Dagur - 19.03.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 19.03.1998, Blaðsíða 15
FIMMTÍIDAGUR 19. MARS 1998 - 31 ... >’T Thyur— LÍFIÐ í LANDINU „Matargerð í gömlu torfbæj- unum“ eryfir- skrift sýningar sem erverið að setja upp í Byggðasafiii Skagafjarðar, Glaumbæ. Enginn fer svangur úr Skagafirðinum „Bærinn að Glaumbæ sam- anstendur af mörgum húsum og stór hluti þeirra er í raun tileink- aður mat,“ segir Sigríður Sigurð- ardóttir, safnastjóri Byggðasafns- ins. „Markmið þessarar sýningar er að fræða fólk um gamlar ís- lenskar matarhefðir og bjóða ferðalöngum að bragða þjóðlega rétti um leið og þeir fræðast." Og fræðslan sú er víðtæk, því meðal annars er fjallað um notk- un á grjóti við matseld, hvernig skortur mótaði eldamennsku fyrr á tímum, eldiviðarleysi, salt- leysi og kornskort og svo hvernig fólk nýtti jurtir og hvers konar geymsíuaðferðir voru viðhafðar. „Við viljum vekja athygli á að- búnaði fólksins sem var að mat- búa í þessum húsakynnum, við hvaða aðstæður maturínn var geymdur og ekki hvað síst draga fram einkenni á matargerð í torfbæjum fyrr á tímum,“ segir Sigríður. „I sýningarskrá verða svo upplýsingar um breytingar á matargerð á íslandi í aldanna rás, þar sem ekki er pláss fyrir slíkt i húsunum sjálfum.“ „ Við viljum vekja at- hyglifólks á aðstæðum fólksins sem varað matbúa í þessum húsokynnum og við hvaða aðstæðurmat- urinn vargeymdur. “ Kjötsúpa og skyr „Hérna í safninu er svo kaffi- stofa og þar er boðið upp á ís- lenskt meðlæti að þjóðlegum hætti,“ segir Sigríður. „Pönnu- kökur og kleinur eru einna vin- sælastar og svo hvít og brún vín- arterta ásamt hnallþóru hússins og gyðingakökum og kanilsnúð- um þegar tilefni gefst. I hádeg- inu er ævinlega boðið upp á kjötsúpu og skyr ásamt smurðu brauði með reyktum Iaxi og hangikjöti. Þannig að enginn ætti að þurfa að fara svangur úr Skagafirðinum,“ bætir hún við. „Að minnsta kosti ekki ef komið er við í Glaumbæ." Glaumbær er opinn eftir sam- komulagi allt árið um kring, en frá kl. 9-16 ffá 1. júní til 30. september. Sigríður er ein starfsmanna á vetrum en með henni eru 7-8 manns á sumrin. „Eg er að vona að með þessari sýningu sem Ieggur áherslu á ís- lenskar hefðir, fái veitingamenn um allt land meiri áhuga á að bjóða upp á íslenskan mat og ég sé það fyrir að lítill vandi sé að tengja saman sýninguna og til dæmis hlaðborð í Varmahlíð eða á Hólum,“ segir Sigríður. Sigríður mun halda erindi á námsstefnunni Matur og menn- ing, sem haldin verður í Menntaskólanum í Kópavogi þann 21. mars, en þar verður fjallað um ýmislegt sem tdðkem- ur íslenskri menningu og ekki hvað síst um það sem gert hefur verið og hvernig best er að koma íslenskum mat á framfæri. -VS Nicholson á leiMnn As GoodAsItGets Flestir gera ráð fyrir að Jack Nicholson hreppi Oskarsverð- launin fyrir leik sinn í As Good As It Gets. Hann er þar í sínu besta hlutverki í mörg ár og nýt- ir sér hverja mínútu á hvíta tjaldinu. Hann iðar af krafti og innlifun í túlkun sinni á rithöf- undi sem er bæði mannhatari og sóðakjaftur og illa þokkaður af öllum sem honum kynnast. Það kemur í hlut kjölturakka að \a'sa þessum miður geðslega manni inn á réttlátar brautir. Ahorfand- inn fylgist síðan með þessum sinnaskiptum allt þar til Nichol- son virðist um það bil að Ienda í hnappheldunni. Brotalöm myndarinnar felst í handritinu þar sem falleg, lítil saga er sögð of lengi. Mynd sem hefði átt að verða níutíu mínútur er teygð upp í hundrað og tutt- ugu mínútur. Hún tapar því nokkru af ljóma sínum fyrir vikið. As Good As It Gets er hvorki kvikmynd leikstjórans né hand- ritshöfundar. Þetta er mynd að- alleikaranna. Jack Nicholson veður um eins og hann eigi heiminn, og svo sannarlega á hann þesa mynd. Mótleikkona hans, Helen Hunt, stendur sig með prýði og túlkun hennar á gengilbeinunni, sem þarf að hafa fyrir lífsbaráttunni, er sterk og eftirminnileg. Greg