Dagur - 21.03.1998, Page 14

Dagur - 21.03.1998, Page 14
30 - LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 Vagur HEILSULÍFIÐ t LANDINU Allt ristl- mrnnað kenna? Hallgrímur Magnússon lækn- irhefurfaríð ótroðnar slóðir undanfarín árvið meðferð á ýmsum kvillum sem hrjá nú- tímafólk. Hann erá móti sápunotkun og gerílsneyddrí mjólk. Hallgrímur Magnússon læknir á stofu sinni. Hann aðhyllist kenningar náttúrulækninganna og vill fremur nota náttúrulyf og góða umhugsun l/kamans til að hjálpa fólki til he/lsu en hefðbundnar lækningaaðferðir með lyfjum og skurðaðgerðum. mynd: e.ól. „Flestir sem koma hingað til mín, hafa einkenni frá stoðkerfinu, verki og eða stirð- leika, einnig er algengt að fólk spyrji út í húðvandamál. Yfirleitt hefur fólk reynt ýmislegt til að bæta heilsuna en það ekki gengið upp,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir sem einu sinni í viku veitir ráðgjöf varðandi heilsu fólks í Heilsuhúsinu í Kringlunni. Hallgrímurleggur áherslu á aðfólk haldi húðinni hreinni og vel staifhæfrí með því að bursta hana rösklega tvisvar á dag og bera ólífuolíu á hana. Húðtn mikilvægt líffæri Ráðgjöf Hallgríms byggist ekki bara á því að fá fólk til að kaupa einhver töfralyf, því eins og hann segir „þá er fyrst og fremst um það að ræða að fólk taki ábyrgð á sinni heilsu sjálft, það er það sem náttúrulækn- ingar íjalla um. Að fólk átti sig á því hvað það skiptir miklu máli fyrir heilsuna að borða rétt, fá næga hvíld og hreyfingu. Og að veita því athygli hvort einhver matvæli valda óþægindum. Hvort mjólkurvörur valda aukinni slímmyndun til dæmis.“ Hallgrímur leggur áherslu á að fólk haldi húðinni hreinni og vel starfhæffi með því að bursta hana rösldega tvisvar á dag og bera ólífuolíu á hana. Einnig fara oft í stur- tu en ekki að nota sápu, hún sé óþörf. Heil- brigð húð skiptir mjög miklu máli varðandi heilbrigði fólks, því húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni eru ótal taugaendar og út um hana fara ýmis úrgangsefni. Sé hreinsikerfí líkamans í lagi, þá séu miklar líkur til þess að heilsan sé góð. „Flestir sem aðhyllast raunverulegar náttúrulækningar," segir Hallgrímur, „eru á þeirri skoðun að í ristlinum sé að fínna orsök fyrir 95% af öllum þeim vandamál- um sem hrjá nútíma fólk, þannig að sé ristlinum haldið hreinum og vel starfhæf- um, þá sé hægt að koma í veg fyrir ótal sjúkdóma og mikla vanlíðan manna." Vítamín og náttúrulyf Hin hefðbundna tæknivædda læknis- fræði býður upp á snöggar lausnir með sterkum lyfjum og skurðaðgerðum, en náttúrulækningarnar taka hins vegar Iengri tíma. Því ekki er bara verið að lækna einkennin, heldur einnig verið að Iagfæra skemmdir sem hafa verið að myndast í langan tíma. „Þó ég sé ekki fyrst og fremst að selja vítamín og heilsulyf, þá er það svo að stundum kemur til mín fólk sem ég finn út að vantar efni, bætiefni eða önnur sem í heilsulyfjum eru,“ segir Hallgrímur, „og þá ráðlegg ég slíkt. En ég ráðlegg fólki ekki að taka inn lyf, þó það séu náttúrulyf bara lyfjanna vegna, það verður að vera þörf fyrir þau.“ -VS Eftírleikur Eftirleikur hefur ekki ver- ið mikið í umræðunni í sambandi við kynlífsupp- lifanir eða kynlíf almennt. Flest þekkjum við um- ræðuna um forleikinn, sem er aðdragandi góðra kynmaka og gefur ákveðín fyrirheit um það sem koma skal. Er hann því viðurkenndur almennt og á sinn fasta sess í allri kynlífsumræðunni. Sjálfsagt finnst mörgum það vera að bera í bakkafullan lækinn og jafnvel að verið sé að koma með enn eina kröfuna á karlmenn um að standa sig í kynlífinu, með því að ræða um sérstakan eftirleik í samlífi hjóna/para. Eins og ég kom inná í síðasta pistli, hjaðnar kynsvörun karla fyrr en kynsvörun kvenna að samförum lokn- um. Flest hugsum við ekki um eftirleikinn sem eitthvað sérstakt eða aðgreindan hluta kynmakanna, heldur er um ástarleik að ræða fýrir samfarir, meðan á þeim stendur og hugsanlega að þeim loknum. Gagnkvæmt traust og hreinskilni Talað er um að ástarleikurinn byrji við fjTstu gælurnar og endi þegar báðir aðilar hafa fengið nóg. Þó getur orðið misbrest- ur á því, því fjölmargar konur fá ekki full- nægingu við kynmök, hvort sem það gerist stöku sinnum eða að staðaldri. Sumar konur upplifa sig í lausu lofti að samför- unum loknum og kunna jafnvel ekki við að segja makanum frá þ\a. Gott ráð til að forðast slíkar upplifanir, er að segja mak- anum jafn óðum hvað þú vilt, hvað þér finnst gott og hvað ekki. Fyrir alla muni að gera sér ekki upp fullnægingu, hafi hún Myndin er úr Ástareldi. Forlagið. ekki átt sér stað, því þá lendið þið einfald- lega í vítahring, sem er erfíðara úr að kom- ast en í að fara. Það tekur tíma fyrir fólk að læra hvort á annað og það gengur ekki almennilega upp, nema gagnkvæmt traust og hreinskilni sé til staðar. Báðir aðilar ánægðir