Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 2
T 18-LAUGARDAGUR 21.MARS 1998 LÍFIÐ t LANDINU Egill Ólafsson. dórsdóttir verður með. Bubbi verður að sjálfsögðu með svo og upprenn- andi stjarna, Garðar Thor Cortes. Skemmtanafíklar á Norðurlandi mega búast við því að þurfa að skemmta sér á „nýjum Kaffi Ak- ureyri" á næst- unni. Sigga Beinteins og Grétar Orvars- ........... son, eigendur Sigriour Beintemsdottir. íslenska óperan er að búa sig undir stórátök því að í lok maí verður Car- men Negra, „rokk-salza“ verkið af óp- erunni Carmen, tekin til sýningar í Óperunni. Þegar eru byrjaðar getgátur um hverjir gegni aðalhlutverkunum í uppfærslunni og segir sagan að í þess- ari nýstárlegu uppfærslu verði aðal- stjarnan engin önnur en Egill Ólafs- son. Hann leikur Escamillo á móti bresku söngkonunni Caron sem Car- men. Stórsöngvarinn Helgi Björnsson lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta auk þess sem konan hans, Vilborg Hall- Bubbi Morthens. skemmtistaðarins, hafa átt í viðræðum um sölu að undanförnu og segir sagan að rekstraraðilar Sjallans og Við Pollinn hafi sýnt kaupun- um áhuga þó að þeir vilji lítið tjá sig um málið. Grétar, Sig- ríður og Magnús Sigurbjörnsson hafa staðið að rekstri Kaffi Akureyrar síðan staðurinn var opnaður í fyrrasumar. „Maður hefur heyrt alls konar gróusögur. Þetta er einfald- lega rangt en það hafa átt sér stað munnlegar þreifingar. Reksturinn hefur gengið ásættanlega en það er náttúrlega allt til sölu ef rétt verð fæst fyrir,“ segir Grétar Örvarsson. Þær fréttir berast ofan úr Sjónvarpi að Ingólfur Margeirsson, sá vaski sjónvarpsmaður og fóstbróðir Árna Þórarinssonar sé að flytjast burt af skerinu alla leið til Bretlands. Ingólf- ur fylgir þar í fótspor læknisins, sinn- ar konu, en hún hefur fengið starf í Bretaveldi. Islenskir sjónvarpsáhorf- endur þurfa þó ekki að örvænta því að þættirnir þeirra Ama og Ingós verða áfram á dagskrá fram á vorið. Ekkert er hins vegar ákveðið eftir það enda nægur tími fyrir höndum. Kannski verður hann bara tekinn upp hjá BBC í London næsta vetur... Gaflarar og náskyldir voru með árshá- tíð um síðustu helgi og dugði ekkert minna en sjálfur Kaplakriki enda mikið gleðifólk á ferðinni. AIls mættu um 950 manns á árshátíðina, bæði bæjar- starfsmenn og aðrir. Arshátíðir bæjar- starfsmanna eru ávallt mjög vinsælar og kom þvi engum á óvart að fleiri skyldu vilja en komust, sérstaklega meðal þeirra sem ekki starfa hjá bæn- um. Ingvar bæjarstjóri Viktorsson var upp á sitt besta og tjúttaði fram til þrjú. Hann átti þó ekkert í Ómar Ragnarsson sem þaut á milli borða eins og unglingur, spurði fólk að nafni og kastaði fram stökum. Tíðindum sætti að þrátt fyrir allan þennan fjölda þá barst maturinn heitur á borðið... Og meira af árshátíðum. Aðalárshátíðin á Akureyri þessa helgina verður hátíð Vaxtarræktarinnar í Sjallanum í kvöld. Þar munu tvö hundruð vöðvabúnt og glanspíur í bland við fitukepþi og íjörulalla mæta á staðinn á undanþágu frá Sigga Gests til að snæða lambalundir með rjómasósu og háma í sig kaloríubombur á eftir. Að loknum snæðingi og heimatilbúnum skemmtiatriðum verður svo aðalhljómsveit- in á sviðinu, sjálf Reggie On Ice, ein sú vinsælasta í brans- anum. Það verður fjör á þeim bænum... Fyrirliði KA, Jóhann Gunnar Jóhannsson, kemur kampakátur út úr sigurboga stuðningsmanna á