Dagur - 21.03.1998, Síða 9

Dagur - 21.03.1998, Síða 9
LAUGARDAGUR 21. MARS 1997 - 25 ry^tr muna um að þeytast á milli staða og leika í tveim söngleikj- um samtímis. Ensk áhrif í Aðaldal Juliet Faulkner situr við pfanóið og gegnir hlutverki heillar hljómsveitar. Hún situr stund- um 8-10 tíma við það á æfing- um, enda vön manneskja, lék á sínum tíma með óperuhljóm- sveit í Englandi. A sviðinu myndar stóreflis málverk af Lundúnum bakgrunn verksins. Lundúnabúinn Juliet segir að þetta sé nokkuð lfkt London og Big-Ben býsna eðlilegur. Robert, eiginmaður Juliet sem stjórnar kórnum og æfir sönginn, fékk frí til að vera heima þetta kvöld að gæta barns sem var Iasið. Þau hjón hafa um árabil verið pott- urinn og pannan í öflugu tón- Iistarlífi í Aðaldal og víðar og eru gjörsamlega ómetanleg. Og þau leggja líka til lítinn Oliver í sýninguna, þ\n' James sonur þeirra, leikur Oliver ásamt Jóni Ágústi Sigurðssyni. Drengirnir syngja báðir eins og englar. Og kemur manni á óvart. Maður hélt að engir strák- ar fengjust lengur til að syngja englaröddum. Nema þá helst piltarnir í Vínardrengjakórnum. Og Michael Jackson. Syfjaðui Ollver Blaðamaður ræddi Iítillega við Jón Ágúst Oliver í Iok æfingar undir miðnætti. Hann sagðist ekkert vera orðinn voðalega syfj- aður, en hann væri stundum dá- lítð þreyttur á morgnana í skól- anum. En það væri allt í lagi, þetta væri svo gaman. Hann hefur aldrei áður stigið á svið en sungið með skólakórnum. Hann var ekki búinn að lesa bókina um Oliver Twist, „ég var að Líf og fjör í Þrek og tár. Þeir leika Oiiver, James Faulkrter og Jón Ágúst Sigurðsson. Birna Hjaltadóttir og Hörður Benónýsson í hlutverkum sínum i Kabarett. hugsa um að byrja á henni en mér fannst hún dálítið löng,“ en hann var búinn að sjá bíómynd- ina með söngleiknum. Sigurður Hallmarsson hefur áhyggjur af hljómburði í húsinu og er búinn að gera ráðstafanir með hljóðnema hist og her yfir sviðinu. Hrappur gengur til hans með hattkúfinn sinn fræga. „Krumpaðu hattinn meira, elskan mín,“ segir Sig- urður. Og flestum leiðbeining- um leikstjórans þetta kvöld fylgja hvatningarorðin: „Gott hjá ykkur, fínt hjá ykkur elskurnar mínar.“ Makbeðskar sýningar? Leikhúsfólk segir að það þurfi að fara afar varlega þegar Macbeth er settur á sviði, því slys og allskonar óhöpp fylgi jafnan þessu verki. Söngleikja- sýningarnar þingeysku nú virð- ast þá í meira lagi Makbeðskar því á ýmsu hefur gengið. Allt var þó rólegt lengi vel á æfingatíma Kabaretts. Eða allt þar til söngstjórinn og siða- meistarinn fuku út af veginum á leið inn á Akureyri til að kynna verkið og bifreið söngstjórans gjöreyðilagðist og harmonikan hans skemmdist einnig. Menn- irnir sluppu hinsvegar báðir. En siðameistarinn Hörður Þór Benó- nýsson, slapp bara með skrekk- inn í þetta skiptið. Því á sýningu sl. laugardagskvöld, sleit hann hásin og verður að vera í gipsi í 9 vikur og leikur því ekki meir, þannig að leikstjórinn og bróðir Harðar, Arnór, hleypur í skarðið fyrir haltan Hörð. Oþarfi er að taka fram að Hörður Þór lék áfram og lauk sýningunni með slitna hásin eins og ekkert hefði í skorist. Þingeyskt karlmenni. I Samkomuhúsinu á Húsavík hafa leikarar sífellt verið að detta ofan úr stigum, pöllum og stólum og oft legið við stórslys- um. Einkum hafa þessi áföll herjað á kvenfólkið. Vonast menn til að allir hafi dottið nægju sína þegar að sýningum kemur. Búkollu-liðið hefur blessunar- Iega sloppið við áföll á æfinga- tímanum. En leikfélagið er reyndar frægt fyrir slíkt og bíl- veltur og hvurskyns slys oftar en ekki verið eðlilegir fylgifiskar æf- inga og sýninga. Nú hefur allt gengið vel og ekkert komið upp á nema hvað bíll formanns Búkollu, Guðrúnar Láru Pálma- dóttur, skemmdist á leið á æf- ingu þegar gijóthríð skóf af hon- um lakkið í feykivindi. Samþingeysk stórsýning? Sigurður Hallmarsson, sem hef- ur leikstýrt um alla sýsluna um áratuga skeið, segir að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir góðir leikarar