Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 2
H- LAVGARDAGUR 2B. FERRÚAR 1997 -Vfgpr HUSIN J BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR SKRIFAR I BYRJUN JANÚAR 1902 kaupir Bergur Jónsson byggingarlóð norðan við Laugaveg. Sama ár í september hefur Bergur reist íbúðarhús á lóðinni, og var húsið þá tekið til brunavirðingar. I skjöl- um virðingamanna er því Iýst á eftirfarandi hátt: Ibúðarhús, tvær hæðir og kjallari, byggt af bind- ingi, 6.5 x 5.5 metrar að grunn- fleti. Það er klætt utan með sam- settum borðum, pappa og járni yfir. Þak er járnklætt á súð og með pappa í milli. Á aðalhæðinni eru þrjú íbúðarherbergi og eldhús sem allt er þiljað innan og herbergin með panel og pappa innan á þilj- um og neðan á loftum. Alk málað. Á hæðinni er eínn ofn og ein elda- vél. Uppi eru fjögur herbergi, þilj- uð og máluð. Þar eru tveir ofnar og tvær eldavélar. Kjallari er undir öllu húsinu með steyptu gólfi. Við norðurhlið hússins er inn og uppgönguskúr byggður af sama efni og húsið sjálft. Allur þiljaður að innan og málaður. Bergur Jónsson átti húsið ekki lengi og 6. febrúar 1905 selur hann eignina í tveimur helming- um, þeim Jóni Þorsteinssyni og Jóni Sigmundssyni. Jón Þorsteins- son var söðlasmiður og ári síðar byggði hann á lóðinni verkstæðis- hús, 7.5 x 3.1 metrar að grunn- fleti, einlyft, byggt af bindingi og með járnklæddu skáþaki. I desember 1905 selur Jón Sig- mundsson Jóni Þorsteinssyni sinn helming eignarinnar. I þrjú næstu ár á eftir rak Jón Þorsteinsson þarna söðlasmíði og verslun til ársins 1909 en þá selur hann Þórði Jónssyni alla eignina. Árið 1911 byggði Þórður skúr norður úr íbúðarhúsinu að grunnfleti 7.5 x 3.6 metra. Snemma á árinu 1914 selur Þórður Jónsson firmanu „Von" alla eignina ásamt lóð. Árið 1908 áttu heima í húsinu: Jón Þorsteinsson söðlasmiður, fæddur 1874; María Guðlaugs- dóttir kona hans, fædd 1885; Is- leifur Þorsteinsson námsmaður, fæddur 1878; Jóhann Isleifsson vinnumaður, fæddur 1885; Olína Einarsdóttir vinnukona, fædd 1887; og Olafur Jónsson, skó- smiður fæddur 1867. Eins og títt var á þessum tíma var búið þröngt og í þessu manntali eru fjögur^ önnur heimili í húsinu með sam- tals sjö manns. Eftir að firmað Von varð eigandi hússins bjó verslunarstjórinn á efrí hæðinni ásamt fjölskyldu sinni og fleira fólki. Hallgrímur Tómasson var þá verslunarstjóri hjá Von. Samkvæmt fbúaskrá 1915 eiga heima í húsinu: Hallgrímur Tóm- asson verslunarstjóri, fæddur 19. desember 1877 að Stærri - Ar- skógum Arnarneshrepp; Hansína Hansdóttir húsfrú, fædd 25. febr- úar 1881 að Stórabergi Vindhæl- ishreppi; Tómas Hallgrímsson, fæddur 24. apríl 1902 að Graf- arósi við Hofsós; Jónas Hallgríms- son, fæddur 12. mars 1910 á Siglufirði; Charl E. Holm verslun- armaður, fæddur 25. desember 1848 að Grafarósi við Hofsós. Ennfremur áttu heima í húsinu: Sigríður Anna Jónsdóttir vinnu- kona, fædd 1899 á Norðfirði; Þór- dís G. Bjarnadóttir húskona, fædd 28. október 1883 í Skoreyjum Eftir að Gunnar í Von keypti húsið um 1920 lét hann hækka það um eina hæð og er myndin tekin er þær framkvæmdir stóðu yfír. Laugavegur 5 5 Von Margrét og Gunnar i stofunni á Laugavegi 55. Helgafellssveit; Marta Lárusdóttir húskona, fædd 9. september 1853 að Innra - Hólmi á Akranesi; Sig- urður Sigurðsson daglaunamaður, fæddur 14. júlí 1876 að Ystakoti í Vestur - Landeyjum; Báðhildur Jónsdóttir húsfrú, fædd 5. október 1876 á Svalbarði í Bessastaðar- hreppi; og dætur þeirra, Kristjana, fædd 5. apríl 1903 að Ystakoti og Guðlaug, fædd 15.nóvember 1906 á Selsskarði í Garðahreppi. 1915 fær Hallgrímur Tómasson að breyta götuhlið hússins, þannig að í stað glugga á kjallara voru gerðar útidyr. Leyfið var veitt með þeim skilyrðum að tröppugangur næði ekki lengra út að götu en hálfan metra. Ari síðar fær Hall- grímur að breyta gluggum á út- byggingu við húsið. Árið 1920 er Gunnar Sigurðs- son kaupmaður búin að eignast húsið. Ekki er vitað með vissu hvað ár hann kom þangað en það mun hafa verið laust fyrir 1920. Hann kaupir alla eignina ásamt þeim rekstri sem í húsinu var, fir- manu Von. Fljótlega hóf hann að stækka húsið og meðal annars lét hann lyfta því og gerði steinsteypuhæð á milli kjallara gamla hússins. Þá var gerð viðbyggíng úr stein- steypu, 32.37 fermetrar, við vest- urenda hússins og gluggum á framhlið breytt. Húsinu var lyft um 2.3 metra og þótti rnörgum nýstárleg framkvæmd. Ári síðar var gerð viðbygging við