Dagur - 03.03.1998, Side 10

Dagur - 03.03.1998, Side 10
10- ÞRIÐJVDAGVR 3. M A R S 1998 FRÉTTIR rDwptr Öfugu megin framúr STEIN- GRIMIJR J. SIGFUSSON SKRIFAR Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur hefur sett saman texta nokkurn sem birtist hér í blaðinu þriðjud. 24. febrúar og kemur undirritaður þar við sögu. Það sem fyrst vakti athygli mína var hversu geðvonskulegur svo ekki sé beinlínis sagt óþverralegur samsetningurinn var. Bætti þar síst myndskreyting blaðsins, en þar á ég að sjálfsögðu við ásjónu Saddams Hussein en ekki Guð- mundar en myndir af báðum fylgdu greininni. Málflutningur Guðmundar dæmir sig best sjálfur og er nán- ast að engu Ieyti svaraverður. Það að gera mönnum fyrst upp skoð- anir og eigna mönnum illar hvat- „Það sem fyrst vakti athygli mína var hversu geðvonskulegur svo ekki sé beinlínis sagt óþverraiegur samsetningurinn var, “ segir Steingrimur J. um skrif Guðmundar Andra. ir og ráðast síðan á þá með fúk- yrðum fyrir hvoru tveggja er göm- ul, velþekkt, en ekki að sama skapi rismikil aðferð í rökræðu. Við töluðum stundum um Heimdallarstíl, ungir rauðliðar sem vorum að rífast við upprenn- andi sjálfstæðismenn í SUS eða Heimdalli fyrir svona 15-20 árum síðan. Aðferðin var sú, að draga samasemmerki á milli okkar og alls þess versta sem gerst hafði í Rússlandi kommúnismans og þóttust hægri menn þá oftast ekki þurfa frekar á rökum að halda. Samlíking við Heimdallarstíl í rökræðum er ef til vill ekki hent- ug til skilningsauka Guðmundi Sviptir - en aka samt Róleg helgi í vondu veöri í dagbók lög- regliinnar í Reykja- vík. Helgin var fremur róleg hjá Iög- reglu, fátt fólk var í miðborginni enda gaf veðurfar ekki tilefni til að vera mikið úti við. Þungar sektir A fjórða tug árekstra voru um helgina en ekkert um alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Klukkan 13:15 á sunnudag varð árekstur á Bústaðavegi við Bústaðabrú. Tveir bílar rákust á og varð að flytja annan þeirra af vettvangi með kranabifreið. Annar ökumaðurinn ætlaði sjálfur á slysadeild. Sautján ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og verða sjálfsagt flestir þeirra að sjá á eftir ökuskírteini sínu um nokkurn tíma. Þá voru fjórir ökumenn stöðv- aðir vegna þess að þeir óku öku- tækjum án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Nokkuð ber á því að ökumenn freistast til að halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir slfkum réttind- um. Frá áramótum hefur lög- reglan stöðvað á fimmta tug slíkra einstaklinga. Sektir fyrir að aka án réttinda eru háar, fyr- ir fyrsta hrot 47 þúsund og 93 þúsund fyrir annað brot. Auk þess er réttarstaða ökumanna með öðrum hætti eins og gefur að skilja þar sem þeir eru ekki handhafar ökuréttinda. Fíkniefni tekin K1 19:00 á laugardag voru þrír aðilar handteknir er lögreglan stöðvaði ökumann vegna gruns um ölvun við akstur. I bifreið- inni fannst nokkurt magn af ætluðum fíkniefnum. Stolið úr skóla Kl. 01:00 á sunnudag var lög- reglu tilkynnt að brotist hafði verið inn í söluturn í Breiðholti. Talsverðu af peningum hafði verið stolið. Kl.12:07 á sunnudag var lög- reglu tilkynnt að brotist hafði verið inn í húsnæði félagasam- taka við Sundlaugaveg. A sunnudag var brotist inn í ökutæki við Suðurlandsbraut og þaðan stolið hljómflutnings- tækjum og öðrum verðmætum. Sama gerðist í Safamýri, og enn hurfu hljómtæki í skóla við Há- teigsveg. Yfirsjónir ökumaima Of algengt að öku- iiieim stingi af eftir ad hafa ekið á kyrr- stæðar bifreiðar, seg- ir í dagbók Akureyr- arlögreglunnar. Síðastliðin vika var róleg og tíð- indalítil á flestum sviðum og verkefni