Dagur - 21.03.1998, Page 17

Dagur - 21.03.1998, Page 17
LAUGARDAGUH 21.MARS 1997 - 33 Á meðan Jón bíður þess að verða áhættuleikari vinnur hann hjá íslandsflugi á Akureyri. Biðin i þennan gamla draum hans styttist þvi hann fer á námskeið til Bandaríkjanna í byrjun júni og á von um vinnu sem áhættuleikari strax að náminu loknu. mynd: gs LÍFIÐ í LANDINU Hann segist vera bilað- ur því hann elski að gera eitthvað afsér. Fá adrenalínkikk. Hann hafi alltafverið svona og þurfi aðgera eitt- hvað í því. Hann er kannski ekki bilaður en sjálfur segist hann vera það og það eru hans orð. Orð Jóns Lúð- víkssonar, 21 árs Akureyrings, sem elskar það að fá adrena- línkikk. Hann hefur látið það eftir sér hér heima að gera ýmis- legt af sér til að fá adrenalínið á hreyfingu. En í stað þess að halda þeirri vitleysu áfram ætlar hann að svala þörfinni fyrir fullt og allt. Hann ætlar að láta gaml- an draum rætast og verða áhættuleikari. Alltaf að gera eitthvað af sér „Eg veit að ég fæ þetta kikk sem ég virðist þurfa með því að verða áhættuleikari," segir hann. „Þetta er ekki alveg heilbrigt og ég sjálfsagt ekki heilbrigður í hausnum en draumur minn frá því ég var níu ára hefur verið sá að fara í skóla fyrir áhættuleik- ara og verða áhættuleikari. Ætli allt hafi ekki stefnt í það í gegn- um tíðina með þessari hegðun minni að þurfa alltaf að vera að gera eitthvað af mér.“ Þrátt fyrir þetta bjóst hann alls eldú við því fyrir nokkrum mánuðum síðan að draumurinn gæti ræst. Honum fannst það einhvern veginn vonlaust. Hvaða möguleika ætti Islending- ur á því að verða áhættuleikari og komast áfram í þeim leikara- heimi? En þá gerðist það. Hann las viðtal váð ungan mann sem hafði látið sinn gamla draum rætast og farið í slíkan skóla. Bara við það að sjá að íslending- ur hafði gert þetta hvatti Jón til þess að leita; fara að spyrjast fyr- ir um námskeið og skóla fyrir áhættuleikara. Hann þurfti ekki að leita lengi því hann fann allt sem hann þurfti á internetinu og hlutirnir fóru að rúlla. Og það hratt. Góð von u m vinnu-strax Það er ekki nema einn og hálfur mánuður síðan hann byrjaði að leita að skólum á netinu. Fljót- lega fann hann einn sem honum leist best á. Hann skrifaði beint til skólastjóra þess skóla og þá var ekki aftur snúið. Þeir töluðu saman í gegnum netið, Jón var spurður spjörunum úr og hann spurði alls þess sem hann vildi fá að vita. „Skólastjóranum virt- ist strax lítast vel á mig, þennan bilaða íslending, sem vildi verða áhættuleikari. Eg þurfti ekki að taka neitt inntökupróf, sem venjulega þarf að gera, og skóla- stjórinn bauð mér strax eftir spjallið að halda frá plássi fyrir mig í skólanum vildi ég hugsa mig aðeins um.“ Það var ekki eingöngu tryggt pláss í skólanum sem skólastjór- inn bauð Jóni. „Hann sagði mér að ef ég stæði mig vel þá myndi hann útvega mér vinnu strax að námskeiðinu Ioknu. Hann væri þekktur í sínum bransa og gæti gert hvað sem er. Orðrétt sagði hann...“if you can prove your skills then...“ sem þýðir bara það að ég verð að vera nógu ruglaður í hausnum og þora.