Samfarir eru nautnarík reynsla, þar sem náin kynni og umhyggja fara oftast saman, þó það eigi vissulega ekki alltaf \dð um alla. Mörg hjón/pör upplifa sig þó mjög náin að samförunum loknum. Það að halda því fram að öll séum við eins og turtildúfur að samförunum loknum er ekki allskostar rétt eða sanngjarnt, því við eigum jú öll okkar góðu og slæmu daga og þurfum í daglega lífinu að takast á við mismiklar áhyggjur/streitu. Slíkar tilfinn- ingar hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu, bara við það að stunda kynlíf, en það er þarna sem eftirleikurinn kemur inn með sín tækifæri til beggja aðila á að sýna hvort öðru ást sína og umhyggju, annaðhvort með gælum eða léttu og slakandi nuddi. Ekkert af þessu þarf að vera formlegt eða langvarandi. Hvaða stefnu eftirleikurinn tekur ræðst af hugarástandi og kringum- stæðum hverju sinni. Talið er að þægileg- ur, rólegur eftirleikur styrki ástarsamband enn frekar og þarna gefst fyrirtaks tæki- færi til þess að slá uppbyggilega gullhamra sem oftar en ekki liggja milli hluta í löng- um samböndum. Oll kynlífsreynsla á að skilja báða aðila eftir ánægða, en ekki metta og helst á reynslan að skilja okkur eftir full löngunar að endurtaka leikinn hvort sem það er strax eða eftir viku. Mörgum konum finnst yndislegt að sofna í faðmlögum jafnvel þó þær hafi ekki náð fullnægingu í samförunum sjálfum og ekki spillir það að fá ástarorð í eyra fyrir svefninn. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunar- fræðingur og skrifar um kynlíffyrír Dag. Netfang: ritstjori@dagiir.is Halldóra Bjarnadóttir skrifar Naflaskoðun erleiðigjöm Naflaskoðun er stunduð í alltof ríkum mæli hér á Iandi, svo mjög að stundum virðist það há mönnum. Ofureðlileg við- brögð eru að einstaklingar rýni í eigin nafla þegar þeir halda að eitthvað sé að hjá þeim sjálfum eða í samskiptum við aðra. Ekki er víst að svarið fáist við þessa nafla- skoðun en það er alþekkt að menn horfa í eigin barm og telja sökina hjá sjálfum sér, hvort sem það reynist rétt eða ekki. Verra er þegar naflaskoðunin er svo slæm að menn horfa alls ekkert út fyrir sjálfa sig, hvað þá sjóndeildarhringinn heldur miða allt við skerið og það sem gerist þar. Stundum finnst manni naflaskoðun af „ýkta“ taginu vera á mjög háu stigi hjá Is- lendingum. Mjög skýrt dæmi um slíkt er þegar Islendingar fara til útlanda og taka með sér birgðir af mat og öðrum nauðsynj- um til að þurfa örugglega ekki að prófa neitt nýtt. Þessu fólki fínnst allt ómögu- legt í útlöndum af því að það er ekki eins og heima. Annað dæmi, og það mjög sorg- legt, er hvað Islendingar hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast erlendis og ennþá minni áhuga á að kynna sér það. Nafla- skoðun getur verið ágæt í hófí en almennt séð er hún sveitamannsleg og stundum er hún svo öflug að manni fínnst eins og þessi ósköp geti jafnvel háð landanum. Erlendis virðast menn hins vegar hafa vakandi áhuga á því sem gerist í kringum þá. I norrænum kvennatímaritum er vin- sælt að hafa greinar um konur og hag kvenna og barna um víða veröld. Þessar greinar myndu ekki birtast nema vegna þess að fólk, les: konur, hefur áhuga á að vita um hag fólks annars staðar í veröld- inni. Þar getur til dæmis sagt frá högum afrískrar konu sem er nýflutt aftur heim til Simbabve eftir að hafa lokið doktorsprófi í Kanada og ætlar að hasla sér völl sem rit- höfundur f heimalandi sínu og opna kvennabókasafn. Eða hag barna í Suður- Ameríku, sem er ekki beysinn. I Bólivíu er hversdagslegt fyrir konur að missa börn fyrir fæðingu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Börnin deyja - þannig er það bara. Karlarnir vinna en konurnar vinna ennþá meira. Barnadauðinn er eins og hver önnur staðreynd Iífsins. í Finnlandi hefur stundum verið talað um að finnsk þjóð skiptist í þrennt, karla og konur, og að karlarnir skiptist í tvennt, Ijóshærða, granna og léttlynda Finna, að uppruna eflaust frá Svíþjóð, og dökkhærða og þunga Finna, stóra og feita. Konurnar mynda hins vegar eina heild, allar sterkar og opnar og léttar í skapi og auðvelt að kynnast þeim. Þær eru lifandi og vakandi, áhugasamar um umhverfi sitt. Ekki hefur verið talað neitt um það hvort aðrar þjóðir skiptist upp á þennan hátt, hvað þá Islend- inga. Einhvern veginn læðist samt að sá grunur að svo geti verið. Konur virðast al- mennt séð hafa mun meiri áhuga á að fræðast um kynsystur sín- ar en karlar um kyn- bræður sína. Ef marka má er- Iendu kvenna- tímaritin hafa konur mun meiri áhuga á því sem gerist fyrir utan þeirra nánasta um- hverfi, sérstaklega þeg- ar það snertir kyn- systur þeirra en karlar. Nafla- skoðun getur ver- ið ágæt en hún verður leiðigjörn. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@ff.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.