lögreglunnar með færra móti. 25 umferðaróhöpp urðu í vikunni og lítilsháttar slys í einu þeirra en talsvert eigna- tjón í öðrum tilvikum. Líklega eiga slæm akstursskilyrði sök á mörgum þessara óhappa en því betur þurfa ökumann að vera á varðbergi sem skilyrði til aksturs eru verri. Sé litið á nokkrar yfir- sjónir ökumanna sem komu fyr- ir sjónir löggæslumanna þá voru m.a. 11 kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, 2 fyrir ölvunarakstur, 3 óku sviptir ökuréttindum, 2 óku gegnt ein- stefnu svo eitthvað sé talið en almennt virtust ökumenn með löghlýðnara móti. Stinga af Eitt af því sem er alltof algengt er að ökumenn stingi af frá því að aka á kyrrstæðar bifreiðar ef þeir halda að engin hafi séð til. Þrjú slík tilvik voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni og hafð- ist upp á tjónvaldi í tveimur Lögregian aðstoðaði fólk í hrakningum, en þessi hafði vit á að vera heima á Akureyri um helgina. þeirra. Á þriðjudagsmorgni var tilkynnt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið við Tryggva- braut og náðist númerið á bíl tjónvalds. Er lögreglan hafði tal af honum kvaðst hann hafa ætl- að að láta vita síðar en hann hefði verið að flýta sér svo mik- ið að hann hefði ekki haft tíma til þess þegar atburðurinn varð. Á miðvikudaginn var bakkað á bifreið við Fjólugötu og sást einnig til hans. Sá kvaðst ekkert hafa orðið var við það og því ekið á brott. Gluggagægir lofar að hætta Á Iaugardagsmorguninn varð allharður árekstur er ekið var aftan á bifreið á Drottningar- braut við flugvallarveg. Þrír kvörtuðu um eymsli í hálsi og baki og voru fluttir á slysadeild. Laust eftir miðnætti aðfara- nótt mánudagsins var kvartað yfir manni sem lægi á gægjum á Brekkunni. Hafðist uppi á manninum sem gat enga skýr- ingu gefið á háttsemi sinni en lofaði að láta af þessu. Á mánu- dagsmorguninn var tilkynnt um innbrot í Skíðaþjónustuna en þar hafði verið spenntur upp gluggi og stolið sldptimynt og einu snjóbretti. Á sunnudaginn versnaði veð- ur og lentu ökumenn þá í erfið- Ieikum á Víkurskarði. Lögreglan kvaddi þá Flugbjörgunarsveitina til aðstoðar og fór bíll frá þeim og Hjálparsveit skáta á Akureyri og aðstoðuðu ökumenn í Víkur- skarði og Ljósavatnsskarði sem þar áttu í erfiðleikum vegna ófærðar. — DG Andra eða öðrum nútímalegum og raunverulegum vinstrimönn- um, samkvæmt eigin skilgrein- ingu. Satt best að segja veit ég ekki hvort yfirleitt er í mínu valdi að breyta neinu um þann mis- skilning, vanþekkingu og rang- hugmyndir eða blöndu af öllu þessu sem Guðmundur er hald- inn af, hvað varðar mig og mínar hugmyndir og stöðu í pólitíkinni. Svo er það auðvitað ekki minn hausverkur, heldur hans, þó hann baksist svona á sig kominn hvað þetta snertir gegnum lífið. Það eina sem ég get ráðlagt honum er að reyna að Iáta þetta ekki fá svona mikið á sig. Ákveðin Iausn getur verið að hugsa sem minnst um þetta í skammdeginu þegar tilveran er grá. Þá geta ólíkleg- ustu menn, jafnvel ungir rithöf- undar, lent öfugu megin framúr og rokið í að skrifa blaðageinar sem þeir vonandi sjá þegar þær birtast að þær hefðu betur verið óskrifaðar. Að einu leyti er grein Guð- mundar mér sem stjórnmála- manni gagnleg. Á ég þá ekki við það upplýsingagildi sem hún hef- ur um hann sjálfan, heldur hitt að hún minnir á viðvarandi mikil- vægi þess fyrir okkur stjórnmála- mennina að skýra okkar viðhorf, rökstyðja þau og koma þeim á framfæri. Viðbúið er að ég noti tilefnið og upplýsi Iesendur Dags betur á næstunni um viðhorf mín til þeirra mála sem Guðmundur gerði að umtalsefni. Geta þá les- endur sjálfir dæmt um hvorum þeir trúi betur um skoðanir Steingríms J. Sigfússonar, honum sjálfum eða Guðmundi Andra Thorssyni. Svona rétt í lokin vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Eg er ekki hægri maður að eig- in mati og reyndar vanari ásök- unum um alveg hið gagn- stæða. I Norðurlandaráði starfa ég í flokkahópi svo- nefndra vinstri-sósíalista og hef ekki orðið annars var en ég teljist eiga þar ágætlega heima. 