verið í héraðinu og nú. Lengi vel hafi Leikfélag Húsa- víkur borið ægishjálm yfir önnur félög á svæðinu og sé auðvitað enn í mestri þungavigt. En á síð- ustu árum hafa Efling og Búkolla eflst mjög og margir fín- ir leikarar komið fram. Einnig eru slíkir til staðar eins og alltaf í Mývatnssveit uppi og er skemmst að minnast rómaðrar sýningar þar á Lukkuriddaran- um. Sigurður hefur lengi gengið með þann draum í maganum að setja upp stóra og viðamikla samþingeyska leiksýningu þar sem kraftar allra bestu leikara og leikhúsmanna sýslunnar væru sameinaðir. Kannski yrði það fyrsta og öfl- ugasta skrefið til að sameina sveitarfélögin í sýslunni? Að mætast fyrst á menningarsvið- inu? AKUREYRARBÆR Kennarar athugið! Við grunnskóla Akureyrar eru lausar eftir- taldar stöður skólaárið 1998-1999: Oddeyrarskóli er einsetinn grunnskóli með 130 nemendur í 1 .-7. bekk. Næstu árin verða einnig unglingadeildir í skólanum og að hausti munu nemendur 8. bekkjar hefja nám við skólann. Oddeyrarskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu á miðstigi. Kennslu á miðstigi og raungreinakennslu í 8. bekk. í stuðnings og sérkennslu. Upplýsingar um starfið gefa skólastjórnendur í síma 462-4999 og heima í símum 461 -3386 og 462-3566. Síðuskóli er tvísetinn skóli þ.e. tvær bekkjardeildir eru eftir hádegi. í skólanum eru 600 nemendur í 1 .-10. bekk og eru tvær til þrjár hliðstæður í hverjum árgangi. Síðuskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1. - 5. bekk. Smíðakennslu, handmenntakennslu, myndmenntakennslu, tónmenntakennslu og heimilisfræðikennslu. Sérkennslu í unglingadeild og fyrir þroskahefta nemendur. Dönskukennslu, íslenskukennslu, raungreinakennslu og samfélagsfræðikennslu í 8. - 10. bekk. Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 462-2588. Brekkuskóli er einsetinn skóli með 700 nemendum í 1.-10. bekk. Brekkuskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1.-10. bekk. íslenskukennslu og stærðfræðikennslu í 8.-10. bekk Tölvukennslu (ritvinnslu og tölvufræði) og umsjón með tölvum. Handmenntakennslu í 1.-10. bekk. Tónmenntakennslu (forskóli tónlistar) í 1. og 2. bekk. Heimilisfræðikennslu í 1 .-9. bekk. Sérkennslu (kennarar með framhaldsmenntun í sérkennslu- fræðum). Upplýsingar veita: Sveinbjörn Markús skólastjóri og aðstoð- arskólastjórarnir, Birgir eða Magnús, f síma 462-4241. Glerárskóli er einsetinn skóli með 500 nemendur í 1 .-10. bekk. Glerárskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu. Smíðakennslu, handmenntakennslu (sauma) og tónmenntakennslu. tslenskukennslu í 8.-10. bekk. Sérkennslu. Einnig vantar námsráðgjafa í hálfa stöðu. Upplýsingar hjá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í síma 461-2666. Giljaskóli er skóli í mótun í nýju húsnæði. Næstkomandi skólaár verður kennt í 1 .-5. bekk og í sérdeild. Nemendafjöldi er um 150. Óskað er eftir metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í uppbyggingarstarfi í skóla fyrir alla. Giljaskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1. bekk. íþróttakennslu (hlutastarf). Einnig vantar sérkennara eða leikskólakennara/þroskaþjálfa á sérsviði í sérdeild fyrir nemendur með greindar- og fjölfötlun. Deildin hefur einnig ráðgefandi hlutverk. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í sfma 462-4820. Lundarskóli er einsetinn skóli með um 350 nemendur í 1 .-7. bekk en mun á næstu árum fjölga í u.þ.b. 480 nemendur þar sem bætast við 8., 9. og 10. bekkur. Sérstaklega er því auglýst eftir kennurum sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari breytingu. Lundarskóla vantar kennara í: Almenna kennslu í 1.-8. bekk. íþróttakennslu. Sérkennslu. Handmenntakennslu (sauma), heimilisfræðikennslu og tónmenntakennslu. Upplýsingar gefa skólastjórar í síma 462-4888. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar, í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 1998. Starfsmannastjóri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.