Dagur - 21.03.1998, Síða 10

Dagur - 21.03.1998, Síða 10
26 - LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 LÍFIÐ í LANDINU Oskarsverðlaun íslendinga Óskarsverðlaunin verða afhent eftir helgi. Dagurfékk kvik- myndagagnrýnendur til aðgreiða atkvæði. Besta mynd Asgrímur Sverrisson: „Mér finnst langlíklegast að Titanic vinni en As Good as it Gets fær mitt atkvæði. Þettta er frábær, sætbeisk kómedía.“ Gunnar Sverrisson: „Titanic er hrein snilld. Allt í myndinni er frábærlega útfært.“ Hilmar Karlsson: „OIl rök og líkingar benda til þess að Titanic fái Oskarsverðlaunin sem besta kvikmyndin í ár og get ég alveg verið sáttur við það. Langsóttur möguleiki og óskhyggja hjá und- irrituðum væri að L. A. Con- fidential fengi verðlaunin, hún er besta sakamálamynd síðari ára og ætti skilið að fá Óskarinn. Aðrar myndir koma ekki til greina.“ Kolbrún Bergþórsdóttir: „Titanic er stórbrotin mynd sem á skilið að vinna og mun vinna.“ Besti leikstjóri Asgrímur Sverrisson: „Mesta leikstjórnarsnilldin er hjá James Cameron, leikstjóra Titanic. Þar er á ferð allsherjar leikstjórnar- snilld." Gunnar Sverrisson: „Eg vel Peter Cattaneo, leikstjóra The FuII Monty. Myndin sjálf er ein sú eftirminnilegasta. Vel leik- stýrð mynd um fólk.“ Hilmar Karlsson: „Þarna tel ég að James Cameron sé nokkuð öruggur um verðlaunin enda á hann þau tvímælalaust skilið. Það er fyrst og fremst honum að þakka hvað Titanic er vel heppn- uð mynd.“ Kolbrún Bergþórsdóttir: „Það er einungis öfund sem get- ur komið í veg fyrir að Cameron hreppi verðlaunin. Eg gef hon- um hiklaust mitt atkvæði." Besti leikaxi Asgrimur Sverrisson: „Það kæmi mér ekkert á óvart að Dustin Hoffman ynni í þessum flokki en Jack Nicholson fær mitt atkvæði. Hann er stórkost- legur í As Good as It Gets.“ Gunnar Sverisson: „Jack Nicholson í As Good as It Gets. Þarna fer Jack á kostum. Eg sem hafði haldið að hann væri út- brunninn!" Hilmar Karlsson: „Robert Duvall í The Apostle. Banda- ríska kvikmyndaakademían hef- ur alltaf verið veik fyrir þeim sem hafa þurft að hafa fyrir hlutunum. Robert Duvall leik- stýrði, lék í og fjármagnaði The Apostle og það vegur þungt meðal jafningja. Þeir sem veita honum hörðustu samkeppnina eru Dustin Hoffman og Jack Nicholson sem báðir eru frá- bærir í þeim hlutverkum sem þeir eru tilnefndir fyrir.“ Kolbrún Bergþórsdóttir: „Jack Nicholson er ógleymanleg- ur í As Good as It Gets. Eg féll fyrir honum og spái því að aka- demían geri það sömuleiðis." Besta leikkona Ásgrímur Sverrisson: „Helen Hunt fær mitt atkvæði. Eg hef elskað þessa konu síðan ég var 17 ára. Hún er draumakona, jarðbundin, sjálfstæð og vilja- sterk, með húmor og rétta líf- sýn. Hún geislar þessu öllu af sér í þessari mynd. Þetta er kona sem ég vildi giftast hér og nú.“ Gunnar Sverrisson: „Kate Winslet er frábær og þokkafull í Titanic." Hilmar Karlsson: „Helen Hunt í As Good as It Gets. Fjór- ar breskar leikkonur og ein am- erísk, þarna mun þjóðernis- kennd ráða úrslitum, ekki fyrir það að Helen Hunt er frábær í hlutverki sínu og á verðlaunin skilið." Kolbrún Bergþórsdóttir: „Eg held að Helen Hunt vinni og hún stendur sig vel í As Good as It Gets. En Kate Winslet fær mitt atkvæði, hún er feiknagóð í Titanic. Annars hef ég grun um að Helena Bonham Carter eigi verðlaunin helst skilið." SAMHERJI HF AÐALFUNDUR Aðalfundur SAMHERJA HF verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 1998 að FOSSHÓTEL KEA og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 4.04 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins fyrir árið 1997 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Glerárgötu 30, Akureyri, 23. - 27. mars kl. 10:00 - 1 2:00 og fundardag til kl. 12:00. Stjórn Samherja hf. Besti leiltari í aukahlutverki Ásgrímur Sverrisson: ,/Etli ég velji ekki Burt Reynolds sem var frábær í Boogie Nights.“ Gunnar Sverrisson: „Robin Williams í Good Will Hunting. Hann var eiginlega í aðalhlut- verki en á þetta val skilið.“ Hilmar Karlsson: „Robin Williams á að vinna verðlaunin en Burt Reynolds er vinsæll meðal kollega sinna og þarna kemur samkennd akademíunnar inn í málið. Eg vil trúa því að skynsemin ráðir í þessum flokki.“ Kolbrún Bergþórsdóttir: Robin WiHiams sýnir stjömuieik í Good Will Hunting og aimennt er álitið að baráttan um Úskar fyrir bestan leik í aukahiutverki standi á milli hans og Burts Reynolds. Gioria Stuart var Hollywoodsmástirni á fjórða áratugnum og á nú glæsta endurkomu f Titanic. Jack Nicholson t As Good as It Gets. Besta hlutverk hans í mörg ár og kappinn getur gert sérgóðar vonir um að hreppa Óskarinn. „Það er kominn tími til að aka- demían viðurkenni snilli Robins Williams sem á stjörnuleik í Good WiII Hunting." Besta leikkona í aukahlutverki Ásgrímur Sverrisson: „Þetta er erfiðasta valið, samkeppnin er svo hörð. Eg vel Julianne Moore sem sýnir stórkostlegan leik sem klámmyndadrottning sem er móðurímynd, aðlaðandi og óhugnaleg í senn.“ Gunnar Sverrisson: „Gloria Stuart í Titanic. Hún er afar góð og hreif áhorfandann með sér. Fullkomnaði frábæra ástar- sögu.“ Hilmar Karlsson: „Innkoma Gloriu Stuart og útkoma í Titan- ic er einkar áhrifarík og alveg er ég tilbúinn að sjá þessa merkis- konu taka við Oskarnum. Eg held samt að Kim Basinger (L.A. Confidential) eigi jafn mikla möguleika en læt atkvæði mitt í pott Gloriu þar sem ör- ugglega gefst ekki tækifæri til að gera það aftur." Kate W/nslet í Titanic, mynd/nni sem allir veðja á að hreppi Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins. W/nslet er tilnefnd til verðlauna fyrtr bestan leik en Helen Hunt er talin eiga meiri möguleika á sigri. Kolbrún Bergþórsdóttir: „Leikur Gloriu Stuart í Titanic endurspeglaði innri fegurð og sálarstyrk þeirrar persónu sem hún lék. Það er ekki hægt að komast hjá því að heillast af leik hennar."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.