2. Saddam Hussein er ekki leið- togi Iífs míns en djöfulskapur hans nægir mér ekki sem af- sökun til að þegja yfir hungur- dauða saklausra barna í Iandi hans. 3. Eg er ekki málpípa sægreifa og gróðapunga, heldur tel ég mig fyrst og fremst í því samhengi vera málsvara sjómanna, fisk- verkafólks, sjávarútvegsbyggð- anna, sanngirni og heilbrigðrar skynsemi. En betur um þetta síðar. Andrí og andfúlu arabamir í Alþýðu- baudalagiuu ERPUR ÞÓRÓLFUR EYVINDARSON LISTAMAÐUR SKRIFAR Á meðan smáborgarar sprikluðu sig máttvana á síðum Morgun- blaðsins við að gera Halldór Lax- ness að einhverju stofustássi smáborgara þá skrifar Guð- mundur Andri um þá hluti sem skiptu máli. Frammistaða sendi- nefndar Islands í Kyoto var vissulega leiðinlegri en sendi- nefndir okkar í Júróvisjon og þá skrifar Guðmundur Andri og það er gaman. Þegar Landsfeður og aðrir mishressir ráðamenn, einkavæddir sem í sameign, hlupu á vegg í leit að tilgangi sín- um, beið maður alltaf spenntur. Guðmundur Andri skrifar og flengir fast. Halldór Ásgrímsson mætti í sjónvarp heldur finnskur á svip og sagði ísland fylgjandi loftárásum. „Take it away Guð- mundur Andri!“ ... en fjandinn, hvað er nú þetta???? „Alþýðu- bandalagið hatar Kana og notar öndunarvél og gamla sögubók, er á móti samstarfi við jafnaðar- menn en vill samstarf við Saddam Hussein og samhug með kvótaaðli.“ Jæja kallinn, þetta er komið fínt... I Flóabardaga (part one) sýndu CNN og fleiri ábyrgir okkur hvernig stríð getur verið eins og gamlárskvöld. Eflaust fannst Guðmundi þetta skemmtilegt eins og mörgum, því Olafur á fréttastofu Sjónvarps talaði jú bara um „Saddam og félaga" í tengslum við Irak, svo árás á Irak hlaut bara að vera árás á nokkra andfúla Araba með yfirvara- skegg. I stríðinu, og eins í refsi- aðgerðum sem fylgdu, kom í ljós hversu hættulegur Saddam var þar sem hann gat brugðið sér í allra kvikinda líki og varð að svelta og sprengja mikið til að ná á hann höggi. Já, Saddam hefur margar birtingarmyndir, stund- um sem sjúkrahús, sem skóli, gatna- og veitukerfi og stundum jafnvel sem hálf milljón barna (meira en 600.000 skv. SÞ). - Svo þegar við sprengjum burt undirstöður samfélags og sak- laust fólk með (115.000 í Flóa- bardaga), þá er það vegna þess að einn maður er vondur. Já, Tony Blair og aðrir öööh... vinstrimenn geta hreykt sér af hversu mikið „Saddam Hussein og félagar" hafa fengið á bauk- inn. Og svo talaði Guðmundur um „einfeldni" í tengslum við andstæðinga sprengjuárása á írak. Fyndið. Eina jöfnunin sem jafnaðar- maðurinn Tony Blair hefur áhuga á eru fleiri sjúkrahús og skólar jafnaðir við íraska jörðu og auðvitað soldið af fólki líka. Margir jafnaðarmenn af þessu sauðahúsi hafa ákveðið að tak- marka eigi réttindabaráttuna við eigin landamæri og þjóðerni. Eru því einskonar „þjóðernis- jafnaðarmenrí' og auðvitað eru slíkir menn ekki á móti því að hafa her í Iandi svo lengi sem hann sprengir bara fólk í þróun- arlöndum. Svona hugsunarhátt- ur, Guðmundur, er til í gömlum bókum. Eg er innilega á móti kvóta- kerfinu. En ég vona að ég þurfi ekki að vera hlynntur morðum á óbreyttum borgurum til að telj- ast góður „jafnaðarmaður" í huga Guðmundar Andra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.