans,
orðhnyttni og gambran. Hann var gervi-
legur að vexti og álitum, þrekvaxinn og
rauðleitur í andliti og ljóshærður.
Manna var hann latastur, en afburða
sláttumaður þegar hann nennti. En
hann var vandfýsinn og mörgum hvim-
leiður.
En skemmtilegur þótti hann þegar
hann var í góðu skapi. Sjá bls. III
Stefán Þórarinsson, amtmaður, átaldi flakkarann fyrir að slá völlinn illa.
Magnús sálarhásk/ bauð þá yfirvaldinu að reka helvitis löppina í slægj-
una.