Kinnear er góður í hlutverki hommans og Cuba Gooding jr. á góða spretti f litlu hlutverki. Myndin hefur verið tilnefnd til þó nokkurra Oskarsverð- launa. Þar á meðal sem besta mynd og fyrir besta handrit. Hvorug verðlaunin á hún skilið. Nicholson og Hunt hafa verið tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn og hér skal því spáð að Nicholson standi upp sem verð- skuldaður sigurvegari. Hunt er einnig líklegur sigurvegari en þá helst vegna þess að hún er eina bandaríska leikkonan sem til- nefnd er til verðlaunanna. Greg Kinnear er þriðji leikari myndar- innar sem tilnefndur er fyrir bestan Ieik í aukahlutverki. Niðurstaðan er sú að mestu hrifningarviðbrögðin við mynd- inni beri vott um oflof, en myndin er ágæt skemmtun. SMÁTT OG STÓRT Vídaliggjaleiðir Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, er á leið til lands og mun taka við Laugarnesprestakalli í vor. Séra Bjarni var einn harðasti andstæðingur Herra Olafs Skúlasonar biskups, þeg- ar fastast var að honum sótt eins og Clinton núna. Laugar- nesið er eitt fallegasta svæðið í Reykjavík. Þar býr líka margt ;ott fólk og þar á meðal Herra lafur Skúlason biskup. Þau hjón eru flutt eða að flytja í nýtt háhýsi í Laugarnesi. Og þegar séra Bjarni tekur við Laugarnessókn í vor gerist það af sjálfu sér að hann verð- ur sálusorgari Herra Ólafs Skúlasonar og konu hans. Þau munu án vafa sækja messu í Laugarneskirkju og ganga til altaris hjá séra Bjarna og gætu það verið þung spor fyrir alla aðila. Ólafur Skúlason. Vondir vegir Pistlahöfundur, sem kallar sig Snorra, skrifar í það ágæta hér- aðsfréttablað Vestra. Hann gerir grín að því sem hann kallar væl manna hér syðra út af Þorlákshafnarveginum. Einhver hafði orð á því að hann þyrfti að laga vegna þess að vegurinn yfir Hellis- heiði Iokast stundum í nokkra tíma vegna ófærðar. Snorri spyr hvort menn fyrir vestan muni eftir því að hafa gist í tvær eða þrjár nætur á Hólmavík vegna ófærðar. Vestfirðingar eru orðnir svo vanir vondum vegum að þeir kippa sér ekki upp við neitt eins og þessi áminnig Snorra sýnir. Þó gekk fram af einum Vest- firðingi fyrir nokkrum árum. Þá skrifaði hann í blað vestra að svo vondir væru vegirnir á Vestfjörðum orðnir að hann myndi ekki sleppa kettinum sínum á þá af ótta við að hann fótbrotnaði! Árshátíðarvísiir Engu er líkara en að hagmælskunni hafi farið nokkuð aftur í landinu, alla vega er það að verða sjaldgæft að heyra dýrt kveðn- ar vísur. Meira að segja er sjaldgæft orðið að heyra nýjar hring- hendur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson er snjall hagyrðingur og fer Iétt með að yrkja góðar hringhendur. A dögunum orti hann brag fyrir árshátíð kennara, sem hann sótti. Bragurinn byijar svona: Kæru brædur, kæru systur kennslufræða glaða drótt. Svangur hæði og svolítið þyrstur syng ég kvæði hér í nótt. Vart ég ýki, vinir, þetta veislufíkill margur er. Dautt í liki dýrra rétta dýraríkið birtist hér. Síðan yrkir hann um hvern réttinn fyrir sig og lýkur bragnum með þessum vísum: Eflaust mun því ykkur gruna eftir spuna þennan minn að meltinguna mú við una meðan dunar söngurinn. Firrtur svelti sæll er maður sú er eltir mat og vtn. Til að melta margur glaður mun svo velta heim til sín. Beðist afsökimar með gleði Það er ekkert sjálfgefið að menn biðjist afsökunar með sannri gleði. Það ætla ég að gera í þetta sinn. Eg rangfeðraði vísuna í slitruhættinum um Saddam Hussein á þriðjudag- inn. Hermann Jóhannsson hafði samband og sagðist ekki hafa ort vísuna. Örnólfur Thorsson hafði líka samband og sagði vísuna eftir vin sinn Aðalgeir Arason líffræðing og færði mér aðra vísu eftir hann í slitrustíl um erkiklerkinn Khomeni: Tehe klerkur ræður ran raun er þegnum ir í an Re hann hatar Ronald gan ríkja banda forsetann. Það eru ekki nema snillingar sem yrkja svona. Saddam Hussein.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.