Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 3
LAUGARDÁGUR 2 8. F E B R Ú A R 1997 - iH Thgur. SOGUR OG SAGNIR Keflavík 1822. Þarna lá Magnús sálarháski við á vetrarvertíð 1814. Hvorki þorði hann né nennti á sjó, enda taldi hann það vísan lífsháska að róa til fiskjar. Heldur lá hann í leti í verbúð mága sinna, þar til þeir urðu leiðir á honum og losnuðu við hann með klækjum og kom Háski aldrei til Keflavíkur síðan. SálarhásM að róa tilflsMar Ekki nennti Magnús á SJÓ Og taldi það lífsháska að róa til fisk- jar. En gamansamir menn höfðu eftir honum, að það væri sálar- háski að róa og festist það viður- nefni við manninn og varð Magn- ús Iandsfrægur undir því heiti. Ekki var hann alls staðar aufúsu- gestur, því hann átti til að gera sig ógurlegan ásýndum þegar hann bankaði upp á bæjum þar sem hann þorði til við fólkið og hræd- di mat út úr því, þar sem fátt var á bæjum. Snemma á ævinni gerðist Magnús sálarháski útilegumaður og hélt sig þá á Hveravöllum. Hann náði lambi á afréttinum og sauð það í hver. Síðar sagði hann svo frá, að lambið hefði jarmað aumlega og sér hafi heyrst það segja: „Vægðu mér Magnús minn.“ En þá var engin miskunn hjá Magnúsi, og kveðst hann hafa svarað kveinstöfum þess: „Engin vægð, Iambið gott.“ Lambið sauð svo í mauk í hvernum og nýttist útilegumanninum ekkert af því nema Iungun. Þau flutu ofan á vatninu og voru hrá. Utilegan stóð yfir í þrjár vikur. Sagði hann síðar svo frá, að fyrstu vikuna hefði hann lifað á hráum lambslungum, aðra á munnvatni sínu og þá þriðju á guðsblessun, „og það var versta vikan". Upp úr þessu lagðist hann í flakk og fór víða. En hann varð að varast sýslumenn og hreppstjóra, því vergangur var bannaður. Oft var hann hræddur burt af bæjum með því að honum var sagt að von vari á sýslumanni. Meðal sembragð varað Þegar Magnús var enn ungur að árum vistaðist hann til séra Guðmundar Eiríkssonar að Tjörn á Vatnsnesi. Þegar kom að slætti greip letin vinnumann og lagðist hann í rúmið, en át og drakk sem heilbrigður væri. Maddama Ing- veldur Bogadóttir vissi hvað að var og þóttist sannfærð um að Magnús væri heill heilsu og fer að grennslast fyrir um heilsufar hans. Hann kvað vera slen í sér og linka og biður prestfrúna að gefa sér meðal sem geti frískað sig upp. Engin meðöl voru til á bæn- um, en Ingveldur hellir brennivíni í skál og vindur þá út í rullutóbaki og færir Magnúsi. Hann tekur við og drekkur í botn, rís strípaður upp úr rúminu, kastar yfir sig yf- irhöfn og fer út að slá. Fullyrt er að hann hafi slegið á við þijá röska sláttumenn meðan hann bjó að meðalinu. Ekki varð hon- um meint af inntökunni, en hrós- aði oft hve ósvikin og áhrifamikil meðöl maddama Ingveldur færði honum. HásMboðiim upp í tunnu Á vetrarvertíð 1814 Iá Magnús við í verbúð nokkurra Norðlend- inga í Keflavík syðra. Þar er Ellert nú bæjarstjóri. Ekki fékkst hann til að róa fremur en fyrri daginn og gerði sér upp alls kyns krank- Ieika þegar halda átti honum að vinnu. En hann tók upp á ýmsum skrípalátum til að skemmta mönnum. Þegar leið að vertíða- lokum vildu Norðlendingar Iosna við flakkarann og sögðu að nú væri sýslumaður á leið frá Reykja- vík að taka hann. Þá varð Háski hræddur og bað vermenn að fela sig. Létu þeir hann í stóra tunnu og slógu botn í. Kom nú sýslumaður, sem var einn Norðlendinga á stígvélum. Sparkaði sá um á mölinni og spurði um Magnús sálarháska og sagðist vera kominn sjóleiðina að sækja hann. En þar sem hann fann ekki Háska bauðst hann til að kaupa nokkra tunnur. Voru þær boðnar upp og glumdu ham- arsslögin á þeirri sem Magnús faldist í. Þegar sú tunna var boðin upp hlaut sýslumaður hana sjálf- ur og fór það eigi leynt. Bauð hann að velta henni til sjávar og hafði orð á að draga hana á eftir skipinu inn til Reykjavíkur. Var þá tunnunni velt niður að flæðar- máli. Rak Magnús þá upp gaul mikið í tunnunni, spyrnti úr henni botninum og tók á sprett. Kom hann aldrei síðan til Kefla- vikur. FræMnn sláttu- maður Ekki var Magnús einhamur við slátt