austurend- ann og viðbygging sem var þar fyr- ir rifin. Á svipuðum tíma fær Gunnar keypta Ióðarræmu til við- bótar Ióð sinni, að norðanverðu við húsið. Vorið 1927 er byggt á lóðinni tvílyft geymsluhús (pakkhús) úr steinsteypu. Húsið var oftast kall- að Svarta-húsið. Á fyrstu árum Gunnars á Laugavegi 55 hefur varla liðið meira en ár á milli stórfram- kvæmda við stækkun og endur- bætur á húsakynnum þar. I brunavirðingu sem gerð var í okóber 1924 eftir að búið er að lyfta húsinu, eru á fyrstu hæð tvær sölubúðir með borðum, skúffum, skápum og hillum og tvö skrifstofuherbergi. A gólfum búð- anna eru leirflísar og innan á veggjum eru Iagðar postulínsflísar. Að öðru leyti cr hæðin þiljuð inn- an og ýmist veggfóðruð eða mál- uð. Á efri hæð eru fjögur íbúðar- herbergi, eldhús, baðherbergi með klósetti og anddyri. I risi eru þrjú íbúðarherbergi, eldhús og gangur. Kjallari er undir öllu húsinu, hólfaður í fimm geymsluklefa. Inn- og uppgönguskúr er við norðurhlið, byggður eins og eldri hluti hússins. Hér að framan hef- ur verið getið um verslunarhús sem var rifið, þegar þessi virðing Systurnar Guðríður og Gyða í Dömu & herrabúðinni. Dóttir Guðríðar er með þeim á myndinni. var gerð stóð það enn. Þá er getið um viðbyggingu tvílyfta, við vest- urgafl hússins, úr steinsteypu á þrjá vegu, en fjórða hliðin er gafl eldra hússins. Þakið er úr borða- súð með pappa og járni yfir. Á neðri hæðinni eru tvö lítil herbergi, stigagangur og opin gangur. Á efri hæðínni eru tvö íbúðarherbergi og gangur. Allt þiljað innan og ýmist veggfóðrað eða málað. Kjallari er undir allri viðbyggingunni með steinsteypu- gólfi sem notaður er til geymslu. Þá var einnig búíð að byggja þvottahús úr steinsteypu á lóð- inni, með járnþaki á borðasúð, 2.6 x 3.0 metrar að grunnfleti. A neðri hæð hússins hafa alltaf verið verslanir. En lengst af var í húsinu verslunin Von, sem Gunn- ar Sigurðsson rak ásamt fjöl- skyldu sinni. Nýlenduvöruverslun var í við- byggingunni við austurenda húss- ins sem Páll Hallbjörnsson rak. Næsti kaupmaður á eftir honum var Ásgeir Ingimarsson. Eftir að Asgeir hætti að versla 1945 settu dætur Gunnars, Gyða og Guðrfð- ur, á stofn Dömu & herrabúðina og ráku hana sjálfar þar til fyrir fáum árum að aðrir tóku við rek- stri hennar. Fyrir um átta árum var skipt um innréttingar í versl- uninni. Verslunina Von rak Gunnar Sig- urðsson í þrjá og hálfan áratug og verslaði bæði með unnar og fer- skar kjötvörur. Einnig lagði hann kapp á að vera með fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Kjötbúð- in Von var á sínum tíma mjög þekkt nafn í heimi viðskiptanna. Eftir að verslunin hætti var G.B. Silfurbúðin í plássinu sem Von hafði verið. Amatör, verslun með filmur og myndavélar var í vestari viðbyggingunni og einnig var Guð- mundur Hannar úrsmiður um árabil með verslun og verkstæði í húsinu. Ljósmyndastofa var í mörg ár á efri hæð hússins. Gunnar Sigurðsson, sem oftast var kallaður Gunnar í Von, var einn af kunnustu athafnamönn- um Reykjavíkur. Hann var fæddur á Fossi á Skaga. Olst upp í stórum systkinahóp og þótti heimili for- eldra hans bera af í myndarskap. Kona hans var Margrét Gunnars- dóttir frá Ysta - Gili í Langadal og er henni lýst sem mikilli gáfu og mannkostakonu. Faðir hennar var Gunnar Jónsson frá Glaumbæ í Skagafirði og móðir hennar Guð- ríður Einarsdóttir frá Bólu í Skagafirði. Margrét var kvenna- skólagengin frá Húsmæðraskólan- um á Blönduósi. Hún þótti með afbrigðum myndarleg húsmóðir og var oft gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Þau eignuðust fimm dætur sem allar tóku drjúgan þátt í rekstri búðarinnar og einnig við rekstur búsins á Gunnarshólma. Það má með sanni segja að til- vera Gunnarshólma sé ævintýri ungra hjóna. En þau Gunnar og Margrét reistu s'ér sumarbústað rétt utan við borgina 1928. En bú- staðurinn varð að stórbýlinu Gunnarshólma sem blasir við þeg- ar er ekið um Suðurlandsveg. Laugavegur 55 er reisulegt hús með mikla sögu sem hér að fram- an hefur verið sagt ágrip af. Núna eru í húsinu þrjár verslanir: Dömu & herrabúðin, Carl A. Bergmann úra og skartgripaverslun og Straumar, tískuverslun með dömufatnað. Á efri hæð er stór og glæsileg íbúð og einnig er íbúð í risi. Hús- inu hefur alltaf verið sýndur sómi og verið vel um það hugsað. Það er nú í eigu afkomenda Gunnars og Margrétar. Hclstu heimildir eru írá Borgarskjulasalni. -I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.