Dagur - 03.03.1998, Blaðsíða 7
Ðzsfir
ÞRIDJUDAGUR 3. MARS 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Þegar góðar mann-
eskjur hafast ekki að
Kofi Annan. „Enginn vafi leikur á að Sameinuðu þjóðirnar þurfa í fyrirsjáanlegri framtíð að gefa meiri gaum að hinum
fyrirbyggjandi þætti í starfsemi sinni, “ segir utanríkisráðherra.
IJALLUOR
ASGRIMS-
SON
UTANRÍKIS-
RÁÐHERRA
SKRIFAR
Afskipti Sameinuðu þjóðanna af
málefnum Irak hafa verið í
brennidepli að undanförnu. Eft-
ir árangursríka för framkvæmda-
stjóra, Kofi Annans, til Baghdad,
hefur loftárásum Bandaríkjanna
á valin skotmörk í írak verið af-
stýrt, að minnsta kosti um sinn.
Vissulega hlýtur það að vera öll-
um siðmenntuðum þjóðum
fagnaðarefni að saklausum borg-
urum skuli þannig hafa verið
forðað frá þeim hörmungum og
eyðileggingu sem óumflýjanlega
hljótast af hernaðaraðgerðum, í
hvaða mynd sem er.
Friðarför framkvæmda-
stjórans
En mikilvægt er að draga réttar
ályktanir. Friðarför fram-
kvæmdastjórans skilaði árangri
vegna þess að Saddam Hussein
áttaði sig á afleiðingum þess að
virða ályktanir öryggisráðsins að
vettugi. Hefðu bandarísk stjórn-
völd, studd af bandamönnum,
ekki sýnt það í verki að þeim var
full alvara með að knýja á um
efndir, er ólíklegt að Saddam
hefði fallist á það að lokum að
heimila eftirlitsmönnum SÞ
óheftan aðgang að vettvangi, þar
sem Irakar eru taldir geta leynt
lífefna- og eiturvopnum. Hótun-
in um beitingu hervalds var því á
vissan hátt forsenda hinnar frið-
samlegu niðurstöðu, sem nú
liggur fyrir. Fleyg orð Winston
Churchills „viljir þú halda frið-
inn skaltu búa þig undir stríð“
koma óneitanlega í hugann af
þessu tilefni. Umræðan um Irak
leiðir hugann einnig að almennu
hlutverki Sameinuðu þjóðanna.
Hvernig búum við samtökin best
úr garði til að takast á við við-
fangsefni framtíðarinnar? Geta
Sameinuðu þjóðirnar hlutast til
um ástandið í einstökum ríkjum
með herboði? Og hvaða sess eiga
aðgerðir af því tagi að hafa í sam-
anburði við aðra starfsemi hins
alþjóðlega samfélags, t.a.m. fyr-
irbyggjandi aðgerðir?
Hlutverk öryggisráðsins og
framtíð þess
Öryggisráðið er helsta valda-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
ásamt allsherjarþinginu. Sam-
kvæmt stofnskránni ber aðildar-
ríkjum öryggisráðsins að meta
hvort fyrir hendi sé „ófriðar-
hætta, friðrof eða árás“ og
ákveða viðbrögð. Ráðið getur
mælt fyrir um til hvaða aðgerða,
annarra en hernaðaraðgerða,
skuli gripið, t.d. viðskiptaþving-
ana, samgöngubanns eða stjórn-
málasambandsslita. Telji ráðið
slíkar ráðstafanir ekki nægja til
varðveislu friðar og öryggis, get-
ur það lagt á ráðin um hernaðar-
aðgerðir. Þar sem samtökin sem
slík hafa ekki yfir eigin herstyrk
að ráða, hefur verið litið svo á að
öryggisráðið gæti veitt einstök-
um ríkjum eða samtökum ríkja
umboð til aðgerða, líkt og gert
var í Flóabardaga árið 1991.
Þótt stofnskráin hafi að flestu
leyti staðist tímans tönn, hefur
margt breyst frá þeim tíma að
hún var samin. Við stofnun sam-
takanna voru aðildarríki 50 og
sætin í öryggisráðinu 10, 5 föst
og 5 kjörin sæti. Hálfri öld síðar
eru aðildarríkin 185, en sætin í
öryggisráðinu 15, 5 föst og 10
kjörin sæti. Ein afleiðing hinnar
öru fjölgunar aðildarríkjanna,
ekki síst hin síðari ár, er að sam-
setning öryggisráðsins getur vart
talist endurspegla lengur á raun-
hæfan hátt hið fjölbreytilega
pólitíska og landafræðilega litróf
hins alþjóðlega samfélags. Svo
tryggt sé að aðgerðir öryggisráðs-
ins njóti stuðnings sem flestra
aðildarríkjanna er nauðsynlegt
að breytingar verði gerðar á ör-
yggisráðinu og það útvíkkað.
