Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐiUDAGUR 3. MARS 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
,, Prímako v-keraiingin6 6
Sergeje v marskálkur, varnarmálarádherra Rússlands. Hann er einn þeirra ráða-
manna þar, sem taldir eru beita sér fyrir stefnubreytingu i utanríkismálum.
Hættan á öðru stríði Bandaríkj-
anna og bandamanna þeirra við
Irak virðist liðin hjá í bráðina, en
miðað við fengna reynslu er frek-
ar ólíldegt að það friðvænlega
ástand verði til langrar frambúð-
ar. Til þess að gera hörð afstaða
Rússlands gegn Bandaríkjunum í
því máli, miðað við samskipti
þeirra frá lokum kalda stríðsins,
vakti athygli.
Bandarískir sérfræðingar um
Rússland og stjórnmálamenn
ýmsir í grannríkjum þess telja að
þessi afstaða Rússlands í Iraks-
málum sé liður í nýrri stefnu
þess í utanríkismálum.
Gamalgróin heimsveldis-
hyggja
Meginmarkmiðin með þessari
nýju stefnu sé að koma á víðtæku
en e.t.v. mikið til óformlegu
bandalagi gegn Bandaríkjunum
og að tryggja að ríkin við suður-
landamæri Rússlands, einkum
fyrrverandi sovétlýðveldi þar, lúti
Rússlandi sem forysturíki. í téðu
bandalagi gegn Bandaríkjunum
og e.t.v. Vesturlöndum yfirleitt
geri ráðamenn í Moskvu sér von-
ir um að helstu aðilar verði auk
Rússlands Kína, Iran og Araba-
lönd.
Slík stefnubreyting Rússlands
gæti átt rætur djúpt í heimsveld-
ishneigð sem þar liggur í Iandi,
hliðstætt og var og er í Kína, var
í Rómaveldi, býsanska ríkinu,
Tyrkjaveldi og Bretaveldi og hef-
ur um skeið verið allofarlega í
Bandaríkjunum. Ekki er vfst að
siðaskipti í Rússlandi, frá komm-
únisma til kapítalisma, breyti
miklu hér um.
Höfund þessarar meintu nýju
utanríkismálastefnu Rússlands
telja vissir bandarískir rússlands-
fræðingar vera núverandi utan-
ríkisráðherra landsins, Jevgeníj
Prímakov, sem á síðasta bluta
sovéska tímans var einn helsti
sérfræðingur Sovétríkjastjórnar í
málefnum Arabalanda. Ariel
nokkur Cohen, einn sá hvassyrt-
asti af Bandaríkjamönnum þeim,
sem telja Rússland hafa tekið
upp nýja og ágenga stefnu í utan-
ríkismálum, talar í þ\a samhengi
um „Prímakov-kenninguna."
(Shr. Bresjnfevs-kenninguna
gömlu.) Cohen þessi starfar við
The Heritage Foundation, rann-
sóknastofnun sem sögð er fjár-
mögnuð af harðíhaldssömum að-
ilum. Undir við hann taka m.a.
Henry gamli Kissinger, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem kallað hefur Prímakov
,;málaflutningsmann Saddams"
Iraksforseta.
Shevaidnadze, Petrosjan
I samhengi við stefnu Rússlands
í Iraksmálum hefur verið sett
banatilræðið nýlega við Eduard
Shevardnadze, sem einhverjir
muna kannski eftir sem utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna á Gor-
batsjovs-tímanum og er nú for-
seti Georgíu. Shevardnadze hef-
ur látið í ljós grunsemdir um, að
rússneskir áhrifaaðilar hafi stað-
ið á bak við tilræðið. Hann hefur
beitt sér ákaft fyrir því að ný olíu-
leiðsla verði Iögð frá Aserbædsjan
yfir Georgíu til Supsa, hafnar-
borgar í því landi við Svartahaf.
Það yrði Georgíu, sem er næsta
veikburða, til styrktar, en Rúss-
landi vart til hagnaðar, því að við
það myndi draga úr mildlvægi ol-
íuleiðslu frá Aserbædsjan sem
liggur um rússneskt land.
Uppi er og grunur um að Rúss-
land hafi verið með í ráðum er
Baksvið
Bandarískir rúss-
landsfræðingar telja
að Rússland reyni að
fá Kína, íran og
arabalönd með sér í
bandalag gegn Vestnr-
löndum.
Levon Ter-Petrosjan, forseta
Armeníu, var fyrir skömmu vikið
úr því embætti. Var ekki laust \áð
að aðfarirnar við það þættu
minna á valdarán. Stephen
Blank, rússlandsfræðingur við
rannsóknastofnun á vegum
bandaríska landhersins (U.S.
Army College) í Pennsylvaníu,
telur að við þetta hafi áhrif Rúss-
lands í Armeníu aukist. Það
muni á næstunni styðja Armeníu
gegn Aserbædsjan, með það fyrir
augum að þvinga síðarnefnda
ríkið til undanlátssemi við Rúss-
Iand. Mikilvægi Aserbædsjans í
augum heimsins fer vaxandi
vegna olíu lands þessa. A milli
þess og Armeníu er nánast fullur
fjandskapur.
Óvinarheimt?