“ Virtasti skólinn í þessum bransa Skólinn er sá vdrtasti í Banda- ríkjunum en Jón vildi hafa allt á hreinu áður en hann gæfi end- anlegt svar. Var nefnilega með smá efasemdir þ\a honum fannst sem Bandaríkjamenn fegruðu hlutina dálítið. Hann bað því systur sína, sem býr í Bandaríkjunum, að kanna það fyrir sig hvort allt væri satt og rétt sem skólastjórinn hafði sagt honum. „Þetta stóðst allt saman og hún fékk það svar að skólinn væri sá virtasti í þessum geira og með góðan orðstír." Það virðist sannast auðveld- lega því áhættuleikarar síðustu þriggja James Bond mynda hafa komið úr þessum skóla og í tutt- ugu þekktum kvikmyndum seinni ára hafa verið notaðir leikarar útskrifaðir úr honum. Jón virðist því fyrirfram geta átt ágætis möguleika á starfi að námskeiðinu loknu sem mun einungis taka fullan mánuð án frídaga, en kosta sitt. Aldrei undir sex hundruð þúsundum. í kaðli-aftan í bíl-á 80 km hraða Loksins mun Jón læra að detta og stökkva, keyra bíl og velta bíl og sleppa heill út úr því. „Eg er alltaf að prófa mig eitthvað áfram og spá í áhættuatriði í kvikmyndum. Ég get aldrei horft á mynd án þess að taka eftir slíkum atriðum og hugsa um það hvernig þau séu gerð.“ Þeg- ar hann fór á nýjustu James Bond myndina var eitt atriði sem hann spáði mest í og er í raun að hugsa um ennþá. Þegar Bond keyrir undir þyrluna með konuna aftan á hjólinu. „Mig langar svo mikið til að vita hvernig þetta atriði er gert. Hvaða brögðum þarf að beita til að þetta sé hægt,“ segir hann. En eins og fyrr var nefnt þá er Jón alltaf eitthvað að prófa sig áfram og það nýjasta er all svakalegt. Þess eðlis að hann veit ekki alveg hvort hann eigi nokkuð að vera að segja frá því. „Ég var að Ieika mér að Iáta bíl draga mig í kaðli á 80 km hraða. Bara á skónum einum saman. Þarna var ég að reyna að halda mér á veginum og detta ekki sem tókst ekki alveg því ég flaug tvisvar á hausinn áður en þetta tókst almennilega." Þó hann detti, og kunni það ekki einu sinni eins og hann ætti að gera, þá segist hann aldrei vera hræddur. Hann varar jafnframt aðra við að leika þetta eftir. Ekki slæmt að vera Bond „Bilaður" áhugamaður um áhættuleik sem þráir adrena- línkikk hlýtur að eiga sér sín uppáhalds áhættuatriði eða upp- áhalds k\ikmyndir. „Það er erfitt að segja til um það hvað er flott- ast í þessum bransa. Mér finnst Jackie Chan myndirnar samt hrein snilld. Þær eru rosalega hraðar og erfitt að lýsa þeim. Þær eru í uppáhaldi hjá mér og minn draumur væri að Ieika f þeim. Svo má ekki gleyma Bond. Það væri nú ekkert slæmt að vera James Bond.“ Jón aðhyllist hins vegar ekki Bruce Willis hetjumyndir þar sem hetjurnar eru í hvítum stuttermabolum. Hann vill alvöru töffara sem hafa eitthvað til brunns að bera. En k\'ikmyndir af þessum toga eru ekki gerðar á íslandi þannig að líklegt er að Jón muni vera í Bandaríkjunum næstu misserin og reyna sig í faginu. „Ég er bú- inn að frétta það að nóg sé að hafa og það vanti áhættuleikara. Þess vegna verð ég að prófa mig þarna úti og vera þolinmóður. Það eru margir sem segja mig ruglaðan að gera þetta en hvers vegna? Er ekki alveg jafn ruglað að vera á sjó?“ Mesta adrenalínkikkid eftir Hann gerir sér grein fyrir því að allt muni þetta geta tekið langan tíma áður en hann kemst áfram. Það þurfi að byrja í B klassa myndum. „Að sjálfsögðu fer maður ekki strax í eitthvað James Bond dæmi. Það er samt um að gera að hafa drauma. Þeir eru til að láta þá rætast.“ Gamli draumurinn um að verða áhættuleikari er að rætast en það er einn sem ekki hefur ræst en Jón er ákveðinn í að muni gera það. „Það er að klappa ljóni í svörtustu Afríku. Sjá það liggja og strjúka því. Það yrði mesta adrenalínkikk „ever“ og er kannski takmarkið með þessu öllu saman. Ég hætti ekki fyrr en það rætist." HBG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.