Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 16
 Vetur í Mývatnssveit 32-LAVGARDAGUR 21. MARS 199 8 LÍFIÐ t LANDINU Gunnar Sverrisson Ijósmyndari 'CS JÓHANNESARSPJALL Hilmir Snær, Clinton og ég Kynhvötin trygg- ir öðru fremur vöxt og viðgang mannlífs á jörð- inni og eru ekki ný sannindi. Um þessar mundir er það hinsvegar kynhvötin sem öðru fremur kemur í veg fyrir að hægt sé að stjórna veröldinni af skynsamlegu viti, þ.e.a.s. kyn- hvöt Clintons. Fyrir þá sem ekki fylgjast með heimsfréttum þá er Clinton þessi einna gildastur bóndi í Vestur- heimi, æðstur þarlendra valda- manna og þar með í heiminum. Og ærinn starfi sem bíður hans á morgni hveijum við að stjórna heimsbyggðinni. En til þess hef- ur Iítill tími gefist að undan- förnu, þar sem Clintoni hættir til að stórhöfðingja sið að klípa „soldið í kvenmannsholdið" í tíma og ótíma og þarf að svara fyrir þær sakir uppstyttulaust frá morgni til kvölds, dag eftir dag. Areitni og heimsfriður Nú er kynferðisleg áreitni ekkert grín og á skilið alvarlega umljöll- un en aungva Iéttúð. En það er ekki síður alvarlegt mál ef kyn- ferðisleg áreitni verður til þess að æðstu valdamenn heimsins hafa ekki tíma til sinna stjórn- unarstörfum, því þá er hætta á mistökum sem geta haft skelfi- legar afleiðingar fyrir heims- byggðina. Kynferðisleg áreitni Clintons er reyndar ennþá meint og ekki sönnuð. En það er næsta vist að Clinton hefur gerst sekur um slíkt athæfi, enda yfirleitt ekki reykur án elds. En ekki endilega í þeim tilfellum sem mest er fjallað um í heims- pressunni. Konurnar þrjár sem ásaka Clinton eru sem sé ekki veru- lega trúverðugar því þær eru svo 100% amerískar og fyrirsjánleg- ar í hegðunarmunstri. I henni Ameríku er auðgildið sem sé sett ofar manngildinu og öllu öðru, enda enginn Framsóknar- flokkur í USA. Frægð, jafnvel af endemum, og fjármunir eru æðstu heiðursmerki sem Amer- íkumönnum getur hlotnast. Ollu er fórnandi fyrir frægð og dollara, jafnt mannorðum sem heimsfriði. Og auðveldasta leið fyrir am- erískar konur til að verða frægar og fjáðar þessa dagana virðist vera sú að kæra Clinton fyrir kynferðislega áreitni og selja Ijölmiðlum og bókaútgefendum sögu sína fyrir milljónir dollara. Nú kann vel að vera að konurn- ar þrjár segi allar sannleikann og ekkert nema sannleikann. En það getur líka verið að þær geri það ekki. íslensk-amerisk árcitni Sú áreitni sem konunar bera upp á forsetann er reyndar af því sauðahúsi sem oft má sjá á böllum og börum hér á Islandi og er stunduð þar af báðum kynjum. Og það án þess að fórn- arlömbin hlaupi með það í blöð- in eða hóti útgáfu ævisagna um káf og klípur á Kaffibarnum eða Hótel KEA. Enda náttúrlega Iít- ið upp úr því að hafa að kæra bláfátækt íslenskt áreitnisfólk af báðum kynjum. Oðru máli gegnir úti í Amer- íku, þar sem ekki verður þverfót- að fyrir milljarðamæringum og heimsfrægum einstaklingum sem upplagt er að kæra og hafa svo eitthvað fyrir sinn snúð út úr öllu saman. Ólíkt með skyldum Vandamálið við kynferðislega áreitni er að hún er í öllum til- fellum matsatriði hjá þolendum. Það sem einn upplifir sem alvar- lega áreitni, er léttvægt og jafn- vel hlægilegt í huga annars. Og það er ekki sama hver áreitir og skiptir e.t.v. stundum megin- máli. I einhverjum fjölmiðli fyrir ekki löngu voru nokkrir einstakl- ingar spurðir um skilgreiningu á hugtakinu kynferðisleg áreitni. Ung og falleg kona svaraði svo: „Kynferðisleg áreitni? Það er þegar Ijótir og feitir kallar eru að reyna við mig.“ Þetta svar Iýsir skilgreiningar- vandanum í hnotskurn. Verkn- aðurinn skiptir ekki öllu máli, eins og 1' flestum glæpamálum, heldur gerandinn. Ef ég t.d. abbaðist upp á þessa ungu konu, þá myndi hún umsvifa- laust kæra mig fyrir kynferðis- Iega áreitni, af því að ég er svona heldur Ijótur og feitur kall. Ef hinsvegar Ieikarinn lag- legi Hilmir Snær Guðnason, frændi minn af Hælavíkurætt, hefði í frammi sömu tilburði við þessa stúlku, þá myndi hún ör- ugglega taka því fagnandi. Enda margt ólíkt með skyldum hvað okkur Hilmi áhrærir. Ef við Hilmir hinsvegar rotuðum mann og annan, þá yrðum við báðir kærðir og dæmdir jafnt, algjör- lega óháð útliti. Kynlegt áreitnimisrétti Það er sem sé ríkjandi eitt alls- herjar misrétti hvað varðar mat á kynferðislegri áreitni. Ríkir menn og frægir eru líklegri til að verða kærðir en fátækir menn og óþekktir. Ólíklegra er að konur verði kærðar fyrir áreitni en karlar fyrir samskonar hegðan. Og ljótir og feitir kallar eru margfalt líklegri til að Ienda í vondum málum ef þeir gerast helsti nærgöngulir við konur en fallegir og stæltir kynbræður þeirra af sama tilefni. Við vísum málinu til jafnrétt- isráðs. Johannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.