Ekki er óhugsandi að sumum
þeim aðilum bandarískum, sem
mest gera úr „Prímakov-kenning-
unni,“ gangi í þvi að einhverju
Ieyti til þörf fyrir endurheimt
óvinarins stóra í austri. Þrátt fyr-
ir mikla yfirburði Bandaríkjanna
í efnahagsmálum og tækni eru
þau á ýmsan hátt veik fýrir, einna
helst vegna þess hve þetta risa-
vaxna þjóðfélag, ef hægt er að
kalla það því nafni, er sundurleitt
á margan hátt. Það hefur orðið
sundurleitara á síðustu áratugum
og sú þróun heldur áfram.
„Heimsveldi hins illa“ í austri var
Bandaríkjamönnum mikilvægur
sameiningarhvati, en síðan það
gufaði upp er líklegt að athygli
landsmanna beinist sífellt meira
inn á við. Við slíkar aðstæður má
ætla að ýmsir aðilar sjái ástæður
til þess að óttast um sig og leitist
því við að beina athygli landa
sinna að sem geigvænlegustum
óvinarímyndum erlendis.
HEIMURINN
Schröder valinn til höfuðs Kohl
ÞYSKALAND - Framkvæmdastjórn þýska Sósíaldemókrataflokksins
valdi í gær einróma Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-
Saxlands, sem kanslaraefni flokksins í næstu kosningum til þýska
sambandsþingsins. Schröder vann um helgina yfirburðasigur í þing-
kosningum Neðra-Saxlands, og strax eftir að úrslit voru orðin ljós
lagði Oskar Lafontaine, annar helsti forystumaður Sósíaldemókrata-
flokksins, til að Schröder yrði kanslaraefni flokksins. Schröder og
Lafontaine hafa báðir sóst ákaft eftir því að fá að etja kappi við „ei-
lífðarkanslarann" Kohl í næstu kosningum.
Deilur um tuLkun írakssaumingsms
BANDARIKIN - Deilur eru þegar komnar upp varðandi túlkun samn-
ingsins sem Kofi Annan gerði við íraka. Sendiherra íraks hjá Samein-
uðu þjóðunum hélt því fram i viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að
meiningin sé að stjórnarerindrekar hafi með höndum yfirstjórn
vopnaeftirlitsins á forsetasvæðunum átta, en Richard Butler, yfirmað-
ur vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í írak, andmælti þessu harð-
lega og sagði engan vafa leika á því að samkvæmt samningnum bæri
hann einnig ábyrgð á eftirlitinu á forsetasvæðunum.
Hindúar imnu sigur
INDLAND - Flokkur þjóðernissinnaðra hindúa vann augljósan sigur
í þingkosningunum á Indlandi, og skortir aðeins nokkur þingsæti til
að ná meirihluta.
EYÞING
Sambcmd sveitarfélaga i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Strandgötu 29 - 600 Akureyri - Sími 461 2733 - Fax 461 2729 kt. 561192-2199 - Netfang: eything@nett.is
Framkvæmdastjóri
EYÞING - Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
óskar að ráða framkvæmdastjóra. Skrifstofa framkvæmdastjóra er
staðsett á Akureyri. Starfið er laust frá 1. maí næstkomandi.
Umsóknir sendist til Eyþings fyrir 20. mars 1998.
Upplýsingar um starfið veitir Sigfríður Þorsteinsdóttir, stjórnarfor-
maður í síma 462-4031 og Hjalti Jóhannesson, framkvæmdastjóri í
síma 461-2733.
EYÞING, Strandgötu 29, 600 Akureyri
Framsóknarflokkurinn
"Aukum framsókn kvenna"
Málþing í Finnabæ, Bolungarvík, laugardaginn 7. mars 1998 kl. 13.00
Dagskrá
13:00 Setning
Valdimar Guðmundsson, formaður Framsóknarfélags
Bolungarvíkur
13:05 Ávarp
Inga Ólafsdóttir, stjómarmaður í KFV
13:15 Kosningabarátta í sveitarstjórnarkosningum og starf
kvenna innan Framsóknarflokksins
Jóhanna Engilbertsdóttir, formaður LFK
Fyrirspurnir og umræður
13:55 Þátttaka í sveitarstjórn
Bergþóra Annasdóttir, varabæjarfulltrúi í ísafjarðarbæ
Fyrirspurnir og umræður
14:35 Kaffihlé
14:50 Aðferðir í kosningabaráttu og samræming stjórnmála-
og fjölskyldulífs
Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður
Fyrirspumir og umræður
15:45 Málþingsslit
Fundarstjóri: Inga Ólafsdóttir. Málþingið er öllum opið
Þátttakendum er boðið að koma á Góufagnað Framsóknarfélags
Bolungarvíkur um kvöldið þar sem verður glaumur og gaman að hætti
Bolvikinga. Nánari upplýsingar um ferðir og gistimöguleika em veittar hjá
Valdimari Guðmundssyni (hs: 456-7338 og vs: 456-7310).
Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins
Kjördœmissamband framsóknarmanna ú Vestfjörðum
Framsóknarfélag Bolungarvíkur
Askriftarsíminn
er 800 7080
BELTIN
% d<ch '&Py\ 6
lUMFERÐAR
Iráð