Samkomulag er um þetta meg-
inmarkmið meðal aðildarríkj-
anna. En mikið lengra nær sam-
komulagið ekki. Aðildarríkin,
sem ráðgast hafa um stækkun
ráðsins frá árinu 1993, greinir
enn á um mörg atriði, m.a. hvort
fjölga beri föstum og kjörnum
sætum eða einungis kjörnum
sætum, hvaða ríkjum skuli út-
hlutað föstum sætum og hvort
slíkum sætum skuli fylgja neit-
unarvald. Af hálfu Norðurlanda
hefur verið lagt til að bæði föst-
um og lausum sætum verði fjölg-
að, að svæðahópar ákveði sjálfir
hvaða ríki skuli hreppa föst sæti,
en heildarfjöldi sæta verði um
23. Einnig eru Norðurlöndin
Þegar forvamarstarf
ber ekki árangur og
heimsfriði er ógnað,
Jjurfa allar þjóðir,
stórar sem smáar, að
hafa hugrekki til að
hregðast við. Afþeim
sökum gat ísland
ekki látið sitt eftir
liggja í tilrauuum til
að afstýra frekari
stríðshörmungum við
Persaflóa.
hlynnt því að settar verði skorður
við beitingu neitunarvaldsins,
sem einungis hinir föstu með-
limir hafa fengið að njóta til
þessa. Með þátttöku í tillögun-
um hefur Island viljað leggja sitt
af mörkum til þess að öryggis-
ráðið verði skilvirkara og betur í
stakk búið til að koma fram sem
fulltrúi allra aðildarríkja SÞ á
sviði öryggismála í framtíðinni.
Breyttar áherslur
Sameinuðu þjóðanna
En fleira hefur breyst í heimin-
um en fjöldi aðildarríkja Samein-
uðu þjóðanna. Eina markverð-
ustu breytingu síðari ára má
þakka lokum kalda stríðsins, en
hún er fólgin í auknum skilningi
á því sjónarmiði að leiðin til að
tryggja öryggi fólks sé ekki að
vígvæða það, heldur skapa því
mannsæmandi lífsskilyrði. I þvi
sambandi er mikilvægast að upp-
ræta fátækt, bæta menntun,
standa vörð um mannréttindi,
stuðla að félagslegum jöfnuði og
afstýra ógnum við hið náttúru-
lega umhverfi. Aðgerðir sem
þessar jafngilda í rauninni starfs-
skrá til að komast fyrir rætur
ófriðar. Það er ekki síst af þess-
um sökum að friðargæsla á veg-
um samfélags þjóðanna skarast
nú æ meir við aðra starfsemi, svo
sem félagslega uppbyggingu,
flóttamannaaðstoð, kosninga-
ráðgjöf og löggæslu; starfsemi
sem Island hefur tekið aukinn
þátt í á undanförnum árum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
reynt að aðlaga sig þessum
áherslubreytingum, ekki síður en
einstök ríki. Þegar núverandi
framkvæmdastjóri tók við störf-
um fyrir ári lýsti hann því yfir að
hann myndi setja endurbætur á
samtökunum á oddinn í störfum
sínum. Á liðnu sumri lagði hann
fram umfangsmikla áætlun, sem
miðar m.a. að því að gera þróun-
armál og ýmsa tengda þætti, svo
sem mannréttindi, fyrirferðar-
meiri í störfum samtakanna. I
viðræðum okkar við fram-
kvæmdastjórann þegar hann
heimsótti Island í byijun sept-
ember sl., fullvissaði ég hann um
að Island styddi endurbótastarfið
af heilum hug.
Fyrirbyggjandi starf er besta
tryggingin fyrir fridi
Enginn vafi leikur á að Samein-
uðu þjóðirnar þurfa í fyrirsjáan-
legri framtíð að gefa meiri gaum
að hinum fyrirbyggjandi þætti í
starfsemi sinni. A Austfjörðum
var eitt sinn haft á orði að auð-
veldara væri að fela fiskinn en
elta köttinn. I alþjóðlegu sam-
starfi á hið sama við. Það er í alla
staði hagkvæmara og vænlegra
til árangurs að koma í veg fyrir
vandamál, sem oft eru undirrót
ófriðar, en slökkva eldana eftir
að ófriður hefur brotist út. Upp-
byggingarstarf af þessu tagi er
hins vegar bæði tímafrekt og
kostnaðarsamt. Við bætist að
Sameinuðu þjóðirnar geta ekki
gert hlé á störfum til að aðlaga
sig breyttum aðstæðum. Að end-
urbæta samtökin er því að sumu
Ieyti eins og að freista þess að
gera við ökutæki á ferð.
Enginn vafi leikur á að endur-
bætur á störfum Sameinuðu
þjóðanna, þ. á m. útvíkkun ör-
yggisráðsins, geta ráðið miklu
um hvort samtökin ná fullum
tökum á verkefnum sínum í
framtíðinni. En við skulum ekki
láta blekkjast. Jafnvel þótt Sam-
einuðu þjóðunum tækist það
ætlunarverk sitt að útrýma fá-
tækt, ráða bót á hungri, vernda
náttúruauðlindir og koma á lýð-
ræðislegum stjórnarháttum, er
ekki þar með sagt að ófriði
manna og ríkja í millum verði af-
stýrt. A átjándu öld var því spáð
að viðskipti og efnahagsleg auð-
sæld myndu þegar tímar liðu
gera átök óþörf. Sú von hefur
ekki staðist frekar en margar aðr-
ar tálsýnir manna. Valdagræðgi,
ofbeldishneigð og virðingarleysi
fyrir lífi og lifnaðarháttum ann-
ars fólks hafa því miður fylgt
mannkyninu frá upphafi og
munu gera það áfram. Með al-
þjóðlegu samstarfi getum við á
hinn bóginn haldið áhrifunum af
slíkum meinvörpum í skefjum.
Þegar forvarnarstarf ber ekki
árangur og heimsfriði er ógnað,
þurfa allar þjóðir, stórar sem
smáar, að hafa hugrekki til að
bregðast við og axla sína ábyrgð.
Af þeim sökum gat Island ekki
látið sitt eftir liggja í tilraunum
til að afstýra frekari stríðshörm-
ungum við Persaflóa. Sagði ekki
kunnur breskur hugsuður eitt
sinn: „Allt sem þarf til að hið illa
nái yfirhöndinni í heiminum, er
að góðar manneskjur hafist ekki
að“?