Akureyrarflugvelli. „Við erum meist- arar, við erum meistarar," sungu leikmenn KA um borð í Metro-flugvélinni við komuna t/l Akureyrar í gærkvöld. mynd: gg. Við erum meistarar Þaðfer margt öðruvísi en ætlað er, ekki síst í íþróttum. Vafasamt varhvemig deildarkeppninni í handknattleik myndi Ijúka en það varekki sökum að spyrja, að sjálfsögðu sigraði KA. Strákamir okkar! Deildarkeppninni í handknatt- leik karla lauk á fimmtudags- kvöld og það er vafasamt að nokkru sinni fyrr hafi ríkt meiri spenna og óvissa um það hvaða lið yrði deildarmeistari, hveijir mundi Ieika við hverja í úrslita- keppninni um íslandsmeistara- titilinn, eða hvort Víkingar mundu sleppa \ið fall milli deilda. KA hreppti titilinn í ann- að sinn á þremur árum, vel studdir af stuðningsmönnum sínum beggja vegna Esjunnar, en Ieikmenn Fram, Aftureldn- ingar og FH sátu eftir með sárt ennið, en þessum liðum hafði verið spáð betra gengi en KA sem spekingar settu í 5. sæti. Full vél af stuðningsmönnum fylgdi liðinu suður í Ieikinn gegn erkióvininum Val, enda var engu líkara skömmu fyrir leik í Vals- heimilinu að leikurinn ætti að fara fram á besta heimavelli landsins, KA-heimiIinu. Við heimkomuna mynduðu stuðn- ingsmennirnir eins konar „sigur- boga“ með því að krækja saman höndunum, og þar í gegn bogr- uðu meistararnir inn í flugstöð- ina. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, gat ekki leynt gleði sinni við komuna til Akureyrar, enda eng- in ástæða til. Hann sagði að nýir menn hefðu fyllt vel í skörð sem m.a. Duranona og Ziza skildu eftir. Keppnisskapið smitar „Það er sigur „mentalitet" í þessu liði. Þetta eru strákar sem þekkja ekki annað en sigur í yngri flokkum og sá sigurvilji fleytir okkur langleiðina. Vladimir Goldin var rétt að komast í gang eftir þessar Ijórar vikur í nóvember og hann hefur aðeins verið með mjög stutt nú, en hann á eftir að vera okkur mikill stuðningur i úrslitakeppn- inni. Yala er óagaður leikmaður sem notar mikið af sóknum en hann hefur staðið sig frábærlega vel þrátt fyrir hrakspár ýmissa í upphafi. Það er ekki auðvelt að koma frá Afríku í allt annað menningarumhverfi. Sigtryggur hefur alveg gífurlegt keppnis- skap og það hefur smitað út frá sér. Höfiun titil að verja Það er verst að þurfa að sjá á eftir Sigtryggi en hann hættir í handbolta, Goldin hættir og fer til Hvíta-Rússlands og Björgvin Þór fer til Þýskalands, líldega til Alfreðs Gíslasonar hjá Hameln. Við tryggðum okkur rétt til þátt- töku á Norðurlandamótinu í handknattleik í lok aprílmánaðar ásamt bikarmeisturum Vals (eða Fram, innsk. blm.). Þar verða mörg sterk lið, m.a. Redbergslid frá Svíþjóð sem er yfirburðalið þar í landi. En nú tekur úrslita- keppnin við og við höfum þar Is- landsmeistaratitil að verja,“ sagði kampakátur þjálfari KA, sem sagði það hafa verið erfitt framan af að feta í fótspor Al- freðs Gíslasonar sem þjálfara. GG Kristjáner maöiuiii n Krístján Ragnarsson útvegsmannaforingi fær þann tvímælalausa heiður að vera maður vikunnar fyrir að hafa gefið dauðann í ríkisstjórnina og alla. Það er snilld að hafafengið útvegsmenn í landinu til að segja nei takk við miðlunartillögu ríkissáttasemjara þegar sjó- menn eru húnir að samþykkja. Skítt með þjóðarbúið og skítt með sjómennina, hugsar Kristján. Við útvegsmenn látum ekkert heygja okkur! -4-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.