þegar hann nennti. Honum bitu Ijáir betur en öðrum mönn- um, enda var hann snillingur að dengja og brýna. Við sláttinn vann hann oft á tveim dögum sem aðr- ir unnu á viku, þess á milli gerði hann ekki handtak. Eitt sinn var hann í kaupavinnu hjá bónda I Hörgárdal, sem átti að vinna ákvæðisslátt á amtmannssetrinu. Var það talin vikuvinna. Bóndi gerði Magnús út að slá völlinn og hafði hann vikumar meðferðis. Kom hann að Möðruvöllum á sunnudegi, eins og margir fleiri sem áttu að vinna að vikuverk og var honum sýndur teigurinn sem hann átti að ljúka við að slá. Á mánudagsmorgni fór Magnús til sláttarins, eins og aðrir, og slær Iitla stund, sópar saman heyi og býr sér ból. Þar lagðist hann til svefns og hafði mat sinn með sér. Gerði hann ekki annað en sofa og éta. A þriðjudag reis hann úr bólinu og fer með ljái sína í smiðju að dengja þá. Var hann lengi að því verki. Fór síðan aftur í bólið og svaf fram á miðvikudag. Þá var Stefáni amtmanni nóg boðið og gengur að Magnúsi þar sem hann lá í bælinu og átelur hann harðlega fyrir leti og segir honum sæmast að hypja sig. Háski svarar ekki öðru en því, sér hafi ekki verið sagt að koma heim fyrr en á laugardagskvöld og snéri sér á hina hliðina. Seint á fimmtudagskvöldi stóð hann upp og fór að slá og sló alla þá nótt og samfleytt til Iaugardagskvölds. Kom þá amtmaður út á teiginn og sér að lokið er vikuverkinu. Undraðist hann verkið og bauð Magnúsi heim og gerði honum góðan beina. Síðar var Magnús enn við slátt á Möðruvöllum há Stefáni amt- manni. Hafði hann dengt og brýnt Ijái sína eins og vant var og bráðbitu þeir og gekk slátturinn óðfluga. Amtmaður gekk út á slægjuna og sýndist illa slegið og hafði orð á og að toppótt væri grasið og stæði það víða. Magnús gekk að þar sem amtmanni þótti grasið enn standa, ýtti fæti við og sagði við Stefán: „Rektu í það hel- vítis löppina". En grasið var Iaust þótt það sýndist standa. Svo vel bitu ljáir Magnúsar, að grasið haggaðist ekki þegar það skarst. ÓMiyttir Magnús var pörupiltur og hafði ýmsa óknytti í frammi, en það elt- ist af honum. Eitt sinn var hann hýddur fyrir hrekki á Gullbera- stöðum í Lundarreykjadal. Fór sú refsing fram í skemmu og var Magnús hafður við fatakistu hús- frcyju á meðan hann var hýddur. Síðar er konan fór að huga að föt- um sínum f kistunni voru þau fúin og skemmd. Þá vitnaðist það að Magnús hafði pissað inn um skráargatið á meðan á hýðingunni stóð. Eitt af skringilegheitum Magn- úsar var, að hann hafði mikla óbeit á konum og vildi helst aldrei korna nærri kvenmanni eða fötum kvenna. Var hann svo næmur að ef einhver kvenmannsflík var í rúmi sem hann átti að sofa í, þótt væri undir sængum og niðri við botn, reif hann upp rúmið og kas- taði kvenflíkum burt, og kvaðst þekkja það af lyktinni. Tík átti Magnús, sem hann hafði miklar mætur á. Einu sinni fór hann með hana upp á fjalls- hnúk til að sýna henni sólina. Þegar hann var kominn upp glen- nti hann upp augun á tíkinni á móti sólinni og hélt henni svo lengi, að hún varð blind. Dó ískjólisýslu- mairns Ávallt tók Sálarháski sveig framhjá bæjum hreppsstjóra og hvergi vildi hann hitta þá og sýslumenn varaðist hann eins og pestina, ekki að ástæðulausu því þeir létu hýða hann fyrir flakk og óknytti. En þegar Magnús fann dauðann nálgast leitaði hann ásjár Björns Blöndals, sýslu- manns Húnvetninga, en hann bjó í Hvammi. Þegar Magnús bað Blöndal gistingar furðaði sýslumann það og leyfði honum að vera um hríð. Sýslumaður hafði gaman af orða- tiltækjum og tiktúrum Háska. Hann leiddi Magnús til stofu, gaf honum brennivfn og ræddi lengi við hann. Þar leit Sálarháskinn i spegil, horfði í augu sér og sagðist vera feigur. Blöndal sagði það eðlilegt, hann væri orðinn gamall maður, kominn yfir sjötugt og væri farið að halla undan fæti hjá honum. En Magnús sagðist bráð- feigur og væri dauðinn kominn í augu sér. Hann andaðist Hvamrni þriðja dag páska 184- Lét Blöndal sýslumaður gera för hans sæmilega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.