Dagur - 03.03.1998, Side 1
VerkfaH blasir við
Djúpt á lausn í sjd-
iiiaiiiiadeiliiimi. Við-
ræður síðustu vikiia
hafa litlu sem engu
skilað. Þríhöfðanefnd-
in á endasprettinum.
„Það horfir alveg tvímælalaust
þunglega um lausn, því miður.
Við þessar aðstæður er það arfa-
vitlaust að fara í verkfall. Eg hef
hinsvegar þær væntingar uppi að
menn sjái að sér,“ segir Kristján
Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna.
„Utvegsmenn eru bara ekki til-
búnir til viðræðna um eitt eða
neitt og ræða ekki við okkur efn-
islega um kröfurnar," segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Islands. Hann
segir undangengna sáttafundi
með útvegsmönnum ekki hafa
skilað neinu. Sáttafundur er boð-
aður í dag, þriðjudag, en þeir hafa
verið haldnir að jafnaði tvisvar í
viku frá því verkfallinu var frestað
tímabundið.
Nær ekkert hefur þokast í átt til
samkomulags í viðræðum samn-
inganefnda sjómanna og útvegs-
manna frá því verkfallinu á fiski-
skipaflotanum var frestað að
kveldi 11. febrúar sl. til 15 mars
nk. Gangi ekki saman fyrir þann
tíma stöðvast flotinn í annað sinn
á tveimur mánuðum. Ef allt um
þrýtur geta menn frestað verkfalli
enn og aftur ef menn ná saman
um það. I húfi er sem fyrr Ioðnu-
vertíðin og aðrar fiskveiðar.
Beðiö eftir Þríhöfða
Svo virðist sem menn bíði eftir til-
Iögum Þríhöfðanefndarinnar
svokölluðu um verðmyndun fisk-
verðs og kvótabraskið. I þeim efn-
um er búist við að gerðar verði til-
lögur um kvótabanka, lágmarks-
verð og að úrskurðarnefndin verði
efld. Reiknað er með að nefndin
muni jafnvel skila tillögum sínum
til ráðherra í þessari viku og jafn-
vel á morgun, miðvikudag. Ef að
líkum lætur mun hart verða tekist
á um tillögur nefndarinnar því út-
vegsmenn hafa verið mótfallnir
kvótabanka og efla úrskurðar-
nefndina. Sjómenn hafa hinsveg-
ar verið jákvæðari til þessara atr-
iða. Þótt útvegsmenn hafi Ijáð
máls á lágmarksverði hafa sjó-
menn hafnað verðhugmynd
þeirra og talið hana of lága.
Arni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
og formaður Þríhöfðanefndarinn-
ar, vill hinsvegar ekki tjá sig um
neinar dagsetningar né efnisatr-
iði. Hann segir nefndina vinna
eins hratt og kostur er og hafa
nefndarmenn fundað nær daglega
síðustu vikur.
Jákvæðir vélstjórar
Vélstjórar virðast þeir einu sem
telja sig hafa haft eitthvert gagn
af sáttafundum síðustu vikna við
útvegsmenn. I það minnsta telur
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags Islands, að menn færist
nær samkomulagi með hverjum
fundinum, þótt ekkert sé orðið
naglfast. Meðal annars sé búið að
skipa í nefnd sem hefur aukahluti
og starfsumhverfi vélstjóra á sinni
könnu og aðra nefnd um endur-
menntunarmál vélstjóra. Þeir
funduðu með útvegsmönnum í
gær í Karphúsinu en annar fund-
ur hefur ekki verið boðaður. - GRH
Fátt virðist benda til annars en að fiskiskipaflotinn stöðvist á nýj'an leik eftir tæpan
hálfan mánuð. Nær ekkert hefur miðað í samkomulagsátt frá því verkfallinu var
frestað 1 /. febrúar sl. Á meðan bíða menn tillagna um verðmyndun og kvótabrask
frá Þríhöfðanefndinni sem hugsanlega kunna að sjá dags/ns Ijós á morgun, mið-
vikudag. - mynd: e.ól.
Gullog
gersemar
Á þriðja hundrað konur og karlar
komu í gær að líta á skartgripi úr
góðmálmum og dýrum steinum,
eftir heimsfræga hönnuði, á sýn-
ingu uppboðsfyrirtækisins Sothe-
by’s í Islandsbanka, sem lýkur í
dag. Um 50 gripir eru á sýning-
unni metnir á samtals rúmar 30
milljónir króna.
Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur
skiptir það kannski ekki megin-
máli hvort einhverjir sýningar-
gestanna muni bjóða í gripina.
Sýning sé jafnvel fremur hugsuð
sem kynning. Og til leiðréttingar
á hugsanlegum ranghugmyndum
um að fólk þurfi að hafa hundrað
milljónir handbærar til að eiga er-
indi á skartgripauppboð hjá
Sotheby’s, eins og fréttir af allra
frægustu uppboðunum geti gefið
til kynna. Matsverð gripanna á
sýningunni sé frá um 50 þús. kr.
og upp í 3 milljónir og kaupendur
haldi sig yfirleitt innan þess
ramma. Þannig að „venjulegt" fólk
getur átt fullt erindi á skartgripa-
uppboð, jafnvel hjá Sotheby’s.
Margir renna eflaust hýru auga til skartgripanna sem sýndir eru i íslandsbanka af hálfu Sotheby's.
- mynd: bg
Rýmingarsala á áfengi hefst f dag.
Brjóstbirtan lækkar um 25% og ÁTVR
býr sig undir biðraðir.
„Nammi-
dagur“ hjá
ATVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
efnir til rýmingarsölu sem hefst í
dag og stendur til 10. mars nk.
Lækkun frá verðskrá er að meðal-
tali 25%. Einar S. Einarsson, full-
trúi hjá ÁTVR, segir að ekki sé
um gamlar birgðir að ræða, eins
og einhver kynni að halda, heldur
er verðlækkunin á áfengi sem hef-
ur verið á reynslusölu, en ekki
náð inn í innflutningskjarna
ÁTVR. Megnið er flutt inn á
seinni hluta síðasta árs.
„Það er alltaf mikill áhugi fyrir
rýmingarsölu hjá okkur. Þær eru
mjög vel sóttar og biðraðir hafa
stundum myndast. Magnið af
hverri tegund er mjög mismun-
andi, allt frá 700-800 flöskum af
tegund niður í eina eða tvær,“
segir Einar.
Og verður þetta eini
„nammidagur“ ársins sem ÁTVR
efnir til? „Já, ég þori að fullyrða
það. Það er engin ástæða til ann-
ars en að safna þessu saman og
hafa þessar útsölur bara einu
sinni á ári,“ segir Einar. - BÞ
Leikskólaiun-
sókn við skím
Foreldrar eða forráðamenn barna
á Akureyri geta nú lagt inn um-
sóknir vegna leikskóladvalar
barna á leikskóla Akureyrar um
Ieið og barnið hefur fengið nafn
og kennitölu. Þannig kemst barn-
ið fyrr inn á umsóknarlista en ver-
ið hefur.
Bensín lækkar
umkrónu
Olíufélögin Iækkuðu í gær verð á
95 og 98 oktana bensíni um eina
krónur lítrann eða um 1,2 til 1,4
prósent. Verð á 95 oktana bensíni
lækkaði úr 76 í 75 krónur líter-
inn, en verð á 98 oktana bensíni
lækkaði úr 80,70 krónum í 79,70
krónur. Lækkunin er eins hjá
stóru olíufélögunum þremur.
- FÞG
GabrioMÍ
Chöggdeyfar)
GS
varahlutir
Hamarshöfða 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703
Alfa Laval
Varmaskiptar
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNt 31 • S!M! 562 7222 • SRÉFASÍM! 562-1024
t